Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Að gefnu tilefni FYRIR tveimur árum seldi ríkis- sjóður hlutabréf sín í SR-mjöli hf. Sala bréfanna var liður í viðleitni þáverandi ríkisstjórnar að losa ríkisvaldið úr atvinnurekstri sem var betur kominn í höndum aðila sem verða að lúta markaðslögmál- um hverju sinni. SR-mjöl hf. hét áður Síldarverk- smiðjur ríkisins og átti fyrirtækið s.ér rúmlega 60 ára merka sögu. Á löngum ferli hafði oltið á ýmsu með afkomu fyrirtækisins, og þeg- ar verið var að taka ákvarðanir um einkavæðingu þess lá fyrir að taprekstur undangenginna ára nam um kr. 100 milljónum á ári að jafnaði. Éftir úttekt og mat á fyrirtæk- inu var ákveðið á Alþingi að hlut- afé hins nýja hlutafélags skyldi vera 650 milljónir króna og var í þeirri ákvörðun fólgin viss áætlun um verðmæti fyrirtækisins og hugsanlegt söluverð. Þegar kom að sölu fyrirtækisins bárust tvö tilboð. Hærra tilboðið sem barst var fyrst tekið til skoðunar en því síðan hafnað, þegar í ljós kom að tilboðsgjafi gat ekki staðið við tilboðið sem var upp á 800 milljónir. Við Jónas Aðalsteinson hrl. stóð- um að hinu tilboðinu fyrir hönd fjölmenns hóps útgerðarmanna, starfsmanna, sveitarfélaga, lífeyr- issjóða og fjárfesta, sem margir voru viðskiptamenn SR til margra ára. Þessi breiði hópur uppfyllti öll þau skilyrði, sem sett voru við söl- una, m.a. um dreifða eignaraðild og traust- an áframhaldandi rekstur, auk þess sem hér var um fjárhags- lega traustan hóp að ræða. Hlutaféð skiptist þannig á hluthafana að um það bil þriðj- ungur er í eigu lífeyr- issjóða, þar sem Líf- eyrissjóður Austur- lands er stærsti hlut- hafi félagsins með um 8% hlutafjár. Meðal lífeyrissjóðanna má nefna Lífeyrissjóð sjó- manna, Lífeyrissjóð Dagsbrúnar, Lífeyrissjóð lækna og marga aðra lífeyrissjóði. Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn hf. er með stærstu hlut- höfum og Síldarvinnslan hf., Nes- kaupstað, keypti myndarlegan hlut. Um tuttugu útgerðir loðnu- skipa sem leggja verksmiðjunum til meginið af hráefninu eiga um þriðjungs hlut, og margvíslegir fjárfestar eiga um þriðjunginn. í þeim hópi eru Sjóvá Almennar með 7,5% hlut. Það var síður en svo auðvelt verk að skipuleggja kaupendahóp- inn og ná saman þeim 725 milljón- um króna sem til þurfti. Miklu moldviðri var þyrlað upp til að reyna að eyðileggja söluna og átti þar stærstan hlut sá aðili sem ekki hafði getað staðið við sitt til- boð í hlutabréfin, og ýmsir þeir fjölmiðlar og aðrir sem þrífast á upphlaupum. Reynt var að halda því að fólki að ofantalinn hluthafahópur væri meðal einkavina ríkis- stjórnarinnar, eða a.m.k. þeirra ráðherra sem undirrituðu kaup- samninginn fyrir rík- isins hönd, en það voru ráðherrarnir Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson. Benedikt Fátt kom mér á Sveinsson óvart úr þessari um- ræðu allri En eitt kom mér mjög á óvart við undirbúning málsins og frá- gang þess. Það var afstaða Lands- banka íslands, sem verið hafði viðskiptabanki Síldarverksmiðja ríkisins rúm 60 ár í gegnum sætt og súrt og var aðallánardrottinn SR-mjöls hf. Landsbankinn taldi fyrirtækið svo ótraust að bankinn gerði kröfu til þess að ríkisábyrgð yrði á skuld- um þess við bankann, en þær námu um 750 milljónum króna og voru tryggðar með veðum í eign- um félagsins auk. þess sem allar eignir félagsins stóðu fyrir skuld- unum. Mér til undrunar beitti Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans sér mjög í málinu og var fyrirtækinu ógnað með því að bankinn mundi gjaldfella öll lán Viðhorf til lífsgæða SAMHJÁLP er eitt af höfuðeinkennum þess þjóðfélags sem við höfum byggt upp hér á landi og er í anda hins svokallaða norræna módels, eins og þetta fyrirkomulag hefur verið nefnt á alþjóðlegum vinnu- markaði. Sá þjóðfé- lagsþegn sem verður undir í lífsbaráttunni á ekki að standa einn og óvarinn. Hann á að hafa möguleika til þess að halda mann- legri reisn sama hvort hann hafi atvinnu eða sé veikur, slasaður eða atvinnulaus. í könnun sem gerð var fyrir u.þ.b. ári í Danmörku meðal launa- fólks kom fram að fólk vill fá störf sem hafa tilgang og gefa kost á eftirmenntun og auknum þroska einstaklingsins. Þar kom glöggt fram að launafólk lagði meiri áherslu á þessi atriði en beinar launahækkanir. í viðtölum sem birst hafa við íslendinga sem flutst hafa til Dan- merkur undanfarið eru þessi atriði mjög áberandi. Lýsingar á því hvernig framkoma vinnuveitenda og verkstjórnenda eru gagnvart launþegum, samskipti við stétt- arfélög, upplýsingar um hvernig fyrirtækin gangi og það viðhorf og traust sem greinilega er lagt upp að skapist á vinnustað. Það er viðurkennt í stjórnun fyrirtækja eigi framleiðni að aukast þá þurfa þessi atriði að vera í lagi. Undir þetta tók íslenskur stjórn- ahdi á fundi hjá samtökum stór- kaupmanna nýverið. Hann hefur rekið fyrirtæki í Bandaríkjunum með mjög góðum árangri og hélt því fram að 5 grundvallarreglur þyrfti til þess að ná góðum ár- angri í rekstri fyrirtækis, flestar þeirra snerust um góð samskipti við launþega og hlutdeild þeirra í árangri anna. Starfsfólki stéttar- félaga koma lýsingar íslenskra launþega á vinnustöðum hér á landi ekki á óvart. Kvartanir um samn- ingsbrot, launalækk- anir og mörg grund- vallaratriði í mannleg- um samskiptum hafa aukist svo á undan- förnum árum að það er með hreinum ólík- indum. Atvinnuástand Guðmundur og hótanir vinnuveit- Gunnarsson enda hafa oft komið í veg fyrir að launþegar láti gögn af hendi svo stéttarfélögin geti farið fram gegn atvinnurekendum. Við verðum einnig varir við vax- andi kröfur vinnuveitenda um að launþegar séu ekki innan stéttar- félaga og þeim er hótað uppsögn leiti þeir til stéttarfélaganna. Það er ánægjuleg þróun sem á sér stað nú þessa dagana, batnandi ástand vinnumarkaðar, minnkandi at- vinnuleysi og þessu hefur fylgt að vaxandi fjöldi launþega sem hefur verið haldið föngnum sem undir^ verktökum á undanförnum árum sækir nú um inngöngu í stéttarfé- lögin. Það kemur í sjálfu sér engum á óvart ofstækisfull áróðursher- ferð Morgunblaðsins gagnvart launþegum, réttindum þeirra og samtökum nú undanfarið. Það koma heldur ekki á óvart greinar fyrirtækj- Viðverðumvarirvið vaxandi kröfur atvinnu- rekenda um, segir Guð- mundur Gunnarsson, RosenthaL w ^'wl,,r giöf Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki Verð við allrn hæfi Landsbankinn krafðist ríkisábyrgðar vegna kaupa SR-mjöls, segir Benedikt Sveinsson, en nú er sagt að krefj- ast hefði átt þrefalds kaupverðs. félagsins í bankanum ef ríkis- ábyrgð fengist ekki. Lausn máls- ins varð sú að SR-mjöl hf. varð að leita til annarra lánastofnana, sem treystu fyrirtækinu fyrir lánsfé, og taka ný lán og greiða Landsbankanum um 500 milljónir af skuldunum við bankann. Lán í óláni var að fyrirtækið hefur spar- að mikla fjármuni við færslu lán- anna frá ríkisbankanum. Aftur kom bankastjórinn mér á óvart í útvarpsviðtali hinn 9.jan. sl. I viðtalinu segir hann efnislega að fyrirtækið hafi verið svo traust að greiða hefði átt 1.500 milljón- um meira fyrir það en gert var. Hvernig hann kemst að þeirri nið- urstöðu er mér hulin ráðgáta og hvernig sú niðurstaða fer saman við fyrri afstöðu bankastjórans læt ég lesendum þessa pistils eftir að finna út. Öll meginmarkmið Alþingis og stjórnvalda með einkavæðingu SR hafa náðst. Ríkissjóður hefur fengið allt kaupverð hlutabréfanna greitt á yfirgengi. Meðlagsskyldu og meðlagsgreiðslum úr ríkissjóði til Síldarverksmiðja ríkisins er lok- ið en nýja hlutafélagið hefur greitt tekjuskatt í ríkissjóð fyrstu tvö starfsárin og verður vonandi fram- hald þar á a.m.k. næsta ár, en því má ekki gleyma að rekstur fyrir- tækja á starfssviði SR-mjöls er mjög áhættusamur. Einkavæðing ríkisfyrirtækja mun halda áfram hér á landi sem annars staðar. Einkarekstrarform hefur þegar sannað yfirburði yfir ríkisrekstur. Hverjir kaupa verður að ráðast hveriu sinni en dreifð eignaraðild er æskileg. Fyrirtækj- um er þó að mínu viti hollt að ein- hver ábyrgur kjarni sé í hluthafa- hópi svo fyrirtæki verði undir sam- hentri stjórn. Allt orkar tvímælis þá gért er og sjálfsagt verður enn mikil um- ræða um einkavæðingu. Vonandi verður hún á hærra plani en sú umræða sem hefur verið um SR- mjöl hf. Höfundw er hæstaréttarlögmað- ur og stjórnarformaður SR-mJöls. að launþegar séu ekki innan stéttarfélaga. í Viðskiptablaðinu þar sem fólk er beinlínis hvatt til skattsvika og atvinnulífið hvatt til þess að snið- ganga helstu grundvallarmann- réttindi. Það er broslegt hvernig leiðarahöfundum Morgunblaðsins tekst að lesa greinar í blaðinu án þess að koma auga á það helsta sem viðmælendur blaðsins eru að segja um réttindi sín og afstöðu til vinnuveitenda. Markmiðið er aftur á móti aug- ljóst, „elítan" er búin að skammta sér margfalda launahækkun um- fram almennt launafólk, kjara- samningar renna út eftir nokkra mánuði, nú er stefnan sett á að veikja samtakamátt og kjarabar- áttu launfólks af öllum mætti og eftir skamman tíma hefjast ræð- urnar og brýningar um að laun- þegar og stéttarfélög þeirra eigi að sýna ábyrgð. Þetta þekkjum við öl\. Höfundur er formaður Rafiðnað- arsambands íslands. Alþjóðleg og öðruvísi kennaramenntun Det Nodvendige Seminarium í Danmörku býður uppá 4ra ára kennaranám fyrir unga Evrópubúa, sem vilja afla sér menntunar í alþjóðlegu umhverfi. Lagt er stund á nám í mörgum fögum í tengslum við starfsnám í skólum í Danmörku og öðrum löndum: Samfélagsfræði, sálfræði, uppeldisfræði, listum, tónlist, íþróttum, dönsku, öðrum Evrópumálum, stærðfræði, trúar- bragðafræði og heimspeki. 4ra mánaða námsferð með langferðabíl gegnum Evrópu og Asíu til Indlands. í ferðinni er aflað upplýsinga um lifnaðarhætti fólks í ýmsum löndum. Unnið við kennslu í Afrkíu: í 8 mánuði tekur þú þátt í að mennta nýja kennara í Mosambík og Angóla. Allir nemendur búa við skólann. Byrjað 1. september 1996. Kynningarfundur í Hótel Reykjavík laugardaginn 27. janúar kl. 16. Det Nodvendige Seminarium, Tvind, DK-6990 Ulfborg. Fax 00 45 43 99 5982. Sími 00 45 4399 5544. Laugavegi 52, sími 562 4244. ANTIK UTSALA ÍFAXAFENI5 SÍÐASTIDAGUR ÚTSÖLUNNAR (20-60%) SPRENGITILBOÐ Á NOKKRUM VÖRUM í DAG KL. 12.00-16.00. VIÐ MINNUMÁAÐ MYNDLISTARGALLERÍIÐ ER FLUTT ÍAÐALSTRÆTI6 (MORGUNBLAÐSHÚSIÐ) OG ÞAR ER HAFINMÓTTAKA Á MÁLVERKUM FYRIR NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ. INNAN SKAMMS FLYTJUM VIÐ ANTIKVERSLUNINA OG OPNUM GLÆSILEGA VERSL UNÍ350FMSALÍ AÐALSTRÆTI6 (MORGUNBLAÐISHÚSINU). NÝJAR VÖRUR A LEIÐINNI BQRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.