Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 41 MINNINGAR VILBORG SOLRUN JÓHANNSDÓTTIR + Vilborg Sólrún Jóhannsdóttir var fædd á Gísla- bala í Árneshreppi í Strandasýslu 18. nóvember 1936. Hún lést á Borgar- spítalanum í Reykjavík 6. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðmundu Krist- veigar Guðjónsdótt- ur, f. 26.5. 1907, d. 5.3. 1988, og Jó- hanns Andréssonar, f. 18.8. 1905, d. 8.1. 1973, bónda á Gíslabala og síð- ar á Bassastöðum í Kaldrana- neshreppi í Strandasýslu. Jó- hann og Guðmunda eignuðust 10 börn. Vilborg er 4. í systk- inaröðinni en látin eru auk Vil- borgar Ólafur Jóhannes og Bjarnveig. Á lífi eru Jóhanna Guðbjörg, Sólmundur Aðal- steinn, Sigurrós Aðalheiður, Guðrún Júlíana, Andrés Júlíus, Lijja Þóra og Fanney Hallfríð- ur. Vilborggiftist 22. júní 1957 Guðfinni Áskeli Benediktssyni, f. 14.1. 1932. Þau eignuðust 8 börn. Þau eru: 1) Hreiðar, f. 11.11. 1957, fisk- vinnslumaður á Akranesi, kvæntur Láru Guðmunds- dóttur, þau eiga 2 börn; 2) Jóhann, f. 23.2. 1959, bóndi, kvæntur Lísebet Guðmundsdóttur, þau eiga 3 börn; 3) Guðríður, f. 25.6. 1960, gift Einari Val Guð- mundssyni, þau eiga 3 börn; 4) Páll, f. 18.6. 1962; 5) Benedikt, f. 9.4. 1965, hann á 3 börn; 6) Guð- munda, f. 26.7.1968, gift Kristj- áni Þór Jónssyni, þau eiga 3 börn; 7) Þröstur, f. 30.10. 1972; 8) Júlíana, f. 1.8. 1974, hún á 1 barn. Vilborg hóf búskap ásamt eiginmanni sínum á Neðri- Bassastöðum í Kaldrananes- hreppi í Strandasýslu um 1957, þau hjuggu nokkur ár á Akra- nesi í kringum 1970 en fluttu svo að Hnitbjörgum nærri Hólmavík og hafa búið þar síð- an. Meðfram bóndastarfinu síð- ustu árin leysti Vilborg af í sjúkraskýlinu á Hólmavík. GUÐ gefur, guð tekur. Það á fyrir okkur öllum að liggja að hverfa á vit forfeðra okkar, en oft þykir okkur sem það ferðalag hefjist of snemma. Fólk hefur þetta loka- ferðalag oft í blóma lífsins, fullt af lífsþrótti. Svo var með Villu frænku sem síðustu mánuði háði hetjulega bar- áttu við erfiðan sjúkdóm, sú barátta var spegilmynd af lífshlaupi hennar. Kolniðaþoka í myrkri á Bassa- staðahálsi, farþegi í-bfl 5 ára gam- all á leið að Bassastöðum. Þetta eru mínar fyrstu minningar af Strönd- unum, minningar sem greyptust í barnssálina, við vorum að koma frá jarðarför Júlíönu ömmu okkar Villu sem jarðsett er í Árneskirkjugarði. Ferðirnar á Strandirnar áttu eft- ir að verða fleiri og hver ferð hefur sína minningu. Villa á stóran skerf af þessum minningabrotum svo tengd var hún þvi stórkostlega umhverfi sem þessar stórbrotnu byggðir eru í huga kaupstaðarbú- ans. Ungur að árum átti ég þess oft kost að heimsækja Villu og Ása á Bassastaði með móður minni en yngri bróður minn dvaldi þar í góðu yfirlæti yfir sumartímann frá unga aldri. í minningunni var það visst ævin- týri að koma norður yfir sumartím- ann fyrir kaupstaðardrenginn, það var alltaf nóg við að sýsla. Þar kynntist maður m.a. mótekju til eldiviðar og ferðalögum með bagga- hesta. Álengdar horfði maður með að- dáun á þessa smávöxnu og fíngerðu frænku sína sem féll aldrei verk úr hendi. Frítími var ekki til í henn- ar orðasafni. Ef hún var ekki í inni- verkum þá var hún komin í útiverk- in. Lífshlaup frænku minnar er lýs- andi fyrir þær kynslóðir sem ólust upp í stórum systkinahóp í litlu húsi. Rafmagn var munaður sem hún kynntist ekki fyrr en á síðari hluta ævi sinnar og á fyrstu búskap- arárunum var tækni í búskapar- háttum eitthvað framandi. Barna- hópurinn var stór en stóra hjartað gat alltaf tekið við fleirum. Mér þótti vænt um að fyrir rúm- um þremur árum þegar við Rósa vorum á ferðalagi um Strandir með móður minni og komum við á Hnit- björgum að Villa skyldi þiggja boð okkar að fara í dagsferð norður Strandir á vit forfeðra og ættingja. Hún sagðist þó varla mega vera að því þar sem mörg verkefni biðu hennar. Þegar við vorum komin af stað sá ég vel hvað við höfðum öll mikla ánægju af þessu ferðalagi. Rifjaðar voru upp gamlar sagnir og einnig sögðu þær eigin reynslu- sögur frá þessu að mörgu leyti harðbýla svæði, ættingjar voru heimsóttir. í þessum fátæklegu línum hef ég rifjað upp minningabrot frá kynnum mínum af stórbrotinni konu sem kynntist aldrei þeim miklu lífsþægindum sem við nú- tímafólkið teljum forsendu þess að geta búið hér á þessu ágæta landi okkar. Eg vil þakka þær stundir sem ég fékk að dvelja er ég kom með mömmu í heimsóknir. Á komandi árum þegar ég ásamt samferðafólki ferðast um Strandir mun minning þín lifa, því þú hefur verið hluti af Ströndum í huga mér, og munt verða það áfram. Einn er sá aðili sem færir þakkir til þín, Villa mín, þakkir sem erfitt er að koma í orð, þakkir sem rista djúpt, eiga upphaf sitt í barnssál- inni og hafa með aldrinum orðið að virðingu fyrir konunni sem tók á móti honum hvert sumar i sinn stóra barnahóp. Júlli Maggi, eða bara Maggi eins og þú kallaðir hann alltaf, færir þessi fátæklegu þakk- arorð til þín. í lífi sínu átti Villa tryggan lífs- förunaut. Ási minn, ég veit að miss- ir þinn er mikill en ég bið guð að veita þér styrk. Við Rósa, Gústa og fjölskylda hennar vottum þér, Ási minn, systk- inum, börnum og barnabörnum, okkar dýpstu samúð um leið og við biðjum guð að veita ykkur þrek og styrk í sorg ykkar. Blessuð sé minning Vilborgar Sólrúnar Jóhannsdóttur. Andrés Ólafsson. Já, Villa er flutt.þangað sem næsta líf tekur við, og þar mæta henni systkini, foreldrar, frændur og vinir sem á undan eru farin. I huga mínum sé ég hana brosandi og bjarta, lausa við þjáningar síð- ustu mánaða, sem hún bar með einstakri þolinmæði og ró. Hún hét Vilborg Sólrún Jóhanns- dóttir, fædd á Gíslabala í Árnes- hreppi 18. nóvember 1936, sú fjórða í röðinni af 10 börnum foreldra sinna og það þriðja sem nú kveður þetta jarðlíf. í gegnum árin hef ég alltaf haft kunningsskap við allt þetta frænd- fólk mitt alveg frá upphafi þó mest væru tengsl mín við Villu. Hún varð sumarmamma yngsta sonar míns, hún var ekki búin að stofna eigið heimili þegar hún tók hann fyrst með sér í sveitina. Þá voru foreldrar hennar fluttir að Bassa- stöðum, hún var að koma úr vetrar- dvöl á Hvanneyri og kom við hjá mér á Akranesi áður en hún færi norður. Þá hitti hún svo á að allir voru að leita að litla stráknum mín- um, hann var týndur rétt einu sinni. Þá fannst henni tilvalið að taka hann með sér norður og fékk leyfi hjá foreldrum sínum að taka hann með ef hún vildi sjá um hann sjálf. Þau vissu svo sem að hann var mikið á ferðinni því tveimur sumr- um áður var ég með alla strákana mína fyrir norðan hjá þeim á Gísla- bala í eina þrjá mánuði. Það var mikið af ungu fólki á Gíslabala, þá 7 börn innan við fermingu og átta þar fyrir ofan á ýmsum aldri og litla baðstofan bara þrjú stafgólf, en aldrei minntist neinn á þrengsli og hefur það sjálfsagt verið heimil- isandinn og hjartahlýjan sem réði, ekki húsplássið og gilti það jafnt á Bassastöðum eins og Gíslabala. Þennan heimilisanda hafa börn Jóa og Mundu tekið að erfðum og þeg- ar Villa giftist og stofnaði sitt eigið heimili með Ása manni sínum á Neðri-Bassastöðum, hélt hún áfram að hafa litla strákinn minn á hverju sumri fram að fermingu, það breytti engu þótt hún eignaðist átta börn, hún hafði alltaf pláss fyrir það níunda og svo þegar ég fór að fara í sumarfrí var aldrei hugsað um annað en komast norður til Villu og stundum var ég meira að segja með alla fjölskylduna og alltaf var jafn gott og skemmtilegt að koma til þeirra hjóna að ég ekki tali nú um hvað var indælt að koma á haustin og tína ber og fjallagrös. Seinna fluttu þau hjón frá Bassa- stöðum og hingað á Akranes en aftur lá leið þeirra norður og nú fluttu þau að Hnitbjörgum stutt frá Hólmavík og þar hafa þau búið síð- an. Börnin öll uppkomin og barna-** börnin orðin 15. Um tíma leysti Villa af í sjúkra- skýlinu á Hólmavík. Það starf held ég hafi hentað henni vel, annars held ég að það hafi verið alveg sama hvað hún gerði, henni fórust öll störf vel úr hendi. Hún bakaði ákaflega góðar kökur og eldaði góðan mat að ég nú ekki minnist á alla fallegu dúkana sem hún hekl- aði og gimbaði. Einhvern veginn fannst mér alltaf að henni hentaði betur einhver fínleg vinna heldur en erfiður búskapur en búkona var hún í þess orðs fyllstu merkingu, jafnt úti sem inni. Hún var heilsu- góð þar til fyrir tveimur árum að hún kenndi þeirrar veiki sem nú hefur sigrast á líkamanum. Nú er hún farin frá okkur og við vitum að hún er laus við sjúkdóm og þján- ingar og gengur nú glöð og heil- brigð á guðs vegum. Oft fannst mér furðulegt hvað þessi smávaxna fíngerða kona gat komið miklu í verk á einum degi en allt var miðað við að hlynna að heimilinu, manni og börnum, en aldrei var svo mikið að gera að ekki væri tími til að taka á móti gestum og hýsa flökkufólk eins og mig og mína fjölskyldu. Þetta er nú hálf ruglingslegur samtíningur frá liðinni tíð og ég er innilega þakklát fyrir dagana sem við vorum saman hér í haust. í lok- in innilegar samúðarkveðjur til Ása og barna og alls frændfólksins og hjartans þakkir fyrir allar góðu og glöðu stundirnar sem við Júlli Maggi höfum átt með Villu og ykkur öllum. Guð og góðar vættir styðji ykkur. Agústa. GUÐRUNÞ. JÚLÍUSDÓTTIR + Guðrún Þ. Júl- íusdóttir fædd- ist að Borg í Eyrar- bakkahreppi hinn 17. október 1904. Hún lést 1. janúar síðastliðinn á Stokkseyri. Hún ólst upp að Syðsta- Kekki í Stokkseyr- arhreppi þar sem foreldrar hennar, Katrín Þorkelsdótt- ir og Júlíus Gísla- son, réðu búi. Amma átti þrjú systkini, þau Har- ald, Karen Júlíu og Ingunni sem ein er eftirlifandi. Guðrún gift- ist í ágúst 1932 Þórarni Guð- mundssyni frá Traðarholti í Stokkseyrarhreppi. Þau hófu búskap í Sandprýði og fæddist þeim dóttir í marz 1934, Jóna Torfhildur. Jóna Torfhildur giftist Ásgeiri Guðmunds- syni frá Merkigarði, Stokkseyri, og eign- uðust þau fjögur börn. Þau eru Guð- rún Björg, fædd 4.6. 1957, gift Einari S. Einarssyni, Þórar- inn, fæddur^ 25.2. 1959, giftur Ágústu Kristínu Steinars- dóttur, Hafdis, fædd 16.10. 1963, í sam- búð með Guðmundi Kristjáni Ólafssyni, og Guðmunda Birna, fædd 17.1. 1966, gift Sigurði Erni Sigur- geirssyni. Útfór Guðrúnar verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukka.ii 14. MIG LANGAR að minnast í nokkr- um orðum hennar ömmu minnar sem lést á nýársnótt á Kumbaravogi á Stokkseyri í hárri elli. Margar eru minningarnar og kemur þessi mynd oft upp í huga mér. Sumarblíða, Sandprýði, tveggja hæða bárujárnsklætt timburhús stendur í röð annarra við litla þrönga götu í sjávarþorpi. Bak við húsið stendur gamall hjallur og við hann gamli, græni Deutzinn hans afa. Skammt þar frá standa tveir mjólk- urbrúsar í vatnsfylltum tunnum og fótstiginn hverfisteinn kominn til ára sinna. Fyrir framan húsið eru mannaferðir. Þar gengur gamall maður, með hendur fyrir aftan bak, fram gangstíg sem liggur frá fjár- húsi, fjósi og hlöðu. Tekur á sig krók fram hjá brunninum og stað- næmist undir húsveggnum. Hann lítur í átt að sjógarðinum og síðan til konu sem liggur á hnjánum með svuntu og skuplu um höfuð. Hún hlúir að blómum í blómabeði í litlum afgirtum reit fyrir framan húsið. Þar er hún amma mín og þar eru fleiri á ferð. Einkadóttirin og tengdason- ur, ásamt fjórum barnabörnum, koma gangandi götuna. Amma rís á fætur, dustar af svuntunni, slær sér á lær og fagnar gestunum inni- lega. Afi klappar á kollana og svo er öllum boðið inn í kaffi og pönnu- kökur. Svona eru fyrstu minninga- brotin af ömmu og afa í Sandprýði. Þá hafði amma verið húsfreyja í Sandprýði í næstum 40 ár. Afi dó þegar ég var unglingur en samfylgd- ar ömmu naut ég miklu lengur, ég kynntist ömmu og lærði af hennar reynslu og mannkostum. Fyrir það er ég þakklát. Amma mín var mikill nostrari og afar vandvirk við vinnu sína. Handa- vinnan hennar var ekki bara lista- verk heldur bar allt handbragð og vinnubrögð vott um þessa eiginleika, alveg sama hvað hún gerði. Þegar hún var að baka, bar mat- inn á borð, fléttaði hárið sitt, hugs- aði um kýrnar sínar, þegar hún tók upp kartöflur og hlúði að blómareitn- um sínum. Allt var eftir kúnstarinn- ar reglum og vandvirknin í fyrir- rúmi. En amma átti líka aðra hlið, hlið sem e.t.v. ekki margir vissu af en það var fræðikonan í ömmu. Amma hafði mjög mikinn áhuga á varðveislu gamalla hluta, upplýsinga • um gamla búskaparhætti, vinnu- bragða, siða og ekki síst íslenskrar tungu. Hún lagði drjúgan skerf til þáttarins íslenskt mál og stóð í bréfaskiptum við forsvarsmenn Orðabókar Háskólans. Ég hygg að þar hafi hún verið nokkuð drjúgur heimildarmaður, eins nákvæm og vandvirk og hún var. Amma vildi ekki flíka þessu áhugamáli sínu og talaði lítið um það. En við fengum að njóta þess á þann hátt að hún var óþreytandi að segja okkur barna- börnunum frá því sem var í gamla daga. Þá heyrði maður orð eins og brúka, útsynningur, landsynningur, landnyrðingur og útnyrðingur og svo margt annað sem ég sé nú svo eftir að hafa ekki lagt mig eftir að muna betur. Hún sagði okkur sögu af þvi þegar hún var, sem unglingsstúlka, flutt með hestvagni til Reykjavíkur á Landakot en hún hafði, eins og svo margir aðrir á þeim tíma, fengið berkla. Þar dvaldi hún hjá systrunum með gifs upp undir hendur í marga mánuði. Sögurnar af afa voru líka margar og gátu verið spennandi, þegar hann var til sjós sem formað- ur á mótorbátnum Sísí. Hún sagði frá því hvernig brimið við Stokks- eyri gat verið viðsjárvert og oft ekki hægt að lenda. Þegar þannig stóð á var flaggað frá. Þá var amma búin að fara margar ferðir niður í sjó- garðshlið að athuga hvort sæist til bátanna. Þessar sögur voru okkur krökkunum uppspretta spennandi atburða en nú í minningunni mikill fróðleikur um gamla verkmenningu og þjóðhætti sem við megum ekki gleyma. Amma fylgdist jafnan vel með því sem við fjögur barnabörnin tókum okkur fyrir hendur. Hún hvatti okk- ur til að vera dugleg að læra. Hún vildi að við lærðum eitthvað til gagns. Að við nýttum þá möguleika sem við höfðum til menntunar, möguleika sem hún hafði því miður ekki. Því vissi hún hversu mikilvæg- ir þeir voru. Síðan komu barnabarna- börnin sem nú eru orðin 10 talsins. Það var dásamlegt að fylgjast með þegar amma talaði við langömmu- bömin sín. Þá breyttist röddin og svipurinn og varð eins og þegar hún, í gamla daga, talaði við skógar- þröstinn sinn, fastagestinn á kassan- um undir eldhúsglugganum. Tónn- inn í röddinni var alveg sérstakur; það nær enginn þeim tón, enginn nema amma. Við geymum 611 minn- inguna um ömmu í hjarta okkar og erum þakklát fyrir samfylgd hennar. Guð blessi minningu ömmu. Hafdís Ásgeirsdóttir. Okkur langar að kveðja hana elsku langmömmu okkar sem var okkur svo góð. Þegar hún tók okk- ur í fangið og réri með okkur og söng. Er hún strauk okkur um vangann og kyssti okkur á kinn. En nú er hún langamma farin upp til guðs og englanna allra. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. . Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala, Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) v Við þökkum elsku langömmu fyrir allt og biðjum guð að blessa minningu hennar. Ásgeir, Einar og Arngrímur Einarssynir, Jón Steinar, Ninna og Jóna Þórarinsbörn, Ásgeir og Ólafur Agúst Guð- mundssynir, Hjaltey og Örn Sigurðarbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.