Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sameining- armál vinstri- manna OPINN fundur verður haldinn í Deiglunni í dag, laugardaginn 13. janúar kl. 14.00. Fundarefnið er sam- einingarmál vinstri sinna og félags- hyggjufólks, en á meðal þátttakenda í pallborðsumræðum verða Svavar Gestsson, MörðUr Árnason og Aðal- heiður Sigursveinsdóttir. Lýðveldis- klúbburinn stendur að þessum fundi. ----------? ? ?--------- Söngskemmt- un Súkkats DÚETTINN Súkkat heldur söng- skemmtun í Deiglunni, Kaupvangs- stræti á Akureyri annað kvöld, sunnudagskvöld og hefst hún kl. 20.30. Allir eru velkomnir. ----------? ? ?--------- MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag kl. 14.00. Guðmundur Ómar Guðmundsson prédikar og kynnir störf Gídeonshreyfingarinnar, sem á að baki merkilegan þátt í að útbreiða biblíuna og Nýja testament- ið. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 17.00, Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 13.30, almenn sam- koma kl. 20.00. Heimilasamband kl. 16.00 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag kl. 17.00 og hjálpar- flokkur kl. 20.30 á fímmtudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 á laugardag, vakningasamkoma kl. 15.30 á sunnudag, ræðumaður Haf- liði Kristinsson forstöðumaður Fílad- elfíukirkjunnar í Reykjavík. Krakka- klúbbur á föstudag kl. 17.00 og bænasamkoma sama dag kl. 20.30. Mikill og fjölbreyttur söngur á öllum samkomum. Oddur Halldoi ssoii, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins Afþakkar hækkun á þókn- un fyrir nefndarstörf ODDUR Halldórsson, varabæjarfull- trúi og fulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri í íþrótta- og tómstunda- ráði og byggingarnefnd, lét bóka á fundi ITA í vikunni, að hann óskaði ekki eftir því að þóknun sín fyrir setu í ÍTA yrði hækkuð, heldur verði sú sama og 1995. í bókuninni kemur einnig fram að Oddur er mjög ósáttur við að á sama tíma og verið er að leita allra leiða til að draga úr launakostnaði starfsmanna, sem heyra undir ÍTA, fái fulltrúar í nefndum hækkun á sinni þóknun langt umfram hækk- anir á almennum markaði. Ástæða til að breyta viðmiðuninni „Ég get ekki tekið þátt í því að rífa einhverja smáaura af fólki í sparnaðarskyni og tekið við hækkun á þóknun fyrir nefndarstörf á sama tíma. Ég mun einnig leggja fram bókun um þetta í byggingarnefnd og þegar ég fer á fund í bæjar- stjórn. Mér hefur verið bent á að breytingar á þóknun fyrir nefndar- störf fylgi breytingu á þingfarar- kaupi og því finnst mér ástæða til að breyta þeirri viðmiðun frekar en að hækka þóknunina," segir Oddur. Hann sagðist reyndar efast um að í þessu kerfi hjá bænum væri hægt að frábiðja sér hækkun á þókn- un fyrir áðurnefnd störf og ef það reyndist rétt myndi hann láta mis- muninn renna til einhvers líknarfé- lags. Oddur sagðist hafa lagt til óformlega á fundi bæjarstjórnar í haust að laun bæjarfulltrúa yrðu lækkuð en það hafi ekki hlotið hljóm- grunn. Þetta var bara grín „Það var ákveðið að fresta þess- ari hækkun í haust, þegar hávaðinn út af hækkun greiðslna til þing- manna var sem mestur. Þetta var bara grín, menn höfðu ekki kjark til að hækka þóknunina þá en not- uðu svo fyrsta tækifæri sem gafst til þess að hækka. Þannig að siðferð- ið þarna á bak við er ekki neitt og bæjarfulltrúar eru oft ótrúlega blind- ir á atriði eins og þetta," sagði Odd- ur. Þóknun fyrir hverja fundarsetu í helstu nefndum bæjarins á síðasta ári var rétt tæpar 4.000 krónur en um áramót hækkaði þóknunin um rúm 9%, í samræmi við breytingu á þingfararkaupi frá því í haust. Lísa sér um kaffið HUNDURINN Lísa tekur virk- an þátt í störfum starfsmanna Valfells sem eru með verkefni við Krossanes. „Hún sér um kaffið," sögðu þeir Pálmi Ól- afsson kranastjóri, Bragi Sig- urðsson eftirlitsmaður frá Verkfræðistofu Norðurlands og Walter Ehrat. Þeir voru að dýptarmæla við nýja viðlegu- kantinn í Krossanesi í vikunni, en stefnt er að verklokum síðar í þessum mánuði. Einungis er eftir að vinna við dýpkun hafn- arinnar að hluta til. Morgunblaðið/Kristján & Þ. JONSSON & CO. VELALAND HF. Skeifunni 17.108 Reykjavík. Símar: 5814515 og 5814516,. Varahlutapantanior: 5814512. Fax 5814510 Stærsta og fullkomnasta vélaverkstæði landsins, kynnir starfsemi sína í tengslum við opin hús - Bílgreinasambandsins. Samfelldþjónusta í 50 ár. Varahlutir Þjónusta Vélaverkstæði * Sveifarásar — kambásar * Höfuð- og stangarlegusett * Kambáslegur — tímahjól * Undiriyftur, stangir, vippur * Ventlar, gormar, ventilsæti * Ventlastýringar, vippuásar * Hedd á bensíh- og dísilvélar * Stímplar, hringjasett, stangir * Stimpilboltafóðringar * Tímakeðjur, tímareimar * Heddboltasett, olíudælur * Vatnsdælur, miilihedd, kertí * Pakkningasett (Heil/slípi) * Smursíurfyrirbensínogdísil * Spíssar — dísur, glókerti * Fæðidælur, olíusíur (dísil) * Varahlutír í olíuverk o.fl. * Mótorstillingar * Bilanagreining * Astandsgreining véla * Viðgerðir á vélbúnaði * Urtaka véla og ísetning * Dfsilstillingar * Endurbyggjum olíuverk * Endurnýjum spíssa * Þjöppumælum dísilvélar * Útvegum sérverkfæri fyrir bflverkstæði, t.d. verkfæri og sérbúnað til að gera við og setja saman 16 véntla hedd. * Útvegum OTC-smursíu- press-ur fyrir verkstæði, smurstöðvar o.fl. * Þrýstiloftsknúið tæki. Endurbyggjum bensín- og dísilvélar fyrir bfla, vinnu- vélar o.fl. Endurnýjum leguveli með ásuðu Rennum sveifarása Rennum ventilsæti/ventla, slípum Borum út blokkir Plönum hedd og blokkir Þrýstiprófum hedd, bæði vatnsgang og port Rýmum fóðringar Setjum stimpla á stangir Mælum/réttum stimpilstangir Endurbyggjum hedd Ástandsprófum öxla (sprugu- leit) með magnafluxaðferð" Önnur vélavinna eftir sam- komulagi. 50 ára reynsla. Árni V. Friðriksson, stjórnarformaður Laxár hf. Enn áhugi fyrir hlut bæjarins í fyrirtækinu ÞRÁTT fyrir að Krossanesbréfín hafi verið seld og við orðið undir í þeirri baráttu, höfum við ekki fallið frá tilboði okkar í hlutabréf Akureyrarbæjar í Laxá," segir Árni V. Friðriksson, stjórnarfor- maður Fóðurverksmiðjunnar Lax- ár hf. en fyrirtækið bauð 25 millj- ónir króna fyrir hlut bæjarins. Laxá var eitt þriggja fyrirtækja sem bauð í hlutabréf Akureyrar- bæjar í Krossanesi og átti næst- hæsta tilboð. í framhaldinu var samið við hæstbjóðendur, Þórarin Kristjánsson og fleiri aðila, og hef- ur salan á bréfunum verið sam- þykkt í bæjarstjórn og þegar farið fram. Vinnubrögð bæjarstjóra átalin harðlega I bréfi sem Árni sendi Jakobi Björnssyni bæjarstjóra í byrjun desember sl. eru vinnubrögð bæjarstjóra í Krossanesmálinu harðlega átalin. Forsvarsmenn fyr- irtækisins telja að bæjarstjóri hafi í október sl. gengið til samninga við Laxá og sýni bréfaskriftir og fundahöld um málið það augljós- lega. „Ennfremur er það skilningur stjórnar Laxár hf. að samningur hafi verið kominn á milli Akur- eyrarbæjar og Laxár hf., enda Laxá hf. búin að senda inn skrif- legt tilboð, Akureyrarbær svara því skriflega og gera gagntilboð og Laxá hf. ganga að gagntilboð- inu," segir í bréfi stjórnarfor- mannsins. Ekki aðhafst frekar í málinu í niðurlagi bréfsins kemur m.a. fram að stjórn Laxár muni ekki aðhafast meira í þessu máli en vakin athygli á að Laxá hafi gert tilboð í bréf Akureyrarbæjar í fé- laginu. Einnig kemur fram ákveð- inn vilji stjórnar Laxár að ganga nú strax til samninga við Akur- eyrarbæ um kaup á umræddum hlutabréfum, ef tilboð félagsins er talið viðunandi. Að öðrum kosti er það ósk Laxármanna að erindinu verði a.m.k. svarað sem fyrst, enda skipti það máli fyrir framtíð félags- ins hver úrslit málsins verða. „Það er rúmur mánuður síðan þetta bréf var sent og óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um þessi kaup en það hafa engin við- brögð borist við þeirri málaleitan," segir Árni. í l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.