Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 23 NEYTENDUR Trefjarík fæða fyrir meltinguna MEÐALMAÐUR sem borðar um 2.500 hitaeiningar á dag ætti að fá að minnsta kosti 25 g af trefjum úr fæðunni. í manneldismarkmiðum ís- lendinga segir að trefjar séu nauðsynlegar fyrir heilbrigði meltingarvegar. Þær örva meltinguna og hreyfingu þarma og auk þess hægja þær á upptöku næringarefna úr meltingarvegi. Hæfileg neysla er tryggð með því að borða gróf brauð eða annan kornmat daglega, a.m.k., 100 g af grænmeti auk kartaflna og einn til tvo ávexti á dag. Ef ekki hefur verið borðuð trefjarík fæða um skeið borgar sig að fara hægt af stað því annars gera kannski melting- aróþægindi vart við sig. Fæðutegund trefjainnihald í 100 grömmum fíkjur 18,5 g þurrkaðar apríkósur 24 g sveskjur 16 g rúsínur 7 g soðiðspínat 7 g baunir 7 g spergilkál 3,5 g bananar 3,4 g Almanak Þjóövinafélagsins er ekki bara almanak. i þvi er Arbók klandsmeð fróðleik um órferði, atvinnuvegi, íþrctt, stjórnmál, mannalól og margt fleiro. Faest í bókabúðum Föcmlegtr eru eldii óigangof, ALMANAK Hins fstenzka þjóövinatélags 1996 SÖGUFEIAG Sögufélag, Fischersundi 3, sími 551 4620. Skyndibitafæði getur verið hollt SNÖGG máltíð við pylsuvagninn eða hjá pizzusalanum er ekki eins óholl og margir vilja vera Iáta og ef maður vandar valið getur mað- ur orðið sér úti um til- tölulega hollan og nær- ingarríkan skyndibita. Þetta kemur fram í nýju tölublaði rits dönsku hollustuverndarinnar, LST-nyt, en starfsfólk hollustuverndarinnar fékk sér göngutúr á Köbmagergade í Kaup- mannahöfn til að skoða úrval og gæði skyndibitafæðis. Það er hins vegar ekki sama hvað maður velur og hamborgara- staðir eru varhugaverðari en flest- ir aðrir staðir. Matur sem þjóðir og þjóðarbrot frá fjarlægum lönd- um, matreiða og bjóða sem skyndi- fæði er aftur á móti hollur, enda inniheldur hann alla jafna gott hráefni svo sem magurt kjöt, grænmeti, brauð eða hrísgrjón. Skyndibitar þjóða og þjód- arbrota f rá fjarlægum löndum eru alla jaf na hollir. Langlokur geta einnig verið ágæt- is máltíð svo framarlega sem þær eru ekki löðrandi í sósu. Krósöntur með fyllingu ættu einnig að vera í lagi. Öðru máli gegnir um pizzur, en ef maður var- ar sig á áleggi með feit- um ostum og þykkum kjötsósum og man eftir að borða allt brauðið eru þær sæmilega hollar. Sinnep og tómatsósa ekki fitrikt meðlæti Kínamatur er ekki svo slæmur, að minnsta kosti ef maður velur sér rétti með hrísgrjónum og chop suey. Vorrúllurnar eru einnig í fínu lagi þrátt fyrir að þær séu djúp- steiktar. Maður ætti hins vegar að halda sig fjarri grilluðum kjúkl- ingum með frönskum kartöflum og remúlaði, að minnsta kosti ef maður vill hafa einhverja stjórn á því hve mikla fitu maður lætur ofan í sig. Þá eru steiktar kjötboll- ur með kartöflumús og feitri sósu ekki nógu höllar. Soðnar vínarpylsur hlutu hins vegar náð fyrir augum hollustu- verndarinnar, að því tilskildu að fólk borði gott brauð með. Sinnep og tómatsósa eru ekki fituríkt meðlæti. Hrifning starfsmannanna var hins vegar ekki mikil þegar þeir fengii sér hamborgara. Þeim fannst brauðið lint, kjötið feitt og ekki voru sósurnar betri. Brauðið og kjötið fóru ekki saman og enn verra varð það ef franskar kartöfl- ur voru keyptar með og mjólkur- hristingur á eftir. mu Nýtt kortatímabil Pottaplönt Dæmi um verð! öúucteyt wen& **-*. Alparós innikr. 520 stærrikr. /20 ¦^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦Hl Ráðgjöf - plöntuval Stofuaskur Hafsteinn Hafliðason Lára Jónsdóttir Jukka 45 cm Primúlur Sérfræðingar á staðnum alla daga. Fáið góð ráð. Drekatré 40 cm Fíkus Starlight
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.