Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUBCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Reuter Bronshjá Jóni Amari * JON Arnar Magnússon varð á sunnudaginn annar íslendingur- inn til að komast á verðlaunapall á Evrópumeistaramótinu í frjáls- Jþróttum innanhúss, en hann náði þriðja sætinu í sjöþrautarkeppn- inni. Vala Flosadóttir hafði stigið á efsta þrep verðlaunapallsins er hún tók á móti gullverðlaunum á föstudaginn fyrir sigur í stang- arstökki. Með árangrinum um helgina hefur Jón Arnar skipað sér á pall með bestu tugþrautar- inöimum heimsins. A myndinni er hann á verð- launapalli ásamt Tomas Dvorak frá Tékklandi, sem varð í 2. sæti, og sigurvegaranum, Erki Nool frá Eistlandi. ■ Svekktur en sáttur/Bl ■ Martröð/B8-9 Viðræður við ESB um heilbrigðisskoðun sjávarafurða Landamærastöðvar fyrir fisk settar upp VIÐRÆÐUR við Evrópusambandið um að reglur þess um heilbrigðis- sk'oðun sjávarafurða á landamærum verði teknar upp í EES-samninginn eru langt komnar. Náist samkomu- lag fyrir mitt næsta ár, er reglurn- ar ganga í gildi innan ESB, verða íslenzkar sjávarafurðir undanþegn- ar heilbrigðisskoðun við innflutning til Evrópusambandsins, en á móti verður Island að framkvæma eftir- lit með fiski frá ríkjum utan EES, samkvæmt öllum kröfum Evrópu- sambandsins. Þetta mun hafa í för með sér að setja verður upp landamærastöðvar fyrir fisk í nokkrum höfnum, þar sem aðstaða er til eftirlits, sýnatöku og rannsókna. Að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, deildarstjóra í sjávar- útvegsráðuneytinu og formanns starfshóps sem gera á tillögur um útfærslu á landamæraeftirlitinu, er ekki fastákveðið hvar eða hversu margar stöðvarnar verða. Það ligg- ur þó ljóst fyrir að alltof kostnaðar- samt yrði að setja þær upp í öllum höfnum landsins og þess vegna er líklegast að þijár til ijórar stöðvar verði settar upp. Slíkt gæti haft í för með sér að t.d. rússnesk skip, sem landa heil- frystum fiski til frekari vinnslu hér á landi, yrðu að koma við í tveimur höfnum í stað einnar. 'Fyrst yrði landamæraeftirlitið framkvæmt og síðan mætti skipið sigla þangað, sem ætti að landa fiskinum. Útflytjendur spara en kaupendur Rússafisks áhyggjufullir Gylfi Gautur segir að gífurlegur hagur sé að því fyrir útflytjendur að fá hindrunarlausan aðgang að Evrópumarkaðnum, enda geti kostnaður vegna hinna nýju reglna ESB um samræmt og hert ytra eftirlit með innfluttum sjávarafurð- um orðið 500-700 milljónir króna á ári fyrir íslenzkan sjávarútveg að óbreyttu. Hér heima hafi fisk- vinnslufyrirtæki, sem kaupa mikið af Rússafiski, hins vegar áhyggjur af auknu óhagræði og kostnaði. ■ „Schengen-samningur“/29 Norðmenn taka tog- ara DFFU NORSKA strandgæslan færði tog- arann Wiesbaden til hafnar í Tromso aðfaranótt sunnudags. Togarinn er í eigu Deutsche Fisch- fang Union, DFFU, sem er að hálfu í eigu Samheija hf. á Akureyri. Skipstjóri Wiesbaden var ákærð- ur fyrir að gefa upp rangar tölur um afla skipsins í norskri lögsögu í skeyti sem sent var til norsku strandgæslunnar þegar skipið var á leið til hafnar í Noregi að sækja varahluti. Útgerðinni var boðið að greiða tæpar fimm milljónir ís- lenskra króna í dómssátt en að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, fram- kvæmdastjóra Samheija, var því hafnað. Málið fer því fyrir rétt í Tromso en lögð var fram banka- ábyrgð fyrir upphæðinni og hélt togarinn til veiða á ný í gærkvöld. Mistök skipstjóra Þorsteinn Már segir að eini glæp- urinn sem hafi verið framinn hafi verið sá að gefnar voru upp rangar aflatölur og hér sé um mannleg mistök skipstjórans að ræða. Allar skráningar í veiðidagbókinni hafi verið sannar og réttar og það hafi komið á daginn þegar fulltrúar norsku strandgæslunnar komu um borð í togarann. „Með því að bjóða upp á dóms- sátt er norska strandgæslan í raun að viðurkenna mistök sín, alla vega að hluta. Þessi uppákoma er hluti af stríði okkar Íslendinga við Norð- menn en þeir eru mjög óhressir með að við séum óbeint með veru- legar veiðiheimildir í norskri lög- sögu. Mér finnst Norðmenn leggj- ast ansi lágt með þessari framkomu en við erum þó orðnir ýmsu vanir frá þeim,“ sagði Þorsteinn Már. Tvö önnur skip DFFU hafa verið við veiðar í norskri landhelgi að undanförnu. Norska strandgæslan hefur farið nokkrum sinnum um borð í þau og farið yfir veiðidagbæk- ur án þess að gera athugasemdir. Sem fýrr segir fer málið fyrir dóm- stóla og verður það tekið fyrir 10. »maí næstkomandi. Þorsteinn Már *er þess fullviss að DFFU vinni málið. Morgunblaðið/RAX ÞEGARveturkonungursýnirá X 7\ 111 KllVA1 V» aðtakameðsértvenna sér margar hliðar á einum og \ wlILl U LLIIII gönguskó. Mestu máli skiptir sama deginum er best að vera auðvitað að hér eru á ferðinni við öllu búinn og vel skóaður eins tekur stór skref enda hefur hann stóri hefur hins vegar ákveðið menn sem kunna að mæta að- og litli maðurinn að ofan. Hann styrka hönd að styðja sig við. Sá að mæta aðstæðunum með því stæðunum. Vilja innsetningu í flak Kofra LÍNUSKIP ehf., félag í eigu Krist- jáns Guðmundssonar á Rifi, hefur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða krafist innsetningar í Kofra ÍS-41 en Línu- skip og Frosti í Súðavík, útgerð Kofra, höfðu gert kaupsamning um sölu á skipinu áður en eldur kom upp í því á hafi úti 4. febrúar sl. Línuskip krefjast þess nú að fá skipið afhent í núverandi ásigkomu- lagi ásamt þeim aflaheimildum sem fýlgja áttu því samkvæmt kaup- samningnum og mótmælir fyrir- tækið yfirlýsingum Frosta um að kaupsamningnum sé rift. Línuskip og Frosti gerðu með sér kaupsamning 6. desember síðastlið- inn. Samkvæmt samningnum átti Frosti að afhenda Línuskipum Kofra 1. mars ásamt aflahlutdeild og aflamarki í ýmsum tegundum; 150 tonn af þorski, 75 tonn af ýsu, 70 tonn af ufsa, 46 tonn af karfa og 350 tonn af grálúðu. 4. febrúar sl. kom upp eldur í Kofra þegar hann var að veiðum norður af landinu og var skipið dregið mikið skemmt inn til hafnar á ísafirði þar sem það liggur enn. í aðfararbeiðni, sem Sigurbjörn Magnússon hrl., lögmaður Línu- skipa, hefur lagt fram í Héraðsdómi Vestfjarða kemur fram að 26. febr- úar hafi Línuskip krafist þess að skipið yrði afhent samkvæmt kaup- samningnum þrátt fyrir að það væri ekki í umsömdu ástandi. Línu- skip mundu sjá um að gera við skipið og fá vátryggingabætur til þess að koma því í umsamið ástand. Þessu hafi Frosti hafnað og boðist til að afhenda veiðiheimildirnar en ekki skipið. í framhaldi af bréfa- skiptum aðilanna hafi Frosti lýst yfir riftun kaupsamningsins en því hafí Línuskip mótmælt og telji skil- yrði riftunar ekki fyrir hendi. Aðilarnir deila m.a. um þýðingu ákvæðis í kaupsamningnum þar sem segir að seljandinn sé óbundinn af samningnum farist skipið og telur Línuskip að þetta ákvæði eigi ekki við þar sem Kofri hafí ekki farist. Búið sé að meta skipið viðgerðar- hæft og áætla viðgerðarkostnað. Því séu engar óviðráðanlegar ástæður sem hamli afhendingu. Línuskip ehf, sem skráð er í Súðavík, hefur lagt inn greiðslu samkvæmt kaupsamningnum á geymslureikning og hefur lagt fram kröfu um innsetningu í skipið og aflaheimildirnar samkvæmt kaup- samningnum. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Vestfjarða hefur lög- manni Kofra, Tryggva Agnarssyni hdl., verið veittur frestur til föstu- dags til að skila greinargerð með sjónarmiðum fyrirtækisins í málinu. Aætlað er að málið verði flutt fyrir dómstólnum strax eftir helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.