Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 37
CL\n 6 IOI/T1 !-Uli Wí MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 37 inni með sína aðstöðu. Að mati Samkeppnisstofnunar er afleiðing- in sú að samræmd neyðarþjónusta á íslandi þarf að vera háð stöð- ugri skoðun um brot á samkeppn- islögum. Var það virkilega þetta sem menn vildu? Án efa eru þeir til sem vilja þessa þróun, telja jafnvel heppileg- ast að stíga skrefið til fulls og láta Securitas og önnur öryggis- fyrirtæki taka við löggæslunni. Og skyldi sá draumur blunda hjá stöndugum og vel búnum hjálpar- og björgunarsveitum að þær taki að sér þá starfsemi sem er rekin á vegum opinberra aðila? Það skyldi þó aldrei vera að sveltistefn- an sem rekin hefur verið gegn opinberri löggæslu og neyðarþjón- ustu í landinu standi í beinu sam- hengi við viljann til að einkavæða þessa starfsemi? Óskhyggjan dugar skammt Framkvæmdastjóri Slysavarna- félags Islands sagði í umræðu- þætti í morgunútvarpi á dögunum að sér þætti slæmt hvernig reynt hefði verið að sverta þessa starf- semi með gagnrýni. Þvert á móti tel ég ábyrgðarhluta að reyna að kæfa þessa umræðu því hún snýst um grundvallaratriði. Slíkt er ekki til að skapa traust. Formaður Landssambands slökkviliðsmanna hefur sett fram gagnrýni fyrir hönd slökkviliðs- manna á fyrirkomulagið, aðdrag- anda og allan undirbúning á upp- töku samræmdrar neyðarsímsvör- unar. I morgunútvarpi við sama tækifæri og rætt var yið fram- kvæmdastjórann sagði hann að af hálfu slökkviliðsmanna sem tekið hefðu að sér neyðarsímsvörunina, „til bráðabirgða", yrði allt gert til að láta dæmið ganga upp. Og vonandi tekst þeim það. Framhjá því verður þó ekki horft að þessi starfsemi verður ekki rekin á grundvelli óskhyggju. Allt tal og yfirlýsingar af hálfu forsvars- manna Neyðarlínunnar hf. um að hlutirnir hefðu verið í stakasta lagi þegar samræmdri neyðarsím- svörun var hrint af stokkunum reyndust ekki réttar og í framhald- inu hafa komið fram tillögur af landsbyggðinni um svæðaskipt- ingu þessarar þjónustu. Þessar raddir þarf að hlusta á. Auk þess sem nauðsynlegt er að endurskoða eignaraðildina frá rótum. Ekki lái ég aðilum á lands- byggðinni að hafa efasemdir um miðstýrða neyðarlínu á meðan umræðan snýst fyrst og fremst um samkeppnisstöðu öryggisfyrir- tækja en ekki öryggi þegnanna. Úr þessu verður ekki bætt fyrr en skipulag starfseminnar hefur verið tekið til gagngerrar endur- skoðunar og tryggt að viðskipta- og einkahagsmunir verði algerlega látnir víkja fyrir almannahags- munum. Höfundur er íornmður BSRB og alþingismaður. MINNINGAR Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fa-st á Kastrupflugvclli ogRábhústorginu -kjarni málsins! BERTA SNÆDAL + Berta Andrea Jónsdóttir Snædal fæddist 4. nóvember 1924 á Tanga, Búðum í Fá- skrúðsfirði. Hún lést í Landspít- alanum 1. janúar og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 9. jan- úar sl. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) MINNINGIN er hlý um Bertu, mág- konu og föðursystur þeirra er minn- ast hennar í þessum línum. Það er auðvelt að sjá hana fyrir sér á góðum og hlýjum stað rósa og engla. Berta kvaddi jarðvistina á fyrsta degi ársins, aðeins sólarhring eftir að bróðir hennar, eiginmaður og fað- ir okkar undirritaðra, lést á gamlárs- dag. Þá eru þau öll farin af sviði þessa mannlífs systkinin frá Tanga á Fáskrúðsfirði. Áður voru látnar systurnar Sigríður, búsett á Nes- kaupstað,. og Margrét, Tvoroyre Færeýjum. Berta var yngst þeirra. Hún fór ung frá Fáskrúðsfirði suður til náms og bast þar eftirlifandi eigin- manni sínum, Gunnlaugi Snædal frá Eiríksstöðum á Jökuldal. í hugum okkar systkinanna frá Sunnuhvoli var Berta „frænkan" í Reykjavík og fyrirmynd í mörgu. Eins og hún yf- irgaf æskustöðvarnar freistuðum við þess líka. Og við systurnar nutum á þeim tímamótum umhyggjusemi góðrar frænku og tók hún okkur á heimili sitt. Lengst dvaldi Jóna Krist- ín hjá henni. Berta reyndist okkur sérstaklega vel. Það var ekki í kot vísað að vera á heimili þeirra Gunn- laugs, þar voru samhent hjón og kært með þeim. Heimilið bar glöggt vitni um bæði vandaða húsráðendur og einstaklega gestrisna. Þar bjó stolt og dugmikið fólk, yfir öllu fág- að yfirbragð, smekkvísi og reisn. Berta var mikil húsmóðir, fyrir- hyggjusöm og vel skipulögð í hverju verki. Allt virtist vinnast henni létt og dögunum tekið með jafnaðar- geði. I huga okkar var hún alltaf til staðar á heimilinu, en jafnframt því skilaði hún samt vandasömu og velunnu dagsverki utan þess. Hún var þægileg samvistum, 'traust kona, hlý, ráðagóð, brosmild og stutt í smitandi hláturinn. Hennar er ljúft að minnast. Þakk- lát fyrir árin öll, indælar samvistir og allt sem hún var okkur kveðjum við hana með eftirsjá. Við biðjum Gunnlaugi, sonum, tengdadætrum og barnabörnum Guðsblessunar í framtíðinni. Oddný A. Jónsdóttir, Jóhanna Á. Þorvaldsdóttir, Guðný B. Þorvaldsdóttir, Jóna Kristin Þorvaldsdóttir, Kristján Þorvaldsson. 1 £fí£ ¦ ¦ WK........."""• T Hvert fara Lottó- milljónamœringarnir áveturna? - vertu viðbúinfn) vinningi FáÖu þér niiða lyi ir kl. 20.20 í kvökl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.