Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 9 FRETTIR Sextán teknir í fíkniefnahúsi Hald lagt á muni sem taldir eru þýfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Hæstiréttur kemur í ljós NÝBYGGING Hæstaréttar á gatnamótum Ing- ólfsstrætis og Lindargötu er komin í ljós en verið er að rífa niður girðingu sem hulið hefur húsið að mestu. Lokið er við frágang að utan og er húsið klætt með kopar, sem er forunninn með spanskgrænu, og íslensku grágrýti og gabbrói sem er sagað og skorið til. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið í ágúst næstkom- andi og að kostnaður standist áætlun, sem er 480 milljónir króna. SEXTÁN manns voru handteknir á miðvikudagskvöld, flestir í húsi í Mjölnisholti, en þar hefur lengi farið fram sala og neysla á fíkni- efnum. í síðustu viku voru ellefu handteknir í sama húsi í tengslum við fíkniefnamisferli og fundust þá einnig munir í húsinu sem tald- ir eru þýfi. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði mann á bíl skammt frá umræddu húsi og hafði hann fíkniefni undir höndum. Gerði þá fíkniefnadeild lögreglunnar, með liðsstyrk frá almennu lögreglunni, húsleit í Mjölnisholti og handtók 16 manns. Einnig voru gerð upptæk fíkni- efni, 10 grömm af hassi, 15 grömm af amfetamíni og lítilræði af landa. Hald lagt á þýfi Rannsóknarlögreglan lagði hald á talsvert magn af munum sem talið er að séu þýfi. Mennirn- ir sextán gistu allir fangageymsl- ur lögreglunnar um nóttina. Margir þeirra sem voru handtekn- ir voru einnig handteknir í síðustu viku. Talið er að mjög margir fíkni- efnaneytendur hafi gert sér ferð í þetta hús til þess að kaupa fíkni- efni að undanförnu. Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglan hafí ákveðið að gefa húsinu í Mjölnisholti meiri gaum en áður og einnig nokkrum öðrum stöðum í borginni sem sama orð fer af. Fullar fangageymslur Fangageymslur lögreglunnar voru fullnýttar aðfaranótt fimmtu- dagsins en alls gistu þar 33 menn. Auk þeirra sextán sem voru hand- teknir í tengslum við fíkniefnamál- ið gistu þar 13 manns vegna ölvun- ar og fjórir sátu af sér sektir. FOLK Til starfa í Tansaníu •ÓMAR Valdimarsson blaða- maður hefur verið ráðinn til starfa sem sendifulltrúiRauða kross íslands og heldur til starf a í Ngara í Tansaníu næst- komandi þriðju- dag. Ómar mun gegna starfi upp- lýsingafulltrúa fyrir Alþjóðasam- band Rauða krossins á svæð- inu næstu sex mánuði. •Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt þessu starfi undanfar- ið hálft ár en hún er væntanleg .heim í febrúar. „Mig hefur langað til að taka þátt í svona starfi frá því ég var um tvítugt. Ég hef verið í félags- málastarfi af ýmsu tagi en langað að gera einhvern tímann eitthvað sem skiptir máli í stærra sam- hengi. Ég trúi því að Rauði kross- inn sé að gera hluti sem skipta miklu máli, bæði hér heima og víða um heim, og er ég upp með mér að fá þétta þetta tækifæri," segir Ómar. Ngara er við landamæri Tansaníu að Rúanda og Búrúndi en Tansaníumegin landamæranna er nær ein milljón flóttamanna frá þessum ríkjum. Ómar segir að hátt í 40 manna sendinefnd Al- þjóðasambands Rauða krossins annist hjálparstarfið og hann verði upplýsingafulltrúi nefndarinnar. Starfið felist í miðlun upplýsinga, jafnt út á við sem inn á við. Seg- ist hann ekki þekkja starfið í smá- atriðum en óttast ekki að það valdi sér vandræðum. „Þarna verð ég að gera það sem ég tel mig kunna best og upplýs- ingar eru alltaf upplýsingar, hvar sem maður er," segir hann. Omar Valdimarsson er 45 ^ra. Hann hefur verið blaða- og frétta- maður við flesta helstu fjölmiðla landsins um árabil. Síðustu ár hefur hann verið framkvæmda- stjóri fjölmiðlafyrirtækisins At- hygli í Reykjavík og meðal annars unnið ýmis verkefni fyrir Rauða kross Islands. Hann gegnir starf- inu í Tansaníu í leyfi frá Athygli. Ók á skilta- brú og á brott LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af ökumanni voru- bíls, sem ók á skiltabrú við Vestur- landsveg á miðvikudagskvöld. Vörubíl með háum farmi var ekið undir skiltabrúna, sem er vestan Höfðabakkabrúar, áður en ekið er til hægri upp í Árbæjar- hverfi. Skiltabrúin skemmdist og er ökumaður, eða vitni að atvik- inu, beðinn að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar. Lega heimkeyrslu að fyrirhugaðri ferða- mannamiðstöð á Hveravöllum og vegar í Þjófadali er leiðrétt hér frá uppdrætti þeim sem birtist á bls. 6 í Morgunblaðinu í gær Nýrvegur ÍÞjófadali *.^- reiudieiayö y r -fcpror- ' Islands .,^-^c'M-X » ' ¦• ?;>' fkCy^ý^'{., K]A L H[R A Un' \L 200m Leiðrétt kort UTSALA TISKUVERSLUN Kringiunni 8-12, sími 553 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.