Morgunblaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 39 .
slensku bókmenntaverðlaunanna
ulag verð-
i umdeilt
Morgunblaðið/Kristinn
iverðlaunin, ekki villandi þar sem valið stendur ekki um allar bækur
heldur aðeins hluta þeirra? Væri ekki réttara að kenna verðlaunin
tendur fyrir þeim og kalla þau Utgefendaverðlaunin?
Reynir Björn Þorsteinn
íhannsson Eiríksson Thorarensen
ihann Páll
ldimarsson
Ólafur
Ragnarsson
Jón
Karlsson
forlagið veldi sjálft úr þeim bókum
sem það gæfi út væri það að gera
upp á milli höfunda og það viil eng-
inn útgefandi gera. Það er líka út í
hött að fresturinn til að leggja fram
bók renni út í lok október, á þeim
tíma eru ekki allar bækur komnar
út. Eins og framkvæmd þessara
verðlauna er nú sé ég ekki betur en
þau þjóni fyrst og fremst markaðs-
legum tilgangi, útgefendur líta um-
fram allt á þau sem auglýsingu fyr-
ir jólin. Auk þess er ég á móti því
að fámenn nefnd sé látin útnefna
verðlaunabókina; réttast væri að
láta almenning dæma um það hver
væri besta bók ársins þegar árið er
liðið, það væri til dæmis hægt að
gera með skoðanakönnun." Björn
sagðist aldrei hafa lagt fram verk
til verðlaunanna og myndi ekki gera
það á meðan fyrirkomulag þeirra
væri eins og það er nú.
Þorsteinn Thorarensen, fram-
kvæmdastjóri Fjölva, sagðjst hafa
ætlað að leggja fram bók Ágústínu
Jónsdóttur, Sónötu, en hún hefði
ekki verið tilbúin áður en skilafrest-
ur rann út. Þorsteinn sagði sig óa
við öllum þeim skarkala sem væri í
kringum bókaútgáfuna fyrir hver
jól. „Bókaútgáfan snýst ekki lengur
um bókmenntirnar sem slíkar heldur
umgjörðina um þær, markaðssetn-
inguna og kynninguna. Og mér
finnst íslensku bókmenntaverðiaun-
in vera einn þátturinn í þessu kapp-
hlaupi. Ég rek litla útgáfu og vil
helst fá að sinna mínum bókum í
friði, vera laus við þessi læti sem
alls ekki eiga við bókmenntirnar;
þessi markaðsmál eru hreinlega and-
bókmenntaleg. Auk þess myndi lítið
forlag eins og mitt aldrei hafa mann-
skap í að sinna þeim málum jafn
vel og stóru forlögin.“
Bragi Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Hörpuútgáfunnar, sagðist
ánægður með íslensku bókmennta-
verðlaunin. „Það má ef til vill deila
um fyrirkomulagið en mér finnst þau
þjóna sínum tilgangi vel. Þau vekja
athygli á bókmenntum, kveikja um-
ræðu og eru auk þess rithöfundum
hvatning til betri verka. Ég ber að
öllu leyti mjög jákvæðan hug til
þessara verðlauna."
Bragi sagði það hafa orðið sér
mikil vonbrigði að fá ekki að leggja
fram bók Matthíasar Johannessens,
Hvíldarlaus ferð inn ídrauminn. „Ég
segi vonbrigði og vonbrigði ekki því
ég vissi álltaf að hveiju ég gekk.
Matthías sagði mér frá þessu skil-
yrði af sinni hálfu þegar í upphafi
okkar samstarfs, þannig að ég get
ekki verið að sýta það.“
Verðlaunin þjóna
sínum tilgangi vel
Þeir útgefend ur sem blaðamaður
ræddi við og höfðu lagt fram verk
til verðlaunanna eru hins vegar mjög
ánægðir með fyrirkomulag verð-
launanna og telja þau kynna og efla
bókmenntirnar.
Jóhann Páll Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins, sagði að
gagnrýni á framkvæmd verðlaun-
anna væri yfirleitt ekki á rökum
reist. „Þeir vankantar sem fundist
hafa á verðlaununum hafa verið
sniðnir af jafnóðum.“ Jóhann nefndi
til dæmis að verðlaununum hefði
verið skipt upp i tvo flokka sem
ekki var í upphafi. Hann sagði einn-
ig æskilegt að ekki þyrfti að greiða
neitt tilnefningargjald til þess að
tryggja að allar bækur, sem verðug-
ar kunna að vera, yrðu lagðar fram.
„Að mínu mati er þetta það eina sem
mætti vera öðruvísi í framkvæmd
verðlaunanna en á það ber auðvitað
að líta að það þarf að fjármagna
verðlaunin. Auk þess er það stefna
Félags íslenskra útgefenda og hefur
alltaf verið að ef einhver bók, sem
við teljum að ætti erindi í samkeppn-
ina um verðlaunin, er ekki lögð fram
vegna þess að útgefandi hefur ekki
tök á því að greiða þátttökugjaldið
þá hefur félagið boðið viðkomandi
að leggja fram bókina án þess að
greiða gjaldið. Við leggjum mikið
kapp á að engin bók verði útundan
sem verðug getur talist og hefur það
verið rætt á stjórnarfundum að
gæta að því.“ Jóhann Páll sagði að
einhver dæmi væru um að þetta
hafi verið gert en gat ekki nefnt
nein þeirra.
Jón Karlsson, framkvæmdastjóri
Iðunnar, sagðist heldur ekki geta
nefnt einstök dæmi um að gjald
hefði verið fellt niður með þessum
hætti en það hefði þó aldrei þótt
neitt tiltökumál. „Þetta gjald hefur
vitanlega aldrei verið látið standa í
vegi fyrir því að góð verk yrðu lögð
fram. Ef vandamál af þessu tagi
hafa komið upp hefur alltaf þótt
sjálfsagt að leysa þau.“
Ólafur Ragnarsson, hjá Vöku-
Helgafelli og formaður Félags ís-
lenskra bókaútgefenda, sagðist að-
spurður ekki kannast við þessa
stefnu félagsins og taldi það full-
komlega óeðlilegt að stjórn félagsins
skipti sér af því hvaða verk væru
lögð fram og hver ekki. „Það er al-
gjörlega í höndunum á hverjum út-
gefanda fyrir sig hvort hann leggur
fram bók til verðlaunanna. Það
myndi auk þess aldrei verða sam-
þykkt af útgefendum sem borga
gjaldið að aðrir fengju að taka þátt
án þess að gera það.“
Vilborg Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
bókaútgefenda, sagðist heldur ekki
kannast við að gjaldið hefði verið
fellt niður í sinni tíð en hún hefur
starfað hjá félaginu síðan árið 1992
og séð um framkvæmd fernra verð-
launa. „Ég man eftir því að þetta
var rætt lítillega og þótti mönnum
þetta fráleit hugmynd."
Jóhann og Ólafur sögðu að það
hafi vissulega komið upp að útgef-
endur hafi ekki verið tilbúnir með
bækur sínar þegar frestur til að
leggja þær fram hafi runnið út.
Báðir sÖgðu að þá hafi verið hægt
að leggja verkið fram í handriti,
próförk eða í þeirri mynd sem það
er þegar fresturinn rennur út. Jó-
hann sagði að þannig hefði bók
Hólmfríðar A. Sigurðardóttur, ís-
lenska garðblómabókin, til dæmis
borist dómnefnd í ár og hún hefði
þrátt fyrir það verið tilnefnd. Ólafur
vildi þó benda á að vissulega gætu
verkin haft jákvæðari áhrif á dóm-
nefndirnar fullbúin og það væri í
sjálfu sér skiljanlegt að sumir útgef-
endur hættu við ef bókin væri ekki
tilbúin.
Jóhann Páll sagði að það væri að
vissu leyti þægilegra að biða með
að fara af stað með verðlaunin fram
yfir áramót en það væri líka afar
eðlilegt að útgefendur vildu tilnefna
bækur á mesta bóksölutíma ársins.
„Tilnefningarnar vekja auðvitað at-
hygli á bókunum og koma af stað
umræðu um bókmenntir yfirleitt og
það getur ekki skaðað“, sagði Jó-
hann Páll.
Ólafur sagði að hugmyndin að
verðlaununum hefði alltaf verið sú
að benda á athyglisverðar bækur á
meðan aðalbókatíðin stæði yfir.
Jón Karlsson sagðist almennt séð
vera ánægður með verðlaunin og
taldi að þau hefðu verið farsæl. „Ef
fram koma einhveijir frekari gallar
á framkvæmd verðlaunanna er sjálf-
sagt að taka þá þætti til endurskoð-
unar. Það er ljóst að það væri affara-
sælast að ekkert gjald þyrfti að
greiða en það er ekki víst að hin
leiðin væri fær því það þarf að fjár-
magna verðlaunin og framkvæmd
þeirra. En í heildina tekið heid ég
að þau hafi þjónað sínum tilgangi
vel.“
Útgefendaverðlaunin?
Ljóst má vera að skiptar skoðanir
eru á íslensku bókmenntaverðlaun-
unum á meðal bókaútgefenda. Svo
virðist sem þeir skiptist í tvo flokka;
annars vegar í umsvifaminni útgef-
endur sem flestir telja á sig hallað
með fyrirkomulagi verðlaunanna og
hins vegar þá sem telja mætti um-
svifameiri og eru ánægðir með verð-
launin. Þess ber þó að gæta að hér
hefur ekki verið gerð heildarúttekt
á viðhorfum útgefenda.
Einkum er deilt um tvennt; að
byijað sé að leggja fram bækur og
tilnefna áður en árið er liðið og að
gjaldið sem greiða þarf með fram-
lögðum bókum mismuni útgefend-
um. Það eru í sjálfu sér góð og gild
rök fyrir því að hefja tilnefningar-
ferlið svo snemma að þannig sé
hægt að vekja athygli á bókum á
mesta sölutímabilinu. En væri ekki
jafnvel enn betra að hefja þetta ferli
eftir áramót og lengja þar með bóka-
vertíðina svokölluðu? Er hin stutta
bóksölutíð ekki það sem helst stend-
ur bókaútgáfunni fyrir þrifum?
Umræðan um tilnefndar bækur
myndi sennilega þar að auki verða
fjölbreyttari og fijórri eftir áramót
þar sem almenningur yrði þá búinn
að lesa jólabækurnar. Ennfremur
yrðu allar bækur komnar út og full-
búnar. Eina leiðin til að fella niður
margnefnt gjald væri líklega að fá
inn utanaðkomandi fé til að fjár-
magna verðlaunin og framkvæmd
þeirra.
Þrátt fyrir þessa galla á fyrir-
komulagi verðlaunanna má þó ljóst
vera að þau hafa oft lífgað upp á
umræður um íslenskar bókmenntir
og þannig vakið athygli á mörgum
athyglisverðum verkum. Verðlaun
sem þessi eru skemmtileg viðbót við
bækurnar sjálfar en verða vitanlega
aldrei neitt annað og meira en það.
Að lokum mætti varpa fram þeirri
spurningu hvort heitið, íslensku
bókmenntaverðlaunin, sé ekki vill-
andi þar sem valið stendur ekki um
allar bækur sem gefnar eru út á
hveiju ári, heldur aðeins hluta
þeirra? Væri ekki réttara að kenna
verðlaunin við félagið sem stendur
fyrir þeim og kalla þau Útgefenda-
verðlaunin?
lögð fram til íslensku bókmenntaverðlaunanna
Rithöfundasambandi íslands, Hag-
þenki, félagi höfunda fræðirita og
kennslugagna og Rannsóknarráði
íslands. Lokadómnefnd mun síðan
ve\ja eina bók úr hvorum flokki til
verðlauna. Formaður hennar verð-
ur Kristján Árnason, dósent, til-
nefndur af forseta Islands og auk
þess starfa í henni formenn hinna
nefndanna tveggja.
1. Fagurbókmenntir
Bjartur
Bragi Ólafsson: Klink
Sigfús Bjartmarsson: Speglabúð í
bænum
Forlagið
Didda (Sigurlaug Jónsdóttir): Lasta-
fans og lausar skrúfur
Guðbergur Bergsson: Jólasögur úr
samtímanum
ísak Harðarson: Hvítur ísbjörn
Rögnvaldur Finnbogason: Hvar er
land drauma
Sigurður Pálsson: Ljóðlínuskip
Súsanna Svavarsdóttir: Skuggar
vögguvísunnar
Iðunn
Egill Egilsson: Sendiboð úr djúpunum
Kristján Kristjánsson: Ár bréfberans
Nina Björk Árnadóttir: Þriðja ástin
Þorsteinn frá Hamri: Það talar í
trjánum
Is-Ey útgáfan
Lárus Hinriksson: Bergmál tímans -
Brotið gler
Mál og menning
Björn Th. Björnsson: Hraunfólkið
Böðvar Guðmundsson: Híbýli vind-
anna
Einar Már Guðmundsson: í auga óreið-
unnar
Finnur Torfi Hjörleifsson: í meðalland-
inu
Gyrðir Elísason: Kvöld í ljósturninum
Hannes Sigfússon: Kyijálaeiði
Helgi Ingólfsson: Letrað í vindinn -
Þúsund kossar
Ingibjörg Haraldsdóttir: Höfuð
konunnar
Kristín Maija Baldursdóttir: Mávahlátur
Kristín Ómarsdóttir: Dyrnar þröngu
Steinunn Sigurðardóttir: Hjarta-
staður
Thor Vilhjálmsson: Snöggfærðar sýnir
Barna- og unglingabækur:
Magnea frá Kleifum: Sossa litla skessa
Olga Guðrún Árnadóttir: Peð á plán-
etunni jörð
Vaka - Helgafell
Friðrik Erlingsson: Vetrareldur
2. Fræðibækur, handbækur o.fl.
Bókaútgáfan Hólar
Jón Hjaltason: Falsarinn og dómari
hans
Ferðafélag- Islands
Árni Hjartarson: Á Hekluslóðum
Forlagið
Gylfi Gröndal: Ég skrifaði mig í tugt-
húsið. Valdimar Jóhannsson bókaút-
gefandi segir frá
Hið íslenzka bókmenntafélag
Böðvar Kvaran: Auðlegð íslendinga
íslenska bókaútgáfan
Hólmfriður A. Sigurðardóttir: ís-
lenska garðblómabókin
Mál og Menning
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð-
finna Eydal: Barnasálfræði
Árni Siguijónsson: Bókmennta-
kenningar síðari alda
Guðmundur P. Ólafsson: Ströndin
i náttúru Islands
Námsgagnastofnun
Höskuldur Þráinsson: Handbók um
málfræði
Vaka-Helgafell:
Einar Laxness: íslandssaga A-Ö
Ingólfur Margeirsson: María - Konan
bak við goðsögnina
Sigurbjörg Árnadóttir: Hin hljóðu tár,
Ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur
Þór Whitehead: Milli vonar og ótta
Þjóðsaga
Indriði Gíslason: Skógargerðisbók
Orn og Orlygur
Nokkrir höf., Þór Stefánsson og Dóra
Hafsteinsdóttir ritstj.: Frönsk-íslensk
orðabók