Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 27
«Mf s
4
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 27
MENNTUN
Lifandi fræðsla fyrir
reykvíska 9. bekkinga
og
skyndihj álp
NEMENDUR 9. bekkjar í
grunnskólum Reykjavíkur eiga
þess kost að kynnast af eigin
raun skyndihjálp, útilegufatn-
aði, bjargsigi og ýmsu því er
viðkemur útivist eins og að veita
umhverfi og náttúru athygli.
Fræðslan er gerð lifandi og hef-
ur fallið nemendum og kenn-
urum vel í geð, enda er fullbók-
að fram í miðjan apríl.
Námskeiðið tekur rúman hálf-
an dag í senn, en að því standa
Flugbjörgunarsveitin í Reykja-
vík, Rauða kross-deildin í
Reykjavík og Fræðsluskrifstofa
Reykjavíkur, en Sparisjóður vél-
stjóra, 66qN, Mjólkursamsalan
og Osta- og smjörsalan styrkja
námskeiðið fjárhagslega.
Fræðslan fer fram í formi
ratleiks, þar sem komið hefur
verið fyrir átta mismunandi
póstum eða stöðvum. Saman
eiga 4-5 nemendur að leysa
þrautir eins og að binda um
fótbrot, fara í björgunarsig og
klífa kletta. Þeir eiga m.a. að
greina trjátegundir, dýra- og
umhverfishljóð og segja frá
hvaða spendýr lifa í Oskjuhlíð-
inni. „Ut úr því getur komið
* Morgunblaðið/Árni Sæberg
NEMENDUM finnst spennandi að síga í björg.
ýmislegt skemmtilegt og hug-
myndaflug þeirra er engum tak-
mörkunum sett,“ sagði Grétar
Bjarnason hjá Flugbjörgunar-
sveitinni, sá sem átti upphaflegu
hugmyndina að námskeiðinu.
A hverjum pósti er auk ein-
hverrar þrautar ein flík sem
einn nemandanna bætir smám
saman á sig. „Sá nemandi er
heppinn sem er klæddur því
sem honum líður best í þegar
þeir koma aftur í hús eftir rúm-
lega tveggja tíma göngu um
Öskjuhlíðina. Oft eru krakkarn-
ir illa klæddir, en þessum eina
nemanda er alltaf hlýtt,“ sagði
Grétar.
„Við notum tækifærið og út-
skýrum hvers vegna gallabuxur
og bómullarföt henta ekki til
útivistar og undirstrikum að
fatnaðurinn sem þau fá á póstin-
um sé sá, sem við teljum að
henti best,“ bætti Björg Anna
Kristinsdóttir, annar leiðbein-
andanna, við. Hún er frá Rauða
krossinum, en auk hennar leið-
beinir Jónas Guðmundsson frá
Flugbjörgunarsveitinni.
Þegar krakkarnir koma aftur
í húsnæði Flugbjörgunarsveit-
arinnar er komið undir hádegi.
Þá er farið yfir ratleikinn auk
þess sem nemendum eru sýndar
skyggnur. Fyrir og eftir mat
eru umræður og í lokin er stutt
kynning um starfsemi Rauða
krossins og Flugbjörgunarsveit-
arinnar.
Ráðstefna um sérþarfir barna og unghnga
Sérkennslukvótar
haldast óbreyttir
NU NJOTA um 15% grunnskólabarna i Reykja-
vík sérkennstu, en ætlað er að ríflega 21% bama
hafi þörf fyrir hana. Ekki er þó sennilegt að
sérkennsla verði aukin á fyrsta ári eftir að
borgin tekur við rekstri grunnskólanna, að því
er fram kom í máli Jóns Bjömssonar, félags-
málastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann varð
meðal fyrirlesara á viðamikilli og fjölsóttri ráð-
stefnu 2. mars sl., þar sem fjallað var um
málefni bama og unglinga með sérþarfir.
Jón sagðist vita að væntingar væm viða um
að auknu fé verði varið til sérkennslu við yfir-
færsluna en þegar að því kæmi fengi borgin
fé frá ríki sem samsvaraði þeirri sérkennslu sem
nú fer fram. Hann taldi ósennilegt að borgin
greiddi alfarið viðbótina sjálf, því þá þyrfti að
taka fjármuni frá öðmm verkefnum. Engin
ákvörðun hefur þó verið tekin ennþá.
Hugsnleg úrræði
Jón kvaðst ekki búast við miklum breytingum
strax í kjölfar yfírfærslunnar því borgin liti svo
á að það sé ærið viðfangsefni í ár að taka við
grunnskólanum. Hann sagði þó að ein breyting
væri mjög til umræðu, þ.e. að afmarka skóla-
hverfi í borginni og að í hveiju hverfi verði
miðstöð, þar sem staðsett væri sameiginleg
ráðgjafarþjónusta við grunnskóla- og leikskóla-
börn. Með því væri samvinna skólastiganna
aukin, því enn mætti bæta margt í því skyni
að tryggja samfelldar stuðningsaðgerðir við
fötluð börn þegar þau fæm úr leikskóla í
grunnskóla.
Hann reifaði síðan hugmyndir um hvaða
breytingar gætu átt sér stað, en tók fram að
þær væm aðeins getspár. Meðal hugmynda
er að sérkennsluúrræðum verði beitt þegar á
leikskólastigi, að talkennsla verði aukin, ekki
síst á aldrinum 5-7 ára, að sérkennslu verði í
meira mæli beitt innan almennra bekkjardeilda
og þar með dregið úr notkun sérdeilda. Að
unnið verði á markvissari hátt að lestrar-
kennslu og þá ekki síður í efri bekkjum og
að sérkennsla verði efld í því skýni að taka á
móti nemendum sem nú eru í sérskólum á
vegum ríkisins.
Jón ræddi síðan stöðu sérskóla og sérdeilda,
sem þjóna öllu landinu og hafa verið rekin af
ríki. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og
Reykjavíkurborgar, þar sem ríkið hefur óskað
eftir að sveitarfélögin taki við rekstrinum.
„Hefur umræðan einkum snúist um tvö rekstr-
arlíkön, sem uppfylla að mínu mati forsendur
laganna misvel," sagði Jón. „Annað þeirra
gerir ráð fyrir að tilvist sérskóla verði að vísu
tryggð, en til lengri tíma litið verði. stefnt að
því að minnka þá og færa úr rekstri þeirra fé
og fólk til að efla sérkennlsu í almenna grunn-
skólanum.“ Þar með væri fræðsluumdæmum
fengið val um að nota fjármagnið.
„Hitt líkanið gerir ekki ráð fyrir að sveitarfé-
lögin hafi val um að nota féð heldur einungis
um það hvort þau visti nemanda í sérskóla sér
að kostnaðarlausu eða kosti sérkennslu heima-
fyrir á sinn kostnað," sagði hann.
Fé til sérkennslu
Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagð-
ist vilja fullvissa þátttakendur um að síður en
svo hefði gleymst að ræða um fjármuni til
sérkennslu við úrvinnslu þess viðamikla máls,
sem flutningur grunnskólans væri.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
UM 300 þátttakendur voru skráðir á eina viðamestu ráðstefnu sem haldin hefur
verið um málefni barna og unglinga með sérþarfir og fram fór fyrir rúmri viku.
Hann benti jafnframt á ýmislegt sem gert
hefði verið til úrbóta eins og að auka fjárveit-
ingu til Blindrabókasafns vegna nemenda með
lesblindu. Það hefði ekki þótt nóg og því hefði
verið ákveðið að visst hlutfall af fjármagni til
framhaldsskóla skuli notað til að styrkja læsi
nemenda. Þá lofaði hann framtak Iðnskólans
í Reykjavík um átakið „Lestu bet-
ur“.
Hann minntist á að menntamála-
ráðuneytið hefði hlotið gagnrýni á
sl. sumri fyrir að hafa ekki staðið
rétt að ráðstöfun fjármuría við þá
sem þurftu aðstoð talmeinafræð-
inga. „Til að greiða úr ágreiningi um þetta
mál hafa farið fram viðræður undanfarið milli
aðila og virðast þær geta leitt til sameiginlegr-
ar niðurstöðu," sagði hann.
Opnaður nýr heimur
Þá gat Björn Bjarnason um tillögur mennta-
málaráðuneytis í upplýsingatækni og sagði að
yrði farið að tillögum hennar væri stigið stærra
skref en nokkru sinni fyrr til að jafna aðstöðu-
Ætla má að
sveigjanleiki
aukist eftir yf
irfærslu
mun. „Opnaður yrði nýr heimur, því eins og
við vitum hefur upplýsingatæknin nú þegar
gert mörgum fötluðum kleift að sanna sig og
njóta sín á sviði mennta, menningar og vís-
inda,“ sagði hann.
Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðar-
hrepps, sagði að með flutningi gi’unnskólans
yrði sveitarfélögum alfarið falið að
skipuleggja skólastarfið og þar með
að ákvarða tímafjölda skólanna bæði
til almennrar kennslu og sérkennslu.
„Það er mín skoðun að sveitarstjórn-
ir muni taka mjög faglega á meðferð
þessara mála og ætla megi að meiri
sveigjanleiki verði heldur en nú er, þar sem
ríkið skammtar ákveðið magn.“
Hann sagði að nú stefndi í að fræðsluum-
dæmum fjölgi úr 8 í 16 og væri því um nokk-
uð aðra niðurstöðu að ræða en áætlað hefði
verið. Forsenda sumra sveitarstjórnarmanna
væri sú að færa þjónustu nær vettvangi og
samnýta sérfræðinga.
Á ráðstefnunni fluttu fjöldamargir aðrir er-
indi og í lokin voru umræður og fyrirspurnir..
opnar í útibúi íslandsbanka
við Háaleitisbraut
VÍB býður nú ásamt íslandsbanka enn frekari þjónustu við einstaklinga með því að hafa sérstakan
verðbréfafulltrúa í útibúi bankans við Háaleitisbraut. I dag verður opið hús í útibúinu þar sem hin
nýja þjónusta verður kynnt. Sérfræðingar VÍB verða á staðnum. Boðið verður upp á áhugaverða
fyrirlestra á Grand Hótel Reykjavík, Setrinu, í kvöld kl. 20.
Sérfræðingar VÍB verða í útibúinu á eftirtöldum tímum:
Kl. 10 - 12 Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB.
Gunnar veitir allar upplýsingar um ALVIB og veitir rádgjöfum lifeyrismál.
Kl. 13 - 15 Friðrik Magnússon, sjóðstjóri Verðbréfasjóða VÍB hf.
Friðrik veitir upplýsingar og ráðgjöfum Verðbréfasjóði VÍB.
Yerðbréjafulltrúi VÍB i útibúi
íslandsbanka í Kringlunni er Asgerður
Hrönn Sveinsdóttir. Hún mun annast
alla almenna ráðgjöf kaup ogsölu
verðbréfa. Síminn hjá henni er
568-1298.
FORYSTA1 FJÁRMÁLUM!
VIB
VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi Jslands •
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
VÍB