Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 31 Morgunblaðið/Þorkell Að hans sögn var að veiði í janúar svipuð fyrir sex eða sjö árum, en þá hefði fiskurinn hins vegar verið minni og legið grynnra: „Við lönduðum ein- um fiski, sem var 21 kg þegar búið var að fletja hann." Óttar Guðlaugsson á Auðbjörgu SH Stofninn vanmetinn „ÉG er búinn að segja í þrjú ár að þorskurinn sé kominn aftur og nú getur enginn mótmælt mér. Að vísu koma dagar sem eru alveg dauðir, enda virðist þorskurinn gefa kost á sér á ákveðnum tíma, eftir straumum og fleiru, en þótt þetta sé lottó er heildin góð," sagði Óttar Guðlaugs- son, skipstjóri á Auðbjörgu SH frá Ólafsvík. Hann sagði að vernd þorskstofnsins virtist helsta skýringin á þorskgengd- inni nú, en hins vegar sé svo mikið af stórum físki að margt bendi til að fræðimenn hafí metið stærð hrygning- arstofnsins ranglega. „Þeir horfa á það sem komið er með í land og eftir að flotinn fór að nota togveiðifæri, troll og línu, í eins miklum mæli og nú er, veiðum við smærri fisk og þá er hrygningarstofninn afskrifaður," sagði hann. Axel Jónsson á Melavík SF tlir a Þorskur % a stærð iðum ^0 kýr .ÆL^F 1/LAJLJL „HER er allt fullt af risaþ Stefnuskrár framboðanna til stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar luga um að vertíð hefjist séu víða full af þorski. ta flýja þorskinn, en aðr- iblaðið ræddi við nokkra m aflabrögðin.________ in fyrir aðra. Fyrir okkur er samt ekk- m ert annað að gera en að binda bátinn m á næstu dögum. Sama máli gegnir t- um flesta þannig að menn ráfa hér k- um miðin í von um að finna eitthvað ið annað en þorsk." t- Verndun virðist að sögn Erlings hafa skilað árangri, en „öfgarnar í ið fiskveiðistjórnuninni ná engri átt og ír þegar svona mikið er af þorski þarf 9- kerfið að auka kvótann með litlum ið fyrirvara, kannski um 20-30 þúsund /0 tonn. Síðan er hægt að minnka hann n- aftur." Arni Einarsson . á Happasæl KE Sama hvar bátar eru Árni Einarsson, vélstjóri á Happa- sæl frá Keflavík, sagði að afli hefði verið góður, veiðst hefðu 12 tonn í gær og þar áður 24 tonn tvo daga í ;ði röð. ð- „Aflabrögð hafa verið mjög góð m undanfarna daga og það er alveg ík sama hvar bátarnir eru," sagði Árni. ið „Við höfum verið að fá 180 til 220 eð tonn í janúar, en nú erum við komnir ta með 150 tonn frá áramótum." 5g Hann sagði að þessi mikli afli núna væri vísbending um að þorskstofninn g- væri að taka við sér. ér „Við fengum strax góða túra í jan- la úar og það mun ganga fljótt á kvót- u, ann. Þeir sem hafa bolmagn til þess ia kaupa og kaupa kvóta," sagði Árni „HÉR er allt fullt af risaþorski," sagði Axel Jónsson, skipstjóri á Mela- vík SF, sem var á veiðum í Lóndjúpi í gær. „Þetta eru 10 til 15 kílóa skepn- ur, á stærð við kýr segi ég. Við getum líka beitt okkur með línu og veiðum þorskinn eins og druslan dregur, því við erum ekki svínbundnir af kvótan- um. Enda er gaman að lifa núna." Melavík var búin að veiða 35 tonn af þorski í gær eftir þrjár lagnir. Hann þakkaði verndun þorskstofnsins gengdina nú, þó svo að þorskurinn sé kenjóttur. „Það er ekki svo mikið af þorski að hægt sé að ganga á hon- um, en hins vegar er meira af fiski en verið hefur. Þeir sem mega veiða þurfa ekki að væla. Axel kveðst þó ekki fylgjandi því að auka þorskkvótann, betra sé að endurskoða aflaheimildir á næsta ári. Hann kveðst gera sér vonir um að fá 130 krónur fyrir kílóið af þeim stóra og „leggst í þunglyndi ef það gengur ekki eftir". Ingvar Hólmgeirsson á Sigþóri ÞH Verndun að skila árangri Ingvar Hólmgeirsson, skipstjóri á Sigþóri frá Sandgerði, hefur verið á línu og sagði að veiðin hefði verið þokkaleg. Meginuppistaða aflans væri þorskur, en keila, ýsa og langa hefðu veiðst í bland. „Ég get verið sammála um að frið- unaraðgerðir síðustu árin séu að skila okkur góðum árangri," sagði Ingvar. „Það hefur víða orðið vart við þorsk- inn og það er góðs viti. Menn eru bjartsýnir á framhaldið og sjá jafnvel fram á að nú verði hægt að komast út úr þeirri úlfakreppu, sem kvótinn hefur valdið. Það er orðin full ástæða til að huga að aukningu kvóta." Á Sigþóri veiddust milli 17 og 18 tonn í gær, en Ingvar sagði að of skammt væri liðið á vertíð til að hægt væri að spá um framtíðina. Ijósmynd/Magnús Ólafsson MARGT hefur breyst frá því að þessi mynd var tekin af hópi grjótnámsmanna f Reykjavík snemma á öldinni. Dagsbrúnarmennirnir stilla sér upp fyrir ljósmyndara í Öskjuhlíð en efni til hafnargerðar í Reykjavíkurhöfn var numið úr Öskjuhlíð og Skólavörðuholti. Tekist á um skipu- lag og starfshætti FRAMBOÐ uppstillinga- nefndar núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrún- ar, A-listinn, segir í nýút- kominni stefnuskrá sinni að gagnrýni á lög félagsins, sem geri almennum félagsmönnum nær ókleift að bjóða fram gegn sitjandi stjórn, eigi við rök að styðjast. Þó verði að taka tillit til þess að kosningakerfið leiði til þess að í stjórn og trúnaðarráð veljist fólk frá sem flestum vinnustöðum. Mótframboð hóps verkamanna í Dagsbrún, B-listinn, hefur gagnrýnt kosningakerfi og lög félagsins harð- lega. „Kosningafyrirkomulag félags- ins hefur tryggt stjórninni setu eins lengi og menn hafa nennt að sitja. Hún hefur nær ávallt verið sjálfkjör- in. Trúnaðarráð hefur verið valið of- anfrá af forustunni. Ef einhverjir hafa rekist illa í flokki hefur forustan auðveldlega getað ýtt þeim til hlið- ar," segir í stefnuskrá B-listans. í stefnuskrá A-listans eru boðaðar nokkrar breytingar á lögum félagsins m.a. í þá átt að auðveldara verði að breyta lögunum. „Það má ekki verða þannig lengur að menn hætti við að bera fram hugmyndir um breytingar á stjórnarháttum félagsins vegna þess hve erfitt sé að breyta lögunum," segir í stefnuskrá A-listans. Settar eru fram hugmyndir um breytt kosningafyrirkomulag. Er lagt til að félagsmenn geti kosið persónu- legri kosningu formann, varafor- mann, ritara og gjaldkera. „Einnig væri æskilegt að kjósa helming stjórnar og trúnaðarráðs í einu, til tveggja ára í senn, til þess að tryggja bæði endurnýjun og samfellu. Við sem erum í uppstillingu stjórnar og trúnaðarráðs til stjórnarkjörs höfum einsett okkur að leggja fram, ef við náum kjðri, tillögur um breytingar á lögum Dagsbrúnar á fundi trúnaðar- ráðs í október næsta haust," segir í stefnuskrá A-listans. Mótframboðið boðar tafarlausar breytingar á skipulagi Dagsbrúnar. Lagt er til, líkt og A-listinn gerir, að tekið verði upp persónukjör í stað listakosninga. B-listinn vill einnig að deildir verði stofnaðar innan félags- ins þar sem starfsmenn í einstökum greinum geti sjálfir ráðið sínum samningum um sérmál og að allir sem greiða lágmarksgjald til félags- ins verði sjálfkrafa fullgildir félags- menn. Stjórnin verði kosin í almenn- um kosningum og hver frambjóðandi þurfi aðeins meðmæli 15 félags- manna. Félagsmenn geti boðið sig fram í einstök embætti en kjörtíma- bilið verði lengt í tvö ár. B-listinn Skipulag Dagsbrúnar, starfshættir forystunn- ar og kosningafyrirkomulag eru fyrirferðar- mestu málefnin í stefnuskrám beggja fram- boðanna til stjórnar og trúnaðarráðs Dags- brúnar. Ekki verður séð að teljandi munur sé -----------------------------------------------------------------------------------»-------------- á kjarastefnu framboðsfylkinganna. Omar Friðriksson bar saman stefnumál listanna. vill skilja kosningu trúnaðarráðs frá kosningu stjórnar Dagsbrúnar og að sá „ósiður" verði afnuminn að stjórn félagsins skipi trúnaðarmenn á vinnustöðum. Rifa niður fílabeinsturninn A-listinn leggur áherslu á samein- ingu stéttarfélaga ófaglærðs verka- fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eru ýmsir varnaglar slegnir varðandi deildaskiptingu félagsins. Dagsbrún er með 20 sérkjarasamn- inga og í stefnuskrá A-lista er bent á að hugmyndir um deildaskiptingu félagsins þurfi að vera áfram á dag- skrá. Deildaskipting geti hentað þar sem fólk greinist í skýrt afmarkaðar starfsgreinar á stóru félagssvæði. Það hafi hins vegar valdið erfiðleik- um í Verkámannasambandinú að margir litlir vinnustaðir og minni starfsgreinar detti á milli stóla í deildaskiptingu VMSÍ. í stefnuskránni segir að ef það sé ríkjandi skoðun að skrifstofa Dags- brúnar sé eins og fílabeinsturn þá verði að breyta því með því að rífa turninn. „Ný stjórn í Dagsbrún stefnir að því að gera úttekt á rekstri félagsins og ráða í framhaldi af því skrifstofustjóra til þess fyrst og fremst að annast rekstur og af- greiðslu á skrifstofunni, þannig að formaður og annar starfsmaður fé- lagsins geti sinnt félagsmálum og samningamálum að fullu. Það verður að játa að vinnustaðaeftirlit er minna en til hefur staðið. Það er hins vegar fullur vilji til þess að taka upp virkt vinnustaðaeftirlit en til þess að það sé hægt þarf að breyta starfsháttum á skrifstofu Dagsbrúnar," segir í stefnuskrá A-listans. Starfshættir Dagsbrúnar eru harð- lega gagnrýndir af fulltrúum B-list- ans. „Forusta Dagsbrúnar hefur ein- angrast frá almennum verkamönn- um, þannig að hún hefur setið á skrifstofunni og beðið eftir að mál bærust inn á þeirra borð," segir í stefnuskrá mótframboðsins. „Fáir vita að í Dagsbrúnarhúsinu er aðstaða til félagsstarfs sem nú er stórlega vannýtt. Hve margir vita t.d. að Dagsbrún á gott bókasafn? Höfuðmálið í húsnæðismálum Dags- brúnar er ekki að útvega forustunni glæsilegri s-krifstofur, heldur að gera höfuðstöðvar félagsins að virkri mið- stöð í félagslífi verkafólks," segir í stefnuskrá B-listans. Höfuðáhersla á hækkun kauptaxta í kjaramálum leggja bæði fram- boðin áherslu á hækkun kauptaxta. A-listinn setur fram efasemdir um samflot við gerð kjarasamninga. „Dagsbrúnarmenn hljóta að velta því fyrir sér hvort ekki sé komið aftur að upphafinu og að félagið verði að heyja sína baráttu eitt og óstutt. Þetta er umræðuefnið á næstunni og verði niðurstaðan sú reynir á hvort félagsmenn eru reiðubúnir til þess að fylkja sér að baki eindregmjia krafna í kjaramálum. Þá mun reyna mjðg á innri styrk Dagsbrúnar," seg- ir í stefnuskrá A-listans og áhersla er lögð á eftirfarandi atriði í kjara- málum: Beinar launahækkanir, taxtahækkanir í stað eingreiðslna, grunnkaup sem nálgast raunveruleg- ar launagreiðslur og stóreflingu starfsmenntunar. B-listinn telur að beita verði ðllu afli félagsins til að hækka kauptaxt- ana og því verði að skera upp alla samninga og sérkjarasamninga við gerð næstu kjarasamninga. Uppkast að nýjum samningum þurfí að liggja fyrir í haust og þá verði krafist við- ræðna við atvinnurekendur. Ef samn- ingar nást ekki fyrir næstu áramót verði kröfunum fylgt eftir af fullum þunga. B-listinn vill að bundið verði í samninga að lægstu taxtar hækki um sömu krónutölu og meðalkaug hækkar miðað við launavísitölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.