Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 42

Morgunblaðið - 15.12.1995, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Launamisrétti ÞRÁTT fyrir yfírlýsingar forsæt- isráðherra og fulltrúa samtaka at- vinnurekenda um launajöfnun, hef- ur launamisrétti á íslandi aukist verulega síðan skrifað var undir kjarasamninga verkafólks 21. febr- úar sl. Reyndar er það svo, að allt sem fyrrgreindir aðilar lofuðu varðandi launajöfnun í landinu hefur ekki gengið eftir og lágtekjufólkið, sem átti að fá mestu kjarabæturnar, ber minnst úr býtum. Aldrei hefur launamisréttið verið meira en einmitt nú og aldrei hafa íslensk stjórnvöld, í slagtogi við atvinnurekendavaldið í landinu, leikið ljótari hráskinnaleik varðandi kjör láglaunafólks. Laun við hungurmörk Almennur dagvinnutaxti verka- manna er kr. 270,22 á hveija unna klukkustund eða 46.838 krónur á mánuði. Þetta er verulega minna heldur en félagsmálastofnanir á höfuðborgarsvæðinu greiða skjól- stæðingum sínum en þar er reiknað með að einhleypur maður þurfí 56 þús. krónur á mánuði til að fram- fleyta sér. Sé miðað við þessi fram- færslulaun vantar 10 þúsund krón- ur upp á að fullvinnandi verkamað- ur geti séð sjálfum sér farborða og yerulega vantar á að hann geti séð fyrir íjölskyldu. Fátæklingarnir hjá VSÍ Umræður í síðustu kjarasamningum sner- ust einmitt að verulegu leyti um hækkun þess- ara undirmálslauna. Þá lýstu atvinnurek- endur því ítrekað yfír að fjárhagur íslenskra fyrirtækja þyldi ekki 50 þúsund króna lág- markslaun. Undrast þeir menn hjá VSÍ, sem eru með 500 þúsund krónur í laun eftir skatt, þótt farið sé að gæta óþolinmæði hjá láglaunafólki og það ætli sér að bæta kjör sín? Lægstu launin Það þarf engum að koma á óvart að andstaða sé hjá VSÍ og VS gegn hækkun lægstu launa, en það verð- ur að teljast í hæsta máta óeðlilegt þegar forsætisráðherra tekur af- stöðu með atvinnurekendum og tal- ar um hækkun lægstu launa sem ótímabærar kauphækkanir og seg- ist óttast að þær gætu raskað stöðugleikanum í efnahagslífí þjóðar- innar. Þessi ummæli ráðherrans notfærðu atvinnurekendur sér og þau urðu til þess m.a. að ekki náðist að hækka lægstu launin um meira en 3.700 krónur á mánuði í febr- úarsamningunum. Ráðherralaunin Nokkrum mánuðum síðar er engan ótta eða áhyggjur að sjá á nein- um ráðherra og enginn þeirra minnist einu orði á óstöðugleika í efnahagslífínu eða ótímabærar kauphækkanir, þegar þeir sjálfír reyndu að krækja sér í 56 þúsund króna kauphækkun á mánuði, þar af 40 þúsund skatt- frjálst. Já, völd og áhrif má nota á margan hátt. Jón og séra Jón Verkafólk er heldur ekki búið að gleyma svari forsætisráðherra hér um árið þegar hæstaréttardómarar ákváðu sjálfum sér 100.000 króna launahækkun á mánuði en það sam- Sigurður T. Sigurðsson Á íslandi er hægt að greiða góð laun, segir Sigurður T. Sigurðs- son, ef sérhagsmunir fárra eru látnir víkja. svarar tveggja mánaða launum verkamanns. Um þá hækkun hafði ráðherrann ekkert annað að segja en: „Það þýðir ekki að deila við dómarann." Er hægt að benda á annað dæmi betra um launamisrétt- ið í landinu og ríkjandi stefnu stjómvalda áratugum saman? Já, þg.ð er enn í fullu gildi máltækið „sitthvað er Jón og séra Jón“. Enn meira misrétti Svo virðist sem stjórnvöld og samtök atvinnurekenda stefni að ennþá meira launamisrétti en nú þegar er orðið. Við því óréttlæti verður launafólk að bregðast. Nógu slæmt er ástandið í dag þó ekki sígi meira á ógæfuhliðina. Reynsla síðustu ára hefur sýnt verkafólki að það er ekki mark tak- andi á einu einasta orði stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda þegar um er að ræða loforð þeirra og efnd- ir um jöfnun lífskjara. Þetta eru stór orð en ef þið lítið um öxl þá sjáið þið að slóðin er vörðuð svikn- um loforðum, sem stjórnvöld og atvinnurekendur hafa gefíð um launajöfnun. Stöndum saman Næsta skref verkafólks í launa- málum hlýtur að vera það að hnappa sér saman innan Verka- mannasambandsins og undirbúa sig vel undir verulega grimm átök til að bijóta á bak aftur misréttið sem því er búið í eigin landi. Mjög lík- lega kostar það vinnustöðvanir og ýmsar aðrar uppákomur en með góðri samstöðu mun verkafólk sigra og ná þeim árangri að hér á landi verði greidd mannsæmandi laun og að launamunur verði innan þeirra marka sem eðlilegt getur talist. Markmið Við skulum setja okkur það markmið að á næstu tveimur árum verði lágmarkslaun hér á íslandi orðin sambærileg við laun á hinum Norðurlöndunum. Til að svo geti orðið verða íslendingar að hætta að vera hráefnisútflytjendur. Við verðum að fullvinna vöruna hér inn- anlands og hætta rekstri verk- smiðja bæði í Ameríku og Evrópu, sem fullvinna hálfunnið hráefni héðan að heiman. Á íslandi er hægt að greiða góð laun ef sérhagsmunir fárra eru látnir víkja fyrir almenn- ingshag. Höfundur er formaður Verka- mannafélagsins Hlífar. FYRIR fímmtán árum bjó ég í Kaupmannahöfn og um það leyti gerðust eftirfarandi atburðir. Karl- maður nokkur var ákærður fyrir nauðgun en hann hélt því staðfast- lega fram að samfarir hefðu farið fram með vilja stúlkunnar. Ekki löngu síðar er sami karlmaður ákærður fyrir nauðgun á annarri stúlku en sama sagan endurtekur sig. í þriðja sinn er maðurinn ákærð- ur af enn einni stúlku en allt fer á sama veg, hann fullyrðir að samfar- ir hafí verið með fullum vilja stúlk- unnar. Ekki þarf að taka það fram að maðurinn var sýknaður af öllum þessum ákærum vegna skorts á sönnunum og staðfastlegrar neit- unar sakargifta. Nokkrum vikum eftir að dómur hafði fallið í þriðja málinu birtust veggspjöld í hverfínu þar sem þetta fólk bjó í, og víða annars staðar í borginni. Á vegg- spjaldinu var ljósrituð ljósmynd af karlmanninum með eftirfarandi texta: „Þessi maður er nauðgari! Ef þú rekst á hann á skemmtistað eða á götu skaltu fara varlega. Þetta er nýleg mynd, hafið í huga að maður- inn gæti litað á sér hárið, breytt um klippingu, safnað skeggi eða gert annað til að þekkjast síður." Nú, maðurinn kærði stúlkumar þijár fyrir gróft brot á meiðyrðalöggjöfínni og ærumeiðandi niðurrifs- starfsemi. Stúlkumar neituðu öllum sakar- giftum, og þar sem erf- itt reyndist að færa sönnur á hver bar ábyrgð á plakötunum, vora þær sýknaðar. Það er athyglisvert að í báð- um málstilvikum og dómi á þeim var gengið út frá skorti á sönn- unargögnum og stað- fastlegri neitun hinna ákærðu. Sem sagt, þeirri grundvallarreglu réttarkerfísins að mað- ur telst saklaus uns sekt er sönnuð. Þessi löngu liðni atburður kom upp í huga minn nýverið þegar myndbirting á Internetinu var mikið hitamál í fjölmiðlum. Blygðunarsemi ungs manns var særð, sönnun- argögn voru til og auk formlegrar kæra þolandans var auðsætt að refsa átti gerandanum rækilega með eins- konar opinberri flengingu. Mikil umræða fór fram í sumum fjölmiðl- um með lögfróðum aðilum, um hvort myndbirting af þessu tagi varðaði við lög og þá á hvaða hátt. Á sama tíma var full- orðinn maður sýknaður af ákærum um kyn- ferðislega misnotkun á afabarni sínu vegna skorts á sönnunum og ófullnægjandi yfir- heyrsluaðferðum. Skömmu síðar var maður sýknaður af þátttöku í raðnauðgun á konu, þótt sæði hans fyndist í konunni, vegna ósamræmis í framburði konunnar. Félagi hans fékk 4 mánaða fangelsi fyrir sams konar verknað. Fyrir ekki löngu féll svo dómur í nauðgunarmáli, þar sem karlmaður nauðgar öðram karl- manni. Hlaut hann 15 mánaða fang- elsi. Var brot nauðgarans sagt stærra vegna líkamsyfírburða hans, en þar munaði svona u.þ.b. 10 kílóum á þyngd og 17 cm á hæð. Ekki veit ég hvort hann viðurkenndi sök sína eða hvort sönnunargögn vora svona afgerandi í því máli að staðfastleg neitun hefði ekki dugað til sýknunar. Við lestur þessara frétta vakna margar spurningar um íslenskt laga- og réttarkerfi. Skiptir kyn fórnar- Réttarkerfi sem sviptir fólk trú á réttaröryggi sínu býður, að mati Hörpu Björnsdóttur, heim örþrifaráðum. lambs þarna máli? Er alvarlegra að nauðga fullorðinni manneskju en barni? Hversu alvarlegir áverkar þurfa að sjást á fórnarlambi til að það sé marktæk sönnun? Þetta væri nú gott að fá að vita fyrir ungar stúlkur og drengi, ef svo hörmulega vildi til að þeim væri nauðgað og að því gefnu að þau lamist ekki af ótta, sem eru alvanaleg viðbrögð fórnarlamba í svona málum. Hversu alvarlega áverka tekur íslenskt dóm- skerfí gilda sem sönnunargögn? Hvers konar sannanir eru fullgildar í nauðgunar- og misnotkunarmál- um? Er engin umræða um þessi mál hjá lögfróðum aðilum? Ég held að það sé kominn tími til endurskoðunar á íslenskum lögum og dómskerfí. Þetta er verkefni al- þingismanna okkar og er orðið æði brýnt. Þeir sem láta slíka hluti við- gangast í skjóli þess að farið sé að lögum í hvívetna,. eru sjálfír engu minna ábyrgir í þessum verknuðum, þingmenn og lögmenn jafnt. Réttarkerfi sem sviptir fólk þeirri trú að það geti leitað réttar síns og barna sinna og notið verndar laga og reglu, býður heim verri glæpum og jafnvel örþrifaráðum. Þegar borg- arar þessa lands eru hættir að geta treyst sínu eigin réttarkerfi, tekur réttlæti götunnar við. Ekki má skilja orð mín svo að ég sé að hvetja til aðgerða eins og myndbirtinga á almannafæri, enda væri það ólöglegt og gæti varðað fangelsi og sektum. Ekki er ég held- ur að hvetja menn til nauðgana og þess að neita síðan staðfastlega að um slíkt hafi verið að ræða. Nei, ég bið fólk aðeins um að gæta að því, að það er sama hvað maður gerir annarri manneskju, hversu ljóta og illmannlega gjörð, að hann telst eft- ir sem áður saklaus uns sekt er sönn- uð fyrir dómstólum. Þess vegna verðum við að geta borið traust til þessara dómstóla. Mig langar að hvetja lögfróða menn til að efna til málþings og umræðna um þessi mál. Jafnframt skora ég á íslenska alþingismenn að taka þau lög til endurskoðunar sem viðhalda þessu algerlega óvið- unandi ástandi. Ef ekki, er þá hægt að hafna réttlæti götunnar? Höfundur er myndlistarmaður. Saklaus uns sekt er sönnuð Harpa Björnsdóttir AUGLYSINOAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Aðalgata 10, efri hæð, Suðureyri, þingl. eig. Guðlaugur Björnsson og Guðrún Hinriksdóttir db. G.B., gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og L ífeyrissjóður Vestfirðinga, 18. desember 1995 kl. 13.40. Aðalstræti 19, n.h., Þingeyri, þingl. eig. Þorvaldur Ottósson, gerð- arbeiðendur Lífeyrissjóður Vestfirðinga og Toilstjprinn i Reykjavik, 18. desember 1995 kl. 15.20. Hafnarstræti 17, efri hæð, Flateyri, þingl. eig. Guðbjartur Jónsson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun, 20. desember 1995 kl. 13.40. Hafnarstræti 17, neðri hæð, Flateyri, þingl. eig. Guðbjartur Jónsson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun, 20. desember 1995 kl. 13.30. Hlíðargata 37, Þingeyri, þingl. eig. Þingeyrarhreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, 18. desember 1995 kl. 15.00. Sýslumaðurinn á Isafirði, 14. desember 1995. V SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Jólateiti sjálfstæðis- félaganna f Reykjavík Hið hefðbundna jólateiti sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 16. desember milli kl. 16.00 og 18.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra, mun lesa nýja frumsamda smásögu. Tilvalið er að líta við að loknum verslunar- erindum og eiga saman samverustund og njóta góðra veitinga í hópi góðra vina. Vörður, Óðinn, Hvöt og Heimdallur. Nýkomnar vörur Úrval af fágætum smámunum og fallegum atntikhúsgögnum. Opið alla helgina. Antikmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. auglýsingar I.O.O.F. 1 = 17712158'* = Jv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.