Morgunblaðið - 18.02.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 13
LÍFSKJÖR margra hafa versnað eftir að Sovétríkin liðu undir
lok og iðulega er umbótum í átt til markaðsbúskapar kennt um.
Nú bíður Jeltsíns að telja Rússum trú um að betri tíð sé í vændum.
nýlegu sjónvarpsviðtali. „Það er vit-
anlega afar mikil hætta á ferðum
þegar reynt er að breyta forsetan-
um í einvald liðinna tíma.“
Jeltsín fæddist 1. febrúar 1931
í Sverdlovsk (nú Jekaterínborg) í
Úralfjöllum og reis þar til valda.
Hann kynntist Gorbatsjov seint á
áttunda áratugnum. Þegar Gorb-
atsjov komst til valda í Sovétríkjun-
um 1985 valdi hann Jeltsín til að
uppræta spillinguna í Moskvu.
Jeltsín var gerður að félaga í stjór-
málaráðinu án atkvæðisréttar árið
1986 og þótti ötull umbótasinni í
embætti flokksleiðtoga í Moskvu.
Hins vegar versnaði samband hans
og Gorbatsjovs þegar Jeltsín tók
að segja hug sinn og gagnrýna
íhaldsarm kommúnistaflokksins.
Þegar Jeltsín beindi spjótum sínum
að stefnu Gorbatsjovs kastaði tólf-
unum og hann var neyddur til að
segja af sér úr forystu flokksins í
Moskvu árið 1987 og úr stjórnmála-
ráðinu 1988.
Jeltsín var kosinn á þing með 89%
atkvæða í sínu kjördæmi árið 1989
millilenti á leið til Rússlands frá
Bandaríkjunum. Aðstoðarmenn
sögðu að misskilningur hefði átt sér
stað, en Jeltsín kvaðst hafa sofið
yfir sig.
Hann var lagður tvisvar inn á
sjúkrahús í fyrra vegna hjartveiki
og sást ekki í Kreml svo mánuðum
skipti. Fréttaskýrendur sögðu að
hann hefði virst við góða heilsu
þegar hann lýsti yfir framboði og
slegið á létta strengi, en í sjónvarpi
virtist hann stífur og þreytulegur,
þótt eitthvað hefði hann grennst.
Hermt er að hann sé hættur að
leika tennis sér til heilsubótar og
farinn að tefla. Hann er nú 65 ára
gamall og hefur lifað sjö árum leng-
ur en rússneskir karlmenn gera að
meðaltali. Spurning er hvort hann
sé það heilsutæpur að annað kjör-
tímabil verði honum um megn.
Róðurinn verður þungur fyrir
Jeltsín. Það er ótímabært að af-
skrifa forsetann, en hann mun
þurfa á allri sinni kunnáttu og
kænsku að halda hyggist hann bera
sigur úr býtum.
með Heimsferðum
ogVivaAir
Vikulegt flug Heimsferða
til Costa del Sol hefur viva,
sannanlega slegið í gegn og uppselt er nú í
4 ferðir og nánast að seljast upp í aðrar íjórar.
Hér eru í boði glæsilegir gististaðir og
eitthvert skemmtilegasta mannlíf í Evrópu
enda getur þú valið úr ótrúlegu úrvali
skemmti- og veitingastaða og hvergi færðu
eins mikið úrval spennandi kynnisferða eins
og á Costa del Sol.
Öruggur ferðafélagi
HeimsferðirJljúga í sumar með VIVA Air
flugfélaginu, sem er í eigu Iberia á Spáni og
er eitt virtasta leiguflugfélag Spánar. Glæsi-
legur nýr flugfloti Boeing 737 þota tryggir
þér glæsilegan aðbúnað um borð og topp
þjónustu í fluginu þínu í sólina í sumar.
©
Flugsæti fyrir manninn með
sköttum.
Verð fyrir manninn með
sköttum: Ferð í tvær vikur
fyrir hjón með 2 börn, 4. júlí.
Verð í 2 vikur fyrir hjón á studio
á E1 Pinar, 4. júlí.
Kynntu þér Heimsferðatilboð til
Benidorm - Cancun - Parísar -
Barcelona
Bandaríkjamenn hafa löngum
verið gagnrýndir fyrir að binda of
mikið traust við einstaklinga í Rúss-
landi í stað þess að tryggja fram-
gang stefnumála. Fyrst hafi Gorb-
atsjov verið maður Bandaríkja-
manna og nú Jeltsín. Einu ummæl-
in, sem komu frá Bandaríkjamönn-
um við framboði Jeltsíns, voru höfð
eftir ónafngreindum starfsmánni
forsetans, sem sagði að það væri
Rússa að velja sér leiðtoga. Banda-
ríkjamenn myndu vinna með lýð-
ræðislega kjörinni forystu landsins.
Þessi orð voru í sama anda og
grein, sem birtist eftir Strobe Tal-
bott aðstoðarutanríkisráðherra í
dagblaðinu International Herald
Tribune 8. febrúar: „Jafnvel þegar
ekki er ljóst hvaða stefnu rússnesk
stjórnmál eru að taka eru grund-
vallaratriði stefnu Bandaríkja-
manna vís. Fyrst ber að telja að
við styðjum lýðræði. Það er ekki
okkar hlutverk að velja leiðtoga
Rússa og hefur aldrei verið. Rúss-
neska þjóðin hefur nú vald til að
gera það sjálf.“
Því heyrist oft fleygt að Jeitsín
sé einangraður í embætti. Hann
hafi eintóma jábræður í kringum
sig, sem skjalli hann við hvert tæki-
færi. Vjatsjelav Kostíkov, fyri-ver-
andi blaðafulltrúi Jeltsíns, segir að
forsetinn sé valdasjúkur og hans
nánustu ráðgjafar hafi sannfært
hann um eigið mikilvægi.
„Það er skelfilegt. þegar tiltekinn
maður öðlast sannfæringu fyrir því
að hann sé mikilmenni og gjörsam-
lega ómissandi," sagði Kostíkov í
og 1990 kaus sovéska þingið hann
forseta, Rússlands. Mánuði síðar
gekk hann úr kommúnistaflokkn-
um.
Jeltsín barðist fyrir því að auka
vald forsetaembættisins og í júní
1991 var hann kjörinn forseti. í
ágúst það ár lék hann lykilhlutverk
í að kveða niður tilraun harðlínu-
manna í kommúnistafiokknum til
að bylta Gorbatsjov. Skömmu síðar
niðurlægði hann fyrrum velunnara
sinn með því að banna starfsemi
kommúnistaflokksins í Rússlandi.
í desember skrifuðu Jeltsín og
leiðtogar Hvíta Rússlands og Úkra-
ínu undir sáttmála um að stofna
samveldi sjálfstæðra ríkja og leggja
Sovétríkin niður og í apríl 1992
hleypti hann einkavæðingaráætlun
af stokkunum undir forystu Gaid-
ars.,
1993 var gerð tilraun til að
steypa Jeltsín og var hún kveðin
niður með valdi.
Á ýmsu hefur gengið í valdatíð
Jeltsíns. Þingið hefur oft verið hon-
um óþægur ljár í þúfu og kjaftask-
arnir hafa ekki látið sitt eftir liggja.
Fiskisögur um drykkjuskap hafa
lengi verið á kreiki og fengu byr
undir báða vængi þegar Jeltsín
hrasaði eftir kampavínsdrykkju í
Berlín, greip tónsprota hljómsveit-
arstjóra eins, tók að stjórna hljóm-
sveit hans og söng um leið ramm-
falskt í hljóðnema. Ekki bætti úr
skák þegar Jeltsín lét Albert Reyn-
olds, forseta írlands, bíða á flug-
brautinni í Shannon án þess að láta
svo lítið að stinga út nefi er hann