Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGAEDAGUR 13. JANÚAR 1996 J MORGUNBLAÐIÐ SAMBAND FYRIR AUEU OEEYRU ENN sem komið er eru myndsímar ekki í almennri notkun á Islan- di og litlár líkur á að svo verði í bráð. Breska símafyrirtækið British Telecom býður til sölu símtæki sem sýnir litmynd af viðmæ- Ianda á litium áföstum skjá, sem kostar um 250.000 krónur. Ef miðað er við flutningsgetu koma myndsímar mest að gagni í svokölluðu ISDN-kerfí, eða samneti sem svo er kallað, og ein- vörðunguhægt að hringja til þeirra sem hafa slíkt jietsam- band. Morgunbiaðið/Ásdís MYNDSÍMAR - Jónas Sigurðsson prófar myndfimdabúnað sem tekinn verður ínotkun hman fárra vikna. Póstur & sími opnar samnetið formlega í lok mánaðar eða byrjun þess næsta að sögn Jónasar Sigurðssonar í markaðsdeild og er verið um þessar mundir að prófa tæknibúnað frá bandaríska fyrirtækinu Pieturetel, sem seldur verður hér og gerir kleift að senda litmynd og hljóð til viðtakenda með samskonar línu. Hlutir Sparar fé til ráðstEfnuhala's Búnaðurinn mun einkum nýtast til ráðstefnuhalds gegnum síma, hvort sem er milli landa eða lands- hluta, og kemur væntanlega til með að spara fyrirtækjum mikinn kostn- að vegna ferða og uppihalds starfs- manna. Um er að ræða símtæki, kort í PC-tölvu hugbúnað og myndavél og segir Jónas búnaðinn kosta frá 300.000 krónum upp í rúm 500.000 þúsund. Hægt er að senda gegnum kerfið með myndavélinni eða frá myndbandstæki, og ræðast við um leið. Nokkurra sekúndna töf er á sendingu frá upphafí til. enda svo hægt sé að stilla saman tal og mynd. Myndfundakerfið er staðlað og því sama frá hvaða framleiðanda búnaðurinn kemur. Auk möguleika á tal- og myndsendingu felur það í sér skjalasamskiptabúnað (Live share plus) sem gerir að verkum að hægt er að vinna í sama skjali á sama tíma frá mismunandi stöðum, hvort sem er innanlands eða milli heimshluta; taka niður at- hugasemdir og skrifa fundargerð jafnóðum. ^9 ^P ^P ^P ^P ^P ^m ^P ^P ^P. ^P ^P ^P ^P ^P ^P ^P ^P FRAMSKBRAUÐ Þ Algengasta brauðið AÐ ER engin máltíð full- Ikomin í Frakklandi án I brauðs. Hinn hefðbundni franski morgunmatur er oftast brauð með sultu, croissant eða smjördeigshorn og kaffi. Þetta virð- ist fara óstjórnlega í taugarnar á mörgum íslendingum er morgun- verðurinn er framreiddur á hóteli þeirra og ennþá reiðari verða þeir þegar þeim er bent á að þeir séu í Frakklandi. í Frakklandi er hvítt og nefnist baguette. Síðdegis má sjá fólk um allt Frakkland ganga heim með þessi löngu brauð stingandi sér upp úr innkaupakörf- unum. Á Islandi hefur um árabil mátt kaupa brauð sem eru svipuð hvað úth't varðar og hafa þau verið nefnd snittubrauð. Stiiltkt en gfcfcl svampkennt______ Snittubrauðin, sem ættu að vera hin einu sönnu fransk- brauð, eiga hins vegar fátt sameiginlegt með frönsku brauði. Þau eru mjúk og svampkennd og skorpan lin og notkun þeirra verulega frábrugðin því sem gerist í Frakklandi. „Bagettur" eiga að vera með stökkri skorpu og innbrauðið fremur létt og loftkennt eigi þau að þjóna tilgangi sínum, sem er að vera fylgifiskur flestra þeirra málsverða er snæddir eru í Frakklandi. Á íslandi og fleiri ríkjum er óalgengt að brauð sé borið fram með máltíð. Það er gert á betri veitingahúsum en brauðið af einhverjum ástæðum oftar en ekki fjarlægt um leið og forréttardiskarnir eru teknir. Franskir veitingahúsagestir þurfa því stundum að eiga í örvæntingarfullum samninga- viðræðum til að fá að halda brauðinu sínu. Sælkeri nn Lengí vel var franskbrauð notað sem samheiti yfír allt hvítt hveitibrauð á Islandi. Vissulega byggist brauðneysla Frakka að miklu leyti á hvítum brauðum en þau eiga þó fátt sammerkt með flestu því hvíta brauði, sem við köll- um franskbrauð. Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um brauðið hvíta, sem á sér langa sögu og er mikilvægur þáttur í matarmenn- ingu flestra þjóða heims. Fáar Evrópuþjóðir leggja hins vegar eins mikla rækt við það og Frakkar. Brauðið getur þjónað margvíslegum tilgangi. Menn maula það meðan þeir bíða eftir fyrsta réttnum og síðan gjarnan á milli rétta. Þá eru teknir bitar af brauðinu með matnum og ef sósan er einstaklega góð þá er hægt að hreinsa hana upp af disknum með brauðinu. Ef andrúmsloftið er afslappað taka Frakkar brauðbita milli fingranna og hreinsa upp sósuna. Ef andrúmsloftið er stíft og formlegt er talið kurteisara að nota gaffal til að stjórna brauðbitanum þegar sósan er skafin upp. Nær undantekningarlaust er hins vegar brauðið sjálft borðað með höndunum og það þykir sjálfsagt, jafnvel á formlegustu veitingastöðum Frakklands. Þar sem skorpan á góðu brauði á að vera stökk og af því hlýst töluverð mylsna hafa Frakkar han- nað alls kyns tæki og tól til að þurrka hana af borðum milli rétta. Sumir nota litlar ryksugur, aðrir litla kústa og fægiskóflur og enn aðrir sérstaka rúllu, sem rennt er yfir borðið. Einfalt en gntt____________________ Með heimilismatnum er brauðið oft í enn mikilvægara hlutverki, þar sem matargerðin er oft einfaldari. í sveitum Frakklands er jafnvel ekki óalgengt að brauð sé nánast eina meðlætið. Það kemur ekki af sök ef annað hráefni er gott. Góð nautasteik, Dijon-sinnep, baguette og rauðvín er ágæt uppi- staða í litla veislumáltíð. Þá er „baguette"-brauðið nær ávallt notað í samlokur, sem upptekið fólk borðar gjarnan í hádeginu. Brauðið er þá skorið endilangt, smurt og fyllt með skinku, osti, eggjum, tómötum eða öðru því sem fólk biður um. Sjaldan majonesi og aldrei remúlaði. Aldrei er þó brauðið mikilvægara en með ostum, sem born- ir eru fram við lok flestra máltíða. Dýrari veitingastaðir í Frakklandi bjóða venjulega upp á sérbakað brauð með ost- unum, yfirleitt dökkt og oft með hnetum. Einfaldari veitinga- staðir og heimili styðjast hins vegar áfram við franskbrauðið. "ép.f^. ':f*J:-:ý' ¦ ¦i^^^^^p^^^iiniii PJIlP^flpBWpJP^^^^I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.