Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Margslungið
myntbandalag
Vandamál í tengslum við hina sameiginlegu
mynt Evrópu verða ofarlega á baugi á leið-
togafundi Evrópusambandsins, segir Stein-
grímur Sigurgeirsson. Verða leiðtogamir
að fínna lausn á flóknarí vandamálum en
því hvað afkvæmið eigi að heita.
OPINBERLEGA eiga áform
Evrópusambandsins um
efnahagslegan og peninga-
legan samruna aðildarríkjanna
(EMU) ekki að vera aðalatriði leið-
togafundar Evrópusambandsins,
sem hefst í Madrid í dag. Skilyrði
og tímasetningar vegna EMU voru
ákveðin á ríkjaráðstefnunni í Ma-
astricht í desember 1991 og ítrekað-
ar yfirlýsingar hafa verið gefnar
út um að frá þeim ákvörðunum
verði ekki hvikað. Samt sem áður
stefnir í að EMU verði erfiðasta
viðfangsefni leiðtogafundarins enda
er það talið forsenda fyrir árangri
á ríkjaráðstefnunni er á að hefjast
á næsta ári að línurnar varðandi
EMU séu skýrar.
í Maastricht var ákveðið að
myntbandalagið yrði að veruleika
árið 1997 en ekki síðar en árið
1999. Mál hafa nú þróast þannig
að miðað er við síðari tímasetning-
una. Einnig voru sett skilyrði um
að þau ríki er hygðu á EMU aðild
yrðu að uppfylla nokkur skilyrði og
eru þau helstu:
• Fjáriagahalli má ekki fara yfir
3% af vergri landsframleiðslu
• Heildarskuldir hins opinbera
mega ekki vera meiri en 60% af
vergri landsframleiðslu.
En mikið vatn hefur runnið til
sjávar frá því Maastricht-sáttmál-
inn var samþykktur.
Danir höfnuðu sáttmá-
lanum í þjóðaratkvæða-
greiðslu en samþykktu
hann í annarri eftir að
hafa fengið m.a. undan-
þágu frá EMU-þátttöku. Aðildar-
ríkjunum hefur fjölgað úr tólf í
fimmtán og stefnt er að því að þau
verði á þriðja tug í byijun næstu
aldar. Gengissamstarf Evrópu
(ERM) sprakk í loft upp eftir mikið
írafár á gjaldeyrismörkuðum í sept-
ember 1992 og júlí 1993, en hin
samræmda gengisskráning átti ein-
mitt að varða leiðina að sameigin-
legum gjaldmiðli.
Síðast en ekki síst virðist vera
takmarkaður áhugi á hinni sameig-
inlegu mynt meðal þjóða Evrópu.
Mikill meirihluti íjóðveija er and-
vígur hugmyndinni og hefur það
orðið til að þýskir ráðamenn hafa
gefið út yfirlýsingar um að jafnvel
verði að herða skilyrðin fyrir þátt-
töku enn frekar.
Skilyrði valda vandræðum
Þau eru hins vegar það ströng
nú þegar að það er farið að valda
erfiðleikum í einstaka ríkjum. Verk-
föll undanfarinna vikna í Frakk-
landi eru skýrasta birtingarform
þessa. Ætli Frakkar að vera með í
EMU verður að skera niður opinber
útgjöld til muna. Án Frakka verða
EMU-áformin líka varla að veru-
leika. Það er því ekki út í hött að
haida því fram að framtíð EMU
ráðist á götum Parísar.
Breska tímaritið Economist segir
í forystugrein í nýjasta hefti sínu
að Frakkland hafi síðustu tvær vik-
ur minnt á bananalýðveldi þar sem
einangruð ríkisstjórn berst við að
fylgja skilyrðum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins þrátt fyrir óvild almenn-
ings.
Tímaritið bendir einnig á að þó
svo að franska stjómin vinni sigur
gegn verkfallsmönnum þýði það
ekki að auðveldara verði að gera
EMU að veruleika heldur einmitt
þvert á móti að flestar ríkisstjómir
Evrópusambandsins eigi
eftir að sannfæra kjós-
endur sína um nauðsyn
þess að framfylgja skil-
yrðum Maastricht.
Það má segja að efna-
hagsstjóm Evrópu sé í eins konar
spennitreyju þar sem svigrúmið til
athafna sé verulega takmarkað.
Ríkisstjórnimar verða að skera nið-
ur fjárlagahallann og lækka skuldir
sínar. Þær eiga hins vegar óhægt
með að hækka skatta, þar sem slíkt
myndi eyðileggja samkeppnisstöðu
ríkjanna, og þær geta ekki notað
gengisfellingar líkt og áður til að
milda áhrifin. Þegar við bætist efna-
hagssamdráttur verður staðan erfið
og félagslegur þrýstingur byggist
„Ekki útilokað
að fresta
EMU“
Hverjir uppfylla skilyrðin?
Miðað er við hlutfal! af vergri landsframleiðslu
Skilyrði Maastricht: Halli má ekki vera yfir 3%, skuldir 60%
Heildar lánsfjárþörf hins opinbera Heildarskuldir hins opinbera
1994 1995 1996* 1997* 1994 1995 1996* 1997*
Austumki -4,4 -5,5 -5,0 -4,6 65,2 68,0 69,9 71,5
Belgía -5,3 -4,5 -3,1 -3,5 ffirfj fflJS 135,0 134,4 132,3 130,0
Bretland -6,6 -5,1 -3,7 -2,8 50,1 52,5 53,3 53,2
Danmörk -3,8 -2,0 -1,3 -0,5 75,6 73,6 72,7 70,5
Finnland -5,8 -5,4 -1,5 0,0 /!| 59,8 63,2 64,6 64,5
Frakkland -6,0 -5,0 -3,9 -2,9 0 48,4 51,5 53,4 54,2
Þýskaland -2,6 -2,9 -2,8 -2,4 50,2 588 114,4 59,5 59,3
Grikkland -11,4 -9,3 -8,3 -7,3 113,0 114,0 113,1
Holland -3,2 -3,1 -2,7 -2,2 ií ['• 78,0 78,4 78,2 77,8
írland -2,1 -2,7 -2,0 -1,3 v 91,1 85,9 81,3 76,9
ítalfa -9,0 -7,4 -6,0 -5,2 125,4 124,9 123,9 122,3
Luxemburg +2,2 +0,4 +0,6 +0,7 5,9 6,3 6,7 6,8
Portugal -5,8 -5,4 -4,7 -4,1 69,4 70,5 71,0 70,9
Spánn -6,6 -5,9 -4,7 -3,6 SmÉ, 63,0 64,8 65,8 65,4
Svíþjóð -10,4 -7,0 -4,5 -3,2 Ip|P 79,7 81,4 80,8 79,8
ESB-meðalt. -5,5 -4,7 -3,8 -3,1 68,1 71,0 71,6 71,3
ísland -3,5 -3,3 -2,6 - 52,6 55,3 54,4 -
* að gefinni óbreyttri efnahagsstefnu Heimiid: Economist, Þjóðhagsstofnun
upp vegna aukins atvinnuleysis og
kjaraskerðinga í óarðbærum grein-
um.
Áformin um EMU eru ekki orsök
þess að taka verður erfiðar og óvin-
sælar ákvarðanir — þær hefði orðið
að taka hvort eð er. í raun hefur
EMU þýtt að Evrópuríki hafa
neyðst til að horfast í augu við
uppsafnaðan velferðar- og kerfís-
vanda síðustu áratuga og takast á
við hann af raunsæi fyrr en ella.
Slíkar aðgerðir eru hins vegar mjög
sársaukafullar og skila ekki árangri
fyrr en eftir mörg ár.
Ætla ekki að hvika
Leiðtogar Evrópu virðast samt
eftir sem áður staðráðnir í að reyna
að standa af sér þennan storm.
Hverfi þeir frá EMU-skilyrðunum
myndu mörg ríki eflaust missa rík-
isfjármál sín úr böndunum á ný.
Jafnvel þó að framkvæmd EMU
verði hugsanlega frestað á síðara
stigi er talið nauðsynlegt að hafa
svipuna á lofti. Margir stjórnmála-
menn, ekki síst Helmut Kohl Þýska-
landskanslari, hafa lagt mikið undir
með áformunum um myntbandalag
og að auki er talið að EMU muni
minnka kostnað evrópskra fyrir-
tækja um 30 milljarða dollara ár-
lega eða sem svarar 1.950 milljörð-
um íslenskra króna.
Á móti kemur að Evrópuríkin
væru að setja svigrúmi sínu til
ákvarðana í ríkisfjármálum mjög
strangar skorður til frambúðar.
Þýski seðlabankinn hefur jafnvel
krafist þess að fjárlagahalli aðildar-
ríkja EMU megi ekki vera yfir 1%
af landsframleiðslu. Ríkin væru því
að skuldbinda sig til að hafa fjárlög
sín hallalaus. Margir óttast að þetta
muni leiða til meiri samruna en
æskilegt sé. Sameiginleg mynt kalli
á sameiginlega peningastefnu, sem
kalli á sameiginlega efnahagsstefnu
sem neyði menn loks til að stilla
saman strengi sína á langflestum
sviðum.
Á leiðtogafundinum í Madrid
munu leiðtogarnir eflaust ítreka
stuðning sinn við EMU-áformin og
taka ákvarðanir um nokkur fram-
kvæmdaatriði.
O Ljóst er að ekki munu öll ríki
upfylla skilyrðin fyrir 1999 og því
verður að finna ásættanlega Iausn
fyrir þau ríki sem eru inni og þau
sem eru úti varðandi fjölmörg at-
riði. Talið er að Evrópsku peninga-
málastofnuninni verði falið að gera
úttekt á þessum vanda og skila
skýrslu um málið fyrir árslok 1996.
# Sterk rök hníga að því að útgáfa
ríkisskuldabréfa verði í nýju mynt-
inni strax frá ársbyijun 1999. Ein
helstu rökin eru þau að ríkin sem
aðild eiga að EMU treysti sér ekki
til að nota nýju myntina sé ekki
líklegt að aðrir fái trú á henni.
Frakkar vilja gefa út
skuldabréf strax frá
fyrsta degi í nýju mynt-
inni, Þjóðveijar vilja
halda réttinum til að
gefa út í eigin mynt og
önnur ríki vilja einhvers konar mál-
amiðlun milli þessara tveggja sjón-
armiða.
e Nafn hins sameiginlega gjaldmið-
ils hefur valdið nokkrum deilum en
búast má við að í Madrid verði end-
anlega gengið frá því máli. Að öllum
líkindum verður „Evró“ fyrir valinu.
Frakkar eru hrifnir af ECU en ekki
Þjóðveijar þar sem „Ein Ecu“ hljóm-
ar eins og „eine Kuh“ eða kýr á
þýsku og þar með ekki til þess fall-
ið að vekja hrifningu meðal hinna
tortryggnu Þjóðveija. Frankar eru
taldir of germanskir og flórínur hafa
einnig verið nefndar.
• _Loks verður að ákveða hvenær
á að taka ákvörðun um hveijir fái
að vera með. Stuðst verður við hag-
tölur ársins 1997 en spurningin er
hvort nota eigi hagspár í árslok
1997 eða haldbærar tölur þegar fer
að líða á árið 1998. Frakkar vilja
að búið verði að taka ákvörðun fyr-
ir þingkosningar þar í landi 'sem
fram fara í mars 1998 en Þjóðveij-
ar vilja bíða, enda kosið síðar þar
í landi. Er þýskum stjórnvöldum
mikið í mun að sýna fram á að
ekki verði slakað á kröfunum.
Eins og stendur eru það einungis
Þýskaland og Lúxemborg sem
standast skilyrði Maastricht. Yves
Thibault de Silguy, sem fer með
peningamál i framkvæmdastjórn
ESB, telur allt benda til að Finn-
land, Frakkland, írland og Holland
muni einnig uppfylla þau í tæka tíð
auk Bretlands og Danmerkur en tvö
síðastnefndu ríkin hafa ekki sýnt
áhuga á þátttöku þrátt
fyrir að efnahagsstefnan
minni sterklega á „EMU-
peningastefnu" ná-
grannanna. Þá er hugs-
anlegt að Austurríki,
Spánn, Portúgal og Svíþjóð gem það
sömuleiðis en þá yrðu stjórnir ríkj-
anna að grípa til róttækari aðgerða
en nú er fyrirsjáanlegt. Belgía er
líka oftast nefnd enda talið erfitt
að útiloka þetta stofnríki Evrópu-
sambandsins. Vandinn er hins veg-
ar sá að hlutfall skulda verður lík-
lega 130% af landsframleiðslu árið
1997 og það þarf því að túlka
ákvæði Maastricht um að nægilegt
sé að ríki stefni í áttina að skilyrð-
unum ansi rúmt.
„Eftir að
sannfæra
Evrópubúa"
oy háttfítf/vitetnjn/uMj i* jft. L A. i
tyo/itleysH f/\'/'/tt///tt.
í hádeginu um helgina. Verb abeins 2.100 kr. illMgfl'wMI
Kanada
Heimsútvarpið
lagt niður
Ottawa. Reuter.
KANADÍSKA ríkisútvarpið CBC
hefur skýrt 125 starfsmönnum
heimsþjónustu Radio Canada frá því
ÁRID 1994
er komið út
Pantanasími 431 4111
og fax 431 4666.
að hún verði lögð niður 31.. mars í
sparnaðarskyni.
Heimsþjónusta Radio Canada hef-
ur verið rekin í 50 ár. Kanada verð-
ur eina ríkið af sjö helstu iðnríkjum
heims sem ekki veitir slíka þjónustu
um stuttbylgju.
Heimsþjónustan var rekin með
árlegu framlagi frá kanadíska ríkinu
þar til í febrúar í ár þegar CBC var
gert að standa straum af kostnaðin-
um. Kanadíska þingið hefur enn-
fremur ákveðið að skerða fjárfram-
lögin til CBC, sem neyddist þá til
að leggja heimsþjónustuna njður.
Heimsþjónustan útvarpar nú á
átta tungumálum til Bandaríkjanna
og Rómönsku Ameríku, Karíbahafs-
landa, Afríku, Evrópu, Asíu, Rúss-
lands og fyrrverandi lýðvelda Sovét-
ríkjanna, samtals í a.m.k. 232
klukkustundir á viku.