Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEMT íslenskum þingmönnum boðið til Litháen til að minnast bardaganna um þinghúsið í Vilníus „Okkur sýndur mikill heiður" „ÞETTA var ákaflega hátíðleg stund og okkur íslendingum var einkar vel tekið," sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, en hann ávarpaði í gær litháíska þingið en þar var þess minnst að fímm ár eru liðin frá því að hrundið var árás sovéska hersins á þinghúsið í Vilníus. Þá var Jón Baldvin Hannibalsson, sem var utan- ríkisráðherra þegar Islendingar við- urkenndu sjálfstæði Litháen fyrstir þjóða, beðinn um að halda ræðu á fjölmennum útifundi í höfuðborginni af sama tilefni. Segir Ólafur að með íslendingunum hafi verið mikill heið- ur sýndur með móttökunum. Ólafur fór fyrir sendinefnd á veg- um Alþingis sem litháíska þingið bauð í fjögurra daga heimsókn til landsins í tilefni minningarathafn- arinnar. Auk Ólafs eru í nefndinni Ragnar Arnalds, Jón Baldvin, Jón Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðs- son og Friðrik Ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis. Að sögn Olafs voru auk íslending- anna gestír frá PóIIandi og Noregi viðstaddir athöfnina í þinghúsinu en hún tók um tvo tíma. Segir Ólafur þingmenn hafa sýnt ílensku sendi- nefndinni mikinn sóma, þeir hafi ævinlega staðið upp og klappað þeg- ar landið bar á góma í frásögn af atburðunum fyrir fímm árum og afleiðingum þeirra, þar á meðal frumkvæði íslendinga. Auk Ólafs héldu ræður þingforseti litháíska þingsins, Vytautas Landsbergis sem varð fyrsti fprseti landsins, sagn- fræðingur sem rakti atburðina fyrir fímm árum og að endingu móðir eins mannanna fjórtán sem létu lífíð í umsátrinu um þinghússins. Sagði Ólafur það hafa verið einstaklega áhrifamikla ræðu. Fundur með forsetanum í gærkvöldi lögðu þingforsetar Litháens og íslands, auk Adolfas Slezevicius, forsætisráðherra, blóm- sveiga við þinghúsið og sjónvarps- turninn sem er þar skammt frá. Að lokinni athöfninni í þinginu var Jón Baldvin beðinn um að ávarpa útifund sem stjórnarandstaðan hefur haldið á þessum degi af sama tilefni. „Það var skemmtilegt að finna þakklæti Litháa. Vissulega var vel tekið á CESLOVAS Jursinas, forseti litháíska þingsins, heilsar íslenskum starfsbróður sínum, Ólafi G. Einarssyni, við komuna í þinghúsið í gær. Reuter móti öðrum gestum en okkur var sýndur alveg sérstakur heiður. Hér vita menn allt um ísland," sagði Ólafur. íslenska sendinefndin kom til Lit- háen á fímmtudag og átti þá m.a. fundi með leiðtogum stjórnarflokks- ins og Ieiðtogum stjórnarandstó'ð- unnar, sem Landsbergis fer fyrir. í dag hittir sendinefndin forseta landsins, Algirdas Brazaukas og ut- anríkisráðherrann, Povilas Gylys, auk þess sem þeir verða viðstaddir minningarathöfn á Sjálfstæðistorg- inu í Vilníus. Kólumbískur eiturlyfjabarón flúði úr fangelsi í Bogota 130 millj. kr. til höf- uðs„Stúd- entinum" Bogota. Reuter. EINUM af leiðtogum Cali-eitur- lyfjahringsins í Kólumbíu, millj- arðamæringnum Jose Santacruz Londono, tókst að flýja úr fang- elsi í höfuðborginni, Bogota, í fyrradag. Hefur verið heitið 130 miHj. kr. fyrir upplýsingar, sem leitt geta til handtöku hans, en talið er víst, að einhverjir starfs- menn fangelsisins hafi aðstoðað hann við flóttann. Yfirmaður fangelsismála í Kól- umbíu, Noreberto Pelaez Restr- epo, sagði, að Santacruz hefði flú- ið úr La Picota-fangelsinu upp úr hádegi á fimmtudag og á bíl likum þeim, sem hinir „nafnlausu dóm- arar" notuðu þegar þeir komu til að yfirheyra eiturlyfjakónginn. Carlos Medellin dómsmálaráð- Reuter JOSE Santacruz Londono, þriðji æðsti maður Cali-eiturlyfjahringsins, sem flýði úr fangelsi á fímmtudag. herra sagði, að allir starfsmenn fangelsisins lægju undir grun um að hafa aðstoðað Santacruz og hefur eftirlit verið hert í öðrum fangelsum landsins. Alfonso Valdivieso ríkissaksóknari, sem farið hefur fremstur í baráttunni við eiturlyfjahringana, sagði, að enn einu sinni hefði spillingin sigrað. Grunaður um mörg morð Yfirvöld hafa heitið 130 millj. kr. þeim, sem geta stuðlað að handtöku Santacruz eða „Stúdents- ins" eins og hann kallaður. Hann er 52 ára að aldri, líklega einn auðugasti mað- ur í heimi og var handtek- inn á veitingastað í Bogota 4. júlf á siðasta ári. Er hann grunaður um aðild að fjbldamörgum morðum í landinu. Sex af sjö helstu leiðtogum Cali-hringsins voru handteknir eða gáfu sig fram við lögregluna á síðasta sumri. Ónefndur embættismað- ur í Kólumbíu sagði hugs- anlegt, að útsendarar bandarísku eiturlyfjalög- reglunnar hefðu rænt Santacruz og flutt til Bandarikj- anna en kólumbíska sljórnarskrá- in bannar framsal til annarra landa. Nyles Frechette, sendi- herra Bandarikjanna í Bogota, vísaði því hins vegar á bug sem firru. Skoðanaskipti um norskan sjávarútveg Lítil arðsemi vegna offjárfestíngar Afsögn ráðherra í stjórn Portúgals Gæti haft áhrif á forsetakosningar Lissabon. Reuter. RÍKISSTJÓRN Portúgals varð fyrir miklu áfalli í gær, aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosn- ingar í landinu, þegar einn ráð- herrana bauðst til að segja af sér vegna ákæru um að hann hefði skotið undan skatti. Kann málið að skaða frambjóðanda sósíalista í forsetakosningunum. Veitumálaráðherrann, Murteira Nabo, sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu þess efnis að hann hefði til- kynnt forsætisráðherranum, Ant- onio Guterres, að hann væri reiðu- búinn að segja af sér í kjölfar frétt- ar í vikublaðinu 0 Independente þar sem fullyrt er að hann hafi skotið fé undan skatti í tengslum við kaup á fasteign. Fyrsta hneykslismál stjórnarinnar Ráðherrann, sem var skipaður í embætti fyrir aðeins tveimur vik- um, viðurkenndi að fréttin „ætti við einhver rök að styðjast" og sagðist hafa beðið Guterres um að veita sér lausn frá embætti svo að málið skaðaði ekki ríkisstjórn- ina. Sósíalistinn Guterres hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort að hann samþykkir beiðni Nabos. Forsætisráðherrann tók við stjórnartaumunum í októrber sl. eftir glæsilegan kosningasigur. Er mál Nabos fyrsta hneykslið sem stjórnin ratar í. Skattsvik veituráðherrans fól- ust í því að gefa upp of lágt kaup- verð á húsi sem hann festi kaup á árið 1992. Skattur er greiddur af kaupverði fasteignar í Portúg- al. Þar í landi eru ýmis undanskot undan skatti landlæg og fullyrti Nabo að mál sitt hefði ekki verið rannsakað nema vegna þess að hann væri þekktur maður. Sósíalisti með forystu Málið kemur sér illa fyrir fram- bjóðanda sósíalista í forsetakosn- ingunum sem verða á morgun, sunnudag. Þá á að kjósa eftirmann Marios Soares, sem lætur af emb- ætti eftir tíu ár á forsetastóli. Sósíalistinn Jorge Sampaio, fyrr- verandi borgarstjóri Lissabon, hef- ur forystu á aðalkeppinautinn Anibal Cavaco Silva, sem var for- sætisráðherra í stjórn hægri- manna sem fór frá í október síð- ast liðnum. Ósló. Morgunblaðið. JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, segir, að nauðsyn- legt sé auka vinnslu fiskaflans í landi en Rögnvaldur Hannesson, prófessor við norska verslunarháskólann, telur, að fækka verði skipum og stækka og koma á framseljanlegum kvótum. Kom þetta fram á fundi í félagi út- gerðarmanna í Álasundi í fyrradag en vandinn er sá, að arðsemi í norsk- um sjávarútvegi er mjög lítil í mörg- um greinum. Olsen lagði áherslu á, að ekki mætti flytja alla vinnsluna út á sjó en sagðist gera sér grein fyrir, að offjárfesting í fiskiskipum hefði auk- ið tilkostnaðinn og valdið lítilli arð- sem'I. Oft væru skipin allt of dýr miðað við hugsanlegar tekjur af veið- unum en Olsen kvaðst vilja stuðla að endurnýjun í nótaskipaflotanum með því binda kvóta við skip og fækka skipunum jafnframt. Þannig mætti treysta rekstrargrundvöll þeirra. Auknar arðsemiskröfur Rögnvaldur spáði því, að kröfur um aukna arðsemi myndu aukast á næstu árum og einnig alþjóðavæð- ingin. Sagði hann, að stærstu skipin sýndu mesta arðsemi þótt norsk stjórnvöld ynnu skipulega gegn því með kvótaskiptingunni. Nefndi hann í því sambandi íslenska flotann þar sem vinnsla úti á sjó hefði aukist mikið og skipin stækkað. Rögnvaldur kvaðst sjá fyrir sér aukna alþjóðavæðingu, til dæmis í því, að fiskvinnslufyrirtæki fjárfestu fiskvinnslu erlendis eða keyptu fisk- veiðiréttindi innan lðgsögu annarra ríkja, ýmist kvóta eða veiðileyfi. „Það er nauðsynlegt að afmarka veiðiréttinn, annaðhvort með leyfum eða kvótum, og hafa hann framselj- anlegan til að hann lendi hjá þeim, sem mestu vewrðmætum ná út úr honum," sagði Rögnvaldur. Lamberto Dini biðst lausnar Romaborg. Reuter. LAMBERTO Dini' forsætisráð- herra baðst lausnar á fimmtudag og ríkir því stjórnarkreppa á ítal- íu en ítalir gegna nú forystuhlut- verki í Evrópusambandinu (ESB). Oscar Luigi Scalfaro féllst á afsagnarbeiðnina í gær en sams- konar beiðni hafnaði hann 30. desember sl. Hefst hann handa um að kanna grundvöll nýrrar stjórnarmyndunar á mánudag en stjórn Dinis situr þar til ný hefur verið mynduð. Við umræður í þinginu á fimmtudag kom í ljós, að stjórn Dinis naut ekki lengur þingmeiri- hluta. Stjórn hans, sem skipuð er tæknikrötum, hefur setið í rúmt ár og 54. ríkisstjórn sem mynduð er á ítalíu frá stríðslok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.