Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK/D traunliliifeife STOFNAÐ 1913 10. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Átta af gíslunum í Dagestan sleppt Pervomajskaja. Reuter. TSJETSJENSKIR skæruliðar, sem hafa haldið um 200 manns í gíslingu í Dagestan í suðurhluta Rússlands, leystu átta konur og börn úr haldi í gær. Fjölgað var í rússneska herlið- inu sem hefur umkringt skæruliðana í þorpinu Pervomajskaja tíl að hindra að þeir komist til Tsjetsjníju. Rússneski hershöfðinginn Alex- ander Míkhaílov sagði að skærulið- arnir hefðu sleppt fjórum konum, þremur börnum og unglingi. Hann svaraði ekki spurningum um hvort samkomulag hefði náðst við skæru- liðana, sem segjast ætla að „berjast til síðustu byssukúlu" verði þeim ekki hleypt til Tsjetsjníju. „Við viljum fá hina gíslana lausa en viljum ekki að neinar upplýs- ingar, sem geta hindrað það, berist út," sagði rússneski hershöfðinginn. Gamid Gamidov, fulltrúi á þingi sjálfstjórnarhéraðsins Dagestans, sagði að samningamenn héraðsins væru staðráðnir í að gerá allt sem í valdi þeirra stæði til að bjarga gísl- unum. Hann kvaðst hins vegar svartsýnn á að samningaviðræðurn- ar bæru árangur. Gajdar í gíslingu? Sergej Medvedev, talsmaður Borís Jeltsíns, sagði að rússneski forsetinn fylgdist grannt með gangi málsins. Gíslatakan setur Jeltsín í mikinn vanda, nú þegar forsetakosningar eru framundan, og hann þarf að taka ákvörðun um hvort beita eigi skæruliðana hervaldi. Rússneski umbótasinninn Jegor Gajdar bauðst í gær til að verða gísl skæruliðanna ef þeir slepptu öllum konum og börnum úr haldi. Rússnesk yfirvöld svöruðu ekki þessu tilboði í gær. Rússneskir embættismenn hafa sagt að ekki verði gengið að kröfum skæruliðanna um að rússnesku her- sveitirnar í Tsjetsjníju verði fluttar þaðan. Rússneskir hermenn fluttu konur og börn frá bænum Sovj- etskoje, um fimm km frá Pervomajskaja, og það benti til þess að verið væri að undirbúa hernaðar- aðgerðir. Að minnsta kosti 23 manns biðu bana í átökum þegar skæruliðarnir tóku 2.000 manns í gíslingu á sjúkrahúsi í bænum Kizljar í Dagest- an á þriðjudag. Vill styrkja stöðu Rússlands Moskvu. Reuter. JEVGENÍJ Prímakov, ný- skipaður utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í gær að hann vildi styrkja stöðu landsins sem stór- veldis en hét því jafnframt að viðhalda góðum tengsl- um við Vesturveldin. „Við erum stórveldi og stefna okkar verður að endur- spegla stöðu okkar," sagði ráðherrann á blaðamanna- fundi. Hann tók við embætti utan Jevjremj Prímakov Prímakov kvaðst telja það mikilvægasta verk- efni sitt að herða á því starfi utanríkisráðuneyt- isins að verja þjóðarhags- muni Rússlands. Hann teldi þó ekki að þetta myndi hafa slæm áhrif á samskiptin við Bandarík- in. Prímakov minntist á stækkun Atlantshafs- bandalagsins í austur og sagðist ríkisráðherra af Andrej Kozyrev á telja hana ógn við stöðugleikann þriðjudag. í Evrópu. Assad slakar til Reuter WARREN Christopher (t.h.), ut- anrikisráðherra Bandarikjanna, átti í gær fund með Hafez al- Assad Sýrlandsf orseta í Damask- us. Samkomulag varð um að næstí fundur fulltrúa Sýrlend- inga og ísraela um frið, þar sem einkum er deilt um hernám ísra- ela á Gólanhæðum, yrði í Banda- ríkjunum 24. janúar. Assad ákvað að verða við þeirri kröfu ísraela að fulltrúar herja land- anna tveggja tækju þátt í næsta samningafundi. ísraelsstjórn vill einnig að efnahagssérfræðingar verði viðstaddir. SNJOSKAFLAR voru með- fram götum í höfuðborginni Washington D.C. í gærmorgun. Nýtt illviðri í Washington Washington. Reuter. ÍBÚAR í norðaustanverðum Bandaríkjunum voru vart búnir að jafna sig eftir stórhríð um síð- ustu helgi þegar nýtt illviðri skall áígær. Loka varð ríkisstofnunum í höf- uðborginni Washington vegna hvassviðris með snjókomu og frostregni í g^ermorg^un. Þær voru lokaðar fyrstu þrjá daga vikunnar vegna síðustu stórhríðar og því einungis opnar á fimmtudag. Þá voru skólar áfram lokaðir í höfuðborginni og flugumferð lagðist niður. Veðrinu slotaði þó víðast hvar í gærkvöldi og mun fyrr en veð- urfræðingar höfðu spáð. Þegar fregpiir um væntanleg^t óveður fóru að berast streymdu íbúar héraðanna, þar sem snjó kyngdi niður um fyrri helgi, í verslanir og stórmarkaði. Hömstr- uðu þeir matvæli og aðrar nauð- synjar. Bar á vöruskorti í búðum sem ekki höfðu fengið aðföng vegpna samgöng^utruflana. Óánægja serbneskra íbúa Sarajevo dj 7? ¦A-^y^Í - IppWp L *^- ;r* x í >¦• _____1 _l Reuter RÚSSNESKIR hermenn komu í gær í bandaríska herstöð í Tuzla í Bosníu og þar með hófst fyrsta sameiginlega aðgerð herja Banda- ríkjanna og Rússlands á hugsanlegu átakasvæði frá síðari heims- styrjöldinni. Hér heilsar bandaríski undirhershöfðinginn William Nash (t.v.) yfirmanni rússneska herliðsins, Alexander Lentsov. Fólksflóttan- um frestað Sarajevo, Genf. Reuter. LEIÐTOGAR Bosníu-Serba ákváðu í gær að fresta því að hvetja serb- neska íbúa Sarajevo til að flýja þaðan. „Svo virðist sem hættunni á mikl- um fólksflótta frá borginni hafi verið afstýrt um sinn en enginn veit hvað gerist í næstu viku," sagði vestrænn stjórnarerindreki í Sarajevo. Momcilo Krajisnik, forseti svo- Serba um Sarajevo í stríðinu og segj- nefnds þings Bosníu-Serba, féllst á þessa tilslökun vegna mikils þrý'st- ings frá stjórnarerindrekum og milli- göngumönnum, sem náði hámarki með fundi Krajisniks og Carls Bildts, fyrrverandi forsætisráðherra Sví- þjóðar, í Pale, höfuðstað Serba. Bildt flutti ávarp í sjónvarpi Bosníu-Serba og hvatti serbneska íbúa Sarajevo til að vera um kyrrt. Talið er að um 70.000 Serbar í Sarajevo séu að búa sig undir að flýja frá borginni. Margir þeirra hafa flutt húsgögn og aðrar eignir til annarra staða og bíða í tómum húsum eftir tilmælum frá leiðtogunum um að fara á brott. Stjórnarerindrekar sögðu að leið- togar Serba hefðu ákveðið-að gefa Bildt og embættismönnum Atlants- hafsbandalagsins meiri tíma til að koma til móts við kröfur þeirra um að tryggja öryggi Serba í Sarajevo. Margir þeirra óttast hefndaraðgerðir af hálfu múslima vegna umsáturs ast ekki geta treyst loforðum Bosníu- stjórnar um að öryggi þeirra verði tryggt. Solana gagnrýnir Bosníustjórn Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fór til Sarajevo í gær, í fyrsta sinn frá því hann tók við embættinu. Hann sagði ekki koma til greina að verða við kröfu Serba um að fresta því að hverfí þeirra verði sett undir yfírráð Bosníustjórnar. Hann gagnrýndi Bosníustjórn fyrir að hafa ekki gert nóg til að sefa serbnesku íbúanna. Saksóknari hjá stríðsglæpadóm- stólnum í Haag sagði í gær að dóm- stóllinn hefði lengi vitað að Bosníu- Serbar kynnu að hafa falið þúsundir líka í námum í norðvesturhluta Bosn- íu. The New York Times hefur haft eftir króatískum baráttumanni fyrir mannréttindum að allt að 8.000 lík hafi verið falin í námum nálægt bænum Ljubija. Hong Kong eftir árið 1997 Gengisstefnunni verður ekki breytt Hnntr Kontr. Rputer. " Hong Kong. Reuter, EMBÆTTISMAÐUR í seðla- banka Kína sagði í gær að gengi dollars Hong Kong yrði áfram tengt Bandaríkjadollar eftir að Kína fær yfirráð yfir bresku ný- lendunni á næsta ári. Yang Zilin, bankastjóri útibús- ins í Hong Kong, sagði að það hefði reynst vel að festa gengi gjaldmiðilsins við Bandaríkjadoll- ar, þannig að engin ástæða væri til að breyta því. Yang hefur ver- ið skipaður formaður sambands banka í Hong Kong og hann sagði að bankastarfsemin yrði með sama móti og verið hefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.