Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Haki og skófla NÚ ER framundan stjórnarkjör í VMF-Dagsbrún og kominn titr- ingur í marga í félaginu. Sumir aðilar á stjórnarlistanum hafa haft meiri áhuga á að dreifa óhróðri um aðstandendur B-listans en að takast á málefnalega um það sem brennur mest á félagsmönnum. Það eru ótrúlegustu sögur sem hafa fengið að fljúga en nú hefur formannsefni A-listans lofað að taka sína menn á beinið og er það vel. Annars er athyglivert að skoða niðurstöður uppstillingarnefndar Dagsbrúnar um val í stjórn, í blaðagrein í MBL 3 jan. sl. er henni þakkað fyrir velunnið starf, og þvílíkt starf sem hefur verið innt af hendi. Það hlýtur að telj- ast nánast einsdæmi að uppstill- ingarnefnd raði sjálfri sér inn í stjórn, ótrúlegt en satt, einhvers staðar væri þetta nú kallað sið- leysi. Við á B-listanum, lista til nýrrar Dagsbrúnar, ætlum okkur að rífa félagið upp úr þeirri niður- lægingu sem það er í. Láta Dags- brún vera afl sem tekið er eftir, svo um munar. Haki og skófla, tákn Dagsbrúnar, var ímynd þeirr- ar hugsjónar fátækra verkamanna við stofnun 1906, að valdið í félag- inu bæri verkamönnum sjálfum. Þetta setjum við á oddinn nú þeg- ar kosningar fara í hönd, gerum skrifstofuverkamönnunum ljóst að við krefjumst breytinga. Við vilj- um valddreifingu í forystunni, nýtt blóð í forystuna, ekki forystu sem er taglhnýtt vtö mistök í kjara- stefnunni sl. ár. Á B-listanum sitja menn sem margir hverjir hafa margþætta reynslu af starfi innan félagsins , hafa verið í stjórn, set- ið í trúnaðarráði og verið virkir í félagsstarfi við Iitla hrifningu nú- verandi forystu Dagsbrúnar. Margir af okkar mönnum eru því þrautþjálfaðir í að tapa í atkvæða- greiðslum um breytingar innan Dagsbrúnar en nú er lag að taka til hendinni og velja nýja Dags- brún. Við ætlum að taka upp gjör- breytta kjarastefnu, krefjast þess sem okkur ber, ekki fleiri eittþús- undkalla heldur færa launin nær því sem gerist á Norðurlöndunum og berjast til þrautar ef því er að skifta. Nú er komið að okkur að fá verulegar launahækkanir því atvinnurekendur ættu að vera af- lögufærir eftir hagnað þjóðarsátt- ar en það mun samt taka nokkur ár að leiðrétta launamisréttið. For- ystan á að vera aðgengileg fyrir félagsmenn, en ekki ósnertanleg í Fílabeinsturninum því mörgum verkamönnum finnst stjórnar- menn í Armani jakkafötum ekki til þess fallnir að vera trúverðugir fulltrúar í þeirri harðvítugu launa- baráttu sem er framundan. Við erum allir úti á vinnumarkaðinum og vitum hvað er erfitt að skrimta á launatöxtum Dagsbrúnar og vit- um mætavel hvaða hungurlús hef- ur verið hlutskifti okkar. Form- annsefni A-listans getur ekki svik- ist undan ábyrgð á launastefnu Fylgstu meb í Kaupinannaliöfii Morgunblablb fast á Kastrapfiugvelli Og Rábiiúst orgiuu •\ fttorgniiMii&tó -kjarni málsins'. Við viljum valddreifingu í forystunni, segir Friðrik Ragnarsson, nýtt blóð í forystuna. síðustu ára, hann er alltof sam- tvinnaður við mistökin til að vera trúverðugur kostur í augum Dags- brúnarfélaga. Ennfremur er deild- arskifting orðin tímabær umræða, þar ættu félagsmenn að geta haft meiri áhrif á sérkjarasamninga og greitt atkvæði um þá sérstaklega, einnig gætu deildirnar stutt hver aðra í átökum. Lagabreytingar eru löngu orðnar nauðsynlegar, fella þarf úr gildi steinrunnin lög sem torvelda breytingar. Sérstaklega þann bálk sem snýr að stjórnar- kjöri, þar er einstaklega loðið orða- lag um afhendingu félagaskrár, aðskilnaður milli stjórnar og trún- aðarráðs er nauðsynlegur, trúnað- arráð á að veljast úr deildunum og stjórnarmehn kosnir persónu- kosningu, þeir þyrftu þá meðmæli t.d. 25-50 manna til að vera kjör- gengir. Það gengur ekki lengur að viðhafa listakosningar þar sem allt eða ekkert er í boði, slíku ætti að varpa fyrir róða, enn- fremur ætti kjörtíma- bil stjórnar að vera 2 ár. Það er stórfurðu- legt að Halldór Björns- son skulu allt í einu ætla breyta einhverju í Dagsbrún, til þess hefur hann og Jakinn fengið mörg tækifæri, síðast á aðalfundi Dagsbrúnar á Hótel Sögu 1995. Þar létu þeir félagar vísa frá tillögum um lagabreytingar og deildarskift- ingu, svo þetta er bara fyrirsláttur Friðrik Ragnarsson hjá framboði hans. Hvernig er hægt að taka hann alvarlega eftir svoleiðis fram- komu í garð félags- manna. Allt eru þetta breytingar sem B-list- inn þorir að ráðast í með stuðningi félags- manna, við höfum kjarkinn og viljann, við ætlum að gera D'agsbrún aftur að félagi hinnar rísandi sólar, stöndum vörð um félagið okkar á kjördag, veljum X-B, áfram Ný Dagsbrún. Höfundur er Dagsbrúnarmaður og kosningastjóri B-Iistans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.