Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 15 Athugasemdir við fasteignakaup Byggðastofnunar Kostnaður við breytingar 157% umfram áætlun RÍKISENDURSKOÐUN gerir tvenn fasteignakaup Byggðastofn- unar á árunum 1993 og 1994 að umtalsefni í skýrslu um endurskoð- un ríkisreiknings 1994, en í báðum tilvikum var lagt í verulegan kostn- að við endurbætur og breytingar án þess að nákvæmar áætlanir væru lagðar fyrir stjórn stofnunarinnar. Byggðastofnun keypti í mars 1994 húseign á Engjateigi 3 í Reykjavík og flutti þangað aðal- stöðvar sínar. Kaupverð var 66,2 milljónir króna. Á stjórnarfundi í maí var kostnaðaráætlun um breyt- ingar á húsnæðinu lögð fyrir stjórn stofnunarinnar og hljóðaði hún upp á 19 milljónir. í árslok var bókfærð- ur kostnaður hins vegar orðinn 42,3 milljónir og var þá áætlað að enn þyrfti 6,5 milljónir til að ljúka verk- inu. Kostnaður við breytingarnar er því 68,8 milljónir króna, eða 157% umfram þá áætlun sem lögð var fyrir stjóm stofnunarinnar, og heild- arkostnaður við húsnæðið sam- kvæmt þessu orðinn 115 milljónir króna. Hitt tilfellið sem um ræðir eru kaup Byggðastofnunar á húseign að Strandgötu 29-31 á Akureyri undir starfsemi sína í maí 1993. Kaupverð var 30,6 milljónir króna, en stjóm stofnunarinnar samþykkti kaupsamninginn í júní sama ár. Frá þeim tíma hafa staðið yfir gagnger- ar endurbætur á húsnæðinu og stendur kostnaðarverð þess að teknu tilliti til endurmats og af- skrifta í 55 milljónum króna. Fram- kvæmdirnar voru ekki lagðar fyrir stjórn Byggðastofnunar til sam- þykktar áður en hafist var handa. Þá segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að kostnaðurinn verði auk þess að teljast hár þegar horft sé til umfangs starfseminnar á Akur- eyri en starfsmenn þar eru aðeins fjórir talsins. Ekki farið að reglum um útboð Ríkisendurskoðun bendir á að telja verði mjög brýnt að vandað sé til áætlana sem lagðar em fyrir stjórn stofnunarinnar þannig að þær gefi rétta mynd af kostnaði við framkvæmdir sem standa fyrir dyr- um. Þá gerir Ríkisendurskoðun at- hugasemd við að í þessum tilfellum hafi ekki verið farið að reglugerð og lögum sem kveða á um að öllum stofnunum og fyrirtækjum sem rík- ið á sé skylt að bjóða út öll innkaup og aðkeypta þjónustu yfir ákveðinni fjárhæð, nema augljóst sé að það þjóni ekki hagsmunum viðkomandi stofnunar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal STEFAN Þorleifsson afhenti bæjarstjóranum Guðmundi Bjarnasyni lykil að íþróttahúsinu. Nýtt íþrottahus vígt í Neskaupstað Neskaupstað - Nýtt, langþráð og glæsilegt íþróttahús var vígt í Nes- kaupstað 29. desember sl. Tvö og hálft ár er síðan hafist var handa við byggingu hússins. Nýja íþróttahúsið er 1400 fm að stærð. Þar af er íþróttasalurinn rúm- ir 1200 fm og er kostnaður við bygg- inguna um 120 millj. kr. Við vígsluna lék lúðrasveit Tón- skólans og Barnakór Nesskóla og kirkjukórinn sungu. Þá flutti sr. Þorgrímur Daníelsson blessunarorð og færði húsinu að gjöf helgimynd. Kristinn ívarsson, formaður bygg- ingarnefndar íþróttahússins, rakti byggingarsögu hússins og afhenti síðan Stefáni Þorleifssyni, sem tók fyrstu skóflustunguna að húsinu, lykil sem hann síðan afhenti bæjar- stjóranum Guðmundi Bjarnasyni sem tákn þess að smíði hússins væri lokið. Ýmsir fleiri fluttu ávörp og koma fram í máli flestra að öll aðstaða til íþróttaiðkana myndu breytast mjög til batnaðar með tilkomu þessa nýja íþróttahúss. Að lokum fóru fram leikir í blaki og körfubolta. Um 300 manns voru viðstaddir vígsluna. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ í Neskaupstað. Morgunblaðið/Sig. Jóns. ÞORSTEINN Pálsson framkvæmdastjóri ásamt konu sinni Kristínu Árnadóttur. Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri KÁ, val- inn Sunnlendingur ársins Selfossi - Lesendur Dagskrárinn- ar á Selfossi völdu Þorstein Páls- son, framkvæmdastjóra Kaupfé- lags Árnesinga, Sunnlending árs- ins 1995. Dagskráin hefur staðið fyrir slíku vali undanfarin þrjú ár. Við afhendingu viðurkenningar til Þorsteins kom fram hjá Erni Grétarssyni ritstjóra Dagskrár- innar að aðalástæða valsins á Þor- steini væru hinar afgerandi breyt- ingar sem hann hefur verið í for- svari fyrir hjá KÁ og frumkvæði sem fyrirtækið tók varðandi verðsamkeppni við verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn er fæddur og upp alinn í Reykjavík og tók við fram- kvæmdastjórastöðu KÁ 1. október 1994. Kona hans er Kristín Árna- dóttir frá Húsey í Hróarstungu á Héraði. „Það sem við höfum verið að gera hjá KÁ er verk margra. Við tókumst á við málefni fyrir- tækisins með áhlaupi. Það er margt framundan hjá okkur eins og öðrum. Ég er bjartsýnn á fram- tíðina og þakklátur því fólki sem veitt hefur mér þessa viðurkenn- ingu,“ sagði Þorsteinn þegar hann tók við titlinum Sunnlendingur ársins. SL 085X þvotUvél: • Tekur 5 kg af þvotti • Tromla oq beigur úr ry&fríu stáli • 18 þvottikerfi (sér ullarkerfi) • Vmduhra&i 850 snún. á mín. • Rafeindastýr&ur vindu/hleöstuskynjari • Stiglaus hitast, still. fyrir hálfa vél o.m.fl. • Haeö:85 BrekJd:59,5 Dýpt:53 cm SL 012X þvottavél: • Tekur 5 kg af þvotti • Tromla oq belgur úr ry&fríu stáli • 18 þvottakerfi (séf ullarkerfi) • Vinauhra&i 1200 snún. á mín. • Rafeindastýr&ur vindu/hle&sluskynjari • Stiglaus hitastillir, spama&arrofi o.m.fl. • Hæ&:85 Breidd:59,5 Dýpt53 cm SL 012WD þvottavél og þurrkari: • Tekur 5 kg af þvotti • Tromla og beígur úr ry&fríu stáli • 18 þvottakerfi (sér ullarkerfi) gj |j_______• Vinduhra&i 1200 snún. á min. Rafeindasiýi&ur vindu/hle&sluskynjari Stiglaus hitastillir, spama&arrofi o.m.fl. Hæð:85 Breidd:59,5 Dýpt:53 cm Skipholti 19\ I' Sími: 552 9600 Vib kunnum ab meta bilinn pinn! í dag kl.10 - 15 eru allir viðskiptavinir okkar velkomnir á verkstæðið.. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 9760 Komiö meö bílinn og viö metum ástand hans og stillum Ijósin, ykkur aö kostnaöarlausu. Þessi ítarlega skoöun tekur um 45 mínútur og gefur góöa mynd af ásigkomulagi bílsins og hverju þurfi aö kippa í liöinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.