Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tryggingastofnun ríkisins og sérfræðilæknar ganga frá samningi
Gerðardómur fjallar um
deilur vegna segulómtækis
SAMNINGUR sérfræðinga og Tryggingastofn-
unar ríkisins var samþykktur á almennum fundi
sérfræðinga á sunnudag með 54 atkvæðum
gegn 39. Samningurinn nær til hátt á fjórða
hundrað sérfræðinga og gera má ráð fyrir að
greiðslur samkvæmt honum geti numið allt að
einum milljarði króna á ári. Ekki náðist sam-
komulag um greiðslur fyrir rannsóknir í seg-
ulómtæki Læknisfræðilegrar myndgreiningar
hf. í Domus Medica og verður úrskurði í því
máli vísað til gerðardóms.
Samkvæmt samningnum er Tryggingastofn-
un ekki skylt að greiða fyrir nema tiltekin
heildarfjölda læknisverka og rannsókna á ári,
þannig að verði þau fleiri en kveðið er á um í
samningnum kemur ekki greiðsla fyrir þau frá
Tryggingastofnun. Sambærilegt ákvæði var
einnig að fínna í fyrri samningi sem gilti til
áramóta.
Samráðsnefnd
Þá þarf Tryggingastofnun að samþykkja nýja
sérfræðinga sem fá aðgang að samningnum að
fenginni umsögn samráðsnefndar, en í henni
eiga sæti tveir fulltrúar Læknafélags Reykjavík-
ur og tveir fulltrúar Tryggingastofnunar. Nefnd-
in á í umsögnum sínum að taka tillit til eðlilegr-
ar endurnýjunar og nýrrar þekkingar, auk þess
að meta þörf fyrir þjónustu í viðkomandi sér-
grein. Þá er einnig gert ráð fyrir að heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra skipi aðra nefnd
skipaða fulltrúum Landlæknis, Læknafélags og
ráðuneytis og þeirri nefnd er falið að meta þörf
fyrir sérfræðiþjónustu almennt og gefa einnig
álit sitt í þeim tilvikum að Tryggingastofnun
hafni sérfræðingi aðgangi að samningnum.
Samningnum fylgir sameiginleg bókun þar
sem fram kemur að ekki sé tekin afstaða til
ágreinings um greiðslur vegna segulómrann-
sókna hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu í
Domus Medica og að aðilar séu sammála um
að skjóta því máli til úrskurðar gerðardóms.
Samningurinn tryggir því ekki greiðslur fyrir
segulómrannsóknir hjá Læknisfræðilegri mynd-
greiningu. Samkvæmt ákvæðum samningsins
um gerðardóm skipar Læknafélagið einn í dóm-
inn, Tryggingastofnun einn og Héraðsdómur
Reykjavíkur einn.
Þorkell Bjamasoh, læknir hjá Læknisfræði-
legri myndgreiningu hf., vildi ekki tjá sig um
þessa niðurstöðu að svo stöddu er Morgunblað-
ið hafði samband við hann.
Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkra-
tryggingardeildar Tryggingastofnunar ríkisins,
sagði aðspurður að samningurinn væri viðun-
andi fyrir stofnunina. Framkvæmd hans væri
hins vegar flókin og fæli í sér mikla vinnu þann-
ig að það þyrfti að bretta upp ermarnar. Þá
væri samningurinn dýr í framkvæmd en það
væru smámunir í samanburði við greiðslurnar
úr sjúkratryggingakerfinu.
„Náðum ekki meiru“
„Við náðum ekki meira en þessu, en þannig
er það nú víst alltaf í samningum," sagði Guð-
mundur Ingi Eyjólfsson, formaður samninga-
nefndar lækna. Hann benti á að læknar væru
ekkert yfir sig hrifnir af samningnum því um
40% þeirra sem á fundinum voru hefðu greitt
atkvæði gegn honum. Hins vegar ætti heilbrigð-
isþjónustan mjög undir högg að sækja. Niður-
skurður væri viðkvæðið og þeir hefðu verið að
semja undir þeim þrýstingi. Fjármálaráðuneytið
vildi gera áætlanir fyrir hvert ár um útgjöld
vegna þessa og samningurinn væri eiginlega
innan þess ramma sem ráð væri fyrir gert í
fjárlögum.
Bifreiða-
gjald í
bensínverð?
BENSÍN- og olíulítrinn þyrfti að
hækka um 7,77 kr. til að ríkið fengi
sömu tekjur og það hefur nú af
bifreiðagjaldi.
Þetta kemur fram í svari fjár-
málaráðherra við fyrirspum Guð-
mundar Hallvarðssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokks. Er þá miðað við
að gjaldið verði lagt jafnt á bensín
og olíu. Segir í svarinu að slíkt gjald
myndi bitna tiltölulega harkalega á
atvinnubifreiðum. Hins vegar gæti
innheimtukostnaður lækkað vem-
lega með því að þetta gjald legðist
á við innflutning frekar en að það
væri innheimt af eigendum bifreiða
eins og nú er gert.
Tekjur ríkisins af bifreiðagjaldi
námu nálægt 1,8 milljörðum króna
bæði árin 1993 og 1994. í svari
fjármálaráðherra kemur fram, að
áætlaður innheimtukostnaður emb-
ætta t'ollstjóra og sýslumanna sé
24-26 milljónir á ári. Þá fái skoð-
unarstöðvar -greidda þóknun fyrir
að taka við bifreiðagjöldum og nam
þóknun til Bifreiðaskoðunar íslands
8 milljónum árið 1994.
Morgunblaðið/Ásdís
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri skoðar skoplegri hliðar málsins ásamt slökkviliðsmönn-
um á fundi í Slökkvistöðinni í Reykjavík í gær.
Athugasemdir slökkvi-
liðsmanna koma of seint
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að athugasemdir
slökkviliðsmanna um rekstur Neyð-
arlínunnar hf. komi of seint fram.
Gengið hafí verið til samninga um
málið. Engar athugasemdir hafi
borist frá slökkviliðsmönnum þegar
málið var til umfjöllunar hjá alls-
heijarnefnd Alþingis í marsmánuði
á síðasta ári áður en það varð að
lögum. Þetta kom fram á fundi sem
Landssamband slökkviliðsmanna
hélt með borgarstjóra í Slökkvistöð-
inni í gær.
Ingibjörg Sólrún sagði að Reykja-
víkurborg hefði staðið frammi fyrir
tveimur kostum. Annars vegar að
standa fyrir utan þetta samkomulag
eða bjóða í verkefnið með öðrum,
eins og gert hefði verið. Reynt hefði
verið að tryggja hagsmuni Slökkvi-
liðsins í þessu máli.
Ingibjörg Sólrún hvatti Guðmund
Vigni Oskarsson, fcrmann Lands-
sambands slökkviliðsmanna, til að
endurskoða þá afstöðu sína, sem
hann lét í ljós á fundinum, að gera
yrði grundvallarbreytingar á samn-
ingi um neyðarsímsvörun ef sættir
ættu að nást. Ingibjörg Sólrún sagði
að Reykjavíkurborg væri búin að
skuldbinda sig í þessu máli og samn-
ingar væru komnir á við dómsmála-
ráðuneytið. Borgarstjóri kvaðst hafa
rætt við dómsmálaráðherra um
óánægju slökkviliðsmanna og hefði
hann lýst sig fúsan til þess að
tryggja viðunandi stöðu slökkviliðs-
manna innan hins nýja fyrirtækis,
án þess þó að gerðar yrðu grundvall-
arbreytingar á samningnum.
Breytingar
á fleiri sviðum
Garðar Jóhannsson, umsjónar-
læknir á neyðarbílnum, skýrði frá
því að hann hefði skrifað bréf til
dómsmálaráðuneytis þar sem hann
lýsti því yfír að neyðarsímsvörun
væri best komið fyrir hjá slökkvilið-
inu.
Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir að
Slökkviliðið í Reykjavík stæði
frammi fyrir miklum breytingum á
fleiri sviðum. Nú færi fram úttekt
á starfsemi stofnunarinnar. Hún
sagði að í fyrsta sinn í sögu
Slökkviliðsins hefði þurft að leggja
til fjármagn til tækjakaupa stofnun-
arinnar úr borgarsjóði, alls 17 millj-
ónir kr. á síðasta ári. Þetta mætti
rekja til breytinga á lögum um
brunamál sem hafa m.a. gert það
að verkum að Húsatryggingar
Reykjavíkur hafa verið reknar með
tapi. Þær hefðu áður séð Slökkvilið-
inu fyrir rekstrarfé.
Brutu rúður
og reglur
LÖGREGLAN í Reykjavík
hafði afskipti af þremur 10
ára strákum um heigina, en
þeir höfðu brotið rúður og
skemmt bíl.
Lögreglan greip drengina í
Bólstaðarhlíðinni, en þar höfðu
þeir gert sér leik að því að
bijóta þijár rúður og skemma
bifreið. Að auki höfðu þeir
brotið útivistarreglur, því
klukkan var 21.30 og þeir áttu
að vera komnir inn kl. 20.
Lögreglan fór með drengina
heim til foreldranna.
Reyndi að
nota falsaðan
lyfseðil
KONA var handtekin í Lauga-
vegsapóteki á sunnudags-
kvöld, þegar hún reyndi að fá
lyf afgreidd út á falsaðan lyf-
seðil.
Starfsmenn apóteksins létu
lögregluna vita og handtók
hún konuna í apótekinu. Hún
var flutt í fangageymslur.
Mál af þessu tagi koma upp
af og til. Oftast eiga i hlut
fíkniefnanotendur, sem reyna
að verða sér úti um lyf með
þessum hætti.
Fékk högg í
stað greiðslu
SENDILL, sem fór með flat-
böku í hús í Grafarvogi á
sunnudag, fékk högg í andlitið
þegar hann krafðist greiðslu
fyrir matinn.
Sá sem hafði. pantað flat-
bökuna var ekki sammála
sendlinum um hvað hún ætti
að kosta. Eftir orðahnippingar
lét kaupandinn hendur skipta
og sló sendilinn hnefahögg í
andlitið. Hann leitaði strax til
lögreglu og kærði athæfið.
Stálu fjar-
stýringum
ÞJÓFAR stálu fjarstýringum á
bílageymsluhurð úr tveimur
bílum í bílageymslu í Grafar-
vogi um helgina.
Bflamir vom ólæstir í
geymslunni. Þjófarnir létu allt
annað en fjarstýringamar eiga
sig, en hvað þeim gekk til með
stuldinum er ekki vitað.
Verðmæti
hurfu úr
geymslunni
BROTIST var inn í geymslu í
fjölbýlishúsi í Grafarvogi um
helgina og þaðan stolið tals-
verðum verðmætum.
Þjófarnir höfðu á brott með
sér köfunarbúnað, bakpoka,
sigbúnað og fleira.
Rannsóknarlögregla ríkis-
ins fer með rannsókn málsins.
Súkkulaðiís
stolið
BROTIST var inn í sendibíl á
Fosshálsi um helgina og stolið
íspinnum með súkkulaði-
bragði.
Þjófurinn vissi greinilega
hvað hann vildi, því allar aðrar
bragðtegundir voru látnar í
friði.