Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þörf á traustri neyðarsímsvörun KATRÍN Fjeldsted, varaþingmaður og fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ritaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem fram kemur að "nún hefði um miðjan síðasta áratug beitt sér fyrir því að neyð- arsímsvörun yrði samræmd, en þá talað fyrir daufum eyrum. Ég hef áður tekið undir það sjónarmið Katrínar Pjeldsted að samræmd neyðarsím- svörun sé mikið framfaraspor ef rétt er á haldið. Ég er einnig sammála henni um að opinberir aðilar eigi að standa að slíkri þjónustu en einkafyrir- tæki eigi að koma að henni með öðrum hætti en beinni eignarað- 'ild. Um þetta eru þó ekki allir á einu máli. Á síðustu dögum hafa birst tvær greinar í Morgunblaðinu þar sem þessum sjónarmiðum um beina eign almennings á neyðar- þjónustunni er andæft, annars vegar af hálfu Estherar Guð- mundsdóttur, framkvæmdastjóra Slysavarnafélags íslands, sem jafnframt er formaður stjórnar Neyðarlínunnar hf. og hins vegar ; af hálfu Kjartans Kjartanssonar, trúnaðarmanns hjá fyrirtækinu Securitas hf., sem er á meðal eignaraðila Neyðarlínunnar hf. Bæði gera athugasemdir við þá skoðun að neyðarsím- svörun eigi að vera á hendi opinberra aðila en ekki einkaaðila. Esther segir að starfs- menn einkafyrirtækja geti „haldið trúnað á sama hátt og opinber- ir starfsmenn..." og Kjartan segir að það sé „ekkert lögmál að aðeins opinberum starfsmönnum sé treystandi í neyð". Þetta eru sams konar sjónarmið og dóms- Ögmundur málaráðherra setti Jónasson fram við utandag- skrárumræðu á Alþingi. Látið er að því liggja að gagnrýnin á Neyð- arlínuna hf. byggist á vantrú á einstaklingum sem starfa hjá einkafyrirtækjum. Mannkostir ekki háðir vinnustað Þetta eru útúrsnúningar. Ein- staklingar verða ekki dregnir í dilka eftir því hvort þeir starfa hjá opinberum aðilum eða einkafyrir- tækjum. Mannkostir ráðast ekki af vinnustað. Einstaklingar eru eins ólíkir og þeir eru margir. Það breytir því hins vegar ekki að atvinnulífið stjórnast af ólíkum hagsmunum og er háð mismun- andi reglum, lögum og lögmálum, allt eftir því samkvæmt hvaða for- sendum og grundvelli það starfar. Og þar nálgumst við kjarna þess máls sem hér um ræðir. Einstaklingar verða ekki dregnir í dilka eftir því, segir Ögmundur Jónasson, hvort þeir starfa hjá opinberum aðilum eða einkafyrir- tækjum. Ekki aðeins hér á landi, heldur víða um lönd hefur farið fram kröftug umræða um hvar eigi að draga mörkin á milli félagslegs reksturs og einkareksturs. Hér á landi hefur það sjónarmið verið ríkjandi að öryggisþjónusta á borð við tollgæslu, almenna löggæslu og brunavarnir og sjúkraþjónustu, í stuttu máli, þjónusta sem við ætlumst til að þegnarnir hafi allir jafnan rétt til og beinan aðgang að, óháð efnahag, eigi ekki að lúta markaðslögmálum heldur vera á vegum opinberra aðila. Sértæk þjónusta á markað Það er svo aftur allt annar hand- leggur þegar einstaklingum, fyrir- tækjum eða stofnunum er boðið upp á sértæka þjónustu á borð við þá sem öryggisfyrirtæki á mark- aði veita. Slík þjónusta er sjálfsögð og eðlileg en ólík hinni félagslegu að því leyti að hún gengur kaupum og sölum en byggist ekki á þeim lágmarkskröfum sem samfélagið setur sér til að tryggja öllum jafn- ræði, jafnt einstaklingum og fyrir- tækjum. Ekki eru línurnar á milli al- mannaþjónustunnar og einkaþjón- ustunnar alltaf augljósar. Þannig getur það hent að hin opinbera löggæsla eða neyðarþjónusta sé svo illa haldin af fjársvelti að hún sé ekki fær um að sinna samfé- lagslegum skyldum sínum. Þá get- ur þrautalendingin orðið sú að fara með slíka þjónustu út á mark- að. Ef til vill má finna ýmis rök sem mæla með slíku fyrirkomulagi á ýmsum sviðum samfélagsþjón- ustu ef á annað borð er hægt að tryggja raunverulega samkeppni á markaði um þá þjónustu sem hið opinbera greiðir fyrir. En sem áður segir eru því hins vegar tak- mörk sett hvaða þætti samfélags- þjónustu æskilegt er að markaðs- væða. í því tilviki sem hér um ræðir, samræmdri neyðarsímsvörun, er nokkrum samkeppnisaðilum hins vegar hleypt inn á gafl hjá sjálfum kaupandanum, þar stýra þeir við- skiptum við sjálfa sig, viðskiptum sem eru að verulegu leyti kostuð af almannafé. í ofanálag eru sterkar líkur á hringamyndun sem leiðir ekki til samkeppni heldur pilsfaldakapítalisma af verstu sort. Alvöru samkeppnismenn fara hjá sér Með eignar- og rekstrarformi Neyðarlínunnar hf. eru jafnræðis- reglur eiginlegrar samkeppni brotnar. Mál þetta er allt svo yfir- gengilega öfugsnúið að raunveru- legir samkeppnissinnar og mark- aðsmenn fara hjá sér þegar Neyð- arlínuna hf. ber á góma. í áliti Samkeppnisstofnunar um málefni hennar eru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir. Sýnt er fram á hvernig einkafyrirtæki í öryggis- þjónustu sem aðild eiga að Neyð- arlínunni hf. hagnast um milljónir á ári hverju á þessari starfsemi sem að uppistöðu til er fjármögnuð fyrir skattfé. Samkvæmt upplýs- ingum dómsmálaráðuneytisins er gert ráð fyrir 300 millj. króna framlagi ríkis og sveitarfélaga á næstu átta árum. Undir lok álitsgerðar Sam- keppnisstofnunar segir síðan: „Enda þótt ekki þyki tilefni til að grípa til aðgerða munu samkeppn- isyfirvöld fylgjast grannt með þró- uninni á markaði fyrir öryggis- þjónustu..." í framhaldinu hljóta að vakna spurningar á borð við hvernig ríkið sem stór kaupandi þjónustu öryggisfyrirtækja ætli að tryggja þjónustu þeirra í sam- keppni og þar með sinn hag þegar til lengri tíma er litið, eftir að hafa veitt völdum aðilum afger- andi sérstöðu. Samkeppnisstofnun telur m.ö.o. nauðsynlegt að hafa miðstöð neyð- arsímsvörunar í landinu í eins kon- ar gjörgæslu enda ljóst að í reynd er búið að loka eignaraðildar- klúbbnum. Þótt ný fyrirtæki reyni að hasla sér völl á þessu sviði er hætt við því að þau sæti mismun- un vegna aðstöðumunar. Þess má geta að á Norðurlöndum hefur samkeppnisfyrirtækjum hvergi verið veitt eignaraðild að neyðar- símsvöruninni, sænski síminn var t.d. látinn víkja eftir að hann var gerður að hlutafélagi. Almannaþjónusta undir almannastjórn Ástæðan var ekki sú að menn vantreystu þeim einstaklingum sem starfa hjá hlutafélögum eða fyrirtækjum á markaði eins og skilja mætti á fyrrnefndum tilvitn- unum, heldur einfaldlega vegna þess að menn vildu halda slíkri starfsemi undir almannastjórn, háð almennum stjórnsýslulögum en óháð duttlungum markaðarins. Hér á landi er hins vegar gert ráð fyrir að fyrirtæki í öryggisþjón- ustu séu inni í sjálfri stjórnstöð- frtf í dag er rétti tíminn til að huga að því hvað hægt sé að gera til að forðast byltur, segir Ella B. Bjarnarson, úr faghópi um sjúkraþjálfun aldraðra. Sjúkra- þjálfarinn segir Dett ég ídag? ÞETTA er spurning sem fiestir þurfa að ígrunda einhvern tímann á ævinni. Okkur er tamara að hugsa um hvort börnin okkar detti og meiði sig, en hvort við sjálf, for- eldrar okkar eða aðrir detti. En sannleikur- inn er sá, að fólk á öllum aldri getur orð- ið fyrir því að detta og meiða sig. Því er oft þannig farið að þeir sem eldri eru segja ekki frá óhöppum sínum. Orð eru til alls fyrst og með því að ræða málin er hægt að skoða orsakir og síðan hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir byltur. Hvað veldur því að við dettum? Ástæður fyrir byltum eru tvíþættar, annars vegar utanaðkomandi áhrif og hins vegar líkamlegt ástand einstaklingsins. • Oft er eitthvað í umhverfinu sem veld- ur byltum, t.d. skófatnaður og annað sem liggur á gólfi, svo sem lausar mottur, raf- magnsleiðslur o.fl. Varasamur skófatnað- ur eins og t.d. ilskór og ónóg eða röng notkun hjálpartækja geta orsakað byltur. Röng lyfjanotkun og óhófleg áfengis- neysla getur það einnig. Dauf lýsing eða myrkur getur hindrað fólk í að komast MEÐ barnabörnum í fjöruferð. örugglega leiðar sinnar. • Gott líkamlegt ástand, sterkir vöðvar, liðleiki, svo og gott jafnvægi eru mikilvægir þættir fyrir hreyfifærni ein- ¦ staklingsins. Skerðist einn eða fleiri þessara eiginleika getur það haft töluverð áhrif á hæfi- leikann til gangs og hreyfínga og eykur þar með fallhættu. Hvað er hægt að gera til að varast byltur? Allir geta lagt sitt af mörk- um til að gera umhverfi sitt þannig úr garði að sem fæstar slysagildrur séu til staðar. Ella B. Besteraðfjarlægjalausar Bjarnarson mottur og muni í gangvegi, og hafa nægilegt rými milli húsgagna. Jöfn og góð lýsing á heimili er mikilvæg, og gott er að hafa næturljós ef einhverjir eru á ferli á nótt- unni. Góð birta við útidyr er mikilvæg þegar dimmt er á veturna. Handrið við stiga og útitröppur eykur öryggi. Handföng við baðker og sturt- ur eru mjög gagnleg, svo og við salerni. Einnig er er gott að hafa stama mottu í bað- keri og sturtubotni. Skófatnaður er mjög mikil- vægur, hann þarf að styðja vel að fótum og hafa grófa og stama sóla. Einkum er þetta áríðandi á veturna og þá er einnig rétt að huga að mannbroddum undir skó, en þeir eru fáanlegir hjá skó- smiðum. Auk þess er hægt að fá brodda á hækjur og göngugrindur. Mikilvægt er að nota þau gönguhjálpartæki sem hafa verið ráðlögð. Síminn skal vera miðsvæðis á heimili eða þar sem fólk dvelur mest. Gott er að minna ættingja og vini á að vera þolinmóð- ir og láta hringja oft. Það er afskaplega svekkjandi þegar síminn hættir að hringja eftir þrjár hringingar og það tekur mann sex hringingar að komast í símann. Þann- ig eru margir hlutir í umhverfinu sem mega betur fara og er það einstaklings- bundið hvað á við hverju sinni. Hvað líkamsástand áhrærir, geta allir bætt heilsu sína með því að halda sér vel við, fara í sund og gönguferðir eða styrkja sig og stæla á annan hátt. Hafi sjúkdóm- ar sem haf a áhrif á hreyfifærni gert vart við sig má oftast breyta því ástandi til hins betra með sjúkraþjálfun. Með liðk- andi og styrkjandi æfingum ásamt jafn- vægis- og gönguæfingum má hafa mikil áhrif á líkamlegt ástand, bæta jafnvægi og styrk og þar með minnka hættu á falli. Þeir sem eru dettnir þurfa nauðsynlega að kunna að reisa sig upp frá gólfi. Geti þeir það ekki þurfa þeir að læra það og æfa. Rétti tíminn Er ég ræddi við mann hátt á áttræðis- aldri í síðustu hálkutíð, varð mér starsýnt á skóna hans sem voru með rennisléttum sólum og án brodda. Er ég benti honum á þetta, var svar hans eitthvað á þessa leið: „Æi, mér finnst ég ekki vera orðinn svoooo gamall." Eg hef oft spurt mig, hver er rétti aldurinn til að huga að þess- um málum og eina svarið sem ég finn, er að enginn aldur er réttur, í dag er hins- vegar alltaf rétti tíminn. Með því að huga sífellt að hvernig má forðast byltur, er hægt að koma í veg fyrir mörg slys. Að lokum má benda á að sjúkraþjálfarar hafa unnið bækling með leiðbeiningum um hvernig forðast má byltur og er hægt að fá hann endurgjaldslaust hjá Slysavarna- félagi íslands. Höfundur er sjúkraþjálfari hjá Sjákra- þjálfun Vesturbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.