Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis
Talsmenn sjúkrahúsa
mega ekki villa sýn
VARAFORMAÐUR fjárlaganefndar
sagði á Alþingi í gær að þingmenn-
yrðu að gæta þess að láta ekki tals-
menn sjúkrahúsanna villa sér sýn í
umfjöllun um fjárlög, heldur horfa
á markmiðin í heild.
Fjárhagsvandi sjúkrastofnana er
mikill víða um land og sagði Jón
Kristjánsson formaður fjárlaga-
nefndar á Alþingi í gær, að ákvarð-
anir um útgjaldaramma sjúkrahúsa
og annarra heilbrigðisstofnana yrðu
að bíða 3. umræðu um frumvarpið
því að þau erindi sem borist hefðu
til fjárlaganefndar væru um veruleg-
an útgjaldaauka og óhjákvæmilegt
væri að fara nánar í saumana á þeim.
í álitsgerð minnihluta fjárlaga-
nefndar Alþingis um fjárlagafrum-
varpið kemur fram að hallatölur frá
fyrri árum nemi a.m.k. 700 milljón-
um og 2-2,5 milljarða vanti á það
sem stjórnendur meta að þurfi til
að veita nauðsynlega þjónustu.
Sturla Böðvarsson þingmaður
Sjáifstæðisflokks og varaforrhaður ;
fjárlaganefndar sagði að morg spjót
hefðu staðið á fjárlaganefndinni
vegna stofnana ríkisins sem vantaði
rekstarfé. Við slíkar aðstæður kæmi
upp krafa um sterkari forgangsröð-
un með þeim formerkjun að auka
eigi útgjöld til heiibrigðismála á
kostnað annarra þátta svo sem vega-
og hafnargerðar. En slíkt yki slysa-
hættu sem heilbrigðiskerfið yrði að
takast á við.
„Af þessu má sjá að viðfangsefnið
er ekki auðvelt og við þingmenn verð-
um að hafa þjóðfélagið allt í huga
þegar við fjöllum um framlög af fjár-
lögum en ekki einblína á einn þátt
þess og okkur ber að varast að láta
þá harðsnúnu, vel upplýstu og skipu-
lögðu talsmenn sjúkrahúsanna, villa
okkur sýn, né heldur heldur gera lít-
ið úr þeim vanda sem daglega er
. staðið frammi fyrir á sjúkrahúsunum
um allt land þar sem bent er á mikla
fjárþörf,“ sagði Sturla.
Ekki hærri skatta
Össur Skarphéðinsson þingmaður
Alþýðuflokksins spurði Sturlu hvort
hann væri sammála þeirri skoðun
heilbrigðisráðherra, að frekar ætti
að hækka skatta en skerða frekar
þjónustu heilbrigðiskerfisins. Sturla
svaraði að engin færi væru til að
hækka skatta. Náðst hefði tiltekin
sátt á vinnumarkaði og ekki væru
tilefni til að bijóta þá sátt með skatta-
hækkunum.
Morgunblaðið/Ásdís
Jól í Görðum
f BYGGÐASAFNI Akraness,
Görðum en það er elsta stein-
hús landsins, hefur verið sett
upp sýning á munum frá því
um aldamót er tengjast jólun-
um og hafa börn úr grunnskól-
anum verið tíðir gestir í safn-
inu að undanförnu. Hér er
Giljagaur að bjóða I. bekking-
um úr Brekkulækjarskóla pip-
arkökur úr kramarhúsi sem
geymdar eru i trogi.
Talinn
ganga með
byssu
SÉRSVEIT og fíkniefnadeild lög-
reglunnar í Reykjavík handtóku í
gær mann sem grunaður var um
að ganga með skammbyssu. í fór-
um mannsins fundust skothylki og
lítilræði af fíkniefnum en ekki byss-
an.
Maðurinn hefur komið við sögu
fíkniefnamála.
Að sögn lögreglu höfðu borist
vísbendingar um að hann gengi
með byssu á sér og hefði haft í
hótunum að beita henni.
Við handtöku var maðurinn ekki
með byssu á sér en fímm skothylki
fundust í fórum hans og einnig lítil-
ræði af fíkniefnum.
Maðurinn var í haldi lögreglu í
gærkvöldi.
Breytingar á fjöleignarhúsalögum
Hægt að þinglýsa
afsali þótt skipta-
EIGENDUR og húsfélpg fjök
eignarhúsa geta nú þinglýst af-
sali um eignir þótt ekki liggi
fyrir eignarskiptayfirlýsing, því
í gær voru samþykkt lög um
breytingar á lögum um fjöleign-
arhús, þar sem gildistöku fyrir-
mæla þar að lútandi er frestað
til 1. janúar 1997. „í þessum
lögum felast miklar réttarbætur
og vandræði sem upp hafa kom-
ið í viðskiptum með eignir í fjö-
leignarhúsum allt þetta ár ættu
nú að Ieysast,“ segir Sigurður
Helgi Guðjónsson, hæstaréttar-
lögmaður. Hann er höfundur fjö-
leignarhúsalaganna og þessara
breytingalaga.
„í tæp 19 ár hefur verið laga-
skylda að gera eignaskiptayfir-
lýsingu, en þinglýsingaryfirvöld
á ýmsum stöðum á landinu,
meðal annars í Reykjavík, fram-
fylgdu því boði ekki. Eigna-
skiptayfírlýsingar hafa grund-
vallarþýðingu og gildi fyrir
skiptingu fjöleignarhúsa í sér-
eignir og sameign og einnig fyr-
ir réttindi og skyldur eigenda.
Einfaldara ætti að vera nú en
áður að gera skiptayfirlýsingar,
þar sem ekki er lengur nauðsyn-
legt að allir eigendur fjöleignar-
húss skrifi undir hana nema í
undantekningartilvikum.“
Sigurður segir brýnt að bæði
eigendur og stjórnvöld nýti
þennan eins árs aðlögunartíma
vel. „Frumvarpið leysir vandann
tímabundið, en menn þurfa að
gæta þess að sofna ekki á verð-
inum. Hefja þarf kynningu og
fræðslu á þessu sviði þegar í
stað, svo framkvæmd laganna
verði auðveld eftir árið.“
í hinum nýsamþykktu lögum
kemur fram að frá 1. júní næst-
komandi þurfi menn að hafa
sérstakt leyfí félagsmálaráð-
herra til að gera eignaskipta-
samninga. „Gerð þeirra er
vandasöm og nauðsynlegt er að
hafa góða þekkingu á löggjöf
sem um sl'kar eignir gildir,“
. segir Sigurður Helgi. „Með
jþessu móti er stuðlað að vönduð-
um og samræmdum vinnubrögð-
um, sem eiga jafnframt að skila
sér til eigenda í lægra endur-
gjaldi fyrir verkið.“
Bílskúrar
Eigendur í fjöleignarhúsi eiga
forgangsrétt á að kaupa bílskúr
sem er á lóð hússins og í eigu
utanaðkomandi. „Sú
meginregla, að óheimilt sé að
ráðstafa bílskúrum til
utanaðkomandi, var lögfest í
fjöleignarhúsalögunum. í
gildistíð fjölbýlishúsalaga frá
1976 voru bílskúrar og
ráðstöfun þeirra tíð deiluefni,
enda var ekki fjallað sérstaklega
um þá í lögum. Verulegt los
komst á bílskúra við fjölbýlishús
og gengu þeir kaupum og sölum
milli utanaðkomandi. í mörgum
tilvikum hafa bílskúrar komist
aftur í eigu eigenda fjö-
leignarhússins, en stundum
hefur erfið staða komið upp. Ef
bílskúrseigandi hefur viljað selja
bílskúr sinn en enginn í fjöl-
eignarhúsinu viljað kaupa hann,
hafa honum verið flestar bjargir
bannaðar, þar sem honum hefur
verið óheimilt að selja hann
öðrum en íbúum hússins. Með
því móti hefur verið hægt að
verðfella bílskúra óeðlilega. Með
nýju lögunum er komið í veg
fyrir óeðlilega og ósanngjarna
aðstöðu bílskúrseigenda."
Óvenju mikil sjávarhæð í stórstreymi að morgni aðfangadags
Viðvaranir eru gefnar út
vegna hættu á sjávarflóðum
SJÁVARHÆÐ verður óvenju mikil
dagana 23.-25. desember og nær
flóðhæð sjávar hámarki við stór-
streymi að morgni aðfangadags.
Þessu gæti fylgt mikil flóðahætta
við strendur sunnan- og suðvestan-
lands en það ræðst af loftþrýstingi
og vindum á sama tíma. Verði djúp
lægð yfír í nánd við sunnanvert
landið og saman fer mikill vind-
hraði og vindur stendur beint á land
er talin mikil hætta á sjávarflóðum
á þessu svæði.
Að sögn Haraldar Eiríkssonar,
veðurfræðings á Veðurstofu ís-
lands, er enn of snemmt að spá
fyrir um lægðabrautir eða veður-
horfur á þorláksmessu og aðfanga-
dag en fyrstu vísbendingar gætu
Iegið fyrir næstkomandi mánudag
eða þriðjudag.
Almannavamir ríkisins hafa látið
almannavarnanefndir á sunnan- og
suðvestanverðu landinu vita um
óvenju mikla sjávarhæð við stór-
streymi þessa daga og bent mönn-
um á að fylgjast vel með veðri sam-
hliða stórstreymi svo unnt verði að
gera ráðstafanir í tíma til að forða
manntjóni eða slysum og skemmd-
um á mannvirkjum, ef veðurað-
Almannavarnir Akraness ræða
flóðavarnir o g fjöldahjálp
Við lægri loftþrýsting eykst flóð-
hæðin um það bil um einn sentimet-
er við hvert eitt millibar sem loft-
þrýstingur lækkar.
stæður verða með versta móti þessa
sömu daga, skv. upplýsingum Haf-
þórs Jónssonar, aðalfulltrúa hjá al-
mannavörnum.
mannvirki sem teljast á skilgreind-
um hættusvæðum.
Flóðhæð gæti orðið 5,1
metri í Reykjavík
Hæsta sjávarstaða ársins
Sjómælingar íslands hafa sent
hafnaryfirvöldum og skipafélögum
á stöðum, sem þekktir eru fyrir
flóðahættu, bréf þar sem vakin er
sérstök athygli á mikilli sjávarhæð
í stórstreymi frá október og fram
í maí á næsta ári.
Aimannavarnir Akraness hafa
haldið fund þar sem rætt var um
aðgerðir vegna mikillar sjávarhæð-
ar og um hugsanlega fjöldahjálp
ef rýma þarf hús vegna flóðahættu.
Óskað hefur verið eftir við Vita-
og hafnamálaskrifstofu að lagt
verði mat á hvaða úrbætur er hægt
að gera til að minnka líkur á skaða
af völdum sjávarflóða. Samþykkt
var að senda út aðvörun til þeirra
sem eiga á hættu að verða fyrir
tjóni ef allt fer á versta veg. Útbú-
in hafa verið kort og listar yfir
Innbyrðis afstaða tungls og sól-
ar, veldur með vissu árabili að stór-
straumsflóð verða óvenjulega há. í
vetur verða áhrif innbyrðis afstöðu
himintunglanna á sjávarföll hér við
land með mesta móti og nær sjávar-
hæð hámarki 22. janúar og 20. febr-
úar en þá er spáð 4,6 metra flóðhæð
í Reykjavík, sem er mesti munur
flóðs og fjöru í Reykjavík sem orð-
ið getur miðað við venjuleg veður-
skilyrði.
Meðalstórstraumsflóð í Reykja-
vík er 4 metrar en spáð er 4,5
metra flóðhæð við árdegisháflóð
laust fyrir kl. 8 að morgni aðfanga-
dags og er það ein mesta flóðhæð
sem dæmi eru um í Reykjavík. Út-
reikningar á sjávarhæð eru miðaðir
við að meðalloftþrýstingur við yfir-
borð sjávar sé um 1.013 millibör.
k
i
k
5
i
Áætlað flóð í Reykjavík þann 24.
desember nær hámarki kl 7.50 og
ef loftþrýstingur yrði á sama tíma
950 mb., bættust um 60 sentimetr-
ar við áætlaða flóðhæð, þannig að
hún gæti þá orðið um 5,1 m, skv.
upplýsingum Sjómælinga.
„Þetta er hæsta sjávarstaða árs-
ins,“ segir Hafþór Jónsson, „en
framhaldið ræðst af því hvar við
verðum í lægðabrautunum og hver
loftþrýstingurinn verður,“ segir
hann. Hafþór segir að ef allt færi
á versta veg, þannig að óvenju djúp
lægð yrði í næstu nálægð miðað
við hástöðu sjávar, þá myndi skap-
ast óvenjumikil flóðahætta um suð-
vestanvert landið. „Við vonum að
við búum við svipað ástand og núna
ríkir með óvenju háan loftþrýsting,"
segir hann. „Það verður ekki ráðið
í þetta fyrr en í næstu viku þegar
veðurspár birtast," segir hann enn-
fremur.
L
9
>