Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ _1 AÐSEIMDAR GREIIMAR Dagsbrún ávallt ífararbroddi ÞAÐ hefur sérstakan hljóm að vera Dags- brúnarmaður. í nær- fellt heila öld eða frá því í árdaga íslenskrar verkalýðsbaráttu hefur Verkamannafélagið Dagsbrún verið í farar- broddi í kjarabaráttu. Skýringin á styrk Dagsbrúnar og stððu alla tíð hefur ekki síst verið sú að félagið hef- ur getað sýnt fram á að kröfur þess eiga virkan fjöldastuðning meðal verkafólks í Reykjavík. Styrkur Dagsbrúnar liggur í því að forysta félagsins hefur alltaf haft félags- menn á bak við þær kröfur sem félagið hefur borið fram. Dagsbrún hefur alltaf verið eitt róttækasta félagið í kjarabaráttu launafólks og þess vegna hafa oft staðið stormar um forystu þess og svo er einnig nú. Barist af heilíndum Mjög hefur verið sótt að kjörum verkafólks undanfarin ár í skjóli Halldór Björnsson kreppu og atvinnu- leysis og litast kosn- ingabaráttan í félag- inu nú mjög af þessari staðreynd. Mótfram- bjóðendur okkar kenna fráfarandi stjórn Dagsbrúnar einni um þjóðfélags- ástandið og um að hafa haldið illa á mál- um fyrir hönd félags- manna. Þeir klæða þessar hugsanir sínar og kenningar í þann búning sem þeim þykir hæfa, með sérkenni- Iegu og lítt geðslegu myndmáli sem við höfum ekki tekið þátt í með þeim og ætlum ekki að gera. Eg vil undirstrika að fráfar- andi stjórn Dagsbrúnar og formað- urinn, Guðmundur J. Guðmunds- son, hafa ekkert að skammast sín fyrir. Andstæðinga og óvina Dags- brúnar hefur hingað til ekki verið að leita innan félagsins sjálfs. Guð- mundur og samstjórnendur hans hafa alla tíð barist af heilindum fyrir hagsmunum félagsmanna og Nú er kominn tími til, segir Halldór Björns- son, að verkamenn njóti árangurs erfíðis síns. þeir alltaf staðið að baki honum og stjórninni þegar á reyndi. Guðmundur J., sem nú lætur af störfum sem formaður Dagsbrúnar, hefur unnið langan ,og gifturíkan starfsdag í forystusveit íslensks launafólks og hann hefur reynst mér mikill og góður drengur þegar á hefur reynt í mínu lífi. Guðmund- ur er einn merkasti foringi sem ís- lenskt launafólk hefur átt. Hann er höfundur Breiðholtsíbúðanna sem á sínum tíma útrýmdu bragga- hverfunum og það var ekki að ástæðulausu þegar fyrrverandi íbú- ar úr Höfðaborgunum komu saman til að rifja upp gamlar endurminn- ingar á síðasta ári, þá buðu þeir Guðmundi J. sem heiðursgesti. Guð- mundur er einnig höfundur þjóðar- sáttar um að útrýma verðbólgu og ISLENSKT MAL Tíningur. 1) Mýri var áður mýrr í nefnifalli, enda ið-stofn. Með greini, mýrin, er orðið í eignar- falli mýrarinnar, ekki „mýrinn- ar". Sama er að segja um skips- heitið Akureyrin. Eignarfall þess er Akureyrarinnar, ekki „Akureyrinnar", enda rétt með farið í Sjónvarpinu á þrettándan- um (Erna Indriðadóttir). 2) Þegar sé ég Simba hrút, sorginni ég gleymi, og brjóstin á mér bobbast út; bjart er í þessum heimi. (Ur syrpu Þorbjargar sál. á Skeri). 3) Þegar ég var barn mis- skildi ég orðasambandið sporin hræða. Ég hélt þetta væru varn- aðarorð af því tagi, að spor, sem lægju á glötunarveg vegna óreglu og siðspillingar ættu að vera fólki víti til varnaðar. En orðin sporin hræða eru bæði í Dæmisögum Esóps og róm- verskri klassík. Þar segir tófa svo við ljón, og hún bætir við: „Því að þau liggja öll í áttina til þín, en ekkert frá þér." Glöt- unarleiðin var sem sagt í því fólgin, að ljónið át þau dýr sem til þess komu. 4) í bók próf. Jóns G. Frið- jónssonar Mergur málsins stendur: „bretta upp ermar(nar) = taka rösklega til hendinni, búa sig undir að vinna vel". Þess er getið með dæmum að orðtakið eigi sér nánar hliðstæður í ensku og þýsku. Fullkominn óþarfi er að bæta inn smáorðinu á, sem heyra mátti í fréttum: „nú þurfa þeir að fara að bretta upp á ermarnar". 5) Skepnur bíta gras og éta hey, en borða ekki neitt. Þær geta drepist af áti, en þær lát- ast ekki. 6) Pabbi, mamma, afi, amma, Hans og Tobba, Ói, Jói, Anna Flebba, Erlendur og Gunna Rebba. (Braghenda baksneidd; gamall húsgang- ur.) Umsjónarmaður Gísli Jónsson 831.þáttur 7) Jóhann Jónsson skáld not- aði sögnina að þryxnast í merk- ingunni að böðlast áfram. (Hall- dór Laxness). 8) „Lofa konung þenna sem þú vilt, en lasta eigi aðra kon- unga," sagði Haraldur harðráði Sigurðarson við Arnór jarla- skáld. Minnugur þessa hefur umsjónarmaður oftar en einu sinni (með allri gát) hrósað mál- fari í bílauglýsingum frá Heklu. Ástæða þess kemur glöggt fram hér í blaðinu 5. þ.m. Þar er rætt við Finnboga Eyjólfsson, sem lengi hefur unnið hjá Heklu, og vekur umsjónarmaður at- hygli á þessu viðtali. 9) (1) „Reyklaus starfskraftur óskast í hlutastarf á skrifstofu." (Dagur). (2) „Fertugur frystitogari og sjó- maður óska eftir að komast í kynni við lífsglaða konu á aldrin- um 28-40 ára." (DV) 10) Hlymrekur handan kvað: Einn stórbrotinn maður frá Múla mixaði limrur í túla eftir sérstökum óskum frá Hinriki í Hnjóskum bæði um hann [einn] og Hákon fúla. 11) Hvað merkir þessi fyrir- sögn: „Athygli vakin á jákvæðri ímynd skattalegs umhverfis." Þetta var þýtt fyrir mig á ensku, en ég skildi það ekki samt. 12) Viðtengingarhætti hló að hann sem ekki mundi þó að, vex í augum vandi. Þátíð lýs. er svarta syndin, síðust er hún kennimyndin nútíðin endar á -andi. (Örn Snorrason; Aquila.) 13) Sýnd veiði, en ekki gefin, segjum við, þegar óvissa er um sigurinn eða veiðina. Þetta var rétt haft í útvarpsfréttum ekki fyrir löngu: „Pólverjar eru sýnd veiði, en ekki gefín" (um keppni í handbolta). En í sjónvarpsfrétt- um sama kvöld um sama leik var hins vegar sagt að „Pólverj- ar væru ekki sýnd veiði". Það voru þeir hins vegar, en alls ekki gefin, eins og á daginn kom. 14) Að höfðu samráði við skil- ríka menn, yngri sem eldri, föll- um við Hólrnkell Hreinsson frá tillögu okkar um „samnet" og samþykkjum „internet", þó jafn- an stytt í Netið (með greini og stórum staf). 15) Hörmulegt var að heyra hvern alþingismann á eftir öðr- um segja „sekjúrítas" upp á ensku í ræðustóli. Þetta ættum við að bera fram eftir okkar lagi Sekúrítas (tökuorð úr latínu). 16) í nafnlausri grein hér í blaðinu (bls. 13, sunnud. 17. des.) stóð: „Menn hafa verið að gera því í skóna allt þetta ár, að kosningunum verði aflýst." Þarna er forsetningunni í illilega ofaukið. Menn gera ekki í skóna. Menn gera hins vegar ýmsu skóna (eða á fæturna), í merk- ingunni að gera ráð fyrir. Lík- ingin er auðvitað frá því, er mönnum voru gerðir skór. Við þurfum stundum að gæta okkur á eiginlegu þágufalli (dat. commodi; „þægindafall"). 17) Hlymrekur handan kvað: Jónatan gerði þá glon'u að gogga í hripleka doríu. Af leiða og ótta hann lagði á flótta svo langt að hann býr í Pretoriu. 18) Skilríkir menn heyrðu í Bylgjufréttum: „Þjóðvegur eitt stöðvaður." Hvenær skyldi hann hafa lagt af stað? 19) „Dramatúrgía", skiptist á eftir t-inu, er úr grísku, sbr. ergos=smiður, verkmaður. „Dramatúrg" ætti þá að vera leiksmiður á íslensku, eins og fyrr var fram komið, og „dramatúrgía" leiksmíð. 20) Dyravörður á öldurhúsi: „Margir aðilar fara út með glös- in." Allt reyndust þetta menn. Auk alls þessa er sú sorglega frétt úr sjónvarpinu, að „hrossa- ræktunaraðilar" muni e.t.v. þurfa að „grípa til urðunar". Skyldu veslings skepnurnar verða grafnar lifandi? árangur hennar er sá grundvöllur sem ný stjórn félagsins mun byggja á harða kjarabaráttu að afloknum kosningununm, hljóti A-listinn brautargengi Dagsbrúnarmanna. Fílabeinsturn? Þeir sem ekki þekkja neina sögu trúa því gjarnan að heimurinn hafi varla verið orðinn til fyrr en þeir sjálfir komust til nokkurs vits og fá ekki með neinu móti skilið að nokkur skapaður hlutur hafi verið gerður af viti áður. Þannig hafa mótframbjóðendur okkar haldið því á lofti að fyrri forystusveitir Dags- brúnar og einkum sú sem senn fer frá hafi verið samsafn ónytjunga og sérgæðinga í fílabeinsturni. En forystusveit félagsins hefur alla tíð verið skipuð trúnaðarmönnum sem verkamenn hafa sjálfir kosið á sín- um vinnustöðum. Þetta eru því kaldar kveðjur til almennra félags- manna. Eg bið aðeins Dagsbrúnarmenn að vega og meta kalt og af raunsæi þá kosti sem í boði eru í þessum kosningum hjá Dagsbrún og skoða rækilega hvað það er sem einkenn- ir lista stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar. Uppstillingarnefnd hefur það að leiðarljósi í verkum sínum að afar óskynsamlegt er að kasta fyrir róða allri þeirri reynslu sem fyrir er í stjórn félagsins en hún kemur jafn- framt myndarlega til móts við ósk- ir í félaginu um róttæka endurnýj- un. í þessum anda eru sex nýir menn á stjórnarlista uppstillingarnefndar af 10 manna hópi, allt ungir menn sem njóta trausts og virðingar sam- starfsmanna sinna á vinnustöðum Dagsbrúnarmanna. Stefna A-list- ans er skýr: Stöndum saman Við ætlum að fylkja Dagsbrúnar- mönnum saman um að ná kaup- hækkunum þannig að kjör okkar allra verði mannsæmandi og sam- bærileg launum í grannlöndunum. Samningsstaða Dagsbrúnar hefur undanfarin ár efnahagslegrar lægð- ar verið erfið en þrátt fyrir það hefur félaginu tekist að halda í horfmu og jafnframt að knýja fram ýmsar kjarabætur í sérsamningum. En nú er kominn tími til að verka- menn njóti árangurs erfiðis síns eftir að hafa átt stærstan þátt í að koma á efnahagslegum stöðugleika í þjóðfélaginu: • Við ætlum að ná fram grunn- kaupi sem verði sem næst greiddum launum í stað eingreiðslna og upp- bóta hverskonar. Grunnkaup á að nálgast raunverulegar launagreiðsl- ur. • Við ætlum að beita okkur fyr- ir stóraukinni starfsmenntun enda hefur það sýnt sig að bættri starfs- menntun fylgja betri launakjör. • Við ætlum að tryggja áfram- haldandi tengsl félagsmanna við trúnaðarráð og stjórn félagsins, m.a. gegnum öflugt trúnaðar- mannakerfi Dagsbrúnar. • Kjósum því A-listann 19.-20. janúar nk. og tryggjum róttæka endurnýjun í stjórn félagsins án þess að reynslu og þekkingu sé kastað á glæ. Höfundur er varaformaður Dags- , brúnar ogerífararbroddi fram- boðs A-lista, lista sljórnar og trún- aðarráðs Dagsbrúnar. Dylgjum svarað í TILEFNI þess að fyrrverandi starfsmað- ur Skýrr og núverandi starfsmaður Sjúkraliða- félagsins, kemur fram á ritvöllinn í Morgunblað- inu 9. janúar sl. og gagnrýnir harkalega starfsaðferðir, vinnu- brögð og samninga þá, sem við starfsfólk gerð- um við Skýrr hf., vil ég gera eftirfarandi at- hugasemdir. Það hefur hvergi komið fram af okkar hálfu, þeirra er gerðu samninginn, að hann sé eða ætti að vera fyrirmynd að öðr- Garðar Hilmarsson um samningum þegar og ef öðrum opinberum fyrirtækjum yrði breytt Kjarasamningur okkar, segir Garðar Hilmars- son, er góður samningur. í hlutafélög. Það er starfsmanna og/eða félags þeirra að ákveða það. Starfsmenn Skýrsluvéla tóku fljótlega þá stefnu að vera hlutlaus- ir um með hvaða rekstrarformi fyr- irtækið yrði rekið. Sú skoðun er ríkjandi hér á meðal okkar, að með hvorum hættinum sem væri, þá ættum við og fyrirtækið erindi á markaðnum. Þótt ég ætli ekki að ræða þann kjarasamning, sem við gerðum, á síðum Morgunblaðsins, þá vil ég þó segja þetta. Kjarasamningur okkar er góður samningur, þar héld- um við inni í réttind- akaflanum flestu því sem máli skiptir. Þó með einni undantekn- ingu, sem er fæðing- arorlofíð hjá nýjum starfsmönnum. Það vekur undrun mína að starfsmaður hjá Sjúkraliðafélagi íslands skuli ekki gera sér ljóst, þegar samn- ingar eru skoðaðir, að það þurfi að sjá sam- hengi hlutanna og þekkja það umhverfi sem þeir eru gerðir í. Hann gerir það greini- lega ekki, og er það skiljanlegt, því þótt starfsmaðurinn hafi verið við störf hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkur í kringum 1962, þá hefur hánn ekki rétta mynd af okk- ar umhverfi, enda hefur margt breyst síðan þá, ekki síst í tölvuiðn- aðinum. Því er það óskiljanlegt að hann skuli hafa skrifað þessa grein á þessum nótum, uppfulla af hálf- sannleika og dylgjum. Að lokum, ef Þjóðverjar hafa komið aftan að Siegfried-víggirð- ingunum eins og greinarhöfundur segir, þá hafa þeir komið aftan að sjálfum sér, eins og þessi starfs- maður hefur greinilega gert, kannski er hann sjálfur sinn versti óvinur. Höfundur er formaður starfs- mannafélags Skýrr, sijornarmað- ur í BSRB. Utsala - útsala 50% afsl. alltaf í vesturkjallaranum. Mikiö af: Bútasaumsefnum frá 296,-, jólaefnum frá 365,- fataefnum frá 150,- gardínuefnum o.fl. VIRKA Markin 3 við Suðurlandsbraul. Sími 568-7477 Opið mán-föst. kl. 10- 18 oglaugard. kl. I0-I4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.