Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FÉLÖG ALDRAÐRA
HLUTFALL fullorðins fólks, 67 ára og eldra, af
íbúatölu landsins hefur vaxið mjög síðustu ára-
tugi. Nálægt tíu af hveiju hundraði landsmanna fylltu
þennan aldursflokk um síðustu áramót. Aldraðir mynda
því fjölmennan áhrifahóp í samfélaginu, sem fylgt
getur fram sjónarmiðum sínum eftir leikreglum lýðræð-
isins. Mannfjöldaspár standa og til þess að þetta hlut-
fall aldraðra vaxi áfram næstu áratugi.
Spurning er, hvort samfélagið hefur lagað sig nægi-
lega að breyttri aldursskiptingu þjóðarinnar, sem kall-
ar óhjákvæmilega á aukna, sérhæfða þjónustu, einkum
á sviði félags- og heilbrigðismála. Vissulega hefur fjöl-
margt þróast til betri vegar á þessum vettvangi. Sumt
svo til fyrirmyndar er. Annað hefur dregizt úr hömlu.
Máski er hvað alvarlegastur skortur á sjúkrarými fyr-
ir öldrunarsjúklinga.
Til þess að gæta hagsmuna fullorðins fólks, að þessu
leyti, og til þess að búa því félagsmála- og tómstunda-
vettvang, hafa verið stofnuð félög eldri borgara í fjöl-
mennari byggðarlögum landsins. Þau mynda síðan
Landssamband aldraðra til að virkja samtakamátt full-
orðins fólks. Eitt þessara félaga, Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni, er tíu ára um þessar mundir.
í tilefni af afmæli Félags eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni hefur Morgunblaðið birt greinar frá for-
ystumönnum þess, sem fjalla um fjölbreytt og menning-
arlegt starf félagsins og kjaralega stöðu fullorðins
fólks í íslenzku samfélagi líðandi stundar. Þar kemur
glöggt fram að aldraðir telja á sig hallað á ýmsan
hátt. Þannig segir Halldór S. Rafnar, stjórnarmaður í
FEB, í grein hér í blaðinu:
„En sízt hefði okkur grunað að væntanlegar sparnað-
arráðstafanir [hins opinbera] myndu fyrst og fremst
bitna á lífeyrisgreiðslum til aldraðra og öðrum tekju-
möguleikum þeirra. Óvissan um væntanlegar sparnað-
arráðstafanir, sem enginn veit ennþá hverjar verða,
valda okkur ótta og öryggisleysi um það hvað framtíð-
in ber í skauti sér, hvað okkur viðvíkur.“ Og hann
bætir við: „Eldri borgarar á íslandi! Vöknum til dáða.
„Svo lengi má brýna deigt járn að bíti.“ Göngum öll
í félög eldri borgara og styðjum viðleitni þeirra til
andófs við ósanngjörnum og óvissum réttindaskerðing-
um í okkar garð.“
Páll Gíslason, formaður Félags eldri borgara í
Reykjavík, fjallaði einkum í grein sinni um lífeyrismál
og möguleika fólks til að leggja fyrir fjármuni með
öðrum hætti til efri ára. í þessu sambandi er vert að
hafa í huga að sparnaður fólks í lífeyrissjóðum hefur
um áratugaskeið verið langmikilvægasti peningalegi
sparnaður þjóðarinnar - raunar nánast sá eini - og
gegnt mikilvægu hlutverki á takmörkuðum íslenzkum
lánsfjármarkaði. Um þetta efni segir Páll:
„Grundvallaratriðið í þjóðfélaginu er að gera sparn-
að hagstæðan, sem ávaxtar sig vel og er ekki skattlagð-
ur óhóflega á greiðslutíma eða eftir á, þegar féð er
notað.
Grundvallaratriðið er því skattakerfið og þá hvort
það hvetur til sparnaðar eða dregur úr honum.
Tvísköttun er eitur í sparnaðaráætlun!“
Trúlega hafa fáir aldurshópar meiri skilning á opin-
berum sparnaði og mikilvægi jöfnuðar í ríkisbúskapn-
um en sá, sem skilað hefur ævistarfi sínu til samfélags-
ins. Aldurshópur, sem lifði heimskreppu og heimsstyrj-
aldir, skilur öðrum betur mikilvægi þess að nýta fjár-
muni vel og hafa borð fyrir báru í fjármálum. Þessi
aldurshópur er og seinþreyttur til vandræða. Það er
því trúlega tímabært að leggja við eyru þegar heiðurs-
menn úr þessum aldurshópi hvetja „tii andófs við
ósanngjörnum og óvissum réttindaskerðingum" í garð
aldraðra.
Einn af mælikvörðum á menningarstig þjóða er sá,
hvern veg þær búa að öldruðum, sem skilað hafa samfé-
laginu ævistarfi. Morgunblaðið árnar Félagi eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni heilla í tilefni af tíu ára
starfsafmæli þess - í þeirri von, að íslenzkt samfélag
þoli jafnan að framangreindur mælikvarði sé á það
lagður.
Samkomulag hefur tekist um skiptingu kostnaðar við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga
Morgunblaðið/Theódór
BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, var meðal gesta á fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í
Borgarnesi um helgina en þar var flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga aðalumræðuefnið.
Með Birni, sem er í ræðustól, á myndinni eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, sem einnig var gestur fundarins.
Auknir fjármun-
ir fara til að reka
grunnskólann
Samkomulag hefur tekist milli ríkis og sveitarfélaga um skiptingu
kostnaðar við flutning grunnskólans. Það gerír ráð fyrír að 2,65%
af staðgreiðslu skatta færist frá ríki til sveitarfélaga. Kennarar neita
áfram að koma að málinu og Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, segir í
samtali við Egii Olafsson að skilyrði fyrir stuðningi kennara við flutn-
inginn sé að fjármálaráðherra dragi til baka drög að frumvarpi um
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
SVEITARSTJÓRNARMENN ræddu skólamál og flutning grunnskólans í Borgarnesi um helgina.
„ Schengen-samn-
ingur“ fyrir fisk
Morgunblaðið/Sigurgeir
RÚSSAFISKI landað í Vestmannaeyjum.
VILHJÁLMUR Þ. Vil-
hjálmsson, formaður
Sambands íslenskra
sveitarfélaga, segir að
með samkomulagi ríkis og sveitar-
félaga um skiptingu kostnaðar við
færslu grunnskólans sé verið að
tryggja aukna fjármuni til rekstrar
grunnskólans. Eiríkur Jónsson, for-
maður KÍ, segir að samkomulagið
geri ráð fyrir að þessir fjármunir
komi frá lífeyrisþegum landsins.
Hann segir að kennarar muni ekki
koma aftur að viðræðum um flutn-
ing grunnskólans fyrr en frumvarp
fjármálaráðherra um Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins hafí verið
dregið til baka.
Fulltrúaráð Sambands íslenskra
sveitarfélaga og ríkisstjórnin hafa
samþykkt samkomulag um flutning
tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga
í tengslum við fiutning grunnskól-
ans. Samkomulagið gerir ráð fyrir
að útsvar verði hækkað 1. janúar
1997 um 2,6% og verði að hámarki
11,9%. 1. janúar 1998 er gert ráð
fyrir að útsvarið hækki um 0,05%
til vibótar. Tekjuskattur ríkisins
lækkar samsvarandi á móti. 2,65%
hækkun útsvars þýðir að sveitarfé-
lögin fá u.þ.b. 6,9 milljarða króna
til rekstrar grunnskólans.
2,1 milljarður til
skólabygginga
Til að tryggja framgang laga um
einsetningu grunnskólans gerir
samkomulagið ráð fyrir að ríkissjóð-
ur verji allt að 265 milljónum króna
á ári af tekjuskatti áranna 1997-
2001 til grunnskólabygginga. Tekið
er fram að ríkissjóður muni fjár-
magna þetta án þess að auka halla
ríkissjóðs. Til viðbótar framlagi rík-
isins til stofnframkvæmda í grunn-
skólum gerir samkomulagið ráð fyr-
ir að árlegt lögbundið framlag Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga til Lána-
sjóðs sveitarfélaga á árunum 1997-
2001 verði 135 milljónir króna.
í kostnaðaráætlun, sem sam-
komulagið byggist á, er gengið út
frá því að kostnaður við byggingu
kennsluhúsnæðjs vegna einsetning-
ar grunnskólans verði u.þ.b. 1.120
milljónir á ári næstu sex árin. Þátt-
taka ríkissjóðs og Lánasjóðs sveit-
arfélaga leiðir til þess að hlutur
sveitarfélaganna lækkar niður í 720
milljónir á ári. Framlag ríkissjóðs
og Lánasjóðsins í óafturkræfu
framlagi nemur því samtals 2,1
milljarði króna.
Ein meginkrafa sveitarfélaganna
í samningaviðræðum þeirra við ríkið
var að tekið yrði tillit til þess aukna
kostnaðar sem verður við rekstur
grunnskólans á næstu árum. Kostn-
aðurinn hlýst af einsetningu skól-
anna, skólamáltíðum, fjölgun
kennslustunda, fjölg’um kennslu-
daga o.fl. Á þetta var fallist að hluta
til.
Sveitarfélögin ánægð
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra sagðist fagna því samkomu-
lagi sem tekist hefði við sveitarfé-
lögin um kostnaðarskiptingu milli
ríkis og sveitarfélaga. Það væri
ánægjulegt að um þennan þátt
málsins hefði tekist gott samkomu-
lag við sveitarfélögin. Enn hefði
náðst mikilvægur áfangi í þessu
máli í góðri sátt. Grunnskólinn færi
auk þess með góðan heimanmund
frá ríkinu til sveitarfélaganna.
Vilhjálmur sagði að allir fulltrúar
á fulltrúaráðsfundinum hefðu verið
sammála um að þetta væri góður
samningur, sem sveitarfélögin
hefðu náð við ríkið, og í reynd tíma-
mótasamningur. „Þetta aukna fjár-
magn, sem rennur til sveitarfélag-
anna með þessu samkomulagi, á
tvímælalaust að leiða til þess að við
getum sinnt grunnskólahaldi í land-
inu með sóma. Með þessu er tryggt
að öll sveitarfélög fái fjármagn til
að sinna grunnskólanum. Sam-
komúlagið gerir einnig ráð fyrir
auknu framlagi til sérkennslu og í
sérfræðiaðstoð, sem hefur verið
mikið baráttumál. Sú aðstoð sem
ríkið ætlar að veita sveitarfélögun-
um við að einsetja skólana er einn-
ig afar mikilvæg, Þarna fá sveitar-
félögin 2,1 milljarð á næstu 5-6
árum í óendurkræft framlag frá rík-
inu og Jöfnunarsjóðnum til að
mæta stofnkostnaði við grunnskóla.
Ef ekki verður af flutningi grunn-
skólans hefur það í för með sér
mikið bakslag fyrir grunnskólann í
landinu. Þá er hætta á að við miss-
um þennan stuðning frá okkur sem
ríkið hefur nú undirgengist með
þessu samkomulagi," sagði Vil-
hjálmur.
Kennarar óánægðir
með lífeyrismálin
í ályktun fulltrúaráðs sveitarfé-
laganna segir að fulltrúaráðið líti
svo á að með flutningi grunnskól-
ans sé ekki verið að skerða lífeyris-
réttindi kennara og skólastjórn-
enda. Eiríkur sagði að þrátt fyrir
þessa ályktun hefði fulltrúaráðið
gengið út frá því að lögunum um
Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna
yrði breytt. Það væri ekki gengið
út frá núverandi löggjöf. Rannsókn
óháðs tryggingastærðfræðings
sýndi að þær breytingar sem fyrir-
hugað væri að gera á réttindum
sjóðsfélaga fælu í sér verulega
skerðingu.
í kostnaðaráætlun, sem ríki og
sveitarfélög byggja samkomulag
sitt á, er gengið út frá að lífeyris-
skuldbindingar kennara kosti sveit-
arfélögin 160 milljónir á ári. Eirík-
ur sagðist hafa mótmælt þessari
tölu í verkefnisstjórninni strax og
hún kom fram. Mótmæli sín núna
ættu því ekki að þurfa að koma
fulltrúum ríkisins eða sveitarfélag-
anna á óvart.
Misskilningur
Björn sagðist telja að þessi gagn-
rýni Eiríks Jónssonar byggðist á
misskilningi. „í áliti réttindanefnd-
ar samstarfsnefndar ríkis og sveit-
arfélaga er talað um að lífeyrisrétt-
indi færist óbreytt frá ríki til sveit-
arfélaga. Sömu sögu er að segja
um niðurstöðu verkefnisstjórnar
vegna flutnings grunnskólans. Auk
þess taka sveitarfélögin undir það
með henni að lífeyrisréttindin verði
óskert. Það er hins vegar verið að
fjalla a'.mennt um málefni Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins og
breytingar á honum. Það á jafnt
við um það hvort kennarar verða
áfram ríkisstarfsmenn eða starfs-
menn sveitarfélaga. Eiríkur Jóns-
son situr í nefnd sem fjallar um
það mál og er eðlilegt að ræða það
á þeim vettvangi.
I þessu samkomulagi ríkis og
sveitarfélaga eru reiknaðar út fjár-
hæðir miðað við ákveðnar forsend-
ur, sem-liggja fyrir í kostnaðar-
mati, en þær kunna að breytast í
samræmi við þá efnislegu niður-
stöðu sem verður í lífeyrisréttinda-
málunum. Þar er ekki miðað við
svokallaða eftirmannsreglu vegna
þess að starfsmennirnir flytjast frá
ríkinu til annars vinnuveitanda,
sveitarfélaganna, og það er óeðli-
legt að menn í starfi hjá ríkinu
ráði því hvernig réttindum starfs-
manna sveitarfélaganna verður
háttað.“
Björn sagði nauðsynlegt að
blanda ekki saman þessum tveimur
málum, flutningi grunnskólans og
breytingum á Lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins, sem snerta alla
sjóðsfélaga. Hann sagði að ef
niðurstaða þeirrar nefndar sem
fjallar um lífeyrisréttindin yrði önn-
ur er fjárhagsatriði varðar yrði um
aðra viðmiðun að ræða en í sam-
komulaginu.
Hver borgar?
„Með þessu samkomulagi erum
við að tryggja aukna fjármuni
bæði til rekstrar og stofnkostnað-
ar. Ég undrast ef forysta Kennara-
sambands íslands fagnar ekki
þessari niðurstöðu vegna þess að
þarna er verið að leggja grunn að
betri og sterkari grunnskóla,"
sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Eiríkur sagði það vissulega rétt
að með samkomulaginu væri verið
að tryggja grunnskólanum umtals-
verða fjámmni. „Ef það er stað-
reyndin að lífeyrisréttindi einstakl-
inga skerðast, hver borgar þá þessa
fjármuni? Það eru lífeyrisþegarnir
í landinu. Við höfum ekki áhuga á
að stuðla að því að h'feyrisþegar
þessa lands fari að borga skóla-
haldið. Það eru nógar álögur á
eftirlaunafólkið þó að þetta bætist
ekki við. Meðan þetta lífeyrisfrum-
varp er á borðinu í þessari mynd
eru kennarar ekki á leið að samn-
ingaborðinu aftur. Það er alveg
ljóst,“ sagði Eiríkur.
Á fundi fulltrúaráðs sveitarfé-
laganna var samþykkt ályktun þar
sem lýst er áhyggjum vegna deilu
samtaka kennara og fjármálaráð-
herra. Brýnt sé að ágreiningnum
verði eytt þannig að áfram verði
unnið að yfirfærslunni í góðu sam-
starfi allra þeirra er málið varðar.
í ályktuninni segir að náist ekki
samkomulag allra aðila innan 4-6
vikna sé hætta á að yfirfærsla
grunnskólans frestist um ófyrirsjá-
anlegan tíma.
Samningaviðræður um
að ísland taki upp reglur
Evrópusambandsins um
heilbrigðisskoðun sjávar-
afurða á landamærum
eru á lokastigi, skrifar
Olafur Þ. Stephensen.
Á móti verður íslenzkur
fiskur undanþeginn eft-
irliti í ESB.
AMNINGAVIÐRÆÐUR við
Evrópusambandið, um að ís-
land taki upp nýjar reglur
sambandsins um heilbrigðis-
skoðun sjávarafurða á landamærum,
eru nú á lokastigi. Reglurnar ganga í
gildi innan ESB á miðju næsta ári og
ef samkomulag næst í viðræðunum
gætu íslendingar þurft að setja upp
hér á landi nokkrar landamærastöðvar
til þess að heilbrigðisskoða físk, sem
fluttur er hingað inn frá ríkjum utan
Evrópska efnahagssvæðisins eða sem
skip þeirra landa hér.
Forsaga málsins er sú, að Evrópu-
sambandið ákvað árið 1994 að sam-
ræma heilbrigðiseftirlit méð matvöru-
innflutningi á ytri landamærum sínum,
en til þessa hefur það verið mismun-
andi eftir aðildarríkjum. Jafnframt
verður gjaldtaka fýrir eftirlit sam-
ræmd.
Samkvæmt nýju reglunum á að taka
sýni til rannsóknar úr fímmtu hverri
sendingu af flestum sjávarafurðum frá
ríkjum utan ESB, sem fluttar eru inn
til sambandsins og eiga að fara beint
á neytendamarkað, en taka á sýni úr
annarri hverri sendingu af skelfíski.
Kostnaðurinn 700 milljónir að
óbreyttu
Gizkað hefur verið á að upptaka
reglnanna muni að óbreyttu kosta ís-
lenzka útflytjendur á bilinu 500-700
milljónir króna á ári, þar sem kaupend-
ur í ESB-ríkjunum myndu vilja semja
um lægra fiskverð til að vega upp
kostnað sinn af heilbrigðisskoðuninni.
Jafnframt hafa íslenzkir sérfræðingar
talið að reglumar muni valda töfum á
landamærum og að hætta sé á að
heilbrigðisreglunum verði misbeitt,
komi til viðskiptadeilna. Þannig er
hægt að ímynda sér að t.d. yfirvöld í
Frakklandi drægju landamæraskoðun
úr hófi fram og reistu með því í raun
viðskiptahindranir gegn íslenzkum
sjávarafurðum, ef franskir sjómenn
hæfu reglubundin mótmæli sín gegn
innflutningi á físki.
Fljótlega eftir að ESB ákvað að
samræma heilbrigðiseftirlitið, fóru því
íslenzk og norsk stjórnvöld fram á að
hinar nýju heilbrigðisreglur yrðu tekn-
ar upp í samninginn um Evrópskt efna-
hagssvæði. Islendingar báðu reyndar
eingöngu um að fá að yfirtaka reglur
um sjávarafurðir, en Norðmenn yfirt-
óku bæði reglur um sjávarafurðir og
landbúnaðarvörur. Það hentaði ekki
íslenzkum stjórnvöldum að taka regl-
urnar um landbúnaðarvörur inn í ís-
lenzka löggjöf, því að slíkt hefði þýtt
að ekki væri hægt að stöðva innflutn-
ing landbúnaðarafurða frá ESB á heil-
brigðisforsendum.
Evrópusambandið féllst í júní í fyrra
á málaleitan íslendinga. Forsenda
þess, að ísland geti færzt inn fyrir
„heilbrigðisskoðunarlandamæri“ Evr-
ópusambandsins er, að með gildistoku
EES-samningsins lögleiddi ísland allar
reglur ESB um framleiðslu og mark-
aðssetningu sjávarafurða. í íslenzkum
fískvinnsluhúsum gilda því allar sömu
heilbrigðisreglur og í ESB, frá og með
seinustu áramótum. Evrópusambandið
getur þess vegna treyst því að fiskur,
sem unninn er á íslandi, uppfylli allar
heilbrigðiskröfur og þurfi því ekki að
fara í gegnum hina ströngu og dýru
heilbrigðisskoðun.
Á móti verður innflutningur sjávar-
afurða frá ESB, sem samkvæmt EES-
samningnum er tollfrjáls, heldur ekki
stöðvaður á heilbrigðisforsendum.
Þessi innflutningur hefur auðvitað ver-
ið hverfandi til þessa.
Á móti þessu verður ísland hins
vegar að taka á sig þá skyldu að sinna
í raun heilbrigðiseftirliti með fiski á
ytri landamærum ESB. Þannig má
segja að yfírtaka íslands á reglum ESB
jafngildi eins konar Schengen-sam-
komulagi fyrir fisk; á móti því að fá
frjálsan aðgang að svæði Evrópusam-
bandsins, verðum við að taka að okkur
að gæta ytri landamæra þess.
í þessu felst að íslendingar verða
að heilbrigðisskoða físk, sem kemur
inn í landið frá „þriðju ríkjum“, þ.e.
löndum sem ekki eiga aðild að Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Hér er vænt-
anlega einkum um að ræða físk, sem
landað er til vinnslu úr rússneskum,
grænlenzkum og færeyskum skipum.
Heilbrigðisréglurnar ná reyndar aðal-
lega yfir frystan fisk og munu því að
takmörkuðu leyti eiga við um færeysk
skip, þar sem þau landa aðallega fersk-
fiski. Rússar landa hér hins vegar heil-
frystum þorski, sem síðan er unninn
í íslenzkum fiskvinnsluhúsum, og
Grænlendingar landa frosinni rækju
til vinnslu og útflutnings.
Krafa um landamærastöðvar
fyrir fisk
Evrópusambandið hefur krafizt þess
að íslendingar komi á fót landamæra-
eftirlitsstöðvum, sem uppfylli allar
kröfur hinna nýju reglna sambandsins.
Þær kveða meðal annars á um stærð
húsnæðisins, að frystigeymsla skuli
vera í stöðinni og að þar skuli vera
aðstaða til sýnatöku og rannsókna.
Að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, for-
manns starfshóps sem á að gera tillög-
ur um útfærslu á landamæraeftirlitinu,
eru enn ýmsir kostir til skoðunar.
Gylfi segir að reglur Evrópusam-
bandsins einkennist nokkuð
af því fyrirkomulagi í ESB-
ríkjum að þar séu fáar lönd-
unarhafnir og ekið með físk
á bílum á áfangastað. Það
sé því auðvelt að koma
landamæraskoðun við. Hér á landi taki
hins vegar nánast hver einasta höfn
við fiski frá skipum þriðju ríkja.
Gylfi segir að alltof kostnaðarsamt
yrði að setja upp skoðunarstöð í hverri
höfn. Ein hugmyndin, sem sett hafi
verið fram, sé að setja upp skoðunar-
stöð í tengslum við útibú Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins, því að þar
sé aðstaða til sýnatöku og rannsókna
nú þegar fyrir hendi. RF hefur starf-
semi í Reykjavík, Vestmannaeyjum,
Neskaupstað, á Akureyri og ísafírði.
Skipstjóri á rússnesku skipi, sem hygð-
ist landa frystum þorski til vinnslu á
Þórshöfn, yrði því að koma við í Nes-
kaupstað og fara í landamæraskoðun,
þ.e. opinber eftirlitsmaður yrði að
koma um borð, taka sýni úr fiskinum,
skoða þyrfti sýnin og ganga síðan úr
skugga um að öll vottorð væru í lagi,
allt samkvæmt reglum ESB. Þá fyrst
mætti skipstjórinn fara og landa á
Þórshöfn og yrði hann þess vegna í
raun að koma við á tveimur höfnum.
Gylfi segir að einnig komi til greina
að reyna að fá Evrópusambandið til
að fallast á einfaldari lausn, sem bygg-
ist á þvi að mest afiþeim físki, sem
fluttur er inn til íslands, fari til frek-
ari vinnslu en ekki beint á markað.
Öll íslenzk fiskvinnsluhús uppfyili nú
heilbrigðisreglur ESB og þess vegna
megi segja að innra eftirlit þar jafn-
gildi í raun heilbrigðiseftirliti. Gylfi
segir að fallist ESB á þessar hugmynd-
ir, megi hugsanlega komast af með
eina til tvær landamærastöðvar, í stað
þriggja til fjögurra.
Jafnframt segir Gylfi að til greina
komi að gera rekstur stöðvanna ódýr-
ari með því að þær fengju t.d. inni í
húsnæði fiskvinnslufyrirtækja úti á
landi og fengju þar afnot af frysti-
geymslu, aðstöðu til sýnatöku o.s.frv.
Þá segir hann að ákveða þurfi hvaða
menn sinni hlutverki opinberra eftir-
litsmanna með innflutningi. Fiskistofa
hafi ekki útibú úti á landi, heldur ferð-
ist eftirlitsmenn hennar um. Þess
vegna sé líklegt að á þeim stöðum,
þar sem skoðunarstöðvar verða, verði
t.d. tollverðir eða aðrir embættismenn
ráðnir í hlutastarf við eftirlit með inn-
fluttum fiski.
Óhagræði fyrir innflytjendur
Rússafisks
Gylfi segir að hagurinn, sem hljðt-
ist af því að ísland taki að sér eftiriit-
ið og fái á móti hindrunarlausan að-
gang að Evrópumarkaðnum, sé gífur-
legur. Miklum kostnaði og fyrirhöfn
sé létt af útflytjendum. Þó megi bú-
ast við að aukinn kostnaður færist á
fyrirtæki, sem nú flytja inn Rús-
safísk. Þau hafi látið í ljós áhyggjur
af því að fyrirhöfn og kostnaður, sem
hljótist af strangari heilbrigðisskoðun
og hugsanlegri viðkomu í tveimui
höfnum í stað einnar, verði til þess
að vinnsla á fiski frá Rússlandi hér á
landi standi höllum fæti í
samkeppni við vinnslu
Norðmanna á Rússafiski.
Norðmenn standi betur að
vígi að því leyti að þar séu
löndunarhafnir fáar og
keyrt með fisk til fiskvinnsluhúsa.
Þess vegna nægi að hafa skoðunar-
stöðvar í löndunarhöfnunum.
I samningaviðræðunum við Evr-
ópusambandið stendur nú fyrst og
fremst á því að íslenzk stjórnvöld
geri tillögur um það, hvernig eftirlit
verði framkvæmt hér heima. Fulltrúai
Evrópusambandsins munu koma
hingað til lands með vorinu til ac
meta þær tillögur með hliðsjón al
aðstæðum á þeim stöðum, þar sen
lagt verður til að hafa skoðunarstöðv-
ar. Verið er að gera drög að samkomu
lagi og felli Evrópusambandið sig vi<
hina tæknilegu útfærslu íslendinga
má búast við að 1. júlí á næsta ár
taki ísland að sér heilbrigðisskoðun
ina, um leið og hinar nýju reglu
ganga í gildi á öllu Evrópska efna
hagssvæðinu.
Gífurlegur
hagur af yfir-
töku reglna