Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 59

Morgunblaðið - 15.12.1995, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 59 > I * I í I j ; B .1 I : I i 1 I I : i í í í I ] >, hún ekki gat spilað á píanó, eftir að hafa heyrt einu sinni. Mér er ljóslifandi minningin um ömmu Settu við píanóið sitt á Hávallagöt- unni að spila Bjössa á mjólkurbíln- um fyrir dolfallinn ungan áheyr- anda. Chopin valsarnir streymdu fyrirhafnarlaust þegar hún settist við píanóið. Hún kynnti mig fyrir tónlist Inga T. Lárussonar, sem var henni sérstaklega kær. Einn vals var í miklu uppáhaldi hjá mér og bað ég hana oft að spila hann. Það var Fram-valsinn, sem afi minn, Arreboe Clausen, samdi á 25 ára afmæli knattspyrnufélagsins Fram og amma útsetti eða þannig var okkur sagt frá þessu. En mig grun- ar að amma hafi ekki átt síðri þátt en afi í að semja lagið þótt hún vildi nú aldrei gera mikið úr því. Amma Setta var ekki alveg þessi venjulega amma, sem sat í hæg- indastól og pijónaði sokka. Ekki aldeilis. Hún var dálítill grallari. Hún átti það til að leika sér í fót- bolta með okkur krökkunum, þá komin á áttræðisaldur. Alltaf meiri félagi en strangur uppalandi. Hún umgekkst börn sem jafningja og veitti þeim þá athygli, sem fáum fuljorðnum er gefið að veita. Ég lit á það sem forréttindi að hafa fengið að þekkja ömmu Settu. Ég er þakklátur fyrir að Örn sonur minn fékk að kynnast langömmu sinni nægilega lengi til að muna eftir henni. Söknuður hans er sár en hann mun búa að þeim kynnum um ókomna tíð. Litla nafnan, Þór- dís Sesselja, sem var aðeins tveggja ára þegar hún sá langömmu sína síðast, skilur lítið í þessum hlutum. Okkur Sólveigu finnst erfitt að geta ekki kvatt með öðru en þess- um fáu línum. Þar sem við erum nú búsett erlendis eigum við ekki kost á að vera við útförina í dag. Það eru margar minningar og hugsanir sem koma upp á kveðju- stund. Við vitum hins vegar að eftir langan ævidag var amma Setta orðin lúin og hvíldin var henni kærkomin. Minningin um einstaka konu og mörg holl ráð munu lifa með okkur. Ólafur Arnarson. Frá því við munum fyrst eftir okkur sem litlar stelpur, þá var allt- af tilhlökkunarefni að fara í heim- sókn til ömmu Settu. Hún bakaði gjarnan pönnukökur handa okkur, sem við borðuðum jafnóðum íjúk- andi heitar með sykri og þótti okk- ur ekkert jafnast á við þetta og þykir enn. Við fengum að leika okkur með slæðurnar hennar og skartgripina og raunar munum við ekki eftir neinu sem við máttum ekki leika okkur með hjá ömmu. Á milli þess sem hún lék fótbolta við okkur á ganginum, sagði hún okkur sögur og virtist aldrei þreytast á því, jafnvel þótt við bæðum oftast um sömu söguna aftur og aftur. Á laugardögum fór hún oft með okkur í „spássitúr" eins og hún kallaði það. Var þá gengið niður á Austurvöll og sest á bekk og amma bauð upp á ís og sagði okkur sögur af lífinu í gamla daga. Hún hafði frá mörgu að segja og vitneskja okkar um fyrri tíma væri mun fá- tæklegri ef hennar hefði ekki notið við. A sunnudögum voru oftar en ekki á boðstólum kjötbollur, sem eru bestu kjötbollur í heimi og var reyndar sama hvað boðið var upp á, allt var það jafngott, því amma var meistarakokkur sem hefði sómt sér vel á hvaða matsölustað sem var. Eftir að við urðum fullorðnar reyndi amma að kenna okkur helstu uppskriftirnar sínar, en það gat verið dálítið snúið, því hún var aldrei- með nákvæmar uppskriftir, heldur bjó til mat eftir „eyranu“ ef svo má að orði komast. En ömmu var fleira til lista lagt en matseld og þar spilaði eyrað einnig stóra rullu. Hún spilaði á píanó og hafði alla tíð mikinn áhuga á tónlist. Allt sem hún spilaði var eftir eyranu, en hún las lítið nótur. Það var nánast sama hvaða lag var um að ræða, hún þurfti aðeins að heyra það einu sinni til að geta spilað það nákvæmlega rétt útsett. Enda var hún eftirsótt í veislum til að spila undir söng manna. Amma Setta var einnig mjög Ijóðelsk og fór hún stundum með heilu ljóða- bálkana fyrir okkur, en það var eins með ljóðin og tónlistina, hún lærði þau án nokkurrar fyrirhafnar. Eftir því sem árin liðu héldum við áfram að koma til ömmu Settu og ræða um heima og geima. Amma var einn af föstu punktunum í til- verunni og einhvern veginn héldum við að hún yrði alltaf til staðar. Við gerum okkur núna grein fyrir því hversu heppnar við erum að hafa átt ömmu sem var vinkona okkar jafnframt því að vera amma okkar og fyrir það erum við þakklátar. Okkur langar að endingu að þakka henni ömmu Settu fyrir allt það góða sem hún gaf okkur á meðan hún lifði. Þegar við heimsóttum hana síðast, þá kvaddi hún okkur með þeim orðum að hún myndi allt- af vera með okkur og þessu trúum við, því við munum geyma hana í minni okkar alla tíð. Guð blessi minningu ömmu Settu. Guðrún Sesselja og Jóhanna Vigdís Arnardætur. Þegar sérhver svo nákominn deyr, er erfitt að kveðja í fáeinum orðum, því svo margt situr eftir í huganum og orðin verða fátækleg. Hún amma Setta var kjarkmikil og dugleg kona allt sitt líf. Stolt var hún af tvíburunum sínum, pabba og Erni og svo sannarlega komu þau afi Arreboe og amma þeim vel til manns. En amma okkar var ekki einung- is góð móðir, heldur sjálfstæð, dug- leg kona og mikill listamaður. Það veitti henni mikla ánægju að um- gangast listamenn bæjarins enda þekktu þau afi þá velflesta og voru margir hveijir tíðir gestir á heimili þeirra. Fyrir ungan listasögunema sem sat í tímum í listasögu við Háskóla íslands var ómetanlegt að geta spurt ömmu að því, hvernig listamennirnir voru í hátt og öllu er tengdist þeim. Amma þekkti Mugg, Guðmund Thorsteinsson, frá því er hún vann hjá Rósenberg og Kjarval var góður kunningi á heim- ilinu, og hvatti föður okkar, þá barn að aldri til dáða á listabraut- inni og allar lýsingar urðu ljóslif- andi þar sem hún amma lýsti öllu og mundi allt svo vel. Þegar ég átti síðast stund með ömmu í ró og næði, tjáði ég henni hversu mjög ég dáðist að kjarki hennar og dugnaði gegnum árin. Svar lét ekki á sér standa: „Maður gerði bara það sem maður þurfti að gera,“ svo einfalt var það þá og í hennar huga. Þar fannst mér skína í gegn viðhorf sem mætti færa í þau orð, að lífið sé ekki vandamál sem eigi að leysa, heldur eigi að lifa lífínu, í þeim raunveruleika sem hver og einn er staddur í, á hveijum tíma og gera sitt besta. Þannig fannst mér amma hugsa. Þótt öll höfum við misst mikið er langri og farsælli ævigöngu ömmu lokið og eins og við ræddum um saman síðast, voru framundan fagnaðarfundir með öllum sem farnir voru á undan. Elsku pabbi minn og Örn, ég veit að hún amma ætlaði sannarlega að vera á meðal okkar áfram og halda verndarhendi yfir okkur öll- um, ekki síst strákunum sínum. Við Þórunn eigum fá orð til að hugga eða tjá það sem í bijóstum okkar býr og styðjumst því við ljóð- línur úr ljóði Hannesar Hafstein, „Er sólin hnígur" og segjum: Þakka þér amma mín fyrir allt, en við hitt- umst á ný og þá á öðrum stað og þegar söknuðurinn er hvað sárastur getum við öll hugsað um þessar ljóðlínur: Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá, í hjarta þínu byijar ljúft að tala. Ragnheiður og Þórunn. Látin er í hárri elli sómakonan Sesselja Þorsteinsdóttir Clausen. Hún hefði orðið níutíu og eins árs síðast í þessum mánuði. Ég kynntist henni í gegnum syni hennar, þá Hauk og Örn, sem þjóð- in dáði fyrir afrek á íþróttasviðinu á sinni tíð og raunar voru þekktir um allan heim vegna afrekanna. Með sonunum og Sesselju, móður þeirra, var mikill kærleikur, en hún varð ekkja árið 1956, að mig minnir, og hlúðu synirnir frábær- lega að henni frá þeim tíma. Hún missti þá eiginmann sinn, Arreboe Clausen, sem var góður heimilisfað- ir og ríkti jafnræði með þeim hjón- um. Hún einkenndi heimilislíf þeirra tónlistin, sem átti hug þeirra, en frægt er framlag þeirra til menn- ingarinnar með útgáfu laga Inga T. Lárussonar. Sesselja lék á píanó og Arreboe hafði góða söngrödd. Hann var til dæmis einn stofnenda Karlakórs Reykjavíkur og fyrsti formaður hans. Þá léku og synirnir á hljóðfæri. Undirritaður var tíður gestur á heimili Sesselju með bræðrunum. Þá kynntist ég þessari góðu konu, sem var í senn tápmikil og fróð, að ekki sé minnst á gestrisni henn- ar og frábæra matargerð. Hún átti engan sinn líka og elskulegheit hennar líða mér ekki úr minni. Ég votta ijölskyldu hennar dýpstu samúð mína. Ragnar Ingólfsson. allar troBfullar af vörum og varningi fyrir jólin vi m \ 1 V\Tá wíí rM_yJ Verslunarmiðstöðín Glæsikæ « alltaf í leidinni!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.