Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 21 Reuter Howard sver embættiseið JOHN Howard, leiðtogi ástral- skra hægri manna, tók í gær við embætti forsætisráðherra Ásrtr- alíu. Hann sór „erfingjum og eft- irmönnum" Bretadrottningar embættiseið og hér sést hann taka við penna Williams Deanes landstjóra til að skrifa undir eið- inn. Birgenair fækkar starfs- fólki TYRKNESKA flugfélagið Birg- enair lýsti yfir því í gær að 92 starfsmenn þess hefðu verið rekn- ir vegna þess að tekjur hefðu dregist saman eftir að Boeing-757 farþegaþota þess hrapaði skömmu eftir flugtak frá Dóminikanska lýðveldinu 6. febrúar með þeim afleiðingum að 189 manns um ' borð fórust. Muhip Ismen, stjóm- arformaður Birgenair, sagði að fýrirhugað væri að stefna þýska samgönguráðuneytinu fyrir að draga hæfni flugmanns vélarinn- ar, sem fórst, í efa. Friðarferlið í Miðausturlöndum og barátta gegn hryðjuverkum Deilt um gagn að ráðstefnu í Egyptalandi Damaskus, Gaza, Jerúsalem, Kaíró. Reuter. SÝRLENDINGAR sökuðu í gær ísraela um að kúga araba á her- numdum svæðum og yísuðu harka- lega á bug kröfum Israelsstjórnar um að skrifstofum palestínskra hryðjuverkasamtaka í Damaskus yrði lokað. Hafez al-Assad Sýrlands- forseti hefur ekki enn svarað með formlegum hætti boði um að taka þátt í ráðstefnu í Egyptalandi um frið í Miðausturlöndum og baráttu gegn hryðjuverkum sem upphaflega var hugmynd Bills Clintons Banda- ríkjaforseta. Hosni Mubarak Egypta- landsforseti sagðist í gær telja að Assad myndi ekki mæta. Ráðstefnan verður haldin í strand- bænum Sharm el-Sheikh á morgun. Stjórnmálaskýrendur eru á því að óljóst sé hvað geti áunnist í barátt- unni gegn hryðjuverkum með slíkri samkundu. Gestgjafinn, Mubarak, var þegar í gær farinn að breyta áherslum og sagði að meginverkefni þátttakenda yrði að finna Ieiðir til að tryggja að friðarferlið í Miðaust- urlöndum stöðvaðist ekki. Ráðstefn- an verður einnig kærkomið tækifæri fyrir valdamenn sem eiga í kosninga- baráttu til að láta í sér heyra í fjöl- miðlum. Meðal þeirra eru Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Borís Jeltsín Rússlandsforeti og Shimon Peres, forsætisráðherra Israels. Ljóst þykir að Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, muni reyna að fá því framgengt á morgun að Isra- elsstjórn aflétti samgöngubanni á sjálfsstjórnarsvæðin, þ. e. Vestur- bakkann og Gazasvæðið. Banninu komið var á í kjölfar tilræða and- stæðinga friðarsamninga araba og Israela er kostað hafa 58 manns líf- ið síðustu vikurnar. Samgöngubannið veldur því að fólk sem unnið hefur í ísrael kemst ekki á vinnustað og birgðir af ýmiss konar nauðsynjavörum, jáfnvel mat, eru senn á þrotum. Israelar ganga svo langt að banna sjómönnum á Gaza að róa til fiskjar. Arafat bend- ir á að ástand af þessu tagi hafi fyrst og fremst þau áhrif að áróður öfgasamtaka fái aukinn hljómgrunn. ísrael og Hamas Arafat hefur undanfarna daga beitt um 20.000 manna lögregluliði sínu til að reyna að lama hópa og samtök öfgasinna á sjálfsstjómar- svæðunum. Margir hafa verið hand- teknir og skólum, heijsugæslustöðv- um og fleiri stofnunum á vegum Hamas og fleiri heittrúarsamtaka hefur verið lokað. Hamas er talið hafa stuðning allt 20% manna á Gaza og annast þar ýmiss konar velferðarþjónustu sem stjóm Arafats hefur vart efni á að taka að sér. Fé fær Hamas einkum frá arabískum Reuter EGYPSKIR hermenn á verði í gær við hótel í strandbænum Sharm el-Sheikh við Rauða- haf þar sem alþjóðaráðstefna um frið í Miðausturlöndum og varnir gegn hermdarverk- um verður haldin á morgun. stuðningsmönnum í Bandaríkjunum og og arabaheiminum, íranar eru einnig taldir veita öflugan stuðning bak við tjöldin. Fulitrúar Arafats segja óréttlátt að ætlast til þess að hann geti uppr- ætt starfsemi hryðjuverkamanna Hamas, það hafi ísraelum ekki held- ur tekist er þeir fóru með stjórn á svæðunum. Að auki er þess nú minnst að á sínum tima reyndu Isra- elar að ýta undir áhrif Hamas til að kljúfa fylkingar Palestínumanna og grafa undan Arafat. Forseti FIDE Saddam geðþekkur og gáfaður KIRSAN Ilúmjinov, forseti Al- þjóðaskáksambandsins (FIDE), segir að Saddam Hussein, forseti íraks, sé frekar geðþekkur maður og gáfaður og kveðst hissa á „fjaðrafokinu" vegna þeirrar ákvörðunar að halda næsta heims- meistaraeinvígi sambandsins í Bagdad. Tilkynnt var á fimmtudag að einvígi Anatolís Karpovs, heims- meistara FIDE, og Gata Kamskys, Rússa með bandarískt ríkisfang, hæfist í Bagdad 1. júní. Verðlaun- aféð myndi nema tveimur milljón- um dala, 130 milljónum króna. Hefur faðir Kamskys beðið banda- ríska utanríkisráðuneytið um að veita syni sínum leyfi til að tefla í írak en bandarísku skáksamtökin eru því algerlega andvíg. Skáksambandið mótmælir Guðmundur G. Þórarinsson, for- seti Skáksambands íslands, og Ein- ar S. Einarsson, svæðisforseti FIDE á Norðurlöndum, sendu for- sætisnefnd FIDE, sem þingar í ara- baríkinu Qatar, mótmæli vegna ákvörðunarinnar um helgina. Þeir segja í orðsendingunni að áformin stórskaði skáklífið í heiminum og geti leitt til klofnings Alþjóðaskák- sambandsins. Soren Bech Hansen, forseti danska skáksambandsins, sendi nefndinni svipuð skilaboð en Morten Sand, einn af varaforsetum FIDE, hafði hins vegar fallist á ákvörðunina með semingi. þig langar strax til að eignast hann! RENAULT fer ó kostum Manstu hvað þér þótti gaman að fá bílpróf? Rifjaðu upp ánægjuna að aka góðum bíl - og njóttu þess örugglega! Renault sameinar þá kosti í einum bíl sem fáir aðrir búa yfir. Hann er ástríðufullur en þó fullur ábyrgðar, I ákafur en jafnframt skynsamlegur kostur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.