Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 49 BREFTILBLAÐSBNS Frá Nikolay Ivanov Mateev: VEGNA þess að frábær árangur íslensks skylmingafólks á árinu 1995 hefur ekki farið hátt í fjölmiðl- um og íslendingar vita almennt fremur lítið um skylmingar sem íþróttagrein langar mig til að gera í stuttu máli grein fyrir nokkrum atriðum varðandi skylmingar á ís- landi. Þar sem ég er þjálfari Skylm- ingafélags Reykjavíkur er mér mál- ið skylt en ég mun reyna að gæta hlutleysis í umfjölluninni og greina eingöngu frá staðreyndum og um- mælum hlutlausra aðila. Nokkrir punktar um skylmingar Skylmingar eru ein af elstu þekktu íþróttunum. Þær voru meðal þeirra íþrótta sem keppt var í á fyrstu Olympíuleikunum fyrir 100 árum. Skylmingar sem íþrótt eiga sér margra alda sögu víða um lönd. Á síðasta heimsmeistaramóti í skylmingum, sem haldið var í Haag í Hollandi, tóku þátt 660 einstakl- ingar frá 66 þjóðlöndum. Skylmingar á íslandi Á íslandi eru núna starfandi tvö félög - Skylmingafélag Reykjavíkur og Skylmingadeild FH. Skylminga- félág Reykjavíkur var stofnað 1986. Virkir félagar eru um þessar mund- ir 50-60 talsins, þar af eru u.þ.b. 20 börn. Markvissar æfingar til þátttöku á erlendum mótum hófust hjá Skylmingafélaginu 1991. Skylmingadeild FH var stofnuð 1994 og hefur að mestu leyti ein- beitt sér að þjálfun byrjenda, mest barna og unglinga. ísland var tekið í Alþjóðaskylm- Frábær árangur íslensks skylmingafólks á árinu 1995 gamall. Á síðasta ári hefur hann með ástundun og æfingum náð miklum framförum í skylmingum. Sérstaklega sýndi hann að íslenskt skylmingafólk getur staðið sig á hvaða alþjóðamóti sem er. Sigrún Erna Geirsdóttir hóf æf- ingasambandið (FIE) 1993. Arangur íslensks skylmingafólks Eystrasaltsmeist- aramót, Helsinki 22.-23 . apríl 1995: Þátttakendur voru 30 frá 6 löndum; Bretlandi, Dan- mörku, Finnlandi, Eistlandi, Svíþjóð og íslandi. í liðakeppn- inni hlaut A-lið Is- lands gullverðlaun og B-lið Islands brons. í einstaklings- keppni náðu 5 íslendingar í 8 manna úrslit. Kári Freyr Björnsson og Ólaf- ur Bjarnason urðu jafnir í 3.-4. sæti. Norðurlandameistaramót, Kaup- mannahöfn 29.-30. apríl '95: Þátttakendur voru 30 frá 5 lönd- um. Kári Freyr Björnsson varð Norð- urlandameistari unglinga og Ragnar Ingi Sigurðsson hlaut bronsverð- laun. A Norðurlandameistaramóti kvenna hlaut Sigrún Erna Geirs- dóttir silfurverðlaun, Þórdís Krist- leifsdóttir brons, Guðríður Ásgeirs- dóttir varð í 4 sæti. ísland náði silf- urverðlaunum í liðakeppni en Danir urðu Norðurlandameistarar. Eystrasaltsmeistaramót, Kaup- mannahöfn 2.-3. desember 1995: Þátttakenndur voru 53 frá 7 lönd- Skylmingafélög Virkir þátttakendur Fjöldi alþjóðamóta Meðal æfingatími Útb./dómgæsluvélar Island Aðrar þjóðir 2 tugir eða hundruð félaga í hverju landi. 40-50 Þúsundir þátttakenda í flestum löndum. 3 Yfír 100 alþjóðamót hjá flestum keppendum, 3 ár 7-8 ár, einstaka keppandi yfir 15 ár. 1 5-10 dómgæsluvélar fyrir hvert félag. ISLENSKA landsliðið í skylmingum. um. Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Grikklandi, Svíþjóð, Þýskalandi og íslandi. Þetta er sterkasta mót sem íslenskt skylmingafólk hefur tekið þátt í. Sigrún Erna Geirsdóttir hlaut bronsverðlaun í kvennakeppninni. Ragnar Ingi Sigurðsson hlaut brons- verðlaun í einstaklingskeppni. ísland í úrslit í liðakeppninni í liðakeppninni tóku þátt fjórtán lið. A-lið Islands sigraði Danmörku með 45 stigum gegn 36 í undanúr- slitum en tapaði 45-41 fyrir liði Hollands í úrslitakeppninni og hlaut silfurverðlaun. Árangur íslensks skylmingafólks er mjög athyglisverður við saman- burð á stöðu Islendinga og annarra keppnisþjóða í skylmingum. Skylmingafólkið sem náði bestum árangri Kárí Freyr Björnsson hóf æfing- ar í júní 1991, þá þrettán ára gam- all. Það nægir að segja að hver skylmingaþjóð í fremstu röð væri stolt af því að hafa slíkan skylm- ingamann á sínum vegum. Enda lét hollenski þjálfarinn Oscar Kardol- us svo um mælt á Eystrasaltsmót- inu í desember að með réttri þjálf- un og þátttöku á stórum alþjóða- mótum gæti hann komist í fremstu röð^ Ólafur Bjarnason, fyrirliði lands- liðs skylmingamanna, hóf æfingar í september 1991, þá 38 ára að aldri. Það var í fyrsta skipti sem hann æfði markvisst til árangurs í keppn- isíþróttum og nú, 42 ára, er hann einn af bestu skylmingamönnum Norðurlanda í skylmingum með höggsverði. Hann hefur sérstaklega sterkt keppnisskap og er öðrum meðlimum skylmingalandsliðsins gott fordæmi. Ragnar Ingi Sigurðsson hóf æf- ingar í nóvember 1992, þá 16 ára ingar í júlí 1992, þá 21 árs. Með markvissum æfingum fyrir Eystra- saltsmótið í desember náði hún mikl- um árangri. Það er vert að muna nafn hennar því að hún á áreiðalega eftir að koma mikið við sögu í keppni kvenna með höggsverði í framtíð- inni. Þessi góði árangur er ávöxtur mikilla æfínga, metnaðar, og fórn- fúss starfs allra meðlima skylminga- félagsins. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað og hjálpað okkur til að ná þessum árangri. Skylmingar á íslandi hafa tekið fyrstu sporin í þá átt að verða að markverðri keppnisíþrótt. Til þess að komast lengra á alþjóðamæli- kvarða og standa jafnfætis bestu skylmingaþjóðum þarf þó enn meiri stuðningur og aðstoð að koma til í framtíðinni. Gleðilegt ár. NIKOLAYIVANOV MATEEV, verkfræðingur, landsliðsþjálfari og varafomaður Skylmingafélags Reykjavíkur. Funheitt happdrætti Frá Jóni Arnarí Jónssyni: UNDANFARIÐ hefur æðsta menntastofnun þessa lands tekið að auglýsa eina aðaltekjulind sína, það er happdrættið sem það heit- asta í dag. Það er svolítið skrýtið að sjá og heyra æðstu mennta- stofnun þessa lands skjóta sjálfa sig svo hrapallega í fótinn og raun ber vitni. Hlutverk menntastofn- anna hlýtur að vera að mennta þjdðina og þar á meðal að kenna henni muninn á réttu og röngu í íslenskri málfræði. Og að sjálf- sögðu á eitt af meginmarkmiðum íslenskra menntastofnanna að vera að varðveita dýrmætasta þjóðararf okkar íslendinga sem er að sjálfsögðu íslenskan, tungumál þjóðarinnar. Skv. útskýringum orðabókar þessar sömu menntastofnunar á lýsingarorðinu heitur má sjá að lýsingarorðið heitur getur merkt ýmislegt. Heitur getur merkt varmur, hitagæfur, ákafur og æstur. Að Happdrætti Háskólans geti verið varmt, hitagæft, ákaft eða æst get ég ekki séð. Með lýs- ingarorðinu heitur í þessari aug- lýsingu er væntanlega verið að skírskota til erlendra tungumála og/eða í slangur meðal ungu kyn- slóðarinnar. I enskum kvikmynd- um má oft heyra orðið „hot" notað sem lýsingarorð yfir hlut eða manneskju sem er „ákaflega" eitt- hvað, eins og til dæmis í orðasam- böndunum hot food (sterkur mat- ur) og hot babe („girnileg" stúlka). Hvort almennt sambandsleysi ríki á milli deilda innan þessarar menntastofnunar get ég ekki sagt til um, en skemmst er þó að minn- ast annars happdrættis sömu stofnunnar sem bar nafnið „happó". Mér verður hugsað til Árna Magnússonar handritasafnara, og líklega bjargvættar íslenskrar tungu, þegar ég sé svona ömurlega villu í íslensku máli. Ég held að Árni hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði „Svo gengur það HA í heiminum, að sumir hjálpa 'villum í gang, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu villum. Hafa svo hvorir tveggja nokkuð við að iðja." Hvort háskól- inn sé með þessari auglýsingaher- ferð sinni að tryggja framtíð sína veit ég ekki, en hinsvegar veit ég það að svona málvillur eiga ekki að eiga sér stað í ritum, auglýsing- um eða öðru komnu frá æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Þær geta aldrei annað en sétt svartan blett á starfsemi skólans. JÓNARNARJÓNSSON, nemandi í Verslunarskóla íslands. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UTSAiA UTSALA »hummél m\ WmTmkm WmTmk sportbúð 10-60% afsláttur • Opiö til kl. 16 i dasl SPORTBUÐIN IXIÓATÚIXII 17 simi 511 3555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.