Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 33 AÐSEIMDAR GREINAR Það er dýrt að vera fátækur ÞAÐ HEFUR lengi verið haft fyrir satt að fátt eða ekkert sé jafn dýrt og að vera fátækur. Fátækir menn geta ekki hagnýtt sér kosta- boð vegna fjárskorts og verða að sæta afarkostum í viðskiptum. Þetta orðatiltæki hef ég heyrt frá barnæsku og held að það sé bæði satt og rétt, ekki síst nú á dögum. Eitt af því sem plagar launafólk eru allt of háir skattar. Hver ríkis- stjórnin á fætur annarri hefur ailtaf verið að hækka skatta og finna nýjar skattaleiðir. í kjarasamninga- viðræðum hefur ítrekað verið reynt að færa skattleysismörk ofar en þau eru nú um 60 þúsund krónur á mánuði og er víst enginn ofsæll af. Yfirleitt hefur enginn árangúr orðið af þessum tilraunum því að alltaf er talað um halla ríkissjóðs. Ekki skal ég gera hann að umtalsefni hér sérstaklega en bendi á að halli á rekstri heimilanna er orðinn ískyggilegur og fer sívaxandi og eykst mun hraðar en halli ríkis- sjóðs. Nú skyldi maður ætla að þegar ekki er hægt að hreyfa skatt- leysismörk upp á við eða lækka skatta á lágtekjufólk þá gengi það jafnt yfir alla. Því er aldeilis ekki að heilsa. Skattaafsláttur til sölu Fyrir áramótin kepptust verð- bréfafyrirtækin um að auglýsa hlutabréf og verðbréf til sölu og væru þau keypt, þá fylgdi með í kaupum mikill skattaafsláttur, að mér skilst allt að 130-150 þúsund kall fyrir hjón. Þessi skattaafsláttur mun hafa kostað ríkissjóð hátt í milljarð. Hveijir skyldu það nú vera sem keyptu þessi hlutabréf og skuldabréf? Skyldu það vera öryrkj- ar? Skyldu það vera ellilífeyrisþeg- ar? Skyldu það vera fjölskyldur með innan við 100 þúsund krónur á mánuði? Ég er hræddur um ekki. Hér gildir reglan að það er dýrt að vera fátækur. Þetta fólk hefur enga peninga aflögu til að kaupa hlutabréf og skuldabréf til að fá skattaafslátt upp á á annað hundr- að þúsund krónur. Smeykur er ég um að þeir efnameiri fylli þann flokk sem keypti þessi bréf, enda seldist að því mér skilst fyrir nokkra milljarða. Það hafa verið fáir Dags- Janúarmessa Kvenna- kirkjunnar JANÚARMESSA Kvennakirkjunn- ar verður í Laugarneskirkju sunnu- daginn 14. janúar kl. 20.30. Um- fjöllunarefni messunnar verður: Ný byijun - nýir möguleikar. Sr. Irma Sjöfn Oskarsdóttir préd- ikar, Auður Guðmundsdóttir og Sigrún Erla Egilsdóttir tala og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir les úr Ijóðum sínum. Fiðlukvartett leikur en hann skipa íris Dögg Gísladótt- ir, Unnur Þorgeirsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir og Sólrún Sumar- liðadóttir. Kór Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttir. Kaffí verður á eftir í safnaðarheimilinu. Menn kaupa sér skatta- afslátt, segir Guðmund- ur J. Guðmundsson, ef þeir eiga peninga. brúnarmenn í þessum hópi. Á sama tíma og skattaáþján er að sliga al- menning ganga menn inn í verð- bréfafyrirtækin og kaupa sér skattaaf- slátt, að sjálfsögðu með góðum aukaarði af viðkomandi bréfum og fyrirsjáanlegum vænum vaxtatekjum. Meðan þessi viti firrta skattapólitík er rekin gegn almenningi kem- ur aftur og aftur upp í fjölmiðlum að senni- lega fara um 15 millj- arðar króna fram hjá ríkissjóði í tekjum vegna skattsvika. Um árabil hafa eng- ar harðvítugar ráðstaf- anir verið gerðar gegn þessu. Skattstofur landsins eru eins og gatasigti. Þó skal það viður- kennt að núverandi fjármálaráð- Guðmundur J. Guðmundsson herra hefur sett á stofn skattrannsóknastofn- un sem þegar hefur orðið töluvert ágengt og fært ríkissjóði góðar tekjur. í þessa skatt- rannsóknastofnun vantar fleira fólk til að anna verkefnum. í tímans rás hefur hver fjármálaráðherrann á fætur öðrum gefist upp í aðgerðum gegn skatt- svikum. Eftir mínu minni er það helst Magnús heitinn Jóns- son frá Mel sem, með- an hann var fjármála- ráðherra, gerði eitt- hvað í þessum málum. Skattsvikin blómstra upp á milljarða. Menn kaupa sér skattaafslátt ef þeir eiga peninga og þeir tekjulitlu sitja eftir með sárt ennið og verða að borga sína skatta að fullu. Þeir sem pen- inga eiga kaupa sér hins vegar skattaafslátt. Ákaflega held ég að Dagsbrún og verkalýðshreyfmgin þurfi að ein- beita sér að skattalækkunum á al- menningi og gegn skattsvikunum sem lenda á herðum launafólks. Þetta hlýtur að verða brennandi verkefni sem verkalýðshreyfingin verður að einhenda sér í. Nú eftir áramótin sitja launalág- ir menn eftir með engan skattaaf- slátt vegna þess að þeir áttu ekki pening til þess að kaupa sér bréf. Er ekki nóg komið? Það er dýrt að vera fátækur. Höfundur er formaður Dagsbrún- ar. Þegar þú eignast góðan, notaðan bíl frá okkur, getur þú valið annað tveggja: DÆMI UM GREIÐSLUR af vaxtalausu láni Verð bíls 800.000 kr. Útborgun 200.000 kr. ________Eftirst. 26.313 kr. á mánuði í 24 mánuði Allur lántökukostnaður innifalinn Vaxtalaust lán til 24 mánaða að upphæð allt að 600 þús. kr. Ríflegan aukaafslátt NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍMI: 568 1200 beint 581 4060 Opið laugardac og sunnudag virka daga ti kl. 10-17 kl 13-17, kl. 19. SföJúMÍm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.