Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 43 MINNINGAR ANNA SIGURÐARDÓTTIR i + Anna Sigurðardóttir fædd- ist 5. desember 1908 á Hvít- árbakka í Borgarfirði og ólst þar upp til 1920. Hún lést 3. janúar síðastliðinn og fór útför- in fram frá Dómkirkjunni 11. janúar. i 4 ú „SAGA karla og kvenna er sam- slungin eins og uppistaða og ívaf í vefnaði. En svo hefir til tekist að sagan er aðeins gerð úr ívafinu." (Elin Wágner: Váckarklocka, 1941.) Örlög manna eru einkennileg. Árið sem Anna Sigurðardóttir varð „löggilt gamalmenni" hófst hið ein- stæða ævintýri í lífí hennar. Það ár, 1. janúar 1975, stofnaði hún ásamt tveimur bókasafnsfræðing- um Kvennasögusafn íslands á heimili sínu á Hjarðarhaga 26 í Reykjavík og var forstöðumaður þess alla tíð. Stofn safnsins var bóka- og skjalasafn hennar sjálfrar. Kvennasögusafnið gegndi lykil- hlutverki í jafnréttisbaráttu þessara ára. Það varð samastaður kvenna- fræða. Þangað komu ný erlend bar- átturit alls staðar frá og erlendar bækur um málefni kvenna. Anna Sigurðardóttir var í sambandi við önnur kvennasögusöfn og einstakl- inga víða um heim og allir gestir safnsins nutu góðs af þekkingu hennar, ljúfmennsku og brennandi áhuga á öllu sem snerti kjör kvenna. Skyndilega hafði saga kvenna orðið mikilvæg og merkileg. Því var það að heimildir, sem annars hefðu leg- ið í plastpoka eða í kassa niðri í kjallara eða uppi á háalofti, eignuð- ust samastað í tilverunni. Einnig var unnin heimildavinna sem hefði líklega verið óunnin ef safnsins og Önnu hefði ekki notið við. Hér á ég við mikið úrklippusafn um Kvennafrídaginn 24. október 1975 sem unnið var og afhent safninu, svo og enn stærra úrklippusafn um kjör Vigdísar Finnbogadóttur i for- setaembætti vorið 1980 sem einnig var afhent Kvennasögusafninu. Enn eitt dæmi: Þegar Friðar- hreyfing íslenskra kvenna ásamt 1985-nefndinni stóð að undir- skriftasöfnun undir friðarávarp sem afhent var á kvennaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Nairobi 1985 þótti það við hæfi að taka ljósrit af þeim tæplega 40.000 nöfnum íslenskra kvenna sem skrifuðu und- ir og afhenda Kvennasögusafninu til varðveislu. Kynni okkar Önnu Sigurðardótt- ur hófust árið 1975 og tengdust fyrst Kvennafrídeginum. Á safnið komu bréf með beiðni um upplýs- ingar, greinar og fyrirlesara. Þá tók ég m.a. að mér að rita greinargerð um Kvennafríið og skrifa í erlend blöð. Síðar eða árið 1977 dvaldist ég í Uppsölum og nam kvennafræði hjá Karen Westman Berg, hinum merka frumkvöðli í kvennarann- sóknum í Svíþjóð. Karen hafði m.a. kennt þeim konum sem mynduðu Grupp 8, hina róttæku sænsku kvennahreyfingu, og hún hafði komið til íslands. Þar kom í Svíþjóð að ég þurfti á ýmsum upplýsingum að halda og skrifaði minni ágætu vinkonu, Ónnu Sigurðardóttur. Þannig atvikaðist það að ég fékk lengsta bréf sem ég hef fengið á lífsleiðinni. Það tók Önnu hálfan mánuð að skrifa bréfið sem var stútfullt af nytsömum upplýsingum eins og nærri má geta. Fyrir þetta og margt annað er ég henni ævar- andi þakklát, fyrir allar bækurnar sem hún lánaði mér, bréfin sem hún skrifaði mér, upplýsingarnar sem hún veitti mér þegar ég heimsótti hana á Kvennasðgusafninu. Það var mikil ánægja að afhenda safninu gögn, svo ljúfmannlega og þakk- samlega var þeim tekið. Allt sem safninu var gefið, án tillits til stærð- ar, var vandlega skráð og öllum sent þakkarbréf um áramót. Rúm- um áratug eftir að ég fékk langa bréfið bjó ég aftur um skeið í Upp- sölum og heimsótti Karen Westman Berg. Þá var svipur hennar jafnfag- ur og forðum en minnið að mestu horfíð. Þó mundi hún enn eftir tveimur íslenskum konum, þeim Jakobínu Sigurðardóttur og Önnu. Kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Islands árið 1980 mark- aði mikilvægan áfanga og var tákn- rænn sigur í réttindabaráttu kvenna á íslandi. Hún varð fyrst kvenna í heiminum sem kjörin var forseti í lýðræðislegum kosningum. Á vegg í Kvennasögusafninu er mynd í brúnum tónum af Vigdísi sem tekin var á lokastigi kosningabaráttunn- ar, bækurnar mynda ramma um frambjóðandann sem situr við skrif- borð og hallast eilítið á hlið eins og til að gefa myndinni hreyfingu. Það leikur bros um varir Vigdísar. Þótt árin liðu dofnaði ekki áhugi Önnu á mönnum og málefnum. Þannig var enginn efi í huga henn- ar að Vigdís ætti að gef a kost á sér í eitt kjðrtímabil enn og hún vildi að konur tækju höndum saman til að vinna að framgangi málsins. í baráttuhug hringdi hún í mig í haust. Fáeinum dögum síðar til- kynnti Vigdís ákvörðun sína að verða ekki í kjöri. Árið 1980 kom út bókin Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðar- dóttur. Það er athyglisvert að þetta var í fyrsta sinn sem bók varrituð til heiðurs konu hér á landi. í for- málsorðum segir að bókin sé gerð í þakklætisskyni fyrir ómetanlegt framlag Önnu við að koma á fót Kvennasög^isafni íslands, svo og störf hennar við að vekja áhuga á rannsókn kvennasögu. Anna Sig- urðardóttir átti eftir að gera enn meira og senda frá sér þrjú ítarleg rit „Úr veröld kvenna" eins og hún kallaði þau einu nafni. Fyrst kom ritgerðin Barnsburður og birtist \ öðru bindi ritsins Ljós- mæður á íslandi 1984. Næst var það Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár, 1985. Útgefandi var Kvenna- sögusafn íslands. í formála kemst höfundur svo að orði um verkið: „Margar bækur mætti skrifa um vinnu kvenna á íslandi. Með bók minni vildi ég reyna að stuðla að því að þær bækur yrðu til sem fyrst. Vikið er að fjölmörgum atriðum sem hvert og eitt eru verðug rannsókn- arefni fyrir sagnfræðinga og aðra fræðimenn." Og árið 1988 þegar Anna stóð á áttræðu kom út þriðja bók hennar, líka á vegum Kvenna- sögusafnsins, Allt hafði annan róm áður í páfadóm, sem fjallar um nunnuklaustrin tvö á íslandi á mið- öldum og brot úr kristnisögu. Þegar Anna vildi gefa mér þá bók eins og Vinnu kvenna lét ég þau orð falla að það væri óþarfi, ég ætti hana nú þegar. Anna vildi ekki hlusta á mótbárur mínar og sendi mér bókina áritaða með þessum orðum: „Gerður Steinþórsdóttir á þessa bók og enginn annar, Anna Sigurðardóttir." Þannig var hún Anna ákveðin og skemmtilega sér- vitur. Margir kunna að meta framtak Önnu við að koma á fót Kvenna- sögusafni íslands, störf hennar við að vekja áhuga á kvennasögu og rit hennar úr heimi kvenna. Hún hlaut margvíslega viðurkenningu. Kvenréttindafélag íslands gerði hana að heiðursfélaga 1977, hún var sæmd riddarakrossi Fálkaorð- unnar 1978, Bókavarðafélag ís- lands kaus hana heiðursfélaga 1985, hún var heiðursdoktor við heimspekideild Háskóla íslands 1986, 1987 var hún heiðruð af Konunglega norska vísindafélag- inu. Einnig varð hún heiðursfélagi Kvenfélagasambands íslands 1990 og Sagnfræðingafélagsins árið 1991. Aldrei varð ég vör við að allur þessi sómi stigi henni til höfuðs. Anna var ákaflega blátt áfram, lát- laus og nýtin. Svo samgróin varð hún safninu að erfitt var að greina á milli hennar og þess: „Með kærri kveðju frá safninu og mér," skrif- aði hún. Heimili hennar varð smám saman eitt safn, fyrst var það í einu herbergi en óx og óx, bækur, blöð og ýmiss konar gögn fylltu íbúðina. Kvennasögusafn íslands verður brátt flutt í Þjóðarbókhlöðuna en þar er því ætlaður framtíðarstaður. Gaman hefði verið fyrir Önnu að upplifa þann atburð - og þó. Kannski fór best á að stofnandi safnsins, líf þess og sál frá upp- hafi, fengi að hverfa héðan áður en hreyft yrði við því. Anna Sigurðardóttir hefur átt ríkan þátt í því að gera sýnilega uppistöðuna í þeim margslungna vef sem saga karla og kvenna er gerð úr, og hennr varð tíðrætt um. Fyrir þetta er henni þakkað á kveðjustund. Við Gunnar yottum börnum hennar þremur, Ásdísi, Önnu og Þorsteini, barnabörnum og öðrum aðstandendum djúpa samúð. Ævintýrinu er lokið. Gerður Steinþórsdóttir. íslenskar konur eiga Önnu Sig- urðardóttur mikið að þakka. Hún byrjaði snemma að safna heimildum um málefni kvenna í blöðum, bókum og tímaritum raunar allt frá því hún var búsett á Eskifirði og hélt því áfram til síðasta dags. Þegar Anna sýndi mér fyrst heimilda- og úr- klippusafn sitt - það mun hafa ver- ið 1968 - var það orðið mikið að vöxtum. Gögnum hafði verið komið fyrir í stórum umslögum sem auðsjáanlega höfðu borist þeim hjónum í pósti, Onnu og Skúla eiginmanni hennar. Umslögin voru merkt orðum eins og abbadísir, ambáttir, barnsburður, hagar konur, kvennaklaustur á ís- landi, sjósókn kvenna, vinnukonur og þar fram eftir götunum - að sjálf- sögðu í stafrófsröð. Hún var eldfljót að fletta upp í heimildasafninu og uppsláttarritum máli sínu til stuðn- ings. Anna var mjög vel að sér um rétt- indabaráttu kvenna í Bretlandi, á meginlandi Evrópu og á Norðurlönd- um á fyrri hluta þessarar aldar. Hún átti margar bækur og undirstöðurit sem hún lánaði okkur Svanlaugu Baldursdóttur til lestrar og upp- byggingar. Hún var hafsjór fróðleiks um sögu kvenna fyrr á öldum og naut þess að miðla yngri konum af þekkingu sinni. Við Svanlaug vorum tíðir gestir hjá henni og nutum jafn- an góðra veitinga á Hjarðarhagan- um. Á.heimili Onnu kynntumst við eiginmanni hennar, börnum og ýmsu öðru góðu fólki. Henni var mjög í mun að rækta tengsl við konur á öllum aldri og af ýmsum þjóðfélags- hópum. Ég hef hitt allmargar konur á ráðstefnum í öðrum löndum sem þekktu Önnu og var hlýtt til henn- ar. Við náðum saman strax í upp- hafi, sagði einn af formönnum kven- réttindafélags Óslóborgar þegar ég hringdi og tilkynnti henni lát Önnu. Þær kynntust á norrænum fundi árið 1960 og voru vinkonur eftir það. Anna var sískrifandi erindi og greinar um kvenréttindi og kvenna- sögu. Erlendar bréfaskriftir hennar voru líka býsna umfangsmiklar. Hver dagur skipulagður hjá þessari iðjusömu konu - og er það sjálfsagt ein af ástæðunum fyrir því hversu afkastamikil hún var. Á hverju ári bættust við heimildir, og ekki síst úrklippur í kassana í litla herberginu beint á mótí stofunni og bókahillur heimilisins voru smám saman að fyllast ritum um kvennasögu og málefni kvenna víðsvegar um heim- inn. Stundum barst það í tal þegar við hittumst að stofna ætti safn um sögu íslenskra kvenna. Anna þekkti eitthvað til slíkra safna í Bretlandi og á Norðurlöndum. Best leist okkur á safnið í Gautaborg sem fyrirmynd. Og þegar boð kom um þátttöku í ráðstefnu til undirbúnings stofnun norrænna kvennasögusafna í Gauta- borg 1974 á vegum Norræna menn- ingarsjóðsins vorum við Svanlaug sendar sem fulltrúar héðan að heim- an. Sjálf kvaðst Anna vera hætt að ferðast, en treysti okkur fyrir verk- efninu. Við kynntum áform okkar á ráðstefnunni um stofnun kvenna- sögusafns á íslandi og töldum að ekki mætti dragast úr hömlu að hrinda þeim í framkvæmd. Eftir nokkra umhugsun komumst við að þeirri niðurstöðu að form sjálfseignarstofnunar myndi henta safninu vel og margar urðu stundirn- ar sem fóru í að semja og slípa stofn- skrána og ýmis grundvallaratriði skipulagsins. Svanlaug dvaldist um þetta leyti við nám í Danmörku og fóru því mörg bréf og mörg plögg á milli Ianda. Sameinuðu þjóðirnar höfðu ákveðið að gera árið 1975 að alþjóðlegu kvennaári og þegar líða tók á árið 1975 ákváðum við að stofna Kvennasögusafnið hið fyrsta. Á stofndegi þess 1. janúar 1975 efndi Anna Sigurðardóttir til veislu heima hjá sér og bauð okkur og fjöl- skyldum okkar að taka þátt í þessum merkisfagnaði. Seinna komu frétta- menn fjölmiðla og kynntu safnið og starfsemi þess út á við. Kvennasögusafnið hefur alla tíð verið til húsa á heimili Önnu á Hjarð- arhaga 26 í Reykjavík. Skilti með nafni Kvennasðgusafns íslands var komið fyrir við innganginn og þang- að hafa margir leitað upplýsinga og heimilda í þau tuttugu ár sem það hefur starfað undir stjórn Önnu Sig- urðardóttur. Við Svanlaug, bóka- safnsfræðingarnir, unnum að skrán- ingu safnsins fyrstu árin og síðan tóku aðrir við. Alla ævi var Anna Sigurðardóttir að viða að sér þekkingu, fyrst og fremst í fræðigrein sinni. Hún not- aði hverja stund sem gafst til lestrar og skrifta. Aldrei hef ég kynnst fróð- leiksfúsari manneskju. I formála að bók sinni „Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár" segir hún: „Ég hef verið spurð um að hvaða niðurstöðu ég hafi komist um vinnu íslenskra kvenna og hvaða kenning- ar ég hafi þar að lútandi. Það hefir aldrei hvarflað að mér að huga þyrfti að vísindalegum niðurstöðum um það efni hvorki fyrirfram né eftir á. Ég vona aðeins að þessi samtín- ingur minn um vinnu kvenna færi mönnum heim sanninn um að hlutur kvenna í þjóðarbúskapnum í 1100 ár er engu minni en hlutur karla, jafnvel þó ekki sé tekið með í reikn- inginn orkan og tíminn við að end- urnýja þjóðina og vinnuafl hennar (reproduktion) sem ekki er unnt að skipta milli karla og kvenna, nánar tiltekið að ganga með og fæða börn og næra þau á móðurmjólk." Else Mía Einarsdóttir. Kveðjur frá Noregi Mig langar til að þakka Önnu Sigurðardóttur afrek hennar og ekki síst stofnun Kvennasögusafns ís- lands sem varð okkur hvatning í Noregi. Mér fínnst mikið til bóka hennar koma og þakka vináttu í 35 ár. Elisabeth Colbiörnsen fyrrverandi formaður Kven- réttindaf éhigs Óslóborgar. Anna Sigurðardóttir var góður vinur og traustur liðsmáður kvenna- baráttunnar. Hinn ótvíræði skerfur hennar^ með stofnun Kvennasögu- safns Islands og lifandi sambönd meðal margra þjóða eiga skilið viður- kenningu og hjartanlega þökk. Eva Kolstad fyrrverandi formaður Kven- réttindafélags Oslóborgar. Kveðja og þökk fyrir afrek Önnu Sigurðardóttur í þágu kvenréttinda- baráttunnar sem Kvenréttindafélag Noregs virðir mikils og þakkar. Kjellaug Pettersen form. Kvenréttindafélags Noregs. Við lát Önnu Sigurðardóttur lang- ar mig fyrir hönd danskra og banda- rískra sagnfræðinga á sviði kvenna- sögu að tjá þakklæti mitt og aðdáun á starfi hennar. Hún var okkur öllum innblástur. Undanfarin fimmtán ár hef ég heimsótt Önnu í hvert sinn sem ég hef verið á íslandi, og hver heimsókn var sérstök upplifun. Hún hafði lifandi áhuga á öllum sviðum kvennarannsókna og miðlaði óspart af kunnáttu sinni og reynslu bæði í skrifuðu og töluðu máli. Þá var það alltaf sérstök athöfn að skrifa í gestabókina hennar, hún benti stolt á nöfn erlendra fræðimanna sem höfðu heimsótt hana bæði heim og á stofnunina. Anna hafði þá reglu að svara ávallt persónulega öllum fyrirspurnum serfT bárust henni. Hún hlustaði með athygli þegar ég sagði henni frá ráðstefhunni „Berkshire Conference on Women's History", sem sífellt vex fískur um hrygg; þar hittast þúsundir þátttak- enda og halda fyrirlestra um kvenna- sögu og kvennarannsóknir. Nafn Önnu lifir ekki aðeins í börn- um hennar og barnabörnum heldur einnig í bókum hennar og starfi öllu sem var öðrum hvatning til dáða. Jenny Jochens. t { Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, RAGNHEIÐAR KARLSDÓTTUR, Þórsgötu19. Sérstakar þakkir eru færðar íbúum Þórsgötu 19 og starfsfólki öldrunardeildar Landakotsspítala. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Karlsdóttir, Þorsteinn Karlsson. + Sonur minn, faðir, tengdafaðir og afi, REYNIR BJÖRNSSON, Hávallagötu 38, lést í Landakotsspítala að morgni 11. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Björn G. Björnsson, Þór R. Björnsson, Guðrfður Guðmundsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA MAGNÚSDÓTTIR, Tómasarhaga 41, er látin. Sigurður Sævar Sigurðsson, Björn Sigurðsson, Sigurbjörg Ingimundardóttir, Signhildur Sigurðardóttir, Úlfur Oskarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.