Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGINN 18. febrúar birtist frétt á baksíðu Morgun- blaðsins vegna nýlegr- ar greinar eftir Stefán Aðalsteinsson í Heil- brigðismálum um áhrif bólusóttar á tíðni ABO- blóðflokka á Indlandi. Stefán birti fyrst grein um þetta efni í Annals of Human Genetics árið 1985 — og oft síð- an. Af fréttinni að dæma virðist sem upp- lýsingar Stefáns séu nýtilkomnar og hnekki í veigamiklum atriðum hugmyndum um þátt fólks af írskum og skoskum upp- runa í landnámi Islands. Svo er þó ekki. Ári áður en grein Stefáns birt- ist fyrst (þ.e. fyrir 12 árum) hafði E.M. Wijsman birt útreikninga sína í Human Genetics. Þar kom fram að ABO-blóðflokkahlutfall í íslend- ingum skæri sig svo úr öðrum erfðaþáttum að best væri að nota það ekki við heildarútreikninga í leit að uppruna íslendinga og skyld- leika okkar við aðrar þjóðir. Grein Stefáns er því einkum áhugaverð sem innlegg í umræðu um viðnám fólks í ólíkum blóðflokkum við bólu- sótt en skiptir minna máli þegar kemur að tengslum okkar við Ira og Skota. Til þess að lesendur Morgunblaðsins fái sem gleggsta mynd af stöðu þekkingar á írskum og skoskum áhrifum á íslandi virð- ist því vera full þörf á að skýra hvers vegna menn hafa litið til Bret- landseyja í leit að áhrifum á ís- lenska menningu í öndverðu. Það er ekki vegna ABO-blóðflokka (þótt þeir hafi blandast inn í þá umræðu um skeið) heldur vegna sérstöðu ís- lenskrar menningar á sviði orðlistar, sérstöðu sem ber mörg merki þess að hana megi rekja til menningar- áhrifa vestan um haf eins og fjöl- margir fræðimenn hafa bent á, allt frá því á síðustu öld. Ymsir erfða- þættir (aðrir en ABO-blóðflokkarnir) hafa síðan aukið líkur fyrir því að Islendingar séu ekki eingöngu komnir af Norðmönnum. Og í þeim fræðum má vænta mikilla framfara á næstunni í kjölfar nýrrar tækni og þekkingar sem hefur hlaðist upp við rannsóknir í erfðafræði. Þrælatökur aukast á Irlandi á sama tíma og ísland er numið Island var fyrst byggt írskum klerkum/einsetumönnum sem lögðu leið sína hingað undir lok 8. aldar eftir því sem segir í bók írska munksins Dicuil frá um 825. Um 100 árum áður hafði Beda prestur á Englandi talað kunnuglega um eyland í norðri, sem gæti verið ís- land, hugsanlega eftir frásögn klerka sem hingað komu. Saga Dicuils ýellur vel að orðum Ara fróða í Islendingabók um papa og 'er ástæðulaust að efast um að pap- ar hafi lagt leið sína hingað. Ekki er þó hægt að tala um varanlegt landnám á íslandi fyrr en eftir 870 þegar norrænir menn tóku að streyma til landsins. Meirihluti þeirra hefur líklega komið beint frá Noregi en allmargir komu úr nor- rænum nýlendum á Bretlandseyjum þar sem þeir höfðu dvalið um Iengri eða skemmri tíma og gengið að eiga innfæddar konur. Þrælahald tíðkaðist hjá þessu fólki og má ætla að flestir þrælanna hafi komið frá írlandi, m.a. vegna þess að töl- ur í írskum annálum um þá sem víkingar hnepptu í þrældóm hækka I mikið á þeim árum sem ísland var að byggjast, þ.e. um 870-950. Sérstaða íslendinga á sviði skáldskapar íslensk menning á miðöldum virðist hafa verið ólík norskri á þeim sviðum sem lúta að skáldskapariðkun. íslendingar voru eina norræna þjóðin á mið- öldum sem skrifaði frumsamdar bók- menntir á þjóðtung- unni og nær öll nafn- greind skáld sem við þekkjum til við nor- rænar hirðir komu frá íslandi. Ýmsar kenn- ingar hafa verið settar fram til að skýra af ’ hverju sagna- og kvæða.hefð varð sterk- ari á íslandi en í Nor- egi. Þessu gerðu nor- rænu sagnaritararnir, Theodoricus og Saxi málspaki sem skrifuðu báðir á latínu, sér strax grein fyrir undir lok 12. aldar þeg- ar þeir báru lof á íslendinga fyrir að kunna mikið af gömlu sagna- og kvæðaefni. Sumir nútímafræðimenn hafa haldið því fram að íslendingar hafi ekki verið sérstakir að þessu leyti (og jafnvel gengið svo' langt að ímynda sér að sögur Norðmanna hafi glatast vegna lélegra varð- veisluskilyrða þar í landi) og aðrir hafa skýrt blómlegt bókmennta- starf íslendinga með sérstökum vaxtarskilyrðum hér norður við ysta haf, einangruðu samfélagi sem bjó að st^rkum minningum um þjóð- flutninga, Alþingishaldi sem gaf mönnum tækifæri til að hittast og loks hafi fijó bókmenntaáhrif frá meginlandi Evrópu á 12. og 13. öld skapað jarðveg fyrir vöxt þeirrar bókmenntagreinar sem við köllum íslendingasögur. En uppruni íslend- ingasagna er oft rakinn í eldri sög- ur um norska konunga, sem aftur eiga að vera afsprengi heilagra manna sagna sunnan úr álfu. Margir hafa efast um þessar skýringar og bent á að latínulær- dómur 12. og 13. aldar sé ekki helsta uppspretta þessara sagna heldur miklu fremur hin munnlega sagnahefð á íslandi. Sú hefð hafi verið ólík því sem til var annars staðar vegna þeirrar einstæðu menningarblöndu sem landnáms- menn frá Noregi og Bretlandseyjum bjuggu til þegar þeir mynduðu með sér samfélag á íslandi nokkrum öldum fyrr. Þessi hugmynd hefur leitt menn til að skýra sérstöðu ís- lands á bókmenntasviðinu með framlagi Skota og íra til íslenskrar menningar í öndverðu. Þessar þjóð- ir höfðu náð langt í skipulegri iðkun skáldskapar löngu fyrir íslands- byggð, þjálfuðu skáld í sérstökum skólum og létu þau gegna opinberu hlutverki í samfélaginu. Hvernig gátugelísk áhrif borist til Islands? Þijár leiðir hafa verið nefndar til að skýra leið írskra og skoskra menningaráhrifa til Islands: 1) með Norðmönnum sem komu vestan um haf þar sem þeir gátu hafa kynnst menningu innfæddra á 9. og 10. öld (sbr. norsk tökuorð í írsku, nor- ræn örnefni á írlandi, hernaðar- bandalög íra og norrænna manna, gagnkvæm fóstur barna, tilvísanir til tvítyngdra „útlendra Ira“ i írsk- um heimildum, og nýlegan forn- leifauppgröft í Dyflinni); 2) í gegn- um menningartengsl á Orkneyjum þar sem norrænir menn voru í ná- vígi við gelískt fólk; og 3) með fólki af gelískum uppruna sem kom til íslands á landnámsöld, ýmist sem fijálsir landnemar, eiginkonur nor- rænna manna, eða sem þrælar — en þrælum bregður víða fyrir í ís- lenskum heimildum þótt þeir fái sjaldnast mikla umfjöllun. Hlutfall íra og Skota í hópi þeirra sem byggðu ísland hefur verið á reiki, hvort sem stuðst hefur verið við fornar ritheimildir eða blóð- Gelískra áhrifa gætir einkum í verkum, segir Gísli Sigrirðsson, sem sækja mest í elstu sagnahefðina. flokka- og erfðarannsóknir á lifandi fólki. Tölur á bilinu 2%-98% hafa komið fram en líkleg áætlun sem byggist á samanlögðum útreikning- um á erfðaþáttum (að frádreginni ABO-dreifingunni, sbr. Wijsman) og mati á ritheimildum, eftir að til- Iit hefur verið tekið til eðlilegs stéttahlutfalls (líkt og Jón Steff- enssen gerði í Sögu 1971), gæti verið á bilinu 14-30%. Til þess að hægt sé að gera ráð fyrir að gelísk áhrif hafi getað haft djúptæk áhrif á íslenska menningu er líklegast að þau hafi borist beint með írum og Skotum (leið 3). Þó að leiðir 1) og 2) séu hugsanlegar hefðu gelísk áhrif allt eins getað borist til Noregs eftir þeim og því geta þær ekki skýrt sérstöðu íslend- inga. Þá koma gelísk áhrif fram í nokkrum tökuorðum (brekán<bre- acan/breccán; gjalt<geilt; kapall<capall; tarfur<tarb) og eiginnöfnum (Dufgus<Dubgus, Njáll<Níall, Kormákur<Cormac, (Mýr-Kjartan<Muircheartach) en til þess að skýra af hveiju írsk/skosk tökuorð og nöfn eru ekki útbreiddari en jaun ber vitni má benda á að: 1) írar og Skotar fluttu ekki með sér nýtt verklag eða tækni inn í það samfélag sem nor- rænir menn stjórnuðu á íslandi; 2) vinnu þræla var stjórnað af norræn- um mönnum; 3) þrælar héldu ekki upprunalegum nöfnum sínum held- ur voru þeir kallaðir norrænum nöfnum; og 4) tungumál þrælanna hefur líklega ekki notið vinsælda meðal húsbænda þeirra. Áhrif á hugmyndaheim sagnanna og form dróttkvæða Vegna lágrar þjóðfélagsstöðu flestra íra og Skota sem komu til íslands má geta sér þess til að nor- rænir húsbændur þeirra hafí verið lítt hrifnir af því að heyra þá segja sögur af írskum og skoskum hetj- um. En þrælarnir gátu samt sem áður sagt sögur sem endurspegluðu sagnasmekk þeirra og lífsviðhorf. Gelískra áhrifa gætir einkum í þeim verkum sem sækja mest í elstu sagnahefðina sem ætla má að hafi mótast á íslandi, fornaldarsögur og goðsagnaefnið. Hér má nefna hug- myndir um endurholdgun, Ódáins- akur, ástarævintýri mennskra manna með huldufólki/álfum, hug- myndir um Hvítramannaland og Vínland langt í vestri, fóstur hjá bergbúum, álagaformúlur og var- úlfa. Goðafræðin, eins og við þekkj- um hana úr Snorra-Eddu og kvæð- unum, er án efa norræn að upplagi en innan hennar var rúm fyrir nýtt efni og því gátu einstakar gelískar sögur bæst við og orðið hluti af heildinni án þess að breyta hug- myndaheiminum. Þetta virðist hafa gerst með Ríg í Rígsþulu, Ixika og epli Iðunnar, heimsókn Þórs í Geir- röðargarða og dauða Baldurs sem ber að með líkum hætti og dauða Fergusar í írskum sögum, ferð Þórs til Utgarða-Loka og hugmyndir um talandi höfuð. Allt á þetta sér hlið- stæður á írlandi án þess að gelísk áhrif hafi haft djúptæk áhrif á nor- ræna goðafræði. Þær sagnagreinar sem þróuðust á íslandi, konunga- sögur og íslendingasögur, sýna færri gelisk einkenni þó að þeirra gæti að nokkru í sögum sem koma frá svæðum þar sem gelískt fólk var sennilega á meðal sjálfstæðra landnámsmanna, til dæmis í Lax- dælu og Kjalnesinga sögu. Þá er írskt og skoskt efni áberandi í lýs- ingum Njálu og Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar á Bijánsbardaga fyrir utan Dyflinni árið 1014. Dróttkvæði falla vel að þessu heildarmynstri. Dróttkvæðalistin mótaðist meðal íslendinga og flest nafngreind skáld komu frá svæðum þar sem íra og Skota er getið með- al fyrstu Iandnámsmanna. Það er líka hægt að leiða getum að því, með Snorra-Eddu í huga, að íslensk skáld hafi hlotið sérstaka þjálfun og það hafi verið nokkuð vel af- markað hvað þau þurftu að kunna — líkt og vitað er að tíðkaðist á írlandi. Á íslandi virðist þetta þó vera bundið við fjölskyldur og ekki er vitað um sérstaka skáldaskóla eins og á írlandi. Það sem vegur jafnvel enn þyngra er að dróttkvæð- ir hættir eru einstakir meðal germ- anskra bragarhátta en líkjast aftur á móti þeim háttum sem við þekkj- um úr fornirskum kveðskap. Til bókmenntasköpunar þarf meira en gelísk áhrif Enda þótt kenningin um gelísk áhrif á íslenska hefð að fornu sé fýsileg til að skýra sérstöðu íslend- inga á sviði skáldskapar og sagna- listar meðal norrænna þjóða er hún ekki til þess fallin að gera grein fyrir tilkomu ritaðra verka á borð við íslendingasögur. Þegar kemur að slíkum verkum verður að kalla fleiri þætti til, svo sem lærdóms- hefð miðalda og snilld einstakra listamanna sem verður seint hægt að skýra með heildarkenningu. En hvorki lærdómurinn né rithöfund- arnir hefðu skapað þær bókmenntir sem við eigum ef ekki hefði komið til sterk, innlend, munnleg orðlistar- hefð — og sú hefð fékk að öllum líkindum sitt sérstæða yfirbragð af þeirri þjóða- og menningarblöndu frá Noregi og Bretlandseyjum sem hristist saman á íslandi á land- náms- og þjóðveldisöld. Höfundur er sérfræöingur á Stofnun Arna Magnússonur og hefur ritað bókina Gaelic Intlu- ence in Iceland: Historical and Literary Contacts. A Survey of Research. Jón Steinar Gunnlaugsson Þungvæg siðaregla VILHJÁLMUR Ámason heim- spekidósent er hér í blaðinu sl. sunnudag sammála mér um, að hver maður skuli teljast vera sak- laus þar til sekt hans sannast, sé bæði mikilvæg lagaregla og þung- væg siðaregla, eins og hann orðar það sjálfur. Samt eigi biskup að segja af sér embætti vegna þeirra ósönnuðu saka sem á hann hafa verið bornar, þar sem hann vegna sakargiftanna skorti þann trúnað sem hið mikilvæga biskupsembætti þarfnast. Lítum nánar á þetta. Ef allir landsmenn tileinkuðu sér siðaregluna, sem við Vilhjálm- ur erum sammála um að eigi að gilda í samskiptum manna, teldist biskupinn einfaldlega vera saklaus af sakargiftunum og enginn trún- aður væri brostinn. En landsins lýður er breyskur. Margir skeyta þannig ekkert um þessa siðareglu og telja ýmist að biskupinn sé sekur eða vel megi vera að hann sé það. Þetta er siðlaus afstaða að mati okkar Vilhjálms. En kirkj- an þarf líka að búa við trúnaðar- traust þessara siðleysingja. Heim- urinn er ófullkominn og kirkjan þarf að þjóna þessum ófullkomna heimi. Þetta bendir til þess að ályktun Vilhjálms sé rétt og að biskupinn þurfi að segja af sér, enda hljótum við að taka hags- muni kirkjunnar sem stofnunar fram yfir persónulega hagsmuni biskupsins. En hér kemur fleira til. Ef fallist yrði á þessa skoðun væri búið að koma á því fyrir- komulagi, að nægilegt sé að bera trúnaðarmenn þjóðarinnar ósönn- uðum sökum opinberlega til að koma þeim úr embættum sínum. Nægilega margir verði ávallt til að leggja trúnað á slíkan sakará- burð til að trúnaðartraust teldist brostið. Með þessu fyrirkomulagi myndi það varða embættismissi að verða borinn sökum. Mér finnst þessi niðurstaða ekki koma til greina. Hagsmunir almennings leyfa hana ekki. Enginn skkará- beri má öðlast slíkt vald yfir okk- ur hinum að geta ráðið því, hvort þeir menn, sem við höfum valið til hinna þýðingarmestu trúnaðar- starfa, fái að sitja áfram. Við hugleiðingu Vilhjálms þarf ég svo í viðbót að gera tvær at- hugasemdir. í siðferðismálum og stjórnmálum verða menn, eins og á öðrum sviðum, að gera greinar- mun á staðreyndum og afstöðu sinni til þeirra. Það ræðst þannig ekki af mismunandi afstöðu manna, hvort biskupinn teljist hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Siða- reglan, sem við Vilhjálmur höfum verið að ræða og erum sammála um að gildi meðal mannanna, krefst þess nefnilega að við öll leggjum sama mælikvarða á hvort sakir teljist sannar eða ósannar. Við getum heldur ekki leyst úr þessu með því að beita hugtakinu „rökstuddur grunur", eins og Vil- hjálmur gerir. Þar að auki skortir hjá honum skýringu á því, hvenær grunur teljist vera orðinn rök- studdur með þeim hætti að krafa um afsögn teljist gild. Þá nefnir Vilhjálmur að biskupi sé ráðlegt að víkja meðan málið sé kannað frekar. Og aðrir þátt- takendur í umræðunum hafa kvartað yfir því að ekki skuli vera hægt „að koma málinu í farveg“ og fá .einhvern úrskurðaraðila til að leysa úr því. Þetta er að mínum dómi flótti frá viðfangsefninu. Einhver slík formleg málsmeðferð þjónar ekki neinum sýnilegum til- gangi. Málið er þannig vaxið að engin leið er að færa sönnur á sekt eða sakleysi, meðan báðir málsaðilar halda fast við frásagn- ir sínar. Menn sitja því uppi með það vandasama siðferðilega við- fangsefni að gera sjálfir upp hug sinn miðað við þær staðreyndir sem nú þegar virðast allar liggja fyrir. Því viðfangsefni geta menn ekki skotið ann^ð. Lausnin er að- eins ein: Að beita hinni þungvægu siðareglu, sem Vilhjálmur nefnir svo, og telja biskup saklausan. Að gefnu litlu tilefni úr grein Vilhjálms og til að forða misskiln- ingi er í þessum hugleiðingum um laga- og siðferðisreglur ekki fólgin nein afstaða til þess, hvort við- brögð biskups, eftir að mál þetta kom upp, bendi til þess að honum sé illa sætt í embætti sínu. Leiði ég það hjá mér að sinni. Gelísk áhríf á íslenska sagna- og kvæðahefð að fornu Gísli Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.