Morgunblaðið - 18.02.1996, Side 32
32 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
OSKAR
INGIMARSSON
+ Óskar Ingi-
marsson þýð-
andi fæddist 2. nóv-
ember 1928 á Akur-
eyri. Hann lést á
heimili sinu 12.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Margrét K.
Steinsdóttir, f. 10.3.
1896, d. 28.8. 1982,
og Ingimar Óskars-
son náttúrufræð-
ingur, f. 27.11.
1892, d. 2.5. 1981.
Systkini hans eru
Ingibjörg, fulltrúi,
f. 12.2. 1930, og
Magnús, hljómlistarmaður, f.
1.5. 1933. Kona hans er Ingi-
björg Björnsdóttir deildarstjóri.
Fyrri kona Óskars var Guðrún
Lárusdóttir, kennari, f. 7.2.
1940, sonur þeirra er Ingimar,
jarðfræðingur, f. 27.12. 1964.
Þau slitu samvistum. _ Óskar
kvæntist 24.12. 1971 Áslaugu
Jónsdóttur forverði, deildar-
stjóra við Þjóðskjalasafn Is-
lands, f. 6.9. 1941. Börn þeirra
eru Þórunn Hildigunnur, há-
skólanemi, f. 8.5.1972, gift Mic-
hael Pantano, f. 10.10. 1971 og
eiga þau eina dóttur, Önnu Sól-
eyju, f. 1995. Hrafnkell Smári,
háskólanemi, f.
28.10. 1973, og Mar-
grét Lísa, nemi, f.
18.1. 19.76, _ unnusti
hennar er Árni Jón
Baldursson, f. 16.6.
1968. Sljúpsynir
Óskars eru Siguijón
Þór Ásgeirsson, vél-
stjóri og stýrimaður,
f. 7.6. 1960, kvæntur
Sólrúnu H. Jónsdótt-
ur, f. 4.2. 1961, synir
þeirra eru Jón An-
ton, f. 1984, og Elís
Hlífar, f. 1988. Hlyn-
ur Vífill Ásgeirsson
fisksali, f. 13.7.1963.
Sonur hans og Aðalheiðar Ás-
geirsdóttur er Magnús Freyr,
f. 1980. Synir Hlyns og Patriciu
M. Bono, f. 25.2.1964, eru Hlyn-
ur Bono, f. 1993, og Tómas Víf-
ill, f. 1994.
Óskar varð stúdent frá MR
árið 1948, lauk prófi í forspjalls-
vísindum frá HÍ árið 1949 og
BA-prófi í sögu og bókasafns-
fræði frá HÍ árið 1967. Leiklist-
arnám í Leiklistarskóla Ævars
R. Kvaran stundaði Óskar á
árunum 1951 til 1953. Óskar var
aðstoðarmaður við Atvinnu-
deild Háskólans, fiskideild 1950
til 1954 og 1955 til 1956, bóka-
ÉG VIL í fáum orðum minnast elsku-
legs tengdaföður míns Óskars Ingi-
marssonar. Þegar ég kom fyrst inn
í fjölskyldu mannsins míns, varð ég
þess fljótlega vís hversu góður og
bamelskur maður Óskar var.
Við hjónin bjuggum úti á landi
fyrstu árin okkar, en komum reglu-
lega í heimsóknir til Reykjavíkur.
Óskar og Áslaug tóku ávallt vel á
móti okkur. Alltaf gat Óskar séð af
tíma til að leika við barnabörnin, það
var farið í hestaleik, þar sem Óskar
lék hest og strákamir vom knapar.
Minnast þeir þess með gleði í hjarta.
Göngutúrarnir vom ófáir, því hann
fékk sér gönguferð á hveijum degi.
Þá vom strákamir teknir með, fyrst
í kerru og síðan á tveimur jafnfljót-
um.
Fjölskyldan var Óskari afar kær,
hann átti alltaf næga hlýju að gefa.
Óskar var iðinn maður, hann vann
alfarið heima við eftir að hafa hætt
störfum í Útvarpinu. Strákarnir fóm
oft til afa og fengu blöð til að teikna
á. Að myndasmíðinni lokinni var
henni oft laumað undir hurðina inn
til afa.
Óskar hafði mikinn og góðan
húmor. Má nefna þegar hann var
orðinn það veikur að hann komst
ekki í fjölskylduboð og kaffi, en
hann hafði mjög gaman af að fara
í samkvæmi og vera á meðal fólks.
Eftir á lét hann segja sér allt sem
gerðist og naut hann þess sem hefði
hann verið þar sjálfur.
Oft gantaðist Óskar með það
hvort unga fólkið í fjölskyldunni
gæti ekki átt neitt nema stráka, en
svo loksins í haust eignaðist eldri
dóttir hans stúlku og varð hún sann-
kallaður sólargeisli í lífi hans, hann
lyftist allur upp þegar hún kom í
heimsókn og fékk að kúra uppi í
rúmi hjá afa. Vonandi fær hún að
njóta minninga móður sinnar um
yndislegan afa.
Óskar var góður maður og sá
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir,
JÓN GUÐMUNDSSON,
Þórunnarstrœti 120,
Akureyri,
sem lést 12. febrúar síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 19. febrúar kl. 13.30.
Svava Ásta Jónsdóttir,
Guðjón B. Steinþórsson,
Eli'n Dögg Guðjónsdóttir,
Jón Orri Guðjónsson,
Sigurveig Guömundsdóttir.
Innilegar þakkir sendum við öllum, sem
sýndu okkur vináttu og samúð vegna
andláts
BERGSTEINS KRISTJÓNSSONAR
frá Laugarvatni.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljós-
heima, Selfossi.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigríður Bergsteinsdóttir, Björn Jakobsson,
Hörður Bergsteinsson, Elín Bachman Haraldsdóttir,
Kristfn Bergsteinsdóttir,
Áslaug Bergsteinsdóttir,
Ari Bergsteinsson, Sigrún Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
vörður hjá Hafrannsóknastofn-
un 1960 til 1971 og bóka- og
skjalavörður hjá Kópavogsbæ
1973 til 1975. Hann var fulitrúi
í leiklistardeild RÚV 1975 til
1981, leiklistarstjóri 1981 til
1982 og þýðandi hjá RÚV-Sjón-
varpi frá 1966. Frá árinu 1983
hefur hann unnið við þýðingar
og önnur ritstörf fyrir ýmsa
aðila. Af öðrum störfum má
nefna að Óskar lék nokkur hlut-
verk hjá LR og Þjóðleikhúsinu
á árunum 1952 til 1955 og í
tveimur íslenskum kvikmynd-
um árið 1952 og 1954. Óskar
var í stjórn Esperantistafélags-
ins í Reykjavík 1950 til 1953 og
í stjórn Bókavarðafélags ís-
lands um árabil. Hann sat í
stjóm Félags sjónvarpsþýðenda
í mörg ár frá 1968. Eftir hann
liggur fjöldi bóka, m.a. skáldsag-
an í gegnum eld og vatn frá
árinu 1979, Ensk-latnesk-íslensk
og Latnesk-íslensk-ensk dýra-
og plöntuorðabók frá árinu 1989
og þýðingar á fjölmörgum bók-
um, einkum um náttúrufræði, á
60-70 leikritum fyrir útvarp og
leikhús, söng- og ljóðatextum.
Fyrir tveimur árum veitti Hið
íslenska náttúrufræðifélag Ósk-
ari viðurkenningu fyrir þýðingu
náttúmfræðiheita á íslensku og
fyrir umsjón náttúrulífsþátta 1
sjónvarpi.
Útför Óskars verður gerð frá
Dómkirkjunni mánudaginn 19.
febrúar og hefst athöfnin kl.
13.30.
ætíð það besta í öllum, ef einhver
þurfti á hjálp eða aðstoð að halda
var hann alltaf boðinn og búinn til
að aðstoða og gaf sér ávallt nægan
tíma í það.
Elsku Óskar, ég þakka þér allar
þær stundir sem ég fékk að eiga
með þér og megirðu njóta hamingju
í faðmi almáttugs guðs um alla eilífð.
Elsku Áslaug, Þórunn, Hrafnkell,
Magga Lísa og Hlynur, guð gefi
ykkur styrk í sorg ykkar.
Sólrún Hlíf Jónsdóttir.
Það eru meira en tveir áratugir
síðan að maðurinn minn ieiddi mig
inn um lágar dyr á litlu húsi við
Langholtsveg í Reykjavík. Ég var
að fara að hitta tilvonandi tengda-
foreldra mína. í þessu litla húsi bjó
„stórt“ fólk. Stórt að andlegu at-
gervi. Þetta voru hjónin Margrét
Steinsdóttir og Ingimar Óskarsson
náttúrufræðingur, foreldrar Óskars
mágs míns sem við nú kveðjum
hinstu kveðju. Þarna bjó líka Systa,
systir Óskars. í þessu húsi áttum
við margar ánægjustundir og það
voru óskráð lög til margra ára að á
2. jóladag lagði fjölskyldan leið sína
á Langholtsveginn i heitt súkkulaði
og kökur. Sunnudagsheimsóknir á
Langholtsveginn voru og tíðar. Þar
hitti ég þau Oskar og Áslaugu konu
hans fyrst.
Óskar er fæddur á Akureyri, en
árið 1936 fluttist fjölskyldan til
Dalvíkur. Þar var Ingimar kennari
og stundaði jafnframt búskap. Yfir
sumartímann fór hann til grasatínslu
en Margrét sá um böm og bú. Til
Reykjavíkur, á Langholtsveginn, var
svo_ haldið árið 1945.
Óskar ólst upp í stórbrotinni nátt-
úru Svarfaðardalsins og vil ég lýsa
Óskari þannig að hann hafi alla tíð
verið náttúrubam, hreinskiptinn og
hlýr og aldrei heyrði ég hann hall-
mæla nokkrum manni — var maður
friðarins. Stórborginni Reykjavík
tókst aldrei að spilla huga hans, ein-
lægnin og hógværðin ætíð sú sama.
Það þurfti sterk bein til að Iáta ekki
berast með straumnum á þessum
árum, þegar bíóferðir á Dalvík höfðu
heyrt til algjörra undantekninga og
epli og appelsínur komu bara á jólun-
um, en Óskar stóðst freistingar
borgarlífsins. Að loknu háskólanámi
í sögu og bókasafnsfræði starfaði
hann m.a. sem bókavörður hjá Haf-
rannsóknarstofnun. Hann var full-
trúi í leiklistardeild Ríkisútvarpsins
1975-1981 og leiklistarstjóri Ríkis-
útvarpsins 1981-1982. Oskar var
mikill áhugamaður um leiklist og
1951-1953 stundaði hann nám í
Leiklistarskóla Ævars R. Kvaran.
Hann lék einnig í nokkmm kvik-
myndum Óskars Gíslasonar. En að-
alstarf mágs míns vom þýðingarnar.
Það var með ólíkindum að fylgjast
með því sem hann afrekaði á því
sviði. Hvort heldur það var enska,
Norðurlandamál, þýska, franska, ít-
alska eða rússneska, allt lék í hönd-
um hans. Hann var jafnvígur á
ópemþýðingar úr hinum ólíkustu
tungumálum og erfiðar þýðingar vís-
indaþátta. Söngtextar og ljóðaþýð-
ingar Óskars eru í sérflokki, enda
var hann mjög góður hagyrðingur.
Ensk-latnesk-íslensk og Latnesk-
íslensk-ensk dýra- og plöntuorðabók
eftir hann kom út 1989. Óskar rit-
stýrði til nokkurra ára Náttúrufræð-
ingnum og Hið íslenska náttúm-
fræðifélag sæmdi hann gullmerki
félagsins og gerði hann að heiðursfé-
laga árið 1993 sem viðurkenningu
fyrir framlag hans til kynningar á
náttúrufræðum. Hann erfði ekki ein-
ungis plöntu- og náttúmfræðiáhug-
ann frá föður sínum heldur tungu-
málahæfileikann líka. Ingimar
tengdafaðir minn var einn af fmm-
kvöðlum esperantos á íslandi og
kenndi börnum sínum þetta merki-
lega mál. Óskar gerðist félagi í
Esperantistafélaginu í Reykjavík,
sat í stjórn þess frá 1950-1953 og
var fulltrúi friðarhreyfingar esper-
antista frá 1954-1971.
Fyrir réttu ári síðan kom í ljós
að Óskar var með krabbamein. Hann
fór í aðgerð og síðan tók við erfið
lyfjameðferð og þá var stórkostlegt
að fylgjast með bjartsýni hans og
jákvæðu hugarfari sem ég efast
ekki um að áttu sinn þátt í hvað
honum fór skjótt fram. Þrekið óx
og fyrr en varði voru verkefnin með
í för á sjúkrahúsið þegar lagst var
inn til meðferðar, enda var hann
mikill vinnuþjarkur og óhemju sam-
viskusamur. Að lokinni lyfjameðferð
áttu Óskar og Áslaug gott tímabil.
Nýtt barnabam leit dagsins ljós og
seint á sl. hausti fóru þau í ánægju-
lega ferð til Danmerkur og Sviss.
En upp úr miðjum janúar fór að
halla undan fæti þó engan óraði
fyrir hve stutt væri eftir. Ekkert
okkar var viðbúið þegar kallið kom
snöggt og óvænt. Hann lést heima
í faðmi fjölskyldunnar og svo vill til
að dánardægur hans er afmælisdag-
ur systur hans.
Gott samstarf áttu þeir bræðurn-
ir, Óskar og Magnús, í gegnum árin,
en Óskar samdi eða þýddi söngtexta
ýmist við lög bróður síns eða ann-
arra og Magnús tók til flutnings.
Við útför Óskars verður sungið ljóð
eftir hann við lag bróður hans og
er það eitt síðasta verkefnið sem
þeir unnu að saman. _
Heimili Óskars og Áslaugar hefur
alltaf verið menningarheimili. Það
var aðalvinnustaður Óskars og
griðastaður. Fjölskyldan hefur alltaf
verið samheldin og Óskar átti ást
og virðingu þeirra allra.
Elsku Áslaug mín. Ég votta ykkur
öllum innilega samúð og bið Guð að
gefa ykkur styrk og æðruleysi. Þið
hafið misst mikið. Lífið hefur verið
ykkur öllum erfitt allt síðasta ár en
að vissu leyti gjöfult líka. Megi minn-
ingar um góðan dreng ylja ykkur í
sorginni. Elsku Systa mín og Magn-
ús minn, þið hafði misst elskulegan
og góðan bróður sem aldrei brást.
Ég vona að þið finnið huggun í öllum
góðu minningunum sem þið eigið
um hann.
Óskar minn. Ég kveð þig með
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð við
fráfall og jarðaför
FRIÐGEIRS JÓNSSONAR,
Ystafelli.
Klara Haraldsdóttir
og systkini hins látna.
einlægu þakklæti fyrir kynni sem
aldrei bar skugga á, fyrir samveru-
stundirnar, fyrir hlýja brosið þitt og
ég bið þér blessunar Guðs í nýjum
heimkynnum.
Drottinn gefi dánum ró en hinum
líkn sem lifa. Guð blessi minningu
Óskars Ingimarssonar.
Ingibjörg.
Mig langar með fáum orðum að
minnast mágs míns Óskars Ingi-
marssonar, sem lést á heimili sínu
12. febrúar. Allt frá fyrstu kynnum
var Óskar okkur öllum afar kær,
með sínu hlýja og ljúfa viðmóti og
væntumþykju gagnvart öllum.
Hann var mikill heimilisfaðir og
heimakær. Stór fjölskylduboð voru
jafnan haldin á heimili Áslaugar og
Óskars, síðast á liðnum jólum kom-
um við þar öll saman á þeirra fal-
lega heimili að Asparfelli 12.
Óskar var mjög barngóður og
kunni þá list að tala til barna. Oft
höfum við hlegið að smáatriði sem
átti sér stað þegar dóttir mín var
fjögurra ára. Að lokinni heimsókn
til þeirra segir dóttir mín grafalvar-
leg, „mamma, getum við ekki keypt
nýja inniskó á Óskar?“ „Jú,“ sagði
ég, „en af hveiju?“ „Það er gat á
skónum hans,“ svaraði hún. Öskar
skemmti sér vel yfir þessu atviki,
sem lýsir vel hve nánu sambandi
hann náði við smáfólkið með ein-
lægni sinni og umhyggju.
Á stundu sem þessari streyma
minningarnar að. Þegar haldið var
í sumarbústað tók Óskar hvort held-
ur var virkan þátt í leikjum og ærsl-
um barnanna eða fróðlegu og
skemmtilegu spjalli við þá sem eldri
voru.
Á fallegum haustdögum árið
1993 heimsóttu Áslaug og Óskar
okkur hjónin út til Sviss. Það eru
okkur ógleymanlegar stundir þegar
við héldum á slóðir Wilhelm Tell
milli hárra Alpaijalla við Vierwald-
státter See. Þar þekkti Óskar allt
sögusviðið betur en nokkur annar.
Hann hafði þýtt yfir á íslenska
tungu leikrit um Wilhelm Tell, sem
er þjóðsagnapersóna Svisslendinga.
Leikritið er í bundnu máli og vakti
það undrun og aðdáun Svisslend-
inga sem heyrðu að það hefði verið
þýtt yfir á íslensku. Við fórum niður
að minnisvarðanum við vatnið þar
sem Wilhelm Tell átti að hafa stokk-
ið í land, skoðuðum bréfið um stofn-
un Sviss sem varðveitt er þar á
safni og heldum til bæjarins Altdorf
þar sem sumarlangt er leikið leikrit
um Wilhelm Tell. Á kaffihúsi þar
hafði Óskar gaman af að hlusta á
mállýsku fólksins sem þarna er
töluð.
Síðastliðinn nóvember nutum við
aftur heimsóknar Áslaugar og Ósk-
ars í nokkra daga. Þau skoðuðu þar
söfn og menningarstofnanir Ziirich-
borgar. Alltaf gat Óskar frætt okk-
ur um eitt og annað sem hann hafði
upplifað og séð.
Þessar síðustu samverustundir
með Óskari eru okkur afar kærar
og erum við þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta samveru hans. Ég
flyt hér innilegar samúðarkveðjur
frá eiginmanni mínum Ulrich og
dóttur okkar Guðrúnu, það tekur
þau sárt að geta ekki vegna starfa
erlendis fylgt honum síðasta spölinn
og kvatt.
Við höfum öll misst mikið og
söknum trausts vinar. En mest hef-
ur þó misst Áslaug systir mín, börn-
in og fjölskyldur þeirra. Afastrák-
arnir og litla afastelpan hún Anna
Sóley yngst þeirra allra, fá ekki
tækifæri til að kynnast afa sínum
sem var þeim svo kær.
Öll eigum við sameiginlegt góðar
minningar um góðan vin sem við
þökkum af alhug fyrir að hafa átt
samleið með.
Elsku Áslaug, Þórunn, Hrafnkell,
Magga Lísa, Jonni, Hlynur og fjöl-
skyldur ykkar, ég og fjölskylda mín
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum guð að
vera með ykkur á þessari sorgar-
stundu.
Kristín Schmidhauser
Jónsdóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Óskarlngimarsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.