Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Innflutningur verður líklega leyfður á M&M LIKLEGA styttist í að þeir sem sólgnir eru í M&M sætindi þurfí ekki lengur að stóla á greiðvikni vina og kunningja sem leið eiga um Fríhöfnina. Undanfarin ár hefur Fríhöfnin verið eini staðurinn hér- lendis þar sem umrædd sælgætis- tegund hefur fengist en viss litarefni í vör- unni eru bönnuð. Ekki er komin nákvæm dag- setning á hvenær inn- flutningurinn verð- ur leyfður á ný, en miðað er við a.m.k. ár frá og með þessum tíma. „Nú er hafin hjá Hollustuvernd endur- skoðun á aukefnalista. Hún byggist á tilskip- unum ESB um litar- efni, sætuefni og önnur aukefni," segir Guðrún E. Gunnarsdóttir, mat- vælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. Eins og staðan er í dag er stefnt að endan- legri gildistöku nýs aukefnalista í byrjun ársins 1997. Ekki er eingöngu um rýmkun að ræða því Guðrún segir að sum auk- efni sem hafa verið leyfð verði bönnuð. „Þetta getur kostað vöru- þróun og umbúðabreytingar hjá ís- 1 lenskum framleiðendum og sumir innflytjendur verða einnig að fá breytingar á sínum vörum. Heildarbreyting á aukefnalista hefur áhrif á fjölda vörutegunda aðrar en M&M. Margir framleiðend- ur og dreifendur hafa því orðið að sætta sig við það um árin að geta ekki selt vörur sem þeir hafa haft áhuga á." — Hægt hefur verið að nálgast sælgætið í Fríhöfninni í Keflavik en ekki í verslunum í Reykjavík. Gilda ekki sömu heilbrigðislög á báðum stöðum? „Að mati Hollustu- verndar ríkisins ættu sömu lög og reglur að gilda í Fríhöfninni og annars staðar á land- inu. Hins vegar hafa verið um þetta skiptar skoðanir, en ekki hefur formlega verið úr , þessu skorið. Varla er þó ástæða til að gera mikið mál úr þessu nú, þegar breytinga er að vænta." M&M sætindi í kaupbæti Ýmsar leiðir eru farnar til að bjóða landsmönnum M&M sælgæti. Reynt var t.d.að bjóða landsmönn- um upp á M&M kúlur fyrir jólin. Þá tóku forsvarsmenn hjá Bónus upp á því að selja litla plastkarla undir M&M sælgæti og fengu við- skiptavinir einn poka af sælgætinu að gjöf með hverjum karli. „Viðskiptavinir okkar voru mjög ánægðir með að geta fengið þessa sælgætistegund fyrir jólin og við munum að sjálfsögðu reyna að bjóða upp á þetta aftur ef nokkur möguleiki er á," segir Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónus. Hollustuvernd ríkisins" hefur gef- ið í skyn að frekari gjafir á M&M kúlum verði stoppaðar." Salan nemur 7% af sælgætisveltu Guðmundur K. Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar í Keflavík, segir að sala á M&M sælgæti sé um 7% af heildarveltu sælgætis hjá fyrirtæk- inu. „Við hættum á tímabili að selja sælgætið að beiðni Hollustu- Morgunblaðið/Ásdís verndar ríkisins. Á sama tíma komu ferðamann með þetta frá útlönduni. Öll sala í Fríhöfninni telst vera sala úr landi. Með vísan til reglugerðar um tollfrjálsan inn- flutning ferðamanna telst ferða- maðurinn vera innflytjandi þegar hann kemur með varning til lands- ins. Það skiptir því ekki máli hvort ferðamaðurinn kaupir hlutinn í Fríhöfninni eða erlendis." Sláturfélag Suðurlands hefur umboð fyrir M&M sælgæti. Þar á bæ er bara beðið eftir grænu ljósi á innflutning. „Við höfum tekið eftir að umrædd vara fæst orðið víða í nágrannalöndum okkar. Þeg- ar breyting verður gerð á aukefna- listanum eru auk M&M sælgætis- ins ýmsar aðrar tegundir sem við erum að velta fyrir okkur að flytja inn, til dæmis Skittlers hlaupkúl- urnar," segir Gunnar G. Gunnars- son, deildarstjóri vörumiðstöðvar hjá SS. Óréttmætir viðskipta- hættir á útsölum UM ÞESSAR MUNDIR er daglega haft samband við Neytendasamtök- in vegna verslana sem ekki taka við inneignarnótum á útsölu. „Það hefur verið mikið hringt í okkur vegna þeirra búða sem ekki taka við inneignarnótum en í þessu sambandi er aðallega um að ræða tískuverslanir", segir Sesselja Ás- geirsdóttir hjá Neytendasamtökun- um. „Hinsvegar má það gjarnan koma fram að ýmsir verslunareig- endur hafa tekið við sér og sagst taka við inneignarnótum í kjölfar þess að við höfum haft samband og gert við þetta athugasemdir." „Við teljum að þetta séu órétt- mætir viðskiptahættir því varan er keypt í þeirri góðu trú að henni megi skipta án kvaða." Sesselja segir að oftast skipti fólk jólagjöfinni milli jóla og nýárs og fái þá inneignarnótu. „Þá áttar fólk sig kannski ekki á því að það geti ekki notað inneignina á útsölu. Fyr- ir bragðið situr fólk oft uppi með peninga í þessu formi í nokkra mánuði." Sesselja segir ennfremur að þeg- ar um það sé að ræða að ekki megi skila né skipta vöru á útsölu sé æskilegt að verslunareigendur setji upp áberandi skilti með þeim skila- boðum. - Hvað með gallaða vöru á út- sölu? Má skila henni? „Sé varan ekki seld sem gölluð þá á neytandinn skilyrðislaust rétt á að skila vörunni." Mikið að geraá útsölum ÞAÐ hefur verið mik- ið að gera hjá verslun- areigendum síðustu daga því útsðlur eru nýbyrjaðar. Margir nýta sér lækkað verð og það er ekki óal- gengtaðsumirfati heilu fjölsky Idurnar upp á þessum árstíma. Gefi fólk sér tíma til að skoða og rölta milli verslana má gera góð kaup enda afsláttur- inn í mörgum búðum í kringum 30-50% og alltað70%. Morgunblaðið/Ásdís Getur tekið níu daga að fá debetfærslur leiðréttar BORGI viðskiptavinur með debet- korti en hætti svo við daginn eftir og vilji fá færsluna leiðrétta getur það tekið níu daga. „Reglurnar voru upphaflega settar vegna færslna frá útlöndum. Ef upphæðin fer yfir 5.000 krónur er hringt inn og þá bókast færslan strax," segir Þórður Sigurðsson forstjóri Reiknistofu bankanna. Fari viðskiptavinurinn hins veg- ar sama dag og kaupin áttu sér stað til kaupmannsins er hægt að biðja hann um að þurrka færsluna út. Þetta er ekki síður gert til að kaupmaðurinn geti leiðrétt ef hann slær í ógáti inn ranga upphæð. Sé ekki beðið um leiðréttingu fyrr en seinna tekur það alla jafna níu daga að fá færsluna leiðrétta. Þórður segist ekki kannast við að mikið sé kvartað vegna þessa og segir það hljóta að vera sjald- gæft að fólk borgi fyrst og hætti svo við. „Þessi liður hvarflaði ekki að mönnum þegar verið var að búa til kerfið." - Er þetta ekki óeðlilega langur tími fyrir leiðréttingu færslna? „Það getur vel verið að ýmsum finnist það en þessi tímamörk eru eins og ég sagði áður sett vegna færslna sem koma frá útlöndum." Þórður segir að það sé starfandi hópur bankamanna sem vinni með debetkort og þau mál sem upp kunna að koma varðandi þau og hann segist ekki hafa orðið var við að þetta sé umkvörtunarefni í þeirra bókunum. Athugun á svokölluðum teljósum eða sprittkertum Eins og rúss- nesk rúlletta Morgunblaðið/Ásdís FYRIR skömmu gerði danska brunamálastofn- unin athugun á svokölluð- um teljósum eða spritt- kertum. Fylgdust starfs- menn stofnunarinnar með því þegar fimmtíu kerti frá hverjum framleiðanda brunnu, hvernig þau brunnu og hversu lengi. Langflest kertin brunnu eins og til var ætlast, í allt frá hálftíma til þrettán klukkustunda. Ástæða þess að kerti Iog- uðu 'einungis í hálfa klukkustund var aðallega sú að kveikur þeirra var of þunnur þannig að hann lak niður og drukknaði í vaxinu. Logi nokkurra kertanna sem rannsökuð voru var mjög kröftugur og varð hann allt að fimm til tíu sentimetra hár. Var talið að það væri vegna þess að kveikurinn bogn- aði yfir vaxið með þeim afleiðing- um að hiti þess varð mjðg hár og það byrjaði að gufa upp. Vegna hitans kviknaði í gufunni og hún logaði á öllu yfirborði vaxins. Varasamt að nota vatn til að slökkva logann Erfitt reyndist að slökkva á kröftugustu sprittkertunum og ekki dugði áð blása á þau. Einnig kom í ljós að mjög varasamt var að slökkva í þeim með vatni. Þeg- ar vatn komst í sneringu við vax- ið varð nokkurs konar sprenging og loginn gat teygt sig heilan metra upp í loftið. Vatnsgufur tóku nefnilega logandi vax með sér þegar þær stigu upp af kert- inu. Best er að láta sprittkertin brenna út eða kæfa logann með loki eða diski. Sprittkerti skal ekki hafa í námunda við gluggatjöld eða annað eldfimt efni. Ekki skal heldur raða mörgum sprittkertum saman né heldur hafa þau í lokuð- um kertastjökum. Og að sjálf- sögðu má aldrei víkja frá logandi kerti. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.