Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinberir starfsmenn láta gera samanburð vegna frumvarps um lífeyrisréttindi Telja umtalsverða skerðingu verða á lífeyrisréttindum TRY GGIN G ASTÆRÐFRÆÐILEG- UR samanburður á lífeyrisréttindum ríkisstarfsmanna samkvæmt núgild- andi lögum um LSR og frumvarpi að nýjum lögum um LSR gefur til kynna að frumvarpið feli í sér um- talsverða skerðingu á verðmæti líf- eyrisréttinda. Bjami Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, vann matið fyrir samtök opinberra starfs- manna. Hann segir að engin dæmi í samanburðinum sýni fram á hagn- að opinberra starfsmanna af frum- varpinu. Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að um leið og fulltrúum fjár- málaráðuneytisins hafi verið kynnt- ur samanburðurinn hafí vaknað hjá þeim spumingar um forsendur hans. Bjami kynnti samanburðinn á sameiginlegum blaðamannafundi BSRB, BHMR og KÍ í gær. Hjá honum kom fram að miðað væri við dánar-/lífslíkur samkvæmt meðal- tali áranna 1986-1990 og hlutfall þeirra sem létu eftir sig maka sam- kvæmt þjóðskrá að viðbættum 15% vegna óvígðrar sambúðar. í saman- burðinum er miðað við danskar ör- orkulíkur með 30% lækkun örorku- tíðni. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Núverandi réttindi Starf umfram tillögur {%) hefst Starfslok Karfar Konur n 20ára 60 ára 9,0 8,9 20 ára 64 ára 5,6 5,4 20 ára 65 ára 6,1 5,9 20ára 68 ára 4,7 4,3 20ára 70 ára 4,0 3,5 25ára 60 ára 12,0 11,8 25ára 64 ára 7,7 7,5 30ára 70 ára 4,7 4,0 40ára 70 ára 4,6 3,5 50ára 70 ára 4,9 2,6 Bjami sagði að í samræmi við samþykkt Félags tryggingastærð- fræðinga væri miðað við 3,5% ávöxtun umfram verðlag og 1,5% hækkun launa (1,47%) umfram verðlag að meðaltali á ári. Lífeyrir miðaður við meðallaun, ekki lokalaun Bjami tók fram að niðurstöður samanburðarins gæfu til kynna meðaltalsáhrif að gefnum þeim for- sendum sem notaðar væm og ættu ekki endilega við um einstaka starfsmenn. Dæmi í samanburðin- um sýnir að ef sjóðsfélagi hefur hafíð starf 20 ára og hætt 60 ára hafí hann samkvæmt núgildandi lögum um LSR 8,5% verðmætari lífeyrisréttindi miðað við laun yfir starfsævina heldur en samkvæmt frumvarpinu. Vinni hann fjórum ámm lengur hefur hann 5,1% verð- mætari lífeyrisréttindi. Ef sjóðsfélagi hættir 70 ára hef- ur hann samkvæmt núgildandi lög- um um LSR 4,3% verðmætari lífeyr- isréttindi miðað við laun yfír starfs- ævina heldur en samkvæmt fmm- varpinu. Bjami sagði að þyngst vægju í skerðingunni ákvæði um að miða lífeyri við meðallaun, verðtryggð með vísitölu verðlags, í stað loka- launa og að lífeyrir taki síðan breyt- ingu með vísitölu verðlags í stað þess að breytast með launum eftir- manns. Einnig væri veigamikil breyting á lífeyrisréttindum þegar töku lífeyris væri flýtt eða seinkað frá venjulegum lífeyrisaldri, þ.m.t. niðurfelling hinnar svokölluðu 95 ára reglu. Steingrímur Ari Arason, aðstoð- armaður ijármálaráðherra, tók fram að vinnu við frumvarpið væri ekki lokið. Samanburðurinn hefði verið kynntur á vinnufundi með fulltrúum starfsmanna og fjármála- ráðuneytis í gær. „Ég get ekki sagt annað en að um leið og við, fulltrúar fjármála- ráðherra, fengum úttektina í hend- umar vöknuðu hjá okkur spuming- ar um forsendur hennar," sagði Steingrímur Ari. Hann sagði að tilgangurinn með frumvarpinu hefði verið að gera ákveðna kerfísbreytingu og miðað hefði verið við að lífeyrisréttindin yrðu á heildina litið sambærileg við núverandi lög. Fram kom að fjár- málaráðuneytið hefði fengið óhlut- drægan aðila til að gera svipaðan tryggingastærðfræðilegan saman- burð og opinberir starfsmenn hafa látið gera og liggur niðurstaðan fyrir eftir helgi. FIB ræðir viðNHK FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hef- ur ákveðið að ganga til samninga við NHK tryggingamiðlunina um öku- tækjatryggingar fyrir félagsmenn sína. „NHK tryggingamiðlun hefur komist að samkomulagi við trygg- ingafélag í Norður-Evrópu um öku- tækjatryggingar fyrir FÍB. Trygg- ingafélagið mun opna útibú hér á landi í samráði við NHK,“ segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur segir að reiknað sé með að iðgjöld trygginga verði allt að 30% lægri en meðaliðgjöld eru nú hér á landi. Ekki liggur fyrir hvenær starf- semi erlenda fyrirtækisins hefst hér á landi. Atlanta að hefja pílagrímaflug fyrir Sádi-Araba Morgunblaðið/PPJ ATLANTA notar Boeing 747 breiðþotur til að flytja pílagríma til Jedda í Sádi-Arabíu. Lögfræðingnr VR um uppsögn eftir að leitað var til lögreglu vegna gruns um eiturlyfjasölu samstarfsmanns Alvarlegt í kjölfar vakn- ingar um fíkniefnabölið FRAMKVÆMDASTJÓRI Endur- vinnslunnar hf. segir það hafa verið óheppilegt, að gjaldkera fyrirtækis- ins hafi verið sagt upp störfum í framhaldi af því að hún leitaði til lögreglu vegna gruns um eiturlyfja- sölu samstarfsmanns. Hann segir hins vegar að uppsögnin hafi verið vegna samstarfsörðugleika, en ekki vegna þesa máls. Guðmundur B. Ólafsson, lögfræð- ingur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sagði að vinnuveitendur þyrftu ekki að tilgreina ástæður fyr- ir uppsögn starfsmanna. Endur- vinnslan væri í eigu ríkisins, en hluta- félag og stúlkan teldist því ekki ríkis- starfsmaður. Báðum sagt upp Hann sagði alvarlegt, í kjölfar vakningar þjóðarinnar um fíkniefna- bölið, ef það varðaði brottrekstri að láta lögreglu vita af grunsemdum sínum. Ef um samskiptaörðugleika innan fyrirtækisins hefði verið að Endurvinnslan rekur uppsögnina til samstarfsörö- ugleika ræða, þá væri klaufalega að upp- sögninni staðið. Stúlkan skýrði frá því í íjölmiðlum að hún hefði leitað til fíkniefnalög- reglunnar, þar sem samstarfsmaður hennar hefði ítrekað boðið henni E-töflur til kaups. Að sögn lögreglu var samstarfsmaðurinn handtekinn á leið frá vinnu í síðustu viku. Hann gaf þær skýringar, að hann hefði verið að stríða stúlkunni og engin alvara legið þar að baki. Stúlkunni var sagt upp störfum á föstudag og hún beðin um að vinna ekki út uppsagnarfrestinn, sem er þrír mánuðir. Samstarfsmanni henn- ar var einnig sagt upp störfum. Síðasti punktur í lengra ferli „Uppsögnin á sér langan aðdrag- anda, en þetta mál var síðasti punkt- urinn í því ferli,“ sagði Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Endur- vinnslunnar. „Stúlkan starfaði hér í rúmt hálft ár og samstarfsörðugleik- ar hafa verið umtalsverðir. Þetta umrædda mál er auðvitað ekki brott- rekstrarsök, en ég dreg ekki dul á að stúlkan hefði átt að láta yfirmenn fyrirtækisins vita, ef hún taldi sig verða fyrir áreitni af hálfu samstarfs- manns síns. Við erum að sjálfsögðu ekki að verja eiturlyfjasölu, eins og hefur skinið í gegn í umfjöllun um þetta mál. Þessi áreitni samstarfs- manns hennar var grár leikur, sem ekki er hægt að líða. Vissulega var tímasetningin á uppsögn hennar óheppileg, en að sjálfsögðu er gert upp við hana á réttan hátt. Hún fær greidd laun út marsmánuð og þriggja mánaða upp- sagnarfrest." 4 breiðþotur og 200 ís- lendingar FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur pílagrímaflutninga fyrir Saudi- Arabian Airlines um næstu mánaðamót og verða fjórar Boeing 747 breiðþotur notaðar til verksins, að sögn Arngríms Jóhannssonar eiganda Atlanta. Flutningar hófust fyrir Kabo Air í Nígeríu 15. janúar og verða tvær vélar sömu gerðar notaðar þar í pílagrímaflugi næstu vikna. Flogið er með pilagrima í tvo mánuði með hálfsmánaðar hléi en að því búnu taka við kenn- araflutningar fram í miðjan september. Stétt kennara er innflutt í Sádi-Arabíu að sögn Arngríms og koma þeir flestir frá Egyptalandi, Indlandi og Pak- istan. í fyrra flutti Atlanta 20- 30.000 manns fyrir Nígeríu- menn og 60-70.000 fyrir Sáda og segir Arngrímur að um 400 manns vinni við flutningana, þar af um 200 íslendingar. Hingað kemur breiðþota 19. mars til að sækja hóp nýliða sem nú er á starfsmannanám- skeiði. Útlánatöp ríkisviðskSpta- banka og opin--^ berra sjóða 1990-94 Fjámálastofnanir miíij. kr, ----------————r--——;— Landsbanki íslands 7.352 Framkvæmdasjóður 2.746 Byggðastofnun 2.471 Búnaðarbanki íslands 2.262 Iðnlánasjóður 1.722 Atvinnutrygg.sj. útflutningsgr. 1.509 Rskveiðasjóður fslands 1.097 Iðnþróunarsjóður 936 Hlutafjársjóður 733 Stofnlánadeild landbúnaðarins 722 Ferðamálasjóður 123 Byggingarsjóður verkamanna 33 Byggingarsjóður rikisins 32 Landflutningasjóður 8 * Utlánatöp ríkisbanka og opinberra sióða 22 milljarð- ar hafa tapast frá 1990 ENDANLEG útlánatöp ríkisvið- skiptabanka og opinberra sjóða námu tæpum 22 milljörðum króna á árun- um 1990 til 1994. Útlánatap Lands- banka íslands var um þriðjungur þeirrar fjárhæðar. Þetta kom fram í svari Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Magnúsar Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokks á Vesturlandi. Upplýsingar um útlánatöp á síðasta ári liggja hins vegar ekki fyrir. í svarinu kemur jafnframt fram að á þessu tímabili voru tæplega 30 milljarðar króna lagðir á afskriftar- reikninga viðkomandi stofnana. Þannig voru framlög umfram endan- leg útlánatöp tæpir 8 milljarðar og var staða afskriftarreikninga í árslok rúmir 11 milljarðar. Þeir sjóðir sem töpuðu hvað mestu voru Fram- kvæmdasjóður með 2,7 milljarða og Byggðastofnun með 2,5 milljarða. Þar á eftir kemur Búnaðarbankinn með um 2,2 milljarða króna útlána- tap. Engin útlánatöp voru hins vegar bókfærð hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, útflutningslánasjóði, húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Orkusjóði né Hafnabótasjóði. ------» ♦ ♦----- Fannst látin í Ölfusá Selfossi. Morgunblaöið. KONAN, sem leitað var að á Selfossi frá því aðfaranótt laugar- dags, fannst látin um tvöleytið á sunnudag. Lík hennar fannst í Ölfusá, á móts við bæinn Kirkju- feiju. Konan hét Agnes Eiríksdótt- ir og var til heimilis að Sólvöllum 11 á Selfossi. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö uppkomin börn. m. 'ata 1 fjóra ÖAG M N«<»r vöi-ur ftt. MEÐ blaðinu í dag fylgir síðna auglýsingablað Kringlunni, „Kringlukast“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.