Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ SllwgtiitÞIiifrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÆÐA THATCHER MARGARET Thatcher, fyrrum leiðtogi breska íhaldsflokksins og forsætisráðherra, gagnrýndi í ræðu á fimmtudagskvöld harðlega þá stefnu er flokkurinn hefur fylgt eftir að hún lét af embætti og John Major forsætisráðherra tók við. Thatcher sagði eina helstu ástæðu óvinsælda íhaldsmanna vera að horfið hefði verið frá þeirri um margt róttæku stefnu er hún fylgdi sem forsæt- isráðherra. Með því hefði flokkurinn jafnframt snúið baki við mikilvægustu stuðningsmönnum sínum í millistétt landsins. Thatcher sagði að „stöðug barátta" væri nauðsynleg til að tryggja að flokkar misstu ekki móðinn þó að þeir sætu lengi í ríkisstjórn. Hvatti hún til að á ný yrði hafin barátta fyrir því að draga úr ríkisafskiptum og lækka skatta. Greining Thatcher á vanda íhaldsflokksins er um margt athygl- isverð en hún er að sama skapi umdeilanleg. Það fer ekki á milli mála að flokkurinn hefur átt í alvarlegri kreppu um nokkurt skeið. Samkvæmt skoðanakönnun í þessari viku hefur Verkamannaflokkurinn fjörutíu prósentustiga forskot á íhaldsflokkinn. Þingmeirihluti hans fer stöðugt minnkandi og forsætisráðherrann verður að treysta á atkvæði Evrópuandstæð- inga í eigin flokki og írskra sambandssinna þegar hann hyggst knýja mál í gegn. Það er rétt hjá Thatcher að sjá má augljós þreytumerki á íhaldsmönnum eftir langa setu í ríkisstjórn. Hinn ungi leiðtogi Verkamannaflokksins, Tony Blair, hefur tekið allt frumkvæði í breskri stjórnmálaumræðu og virðist á góðri leið með að end- urnýja hugmyndafræðilegan grunn flokksins. A sama tíma eiga íhaldsmenn í stöðugum deilum um stefnu sína, ekki síst í Evrópumálum. Eftir fjögurra kjörtímabila stjórnar- setu eiga þeir erfitt með að koma með nýjar og ferskar hugmynd- ir inn í umræðuna. Það myndi varla leysa nokkurn vanda, þótt farið yrði að ráðum Thatcher. Deilur um Evrópumáf og óeining innan flokksins voru einmitt helsta ástæða þess að hún lét af embætti á sínum tíma. Major hefur sem leiðtogi flokksins staðið frammi fyrir því erfiða hlutskipti að reyna að halda flokknum saman þrátt fyrir deilurn- ar. Að mati manna á hægri væng flokksins, hefur hann fært stefnu flokksins of langt inn á miðju. Að mati manna í miðju flokksins hefur hann fært stefnu flokksins of langt til hægri. Hætta væri á klofningi íhaldsflokksins, ef hann færi að ráðum Thatcher og tæki eindregið afstöðu með annarri fylkingunni í þeirri togstreitu sem á sér stað. Þetta er sami vandi og Thatcher sjálf stóð margsinnis frammi fyrir þau ár er hún var forsætisráð- herra. Rétt eins Major nú valdi hún oftar en ekki þann kost að miðla málum fremur en að láta sverfa til stáls. STÁRFSMANNAMÁL RÍKISINS MEIRA en helmingur starfsfólks ráðuneytanna er titlaður sem yfirmenn. Sömuleiðis vinna margir ráðuneytisstarfsmenn þá yfirvinnu, sem þeir fá greitt fyrir, í dagvinnu og fá oft fastar yfirvinnugreiðslur óháð vinnuframlagi. Þá fá menn greitt fyrir aukastörf, sem þeir vinna í vinnutímanum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessi dæmi sýna vel í hvers konar ógöngur launa- og starfs- mannamál ríkisins eru komin. Ofangreindar staðreyndir eru ekki til marks um að ráðuneytisstarfsmenn séu almennt yfirborgaðir, í þeim skilningi að þeir vinni ekki fyrir kaupinu sínu. Þvert á móti er taxtakaup þeirra svo lágt að vinnuveitandi þeirra, ríkið, verður að grípa til alls konar furðulegra úrræða til að hækka laun þeirra; gera ritara að deildarstjóra; borga mönnum yfirvinnu og bílastyrk þótt þeir vinni hvorki eftir klukkan fimm né eigi bíl; bæta nefndastörfum á starfsmenn, sem biðja um launahækk- un. Ríkið er í samkeppni við einkaaðila um hæfa starfskrafta. Það hljóta því að vera hagsmunir ríkisins og stofnana þess að breyt- ingar verði í starfsmannamálum, sem gera kleift að bjóða fólki sömu kjör og möguleika og bjóðast á hinum almenna vinnumark- aði. Þannig hlýtur að verða leitazt við að einstakar stofnanir ríkis- ins geti umbunað starfsmönnum sínum í samræmi við frammi- stöðu þeirra og ábyrgð, í stað þess að vera niðurnjörvaðar í starfsaldurs- og stöðuhækkanakerfi, sem stuðlar að því að allir séu gerðir að „yfirmönnum". Um leið og launakerfi ríkisins er gert sveigjanlegra og gagn- særra, er hins vegar auðvitað eðlilegt, eins og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur bent á, að breytingar verði gerðar í þá átt að sem minnstur munur sé á réttarstöðu opinberra starfs- manna og þeirra, sem starfa á almennum vinnumarkaði. Æviráðn- ingar eru þannig til dæmis í raun stjórnunarvandamál hjá ríkinu, vegna þess að erfitt er að gera stjórnendur ábyrga fyrir árangri stofnana sinna. í stuttu máli er þörf á að færa starfsmannamál ríkisins nær því, sem gerist á hinum almenna vinnumarkaði, og miklu skiptir að sú vinna, sem fjármálaráðuneytið hefur lagt í undirbúning slíkra breytinga undanfarin ár, skili sér í framkvæmd. Jón Bessi Árnason á Guðrúnu Hlín BA Metafli hjá sumum „VESTFJARÐASKIPUNUM hefur gengið mjög vel og hjá sumum sem ég veit um er metafli, eins og hjá Tjaldi frá Rifi, sem veiddi á milli 360 og 370 tonn á línu í desember," sagði Jón Bessi Árnason, skipstjóri á Guð- rúnu Hlín BA frá Patreksfirði, sem var á veiðum á norðanverðum Hala- miðum í gær. „Sjálfir hófum við veitt ríflega 220 tonn á línu síðustu fjórar vikur og í þessum orðum töluðum er ég að draga inn 300 kílóa bala." Jón Bessi sagði þorskinn góðan en þó ekki risastóran, kannski um 3-4 kíló, enda sé mjög stór fiskur sjald- gæfur á Vestfjarðamiðum. Fast kíló- verð er 70 krónur en á markaði hefur fengist um 90 krónur fyrir þorskinn. Jón kveðst efins um að auka þurfi kvótann, enda hafi línubátarnir lítið verið á grunnslóð seinustu viku. „Við vitum ekkert um grunninn eins og er og ég vil fá að sjá þorskinn þar, áður en ég trúi því að hann sé kominn til að vera. Eg er þó vongóður." Oddur Sæmundsson á Stafnesi KE Góð aflabrögð Oddur Sæmundsson, skipstjóri á Stafnesi frá Keflavík, sagði að nú væri sá tími, sem mest fengist fyrir þorskinn, og því legðu menn mikið kapp á að ná honum. „Þetta er ágætis byrjun á vertíð," sagði Oddur. „Mér hefur fundist hin síðari ár að það sé einfaldlega meira af fiski á miðunum og maður finnur að það er auðveldara að ná honum og það þarf minna að hafa fyrir þessu. Það er mælikvarði hjá okkur, sem störfum við þetta. Það er ekkert vandamál að ná í þorsk, en karfi grá- lúða og uf si hafa goldið fyrir veiðistýr- inguna." Oddur sagði að það kæmi á óvart hve mikið væri af fiski, einkum vegna þess að verið hefði norðaustanátt og hann myndi ekki eftir því að fískur gysi svona upp í Faxaflóa við slíkar kringumstæður. Stafnesið fékk „aðeins" sjö tonn í gær og sagði Oddur að það hefði ver- ið lélegasti dagurinn á árinu, en á mánudag hefðu aflast 30 tonn. ÞORSKI landað í Sandgerði í aflahrotunni útaf Reykjanesi. Stórþorski flestum mi< Örn Holm á Ágústi Guðmundssyni GK Bætt við kvóta? Örn Holm er stýrimaður á Ágústi Guðmundssyni, sem nú gerir út á net frá Keflavík og landaði 26 tonnum í gær. Hann sagði ljóst að nú væri þorskur meiri en áður. „Það er tölu- verður fiskur á stóru svæði hérna norður frá," sagði Örn. „Fiskurinn er stór og fallegur og menn hafa verið að komast upp í að fá sjö til níu tonn í trossu." Örn sagði að ekki væri munur á aflabrögðum milli báta: „Það er ekki einn og einn bátur að reka í þetta, heldur er veiðin almenn og á stóru svæði." Örn kvaðst þeirrar hyggju að afla- brögðin mætti meðal annars rekja til þess að tíð hefði verið óvenjugóð, auðvelt að sækja sjó og net lægju vel. Hins vegar væri töluvert af fiski og hann væri stór, milli tíu og fjórtán kg- Guðmann Magnús- son á Ófeigi VE Aflótta undan þorski Guðmann Magnússon, skipstjóri á Ófeigi frá Vestmannaeyjum, er í sömu stöðu og starfsbróðir hans á Guðrúnu. „Við erum á flótta undan þorski allt árið," sagði Guðmann í gær. „Veiðin hefur verið gloppótt. Við höfum verið að veiða fyrir austan þar sem ekki er mikill þorskur og fengið upp 1 tíu tonn á dag í trollið." Sjómenn virðast einhuga óvenju vel og mið séu ^ Bátar með lítinn kvóta flj ir eru kátir. Morgunblað ________sjómenn um af Guðmann sagði að þeim mun minna, sem væri af þorski í túr, þeim mun betra, til að endar næðu saman um áramót og flestir bátar í Vest- mannaeyjum reyndu að forðast þorsk. Hann kvað hafa verið óvenjumikið af þorski út af Reykjanesi, fyrir vest- an og fyrir Norðurlandi. „Allur flotinn er núna að leita að ufsa vegna þess að hann er kvótafrír fiskur," sagði Guðmann. „Þorskfrið- unin hefur verið dýr vegna þess að fyrir vikið hefur verið gengið á svo margar aðrar tegundir eins og stein- bít, ufsa, grálúðu og karfa." Erlingur Helgason á Friðriki Bergmann SH Þarf að auka kvótann „ÞAÐ er allt fullt af þorski," sagði Erlingur Helgason, skipstjóri á Frið- riki Bergmánn SH, sem var á veiðum um 20 mínútna siglingu frá Ólafsvík í gær. „Skipin hérna í kring eru að fá allt upp í 20 tonn og allir eru með eitthvað. Við vorum sjálfir að taka eitt hal upp á fjögur tonn af mjög stórum þorski, frá sjö ±il tólf kíló." Þeir eru á dragnót og sagði Erling- ur talsvert síðan þorskurinn lét á sér kræla. „Við erum með 200 tonna kvóta og búnir með hann að mestu, en erum einnig að leigja kvóta og fiska erl á un un an ha fis þe ke fy) toi afl sa ve ur sa „¦v to m va va Ú8 ar ka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.