Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ H FRETTIR Húsnæðisstofnun átti 198 íbúðir um síðustu áramót Atti fleiri íbúðir um ára- mót en nokkru sinni áður BJÖRK Guðmundsdóttir var tíl umfjöUunar á besta tíma í breska fréttasjónvarpinu Sky í gærkvöldi en þá var sagt frá tónleikaferð hennar um Eng- land sem hefst í Sheffield í næstu viku. Fréttamenn stöðvarinnar sögðu menn hafa deilt um það hvort Björk væri söngvinn sér- vitringur eða frumlegur braut- ryðjandi. Viðmælandi þeirra var útvarpskona frá Virgin útvarps- stöðinni, sem sagðist í fyrstu ekki hafa kunnað að meta Björk en breiðskífan frábæra Post hafi komið henni á seinni skoðunina og tók fram að það væri fyrst og fremst vegna þess hve Björk hefði góða rödd. Sýnt var stutt brot úr mynd- bandi Bjarkar við lagið Oh So Quiet, en það hefur nú selst í um 400.000 eintökum í Bret- landi. Framleiðslu hefur nú ver- ið hætt á laginu þótt það sé enn inni á topp tíu í Bretlandi, en það er gert til að rýma fyrir næstu smáskífu Bjarkar, Hyp- erballad, sem kemur út 5. febr- úar. ? ? ? Bílvelta í Norðurárdal BÍLL á norðurleið valt á Norður- landsvegi í Norðurárdal við Bifröst í gærkvöldi. Þrennt var í bflnum og slapp fólk- ið allt án meiðsla. Bíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Að sögn lögreglu var lúmsk hálka á veginum þegar óhappið varð. HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins átti um áramót 198 íbúðir og hefur ekki átt fleiri íbúðir um önnur ára- mót. Ekki hafa verið undirbúin fleiri uppboð á einu ári eða yfir 1.058 árið 1995. Af þeim þurfti að gæta hagsmuna HR við 628 uppboð. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri, segir að stofn- unin verði nánast alltaf fyrir tjóni við sölu íbúðanna. Hann telur að tjón hennar nemi tugum milljóna á ári. Sigurður sagði engan vafa leika á því að nauðungaruppboðum á íbúðum vegna vanskila hefði fjölg- að á erfiðleikaárunum að undan- förnum. Hjá honum fengust upp- lýsingar um að HR hefði átt 58 íbúðir um áramótin 1989, 64 íbúð- ir 1990, 48 íbúðir 1991, 96 íbúðir 1992, 94 árið 1993, 160 Mðir 1994 og 198 íbúðir um síðustu áramót. Af íbúðunum 198 var ein keypt árið 1987, engin árið 1989, Uppboðsíbúðir í eigu Húsnæðisstofnunar um áramót ÍBÉ 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 tvær árið 1990, þrjár árið 1991, fimm árið 1992, tólf árið 1993, fjörutíu og sex árið 1994 og 129 eða 65% í fyrra. Kröfulýsingar voru 293 árið 1991, en 628 árið 1995. Uppboðum vegna vanskila við Byggingasjóð verkamanna fer einnig fjölgandi. Hlutfall uppboða var 16,67% árið 1992 og 23% árið 1995. Hlutfailið hjá Byggingarsjóði ríkisins lækkar úr 71,52% árið 1992 í 40% árið 1995. Hins vegar hækkar hlutfall uppboða vegna húsbréfavanskila úr 11,82% árið 1992 í 37% í fyrra. Uppboðum vegna eigna í Reykjavík hefur fjölgað hlutfalls- lega mest. Alls voru haldin 155 uppboð eða 33,41% uppboða á land- inu árið 1993, 211 eða 39,07% uppboða árið 1994 og 268 eða 43% í fyrra. Uppboðum fækkar hlut- fallslega annars staðar á landinu ef frá er talið Norðurland eystra. í þeim landshluta fjölgaði uppboð- um hlutfállslega úr 8,19% árið 1993 í 11% í fyrra. Árið 1991 keypti stofnunin 30 íbúðir og seldi 46. I fyrra keypti stofnunin 140 eignir og seldi 102. Sigurður sagði að lögfræðingar og umboðsmenn um landið sæktu uppboðin fyrir hönd HR. „Okkar eigin lögfræðingar koma ekki fyrr en á lokauppboðið," sagði hann. Hann sagði að eftir uppboðin væri samið við almennar fasteignasölur um að selja íbúðirnar. Yfirleitt tap „Yfirleitt töpum við á íbúðunum enda hleðst svo mikill kostnaður á íbúðirnar að þakka má fyrir ef við þurfum ekki að slá af okkar eigin lánum. Við verðum því fyrir tjóni í næstum því hvert einasta skipti," sagði hann. Hins vegar væri áhersla lögð á að ekki þyrfti að afskrifa lán stofnunarinnar og hægt væri að fá upp í kostnað. Hann sagðist ekki vita til að metið hefði verið árlegt tjón stofn- unarinnar vegna viðskiptanna en tjónið næmi án efa nokkrum tugum milljóna á hverju ári. Tilþrif við Tjörnina Morgnnbíaðið/RAX FÓTBOLTI utanhúss þarf ekki að vera árstíða- bundið fyrirbæri frekar en golf, eins og sannast hefur í góða veðrinu síðustu daga. Þessir strákar léku sér í fótbolta í Hh'ómskálagarðinum í gærdag og nutu þess að þurfa ekki að dúða sig eins og venja er á þessum árstíma. Samdráttartillögur lagðar fyrir stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur á mánudag Niðurskurður bitnar á einhverjum starfsmönnum FRAMKVÆMDASTJORN Sjúkra- húss Reykjavíkur vinnur nú að gerð tillagna sem lagðar verða fyrir stjórn sjúkrahússins á mánudag um það hvernig sníða beri rekstur stofnunarinnar að framlögum á fjárlögum þar sem gert er ráð fyrir að sparnaður upp á 3-400 milljónir króna náist fram. Jóhannes Gunnarsson, lækninga- forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tillögurnar yrðu mótaðar um helgina. „En það er varla við því að búast að við náum rekstrinum niður um mörg hundruð milljónir öðruvísi en það bitni á einhverjum starfsmönnum," sagði Jóhannes og staðfesti að miðað við óbreytt ráð- stöfunarfé stæðu stjórnendur spít- alans frammi fyrir því að segja upp tugum starfsmanna. Jóhannes sagði að ýmsar hug- myndir hefðu verið uppi á borðum framkvæmdastjórnarinnar vegna samdráttartillagnanna og staðfesti að á ýmsum stigum hefði meðal annars verið rætt um að loka dag- deild aldraðra í Hafnarbúðum, dag- deild geðfatlaðra í Templarahöllinni og meðferðarheimili geðfatlaðra barna við Kleifarveg. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvort þær hugmyndir væru enn uppi á borðinu eða hvort tillögur um þetta yrðu meðal þess sem lagt verður fyrir stjórn sjúkrahússins á mánudag. Starfsfólk blekkt Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti á fundi í gær mótmæli við „framkomnum hugmyndum stjórnenda Ríkisspítal- anna og Sjúkrahúss Reykjavíkur um uppsagnir starfsfólks, lokun deilda og sjúkrarúma og niðurskurð á þjónustu við þá hópa samfélags- ins, sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér, þ.e. aldraða og geðfatl- aða." í ályktuninni segir að í viðræðum við stéttarfélög vegna sameiningar Landakots og Borgarspítalans hafi því ítrekað verið lýst yfir að samein- ingin myndi ekki verða til þess að starfsfólki yrði sagt upp. „Nú virð- ast hins vegar vera uppi áform um að fækka starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur um 80 manns. Gangi þau áform eftir er ljóst áð starfs- fólk og stéttarfélög þess hafa verið blekkt." Judy Feeney Ekki búið fyrr en börnin eru ábrott JUDY Feeney, sem var einn af höf- uðpaurunum í tilraun til að nema dætur Ernu Eyjólfsdóttur brott frá íslandi árið 1993, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. „Hvað okkur varðar lýkur þessu máli ekki fyrr en börnin eru kcmin aftur til Bandaríkjanna," sagði Judy Feeney, sem ásamt Donald manni sínum rekur Corporate Training Unlimited (CTU), fyrirtæki sér- sveitarmanna úr bandaríska hern- um, sem hefur meðal annars tekið að sér að sækja börn, sem annað foreldri hefur numið brott frá Bandaríkjunum. í febrúarhefti tímaritsins Playboy er grein um starfsemi CTU. Þar er sagt frá hinni misheppnuðu aðgerð á Islandi og að í kjölfarið hafí CTU nærri orðið gjaldþrota. í Playboy segir að þegar Donald Feeney hafi verið sleppt úr fangelsi á íslandi hafi hann þegar hafist handa við að skipuleggja aðra tilraun til að ná stúlkunum. Haft er eftir þeim hjónum að á íslandi hafi þau „misst þann stóra" og Judy Feeney bætir við: „Þessu er ekki lokið enn." Óæskileg á íslandi Judy Feeney sagði í gær að hún gæti ekki komið aftur til íslands þar sem hún væri óæskileg hér á landi. „En hvenær getur foreldri snúið baki við barni sínu," sagði Feeney og bætti við að hún hefði enn sam- band við feður stelpnanna, James Grayson og Frederick Pittman, og hefði því enn afskipti af málinu. Hvort CTU myndi aftur blandast í þetta mál var látið ósvarað. Tilraunin til að nema stúlkurnar brott mistókst og voru Donald Fe- eney og Grayson handteknir á Kefla- yíkurflugvelli og dæmdir í fangelsi. I greininni í Playboy segir að frá konu sinni hafi Feeney fengið í fang- elsið tvö þúsund Bandaríkjadollara (um 130 þúsund íslenskar krónur) og American Express gullkort falið í þykkum bréfspjöldum, sem hann! hafi síðan skorið í sundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.