Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 19 ERLENT Er 15-20% kastað í sjóinn? FISKIMIÐIN í Beringshafí og Al- askaflóa eru meðal mestu nægta- búra náttúrunnar. í venjulegu ári eru dregin þar úr sjó 2,4 milljónir tonna af laxi, ufsa, krabba, lúðu og öðrum flatfíski eða meira en helmingur alls fískafla Bandaríkj- anna. Þessi mið eru með öðrum orðum þau gjöfulustu í heimi. í skýrslu frá sjávarútvegsráðu- neytinu í Alaska kemur hins vegar fram, að á hverju ári er kastað aftur í sjóinn meira en 330.000 tonnum af fiski, sem er ýmist of smár, ekki af réttri tegund eða er veiddur á röngum tíma. Ef allt er tekið með, er hugsanlegt, að 15% aflans sé fleygt árlega. 50 milljón máltiðír Talsmenn sjávarútvegsins segj- ast að vísu harma þetta en halda því fram, að það komi ekki að sök. Raunar er hugsanlegt, að fyrrnefnd 15% séu allt of lág tala vegna villna í skýrslum um auka- afla og vegna þess, að veiðieftir- litsmenn geta ekki fylgst með öllu, sem fram fer. Því getur jafnvel verið, að fimmtungur aflans fari aftur í sjóinn. Ef allur þessi afli væri nýttur Yfirvöld í Alaska hafa vaxandi áhyggjur af umgengninni um auðugustu fiskimið í heimi en ekki látinn rotna í sjónum, nægði hann í fiskmáltíð fyrir alla íbúa Kaliforníu og New York, 50 milh'ónir manna. Verra er þó, að þessi sóun ásamt mikilli sókn gæti leitt til sömu hörmulegu nið- urstöðunnar og orðið hefur við norðanvert Atlantshaf. Þar hefur þorsk- og ýsuafli minnkað um 85% frá því um miðjan sjöunda áratug- inn, þúsundir manna hafa misst atvinnuna og sumar tegundir eru allt að því í útrýmingarhættu. Gagnrýnendur þessarar sóunar segja, að miklar sveiflur í ufsaafl- anum bendi til, að verulegir erfið- leikar séu framundan og þeir nefna einnig, að sæljóni og sel fari fækkandi, líklega vegna þess, að ætið sé ekki nóg. Ekki fari heldur hjá því, að milljónir dauðra físka valdi einhverri mengun en í sjónum úti fyrir sumum fisk- vinnslustöðvum í landi er nú nokk- urra feta þykkt lag af úrgangi á botninum. Reglur, sem eru settar til að vernda fiskinn, stuðla stundum að sóuninni. Sem dæmi um það má nefna fisk, sem kemur í veiðarfær- in á „óleyfilegum" tíma, og vegna þess, að ekki má koma með hann í land, þá er honum kastað í sjó- inn. Raunar setti N-Kyrrahafs- fískveiðiráðið reglur um, að hætta yrði veiðum ef aukaaafli færi yfir ákveðin mörk, en það virðist engu hafa breytt. Sífellt meiru hefur verið kastað frá borði síðustu þrjú, fjögur árin. Stundarhagsmunir Þetta stafar ekki endilega af vanþekkingu eða ábyrgðarleysi sjómanna, þeir eru einfaldlega að gera það, sem kemur þeim best í svipinn. Þótt settar hafí verið hömlur á fíölda skipa, þá eru þau allt of mörg. Sóknin er of mikil og það borgar sig ekki að koma með ódýra fískinn að landi. Hann tekur upp pláss í lestinni og þarf oft meiri vinnslu í landi. Hagfræð- ingurinn Keith Criddell, sem skoð- að hefur þessi mál, segir, að hald- ið verði áfram að kasta fiski í sjó- inn þar til skipstjórar og útgerðar- menn telja sig örugga um að geta náð þeim afla, sem þeir þurfa. Aukaaflinn var aðalumræðu- efnið á fundi fiskveiðiráðsins í Anchorage í desember sl. Voru embættismenn að vona, að sjó- menn féllust á að koma með allan afla að landi en þeir gerðu ekki meira en að lofa að hugsa um það. Raunar er til tækni, sem auðveldar mönnum að forðast ákveðnar físktegundir. Fiskurinn er mjög viðkvæmur fyrir hitastig- inu og sl. 20 ár hafa Japanir ver- ið með rannsóknir á því og straum- um til að komast að því hvar hin- ar ólíku tegundir halda sig helst. Tækni af þessum toga væri vafalaust til mikilla bóta en ástandinu, sem nú ríkir, verður best lýst með þessum orðum kunn- ugs manns: „Við erum enn inni i hinum myrku miðöldum. Köstum bara út netinu og skoðum síðan hvað í það kemur." Heimild: The Economist Atlanta hættuleg- asta borgin Wasliington. Reuter. ATLANTA er hættulegasta borg Bandaríkjanna, samkvæmt skýrsl- um alríkislögreglunnar (FBI) yfir ofbeldisglæpi á borð við morð, nauðganir, rán og líkamsárásir. Niðurstaðan byggist á skýrslum um glæpi á árinu 1994 í borgum með meira en 100.000 íbúa. New York-borg og Washington D.C. komast ekki á lista yfír 10 hættu- legustu borgir landsins. Þegar 195 bandarískum borgum er raðað eftir því hversu öruggir menn geta talist þar er New York í 132. sæti, Washington í 173. en Atlanta í 195. og neðsta sæti. Atlanta reynist hættulegasta borgin annað árið í röð. Næst henni komu nú Flint í Michigan, St. Lou- is í Missouri, Tampa í Flórída, Detroit í Michigan, Kansasborg í Missouri, Newark í New Jersey, Little Rock í Arkansas, Baltimore í Maryland og Birmingham í Alab- amaríki. Þegar litið er til stórborgar- svæða, borgar og úthverfa hennar, sem einnar heildar, mælist Miami á Flórída hættulegast slíkra svæða. Minnist Flóastríðsins Reuter SALEM al-Srour, undirhers- höfðingi í her Kúveit, minnist þess að síðar í mánuðinum eru liðin fimm ár liðin frá upphafi Persaflóastríðsins. Stendur al- Srour innan um ónýta skrið- dreka íraska hersins en undir- hershöfðinginn var í her lands- ins þegar Irakar réðust inn í Kúveitáriðl990. Andlát Francois Mitterrands Lauk við endur- minningarnar Paris. Reuter. FRANCOIS Mitterrand, fyrrver- andi Frakklandsforseti, sem var lagður til hinstu hvílu í fæðing- arbæ sínum á fímmtudag, var í gær sagður haf a skrif að til síðasta dags og lokið við endurminningar sínar. Vinir hans og samstarfs- menn sögðu hann einnig hafa búið sig undir dauðann af ýtrustu ná- kvæmni. Mitterrand var efasemdamaður í trúmálum en velti þeim mjög fyr- ir sér og vangaveltur um dauðann voru honum hugleiknar. Hann var einnig mjög ritfær og skrifaði end- urminningar sínar til síðasta dags og lauk þeim, að sögn útgáfustjóra Odile Jacob-útgáfunnar. Hann vildi aldrei nota ritvélar eða tölvur en skrifaði með sjálf- blekungi. Hann ætlaði jafnvel að halda skrifunum áfram morguninn sem hann andaðist en lagðist til svefns þar sem honum leið ekki vel og vaknaði ekki aftur. „Hefsálarfrið" „Nokkrum dögum fyrir andlátið sagði hann við mig: „núna hef ég sálarfrið"," sagði Roland Dumas, náinn vinur Mitterrands og fyrr- verandi utanríkisráðherra, í sjón- varpsviðtali. Franska dagblaðið Le Monde fullyrti að Mitterrand, sem var með krabbamein í blöðruhálskirtli, hefði spurt lækni sinn sl. laugar- dag hvað myndi gerast ef hann hætti að taka öll lyf nema vérkja- lyf. Læknirinn, Jean-Pierre Tarot, sagði að hann myndi deyja innan þriggja daga, að sögn Le Monde. Mitterrand lést á mánudags- morgun, 79 ára að aldri. Daginn áður afhenti hann gömlum sam- starfsmanni sínum, André Rousse- let, þriggja síðna handskrifað bréf þar sem hann lýsti því nákvæmlega hvernig útfórin ætti að fara fram. Flest dagblöð í Frakklandi birtu stórar myndir af ástkonu Mitterr- ands, Anne Pingeot, og dóttur þeirra Mazarine, sem stóðu við hlið eiginkonu hans og tveggja sona þeirra við látlausa útför í fæðingarbæ hans. „Fjölskyldu- mynd sem aðeins franska þjóðin myndi leyfa," sagði í fyrirsögn Liberation, sem bætti við að slík sýn væri „óhugsandi í Bandaríkj- unum og myndi valda hneyksli handan Ermarsundsins". MJOLK / Nú eru allir dogor sannkallaðir sæludagan Um það sér SÆLUMJÓUdN! Handhægar umbúbir Góó fyrir fólk á öllum aldri ab gerlar eru góbir fyrir meltinguna Aðeins 1%'fíla: Ósýrb mjólk - bragbast sem léttmjólk „s*io MJÖIK I O z j/5 1 SÆLUMJOLK - sterkur leikur oð norðonl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.