Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Um afturhvarf til fortíðar og árangurs- ríkan niðurskurð ÞEGAR sá sem þetta ritar gerðist starfsmaður á hand- lækningadeild Land- spítalans á síðari hluta sjötta áratugarins var meiriháttar brunaslys einn mesti ógnvaldur starfsliðsins. Á deild- inni var engin aðstaða til meðferðar á brun- asárum. Brunasjúkl- ingar lágu innanum aðra sjúklinga og starfsliðið, sem ekki hafði neina sérstaka þjálfun í brunameð- ferð, varð að sinna þeim eins og öðrum sjúklingum. Oft lágu þessir sjúklingar mánuð- um saman á deildinni og brunasár- in sýktust alltaf. Þau urðu svo upp- spretta sýkinga hjá öðrum sjúkling- um, jafnvel með hrein skurðsár og svo smituðust brunasjúklingarnir af öðrum sýktum sjúklingum. Þeg- ar hreinsa þurfti brunasárin varð að gera það á skurðstofunum og þegar brunasjúklingar voru í með- ferð ijölgaði nær alltaf sýkingum í skurðsárum. Þegar við þetta bætt- ist að þessir sjúklingar þurftu margfatda umönnun á við aðra leiddi af sjálfu, að þeir voru engir aufúsugestir. Allir lögðu sig þó fram um að veita þeim þá umönnun sem möguleg var og stundum náð- ist ótrúlegur árangur. Brunameðferð Sjúklingur með stór brunasár er eitt vandasamasta verkefni í lækn- isfræði. Það er ekki verkefni fyrir einn snjallan einstakling, heldur hópverkefni, þar sem lækningaað- gerðir og umönnun, andleg og Iík- amleg, verður að haldast í hendur. Til þess að reka árangursríka brunameðferð þarf því vinnuhóp, samsettan af vel þjálfuðu og áhugasömu starfsfólki, og það tek- ur langan tíma að þjálfa slíkan vinnuhóp. í öllum þjóðfélögum, sem sjá sóma sinn í að reka góða heilbrigð- isþjónustu, eru meiriháttar bruna- sár meðhöndluð á sérdeildum, með sérhæfðu starfsliði og fer fjöldi og stærð deildanna eftir stærð og gerð þjóðfélagsins. Oftast eru þessar deildir reknar í tengslum við lýta- lækningadeildir, því þar fer endan- leg viðgerð brunaöranna fram. Sérhæfingu, eins og hér er lýst, er erfitt að koma á i litlu þjóðfé- lagi, og enn erfiðara að halda henni við, því verkefni eru sem betur fer af skornum skammti. í fátækum löndum, þar sem aðgengi og fé til heilbrigðisþjónustu er takmarkað, er brunameðferð líka takmörkuð. Sjúklingar með meiriháttar bruna- sár eru lagðir til hliðar og fá ein- ungis verkjameðferð. Ástandið, sem að framan er lýst, hélst á handlækningadeildinni, lítið breytt fram á áttunda áratuginn, a.ö.l. en því, að reynt var að fylgj- ast með og nota þær aðferðir við meðferð brunasára, sem verið var að þróa annars staðar. Lýtalækningadeild Árið 1976 var stofn- uð lýtalækningadeild á Landspítalanum. Þetta var lítil deild, aðeins 12 rúm, en í tengslum við hana var sérað- staða til að meðhöndla brunasjúklinga, sem var einangrun fyrir einn sjúkling og sér- stök aðstaða til að hreinsa brunasár og halda þeim hreinum. Lýtalækningadeildin varð jafnframt eina brunadeild landsins og þangað voru sendir nær allir sjúklingar með alvarleg brunasár Hver er aðstaðan, spyr Arni Björnsson, ef fjöldaslys verður, þar sem brunar eru aðaláverkar? af öllu landinu, enda gert ráð fyrir að hægt væri að nýta hana, að hluta eða alla, fyrir slíka sjúklinga, ef þörf krefði. Á gjörgæsludeild spitalans var síðar bætt við einangrunarstofu fyrir brunasjúklinga, sem þurftu á gjörgæslu að halda. Starfslið lýtalækningadeildar- innar fékk smátt og smátt góða þjálfun í meðferð brunasjúklinga og þar varð til starfshópur, þar sem allir voru reiðubúnir til að leggja fram alla krafta sína, þegar á þurfti að halda. Árangurinn varð sá, að hér var hægt að veita brunameð- ferð sem oftast uppfyllti ýtrustu kröfur. Sýkingum fækkaði og brunasjúklingar voru ekki lengur ógnun við aðra sjúklinga spítalans. Brunameðferðin varð sjálfsagt verkefni lýtalækningadeildarinnar, sem oftast var leyst af hendi án þess að vekja neina sérstaka at- hygli. Bakslag Svo rann upp tími niðurskurðar- ins, sem í fyrstu kom fram í tíma- bundnum lokunum einstakra deilda spítalans. Lýtalækningadeildin var lítil rekstrareining og kostaði því hlutfallslega meira en stærri deild- ir. Þegar við bættist dýr starfsemi, sem brunameðferð óneitanlega er, var freistandi að loka henni. I fyrstu um tíma, en svo fór, þegar þumalskrúfa fjárveitingavaldsins herti að stjórnendum spítalans, að farið var að ræða möguleika á að loka henni alveg. Sjúklingar með alvarleg brunasár höfðu þá ekki knúið dyra um nokkurt skeið, en skömmu eftir að deildinni var lok- að, að þessu sinni, bárust að nokkr- ir miðlungi erfiðir brunasjúklingar. Það olli nánast öngþveiti á deild- inni, sem gert var að taka við þeim. Þegar við hættist, að þáverandi yfirlæknir sá þann kost vænstan að leita eftir möguleikum á að flytja alvarlega brennda sjúklinga til Danmerkur var deildin opnuð á ný. En Adam var ekki lengi í Paradís. Á sl. sumri var deildinni lokað aft- ur og enn sjást engin merki um að opna eigi hana aftur. Starfsliðið er komið á tvist og bast og það mun kosta fé og taka tíma, að þjálfa nýtt starfslið. Heilbrigðislög mæla svo fyrir, að allir þegnar landsins skuli eiga kost á þeirri heilbrigðisþjónustu, sem best er talin á hverjum tíma. Skylda um að veita slíka þjónustu eða sjá um að hún veitist hvílir á stjómendum allrar lækningastarf- semi á sjúkrahúsum landsins. Það er því augljóst að nýskipað- ur yfirlæknir, nú lokaðrar, lýta- lækningadeildar Landspítalans verður að semja við Dani eða ein- hveija aðra nágranna okkai um að taka til meðferðar sjúklinga héðan með meiriháttar brunasár. Að öðrum kosti er hann að bijóta heilbrigðislög. Fjöldaslys? Pyrir skömmu varð gasspreng- ing í sumarbústað rétt utanvið borgina. í bústaðnum voru fjögur ungmenni að skemmta sér. Þau hlutu öll brunasár en aðeins eitt þeirra sár, sem hugsanlega gátu talist lífshættuleg. Ástandið á deildinni, sem þau liggja á, er svip- að og var fyrir 40 árum, undir svip- uðum kringumstæðum. Hvernig væri það ef þau hefðu öll brennst eins og sú sem hlaut mestu brunas- árin? Brunaslys gera ekki boð á undan sér, frekar en snjóflóð. Þau geta orðið hvenær sem er og hvar sem er og fjöldaslys, þar sem brunar eru aðaláverkar, eru algeng, t.a.m. flugslys. Það eru öfugmæli að tala um fullkomna heilbrigðisþjónustu, þar sem viðbúnaður við slíkri vá er ekki til. Því hefur verið og er haldið fram af stjórnmálamönnum, að íslensk heilbrigðisþjónusta standi jafnrétt eftir allan niðurskurðinn. Við, sem starfað höfum við hana mestalla starfsævina, vitum að svo er ekki. Afleiðingarnar af niðurskurðinum eru að koma betur og betur í ljós og birtast m.a. í því afturhvarfi til fortíðar, sem er lokun einu sjúkra- deildar landsins, þar sem sérhæfð meðferð brunasjúklinga hefur farið fram. Er ekki ástæða til að óska réttum yfirvöldum til hamingju með svo áþreifanlegan árangur af niður- skurði í heilbrigðisþjónustunni? Höfundur er frv. yfirlæknir á lýta- lækningadeild Landspítalans. Árni Björnsson Framtíðarhúsgögn fyrir ungt fólk S&nnleijmi'inn nm rúmin Gömul ('ullyrding: Stíf rúm eru betri fyrir bakið. Hið sann*i Vísindalegar kannanir sýna að til þess að hryggurinn haldist í eðlilegri stöðu, verður rúmdýnan að gefa nóg eftir til að herðar og mjaðmir sökkvi niður en um leið að vera það stinn að hún leggist vel að mjóbakinu. Aðeins DUX-rúmin sameina þetta. Skýring: Venjuleg rúm í millistærð (Queen-size) hafa 375 - 900 íjaðrir. DUX-rúm af sömu stærð hefur 1680 - 3450 fjaðrir. Fleiri fjaðrir þýða: jafnari stuðningur - minni mótstaða - betri blóðrás. Líttu inn og prófaðu DUX-rúm, Bakið mun segja þér sannlcikann, 5 > HÍ DUX ) "i'úmiá setn |ító Keí ur líeáicí efíir. Faxafeni 7 - Sími: 568 9950 |>ú ert aldrei einn með CISCO CISCO er mest seldi netbúnaður í heiminum í dag. CISCO fyrir Samnetið / ISDN, Internetið og allar nettengingar. Hátækni t i I framfara Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.