Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þáttur Selfosslög- reglu í aðdraganda banaslyss Réttvar staðið að eftirför EKKERT verður aðhafst frekar vegna aðgerða lögreglunnar á Sel- fossi í aðdraganda banaslyss, sem varð á Suðurlandsvegi 14. október sl. Þrír létu lífið, ungur maður og fullorðið sambýlisfólk. Bifreið unga mannsins var veitt eftirför af Selfosslögreglu eftir að manninum hafði verið gefið stöðv- unarmerki sem hann sinnti ekki. Lögreglumenn reyndu að aka fram fyrir bílinn, sem þá var á austur- leið, skammt vestan Ölfusárbrúar, og freista þess að stöðva hann með því móti. Þá var honum ekið fram úr lögreglubílnum, yfir Ölfusárbrú, einn hring á hringtorginu við suður- enda brúarinnar og inn á Ölfusár- brú aftur. Síðan var bflnum ekið á ofsa- hraða vestur Suðuriandsveg. Lög- reglumennirnir óku á eftir með tendruð viðvörunarljós og sírenu, en þegar stöðugt dro í sundur með bflunum slökktu þeir viðvörunar- ljósin við Biskupstungnabraut og fylgdu bifreiðinni eftir. Um 800 metrum vestar skullu bíll unga mannsins og bíll fullorðna fólksins saman af miklu afli með þeim afleiðingum að öll þrjú létu lífið. Ekki ástæða til frekari aðgerða Sýslumaður Árnessýslu vísaði rannsókn málsins til Rannsóknar- lögreglu ríkisins en dómsmálaráðu- neytið rannsakaði sérstaklega þátt lögreglunnar á Selfossi að beiðni embættis ríkissaksóknara. Dóms- málaráðuneyti skilaði niðurstöðu sinni í fyrradag. Var hún á þá leið að rétt héfði verið staðið að eftirfór af hálfu lögreglu og ekki væri ástæða til frekari aðgerða. Emb- ætti ríkissaksóknara lét RLR vita um niðurstöðuna og er málinu þar með lokið. Morgunblaðið/Yanii Kolbeinsson TYRKJADÚFAN er auðþekkt á gráum búningi og svörtum hálfkraga. SILKITOPPANerlitskrúðugog með silkilitaðan topp. TOLUVERT hefur verið um flækingsfugla í vetur líkt og fram kom í nýlegri fuglataln- ingu. Undanfarið hefur tyrkjadúfa haldið sig í nágrenni Efstasunds í Reykjavik. Þessi dúfutegund er útbreidd í Evrópu og verið að færa sig vestur á bóginn. Tyrkja- Vetrar- gestir dúfan er nær árlegur gestur hér á landi og er vitað til þess að hún hafi orpið hér einu sinni. Allt frá áramótum hafa silki- toppur sést á höfuðborgarsvæð- inu og austur fyrir fjall. Silki- toppurnar eru alltíði r gestir hér á landi og koma gjarnan í flokk- um. Ætla má að frosthörkur í Vestur-Evrópu hafí rekið fugl- ana hingað norður í „hlýjuna". Sjávarútvegsráðherra um Rússa og síldarstofninn Segir einangrun Norð- manna fara vaxandi ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að óánægja hags- munaaðila í rússneskum sjávarút- vegi með úthlutun Norðmanna á kvóta úr norsk-íslenzka sfldarstofn- inum séu góðar fréttir og einangrun Norðmanna í málinu fari vaxandi. Þó sé engan veginn víst að afstaða rússneskra stjórnvalda á samninga- fundi um sfldveiðar í Moskvu síðar í mánuðinum verði í samræmi við afstöðu hagsmunaaðila. „Við höfum haft samband við rússnesk stjórnvöld, en ég held að það sé óraunhæft að ráða í það fyrirfram hvaða afstöðu þau muni hafa á þessum fundi," sagði Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið. Betra samband við Rússa „Rússarnir hafa mikla hagsmuni af samstarfinu við Norðmenn og hafa veitt" verulegan hluta af sfld- inni í norskri lögsögu. Þó fer ekki hjá því að Norðmenn voru nokkuð einangraðir í lok síðasta fundar landanna fjögurra [íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja]. Þessi þrýst- ingur hagsmunasamtaka í rúss- neskum sjávarútvegi er að nokkru leyti framhald þeirrar stöðu," sagði Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur að undanförnu tekizt betra samband á milli fslenzkra og rússneskra stjórnvalda en áður hefur verið. Það ræður nokkru þar um að innan rússneska sjávarútvegsins hefur óánægja með samstarf við Norðmenn farið vaxandi. Þannig telja ýmsir áhrifamenn í sjávarút- vegi í Norður-Rússlandi að umsvif Norðmanna á Múrmansk-svæðinu hafi einkum verið á kostnað Rússa og lítil verðmæti orðið eftir í landinu. Vorlaukar gægjast uppúrmoldu HLÝINDIN að undanf örnu hafa ruglað gróðurinn í höfuð- borginni nokkuð í ríminu. Blómabrum á víði er sums stað- ar orðið þrútið og krókusar og fyrstu vorlaukarnir eru farnir að gægjast upp úr moldu. Jóhann Pálsson garðyrkju- s^jóri segir að ekki sé fýsilegt að hlýindakaflar séu of langir, allra síst svona síðla vetrar. „Svefnlyfin sem plönturnar hafa birgt sig upp af á haustin eru farin að minnka og viðnám- ið fyrir hlýindum er iniiuia," sagði Jóhann. Hann segir að vorlaukarnir þoli þetta mjög vel og séu oft farnir af stað um þetta leyti árs. „Svo sést það líka á þeim víði sem blómgast fyrir laufgun að blómbrumin eru byrjuð að þrútna. Blómgunin getur farist fyrir ef þetta gengur of langt en það skiptir þó óskðp litlu máli því vf ði er nú yfirleitt ekki fjölgað hér með fræi," sagði Jóhann. Hann sagði að megnið af öðrum gróðri væri ennþá á það sterkum náttúrulegum svefn- lyfjum að hann léti lítið á sér kræla þrátt fyrir blíðuna. Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri segir að ekki sé hægt að sjá á veðurkortunum að stór- viðri eða hrið sé í vændum. Væntanlega hvessi á næstunni af suðri með vætu og enn meiri hlýindum en núna er. Magnús segir að svo langur hlýinda- kafli sé ekki óvenjulegur hér á landi og mörg dæmi þess að það gerist í öllum mánuðum ársins. „AUur fyrri hluti desember- mánaðar var með einstakri blíðu en síðan lagðist hann í annað blíðutímabil með frost- hörkum. Núna upplifum við þriðja blíðutímabilið. Við höf- um fengið núna einn og hálfan \ mánuð með tiltölulega ljúfu veðri þótt það hafi verið gjör- ólíkur karakter á því," sagði Magnús. Starfsmenn Reykjavíkur- borgar eru farnir að sinna hefð- bundnum vetrarverkum. Á þessum árstíma eru jafnan klipptar trjágreinar og lim- gerði snyrt til. Þykir mönnum ekki verra að þurfa ekki að vaða djúpan snjó meðan þessi verk eru unnin. Morgunblaðið/RAX STARFSMENN Reykjavíkurborgar eru farnir að sinna hefðbundn- um vetrarverkum, þ.e. snyrta limgerði og klippa trjágreinar. Veiðieft- irlitsmenn á heimleið FISKISTOFA hefur kallað heim tvo veiðieftirlitsmenn sem ekki fengu vist um borð í ís- lenskum skipum á Flæmingja- grunni. Eftir eru þrír veiðieftir- litsmenn á jafnmörgum skipum á þessum miðum. Þórður Ásgeirsson, forstjóri Fiskistofu, sagði það sjálfgefið að kalla mennina heim þegar þeir fengu ekki að fara um borð í skipin. Hann sagðist reikna með að sjávarútvegs- ráðuneytið og kanadísk stjórn- völd tækju ákvörðun um fram- hald málsins. Alltað20skip Allt að 20 íslensk skip hafa verið á Flæmingjagrunni þegar flest er að sumarlagi. Þórður sagði að veiðieftirlitsmenn hefðu verið ráðnir tímabundið til að sinna eftirliti í þessari „fyrstu hrinu". Ef niðurstaðan yrði sú að eftirlitsmenn færu í 511 skip og fjöldi þeirra ykist til muna í sumar væri Ijóst að ráða þyrfti nokkra eftirlits- menn til viðbótar. Handtekin í banka eftir innbrot ÞRÍR karlmenn og kona voru handtekin þegar þau reyndu að skipta ávísunum sem þau höfðu stolið í innbroti í iðnfyrir- tæki á Nýlendugötu aðfaranótt föstudagsins. I/>greglunni var tilkynnt um innbrotið kl. 9.45 í gærmorgun. Óljóst var í fyrstu hverju hafði verið stolið en búið var að róta mikið í hirslum. Um kl. 10 var tilkynnt um konu í Búnaðar- bankanum á Hlemmtorgi sem reyndi að skipta ávísun upp á 110 þúsund kr. sem var með stimpli fyrirtækisins. Skömmu síðar var tilkynnt um mann í Búnaðarbankanum í Austur- stræti sem reyndi að skipta þar 170 þúsund kr. ávísun. Maðurinn var ásamt tveimur öðrum mönnum á bfl fyrir utan bankann þegar lögreglan kom á staðinn og voru þeir allir handteknir. Einn þeirra reynd- ist þó ekki hafa tekið þátt í innbrotinu. Kostaði skatt- greiðendur 700 milljónir AÐSTOÐ ríkisins við fiskeldis- fyrirtæki hefur kostað skatt- greiðendur allt að 7Q0 milljónir króna í töpuðum lánum og ábyrgðum. í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um endurskoðun ríkisreikn- ings 1994 kemur fram að af þeim 18 fyrirtækjum sem ábyrgðardeild fiskeldislána hjá Ríkisábyrgðarsjóði gekkst í ábyrgð fyrir hafa 16 verið lýst gjaldþrota eða hætt rekstri. Af 20 fyrirtækjum sem fengu sérstök rekstrarlán samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar urðu 8 gjaldþrota eða hafa hætt starfsemi, og Silfurlax. hf. varð gjaldþrota sama ár og ríkissjóður lánaði fyrirtækinu 50 milljónir króna. Telur Ríkisendurskoðun þannig að ekki verði séð að aðstoð ríkisins víð fiskeldisfyr- irtækin hafi skilað varanlegum árangri þrátt fyrir að hafa kostað skattgreiðendur allt að 700 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.