Morgunblaðið - 18.02.1996, Side 9

Morgunblaðið - 18.02.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 9 LISTIR Sinuflákar og fífusund MYNPLIST Listhúsið Fold MÁLVERK Jónas Guðvarðsson. Opið frá 10-18 rúmhelga daga, 14-18 helgidagatil 18. febrúar. Aðgang- ur ókeypis. ÞAÐ var á árum áður að Jónas Guðvarðsson sýndi reglulega myndverk efnislegrar dýptar í sýningarsölum borgarinnar. Myndirnar voru gerðar úr að- fengnum hlutum, en yfirborðið þótti full tilbúið, fegrað og stáss- legt að mati margra starfandi myndlistarmanna. Er Jónas snýr aftur á sýninga- vettvang, er það með málverk einvörðungu og þá er það lands- lagið sem er meginveigurinn í athöfnum hans, eins og nöfnin bera með sér „Rofabörð“, „Land- brot“, „Tóft“, „Jökullón" o.s.frv. En nú bregður svo við, að yfir- borð þeirra er eitthvað svo hart og óvægið, svo jafnvel sker í sjón- himnurnar. Og þó að litirnir séu iðulega hvellir og áberandi eru Morgunblaðið/ Árni Sæberg Jónas Guðvarðsson: Fífusund þeir eitthvað svo hljómlitlir, hráir og líflausir, skortir safa og vaxt- armagn. Þá notar gerandinn full mikið af eintóna hvítum lit og er lítið fyrir að magna upp líf í hon- um með hjálitunum og hjáform- unum, eða blanda hann öðrum litum, hrátt skal það vera. Þetta bendir til yfirborðs- kenndrar skólunar, eða að van- rækt hafi verið að kenna grunn- reglur litafræðinnar. Ef þetta skyldi velkjast fyrir einhveijum má benda á litastígandann í myndinni „Fifusund" (19), en þar kemur fram sú efniskennd og lita- þróun, sem flestar myndanna á sýningunni skortir. Slík með- höndlun tjámiðlanna vísar til að viðfangsefnin séu yfirhöfuð af- greidd hratt og viðstöðulaust, án þess að gerð sé tilraun til að nálg- ast dýpt þeirra. I kynningarhorni eru til sýnis þijár teikningar-eftir Ungverjann János Probstner, sem er árviss gestakennari í teikningu við Myndlista- og handíðaskólann og verðmætur sem slíkur. Teikningar hans eru að þessu sinni nokkuð undnar og órólegar, áð myndinni í glugganum undan- skilinni, sem er mun hreinni og markvissari í útfærslu. Annars er þetta fulltakmarkað sýnishorn og væri ráð að hafa jafnan fleiri myndir á staðnum svo kynning- arnar standi undir nafni, eða vanda betur val verkanna. Bragi Asgeirsson Morgunblaðið/Þorkell PÁLL Baldvin Baldvinsson, Signý Pálsdóttir og Benedikt Erlingsson Hver er hinn rétti skilningur? í LISTAKLUBBI Leikhúskjallar- ans mánudagskvöidið 19. febrúar kl. 20.30 mun Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur og gagnrýnandi segja frá sviðssögu ieikritsins Galdra-Lofts eftir Jóhann Sigur- jónsson og kenningum sinum um túlkun þess á sviði. Leikin verður upptaka með túlkun Lárusar Páls- sonar á Galdra-Lofti frá árinu 1947. Gunnar Eyjólfsson leikari leikur atriði úr Galdra-Lofti og undir leik Gunnars verður flutt brot úr upptöku á tónverkinu Gaidra-Lofti eftir Jón Leifs úr kvikmyndinni Tár úr steeini. Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld segir frá tilurð tónverksins og Páll Baldvin Baldvinsson leik- stjóri segir frá skáldinu og sinni sýn á Galdra-Lofti. Páll Baldvin leikstýrði Oskinni, leikgerð sinni á Galdra-Lofti, en leikritið hét upphaflega Onsket á dönsku. Leikararnir Benedikt Erl- ingsson og Margrét Vilhjálmsdótt- ir leika atriði úr Oskinni í leik- stjórn Páls Baldvins Baldvinsson- ar. Rétt er að geta þess að upp- færsla Borgarleikhússins á Oskinni í leikstjórn Páls Baldvins verður sýnd á Norrænum leikhús- dögum í Kaupmannahöfn í vor. Að dagskrá lokinni verða umræð- ur. Signý Pálsdóttir kynnir og stýrir umræðunum. Lýst eftir saltfisk- myndurn Kjarvals VEGGMYND Jóhannesar Kjarvals af íslenskum sjómönnum og fisk- verkakonum, sem máluð var fyrir Landsbanka íslands árið 1924- 1925, er eitt af fyrstu verkum sinnar tegundar í íslenskri myndlist. Til undirbúnings þessari mynd gerði Kjarval mikinn fjölda teikninga, málverka og jafnvel ljósmynda. Nokkrar þessara formynda fundust uppi á háalofti gamla Stýrimanna- skólaans í Reykjavík fyrir tveimur árum. Í vor mun Listasafn íslands, í sam- vinnu við Landsbanka íslands, efna til sýningar um þessar veggmyndir Kjarvals, þar sem sýndar verða eftir- myndir þeirra í fullri stærð ásamt frummyndum af ýmsu tagi og öðru efni sem þeim tengjast. í tengslum við þessar veggmyndir gerði Kjarval málverk, vatnslita- myndir og teikningar, þar sem koma fyrir konur sem halda á eða stafla saltfiski, sjómenn og fiskibátar, auk þess sem listamaðurinn málaði ýmsar útgáfur af þeim andlitum sem koma fyrir í veggmyndunum. Vitað er um afdrif flestra verka sem tengjast Landsbankamyndun- um, en Listasafn íslands telur að ekki séu enn öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Vill safnið því góðfús- lega biðja eigendur allra mynda sem hugsanlega tengjast þessum vegg- myndum í Landsbankanum með ein- hverjum hætt.) að setja sig í samband við Listasafn Islands hið allra fyrsta. í (S%ríMjféunni ALVÖRU GÖTUMARKAÐSSTEMNING í GÖNGUGÖTU HAGKAUP a t v a r a HAGKAUP wiimm BYGGTOBUIÐ^^ok gMte Hm frmsM uílLJU THE BODY SHOP S k i i/ & H a i r C a re P r o <í u c t s L ikf nga1 úði sX-ÍTTVN I /.ífH'W’H1' \ojinA\ Eymundsson ^ STOFNSIITT 18 7 2 ÞESSAR VERSLANIR I KRINGLUNNI ERU OPNAR A SUNNUDOGUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.