Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ágreiningur um veiðireynslu og aflaúthlutun eftir eigendaskipti fiskiskips fyrir Hæstarétti M "ÁLIÐ snýst um sölu fiskiskips árið 1988, sem þá hét Arnar KE 260. Engar takmarkanir voru á veiðum skarkola þegar eigendaskiptin áttu sér stað en árið 1990 var skarkoli settur undir kvóta og var skipinu þá úthlutað aflamarki, sem byggðist á aflareynslu skipsins frá 1. sept. 1987 en hluta þess tíma var skipið íeigu seljanda skipsins. Kaupsamningur aðila kvað á um að engin fískveiðiréttindi skyldu fylgja bátnum við söluna. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi seljanda skipsins í vil í júlí 1994. Kaupendur skipsins, sem voru tveir, áfrýjuðu þá málinu til Hæstaréttar. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður flutti málið fyrir hönd áfrýjenda fyrir Hæsta- rétti en Þorsteinn Júlíusson hrl. flutti málið fyrir hönd stefnda. Röktu lögmennirnir málsástæður og lagarök í málinu fyrir Hæstarétti og var málið tekið til dóms í gær. Fiskveiðiréttindi fylgdu ekki skipinu við eigendaskiptin Málavextir voru þeir að árið 1988 festi eigandi Arnars KE kaup á skipi erlendis og ætlaði í fyrstu að úrelda -Arnar á móti nýja skipinu. Niðurstaðan varð hins vegar sú að tveir útgerðarmenn keyptu Arnar en á móti fékk seljandinn annan bát, Sæmund HF, sem hann setti í úreldingu fyrir nýja skipið. f kaupsamningi aðila var tekið fram að fískveiðiréttindi Arnars fylgdu honum ekki við eigendaskiptin heldur ætlaði seljandi að flytja þau yfír á nýtt skip sitt. Fiskveiðirétt- indi Sæmundar voru hins vegar flutt yfír á Arnar eftir söluna. Féllst sjávarútvegsráðu- neytið á þessa yfírfærslu veiðiheimilda. Ný lög settu skarkola undir kvóta Árið 1990 voru sett ný lög um stjórn físk- veiða þar sem segir að verði veiðar takmark- aðar á tegundum sjávardýra sem samfelld veiðireynsla sé á, en ekki hafi áður verið bundnar ákvæðum um leyfðan heildarafla, skuli aflahlutdeild úthlutað á grundvelli afla- reynslu síðustu þriggja veiðitímabila. Sama ár setti sjávarútvegsráðherra reglugerð þar sem veiðar á skarkola voru settar undir kvótakerfið og leyfilegum heildarafla af skarkola úthlutað til einstakra fískiskipa miðað við aflareynslu þeirra á tímabilinu 1. september 1987 til 31. ágúst 1990. Var bátnum Arnari, sem nýir eigendur höfðu gefíð nafnið Haförninn, svo úthlutað aflahlutdeild í skarkola sem miðuð var við veiðireynslu skipsins 1. sept. 1987 til 31. ágúst 1990. Oskaði seljandi bátsins þá eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það flytti aflareynslu sem hann hefði áunnið Arnari meðan skipið var í hans eigu yfir á hið nýja skip hans. Þessu hafnaði ráðuneytið og taldi sér ekki fært að taka afstöðu til ákvæðis í kaupsamnings aðila þar sem hvergi væri getið um hvernig fara eigi með aflareynslu í skarkola fyrir eigendaskiptin. Beindi fyrrverandi eigandi skipsins þá þeirri kröfu til kaupendanna að þeir yfír- færðu hluta af úthlutuðum skarkolakvóta af Haferninum (Arnari) yfir á skip hans. Þessu höfnuðu kaupendurnir. Lögmaður þeirra hélt því fram fyrir Hæstarétti að þeim hefði hvorki verið heimilt né skylt að verða við þessari kröfu, enda hafi kaupsamn- ingurinn verðið efndur að fullu samkvæmt efni sínu. Þegar samningurinn var gerður hafí seljandi engin réttindi átt sem byggð- ust á veiðireynslu. í nóvember 1991 höfðaði seljandinn dóms- mál á hendur kaupendunum og gerði þær kröfur að þeir yrðu dæmdir til að uppfylla kaupsamninginn og þola yfírfærslu aflahlut- deildar á skip hans. Málið var fellt niður á dómþingi í maí 1992 vegna formgalla. Hðfð- aði hann mál að nýju og stefndi þá einnig sjávarútvegsráðherra. Það mál var einnig fellt niður. Árið 1993 höfðaði seljandi skips- ins mál í þriðja sinn gegn kaupendum pg setti fram fjárkröfu, í stað kröfu um yfír- færslu aflahlutdeildar, sem jafngilti andvirði þeirrar aflahlutdeildar sem hann taldi sig eiga rétt á. ________ Fyrri eigandi gerir tilkall til afla- reynslu og kvóta Málflutningur fór fram íyrír Hæstarétti í gær í dóms- máli milli útgerðarmanna í Keflavík þar sem deilt er um hvort fyrrverandi eiganda fískiskips hafí borið að fá hluta af skarkolakvóta skipsins, sém úthlutað var eftir eigendaskiptin, yfírfærðan á skip sem hann keypti eða samsvarandi bætur. Kvótaúthlutunin byggðist að hluta til á veiðireynslu sem seljandinn hafði áunnið ________skipinu á meðan það var í eigu hans. Morgunblaðið/RAX LANDAÐ úr fiskiskipi. Myndin er ótengd því máli sem fjallað er um í greininni. Fiskistofnarn ir almenn- ingseign Héraðsdómur dæmdi seljanda í vil Héraðsdómur dæmdi seljanda skipsins í vil í júlí 1994 og taldi að stefndu hafi borið að efna kaupsamninginn með framsali á tilteknum hluta af aflahlutdeild í skarkola til stefnanda, þegar þeir fengu henni úthlut- að, og voru þeir dæmdir til að greiða stefn- anda rúmlega 1,8 millj. kr. I niðurstöðum héraðsdóms sagði að ekki yrði séð að neitt hefði verið því til fyrirstöðu að aðilar semdu um að óúthlutuð aftahlut- deild, byggð á aflareynslu hins selda báts í _______ eignartíð seljanda, skyldi færast yfir á hið nýja skip hans. Dðmur- inn hafnaði þeirri málsástæðu stefndu að fískveiðiréttindi sem deilt var um lytu ekki reglum einkaréttar. Sagði dómurinn úr- slit málsins velta á því hvernig skilja bæri orðið „fiskveiðirétt- indi" í kaupsamningnum. Dómurinn féllst á það með stefnanda að orðin „fiskveiðiréttindi" eða „kvóti," í samn- ingi aðila, væri svo víðtækrar merkingar að þau tækju ekki einungis til veiðiheimild- ar, aflahlutdeildar og aflamarks, heldur og til aflareynslu, sem væri undirstaða þessara réttinda. Samningur aðila um að fiskveiði- réttindi skyldu ekki fylga hinu _______ selda skipi skuli þannig ná til aflareynslu sem stefnandi ávann bátnum í eignartíð sinni. „Ekki sljórnarskrárvarin einstaklingseign" Aldrei ætlun- in að selja aflaheimildir Kaupendur Arnars áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar. Lögmaður áfrýj- enda benti á í málflutningi sínum í Hæsta- rétti að þrátt fyrir að veiðar á skarkola hafi verið háðar almennu veiðileyfi þegar kaupsamningurinn var gerður, hafi á þess- um tíma engin takmörk verið sett á leyfðan heildarafla skarkola né aflamark hvers ein- staks báts og ekki bundið í lög hvaða veiði- tímabil yrðu lögð til grundvallar veiðita- kmörkunum. Þá hafi verið í gildi eldri lög um stjórn fiskveiða sem hefðu veitt sjávarút- vegsráðherra frjálst mat á því, hvaða veiðar hann mætti binda takmörkunum og ekkert hafi verið sagt í lögunum um það, eftir hvaða reglum menn fengju leyfi til veiða á þeim tegundum sem ráðherra takmarkaði veiðar á. Lögmaðurinn taldi í málflutningi sínum að stefndi ætti hvorki samningsbundinn né stjórnarskrárvarinn rétt til þeirrar aflahlut- deildar sem hann krefðist bóta fýrir. Sagði hann hugtakið fiskveiðiréttindi hafa haft allt aðra merkingu á þeim tíma þegar kaup- in voru gerð en eftir að kerfinu var breytt og aflareynsla hafi ekki haft neinar réttar- verkanir. Sagði lögmaðurinn óumdeilt að hagnýting eigenda fiskiskipa eða áhafna þeirra á ein- stökum fiskitegundum gæti ekki skapað þeim eignarrétt að nytjastofnum á ísland- smiðum í skilningi eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar. Hins vegar hefði verið álitamál hvort atvinnuréttindi þeirra sem stunda fiskveiðar væru stjórnarskrárvarin einstaklingseign og ef svo væri vaknaði spurning um hverjum sá réttur gæti þá fall- ið í skaut. Lögmaðurinn sagði að fiskistofnarnir í hafínu væru almenningseign en vald ríkisins til að setja reglur um nýtingu þeirra væri viðurkennt. Takmarkanir á veiði væru ekki taldar varða ríkisvaldið bótaskyldu. Hélt lögmaðurinn því fram að hæpið væri að atvinnuréttindi við fiskveiðar gætu notið verndar sem stjórnarskrárvarin einstakl- ingseign, því sameiginlegir þjóðarhagsmunir hlytu að vega þyngra en atvinnuhagsmunir einstaklinga. Sagði hann ókleift að skera úr um hver þessi einstaklingseign ætti að vera og hver ætti þá að njóta hennar, því ef sá réttur yrði viðurkenndur, hefði það gífurleg áhrif í þjóðfélaginu þar sem einstök- um mönnum yrði veittur einkaréttur að auðlindinni. Þá væri í sundur friðurinn. Logmaðurinn taldi stefnda. ekki geta byggt á því að hann hafi öðlast stjórnar- skrárvarin atvinnuréttindi til að nýta skar- kola, af þeirri ástæðu að hann hefði verið eigandi tiltekins báts. Hann ætti þar af leið- andi engar fjárkröfur á hendur kaupendum bátsins. „Ekki óbætt eign áfrýjenda" Lögmaður stefnda (seljanda skipsins) sagði því ekki á móti mælt að þrátt fyrir þjóðareign fiskimiðanna væri fiskveiðirétt- indum ráðstafað á svipaðan hátt og öðrum einkaréttarlegum gæðum. Lögmaðurinn sagði að grundvöllur málsins væri deila um kaupsamninginn sjálfan og ákvæði hans sem kvað á um að aflakvóti skipsins fylgdi ekki með skipinu við eigendaskiptin. Sagði hann að aðilum málsins hafi verið ljóst er þeir gerðu með sér kaup á umræddu skipi að engin fiskveiðiréttindi skyldu fylgja bátnum við söluna. Ljóst væri að aflaúthlut- un sem byggðist á aflareynslu bátsins á eignarhaldstíma stefnda gæti ekki óbætt orðið eign áfrýjenda. Vitnaði lögmaðurinn í niðurstöður Héraðsdóms sem féllst á sjón- armið stefnda að kaupendum hefði borið að efna kaupsamninginn með framsali á til- tekinni aflahlutdeild í skarkola til hans þeg- ar þeir fengu henni úthlutað. Lögmaður stefnda lagði áherslu á að aldr- ei hafi verið ætlunin að selja aflaheimildir eða aflareynslu með skipinu, heldur hafi eingöngu verið um sölu á sjálfu skipinu að ræða. Aðilar hafi ekki getað séð fyrir þau lög og þær reglur sem síðar voru sett, sem fælu í sér skerðingu á skarkolaveiðum. Ef menn hefði rennt grun í það hefði verið tekið fram í kaupsamningi að aflareynsla skipsins yrði flutt yfir á hið nýja skip stefnda. Vitnaði lögmaðurinn til"bréfs sjáv- arútvegsráðuneytisins þar sem segir að allt- . af hafí legið ljóst fyrir að veiði- heimildir Arnars hafí átt að flytj- ast yfir á hið nýja skip, sem stefndi keypti til landsins. Það hafí aldrei verið ætlun stefnda að selja fískveiðiréttindi með skipinu og það hafi í raun verið forsenda sölunnar. Lögmaðurinn hélt því fram að hugtakið fiskveiðiréttindi næði til aflareynslu skipsíns á því tímabili sem skipið var í eigu stefnda, því ella yrði að líta svo á, að atvinnurétt- indi hans hefðu verið stórlega skert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.