Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Við seljum þér betri líðan NOVAFON - WELEDA - HOCOSA - gegn gigt og vöðvaverkjum - Kynning miðvikudaginn 13/3 kl. 3-5 e.h. 20% afmælis- og kynningarafsláttur. ÞUMALINA - flutt í Pósthússtræti 13 v/Skólabrú, s. 551 2136 Hestaleigan Reynisvatni Úrslit í nafnasamkeppni Lokið er verðlaunasamkeppni um nafn á hestinn sem kom í heiminn að Reynisvatni á aðfangadag jóla 1995. Alls bárust 893 tillögur. Nefnd undir stjórn Örlygs Hálfdánarsonar bókaútgefanda ásamt Hjalta Jóni Sveinssyni og Sigurði Sigmundarsyni hafði úr vöndu að ráða. Nafnið sem var talið það besta er ÝLJR (fornt nafn á jólamánuði). Alls bárust 10 tillögur að nafninu Ýlir frá eftirtöldum aðilum: Sigurborg Hjaltadóttir, Halla Þ. Másdóttir, Anna Jónsdóttir, Sigfús A. Schopka, Eydís H. Tómasdóttir, Björn Ólafsson, Grétar H. Hafsteinsson, Edda E. Magnúsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Sigurður H. Einarsson. í útdrætti kom upp nafn Jónínu Jónsdóttur og hlýtur hún kr. 25.000,00 ásamt útivistardegi fyrir fjölskylduna að Reynisvatni á sumri komandi. Aðrir tillöguhafar að nafninu Ýlir fá hver um sig veiðileyfi í Reynisvatni. Kærar þakkir til allra fyrir þátttökuna, verið ávallt velkomin að Reynisvatni. Reynisvatn, útivistarperla Reykjvíkur, fyrir alla fjölskylduna. FRÁBÆR ÞJÓNUSTA B1KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 -Sími 568 8055 SIEMEIMS GSM-farsíminn sem allir miða við! Þessi GSM-farsími heitir S4 og er ffá Siemens. Hann er léttur, fyrirferðarlítiU og einfaldur í notkun. Hann er traust þýsk gæðavara. Við bjóðum þennan farsíma á mjög hagstæðu verði ásamt faglegri ráðgjöf og þjónustu hjá tækni- og þjónustudeíld okkar. Það er óþarfi að leita annað. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Siemens S4 Einkaiunbyð fýrir Siemens á IslandL IDAG SKAK limsjón Margeir Pétursson GLÖGGIR lesendur taka líklega eftir því að staðan í dag er sú sama 'og á laug- ardaginn var, úr skák Jó- hanns Hjartarsonar (2.570), sem var með hvítt, og Norðmannsins Rune Djurhuus (2.505), sem var með svart og átti leik. Djurhuus lék hér 37. - e4? og eftir 38. Bxf7?? - Be5+ gaf hvítur því mátið blasir við. Rétta vömin var 38. Kf4! og úrslitin eru eng- an veginn ljós. En skákfor- rit keyrt á Pentium-tölvu finnur ótrúlega og glæsi- lega vinningsleið á svart: 37. - Rd6!! (Mun sterkari drottningarfórn en sú sem Norðmaðurinn valdi) 38. Bxc6 (Eftir 38. Bxd6 - Dxd6 vinnur svart- ur því hann hótar bæði 39. - e4+ og 39. - Dxa3+) 38. - Rxf5+ 39. Kxg4 - Hg6+ 40. Kh5 - Hbg2!! 41. Bxg2 - Be8!! og hvítur á enga vöm við máthótuninni Hg5 tvískák og mát! Hreint og beint ótrúleg leið, sem minnir á skák- dæmi. Það er næstum óhugsandi að nokkur núlifandi skák- maður gæti fundið svo erf- iða leið yfir borðinu, nema e.t.v. Kasparov eða ívant- sjúk með klukkutíma til að hugsa sig um. En tölvur eru aðeins nokkrar mínútur að leysa dæmið. í slíkri stöðu skiptir stöðuskilningur engu máli, aðeins reikniget- an. Hver segir svo að tölvur séu að skemma skákina? Miðað við þetta auðga þær hana einmitt með því að sýna fram á nýjar víddir og möguleika. Þær virðast sanna að hægt sé að tefla skák óendanlega vel. Svartur leikur og vinnur Farsi upp á síðkastið? okkur. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Gettu betur ÉG þakka námsmeyjum Laugarvatnsskóla ljóðið sitt Hvers vegna þú? Ég vil vekja athygli á því að flestir sem tala í útvarp byrja spumingarsetning- ar á Af hverju? og það er að útrýma spurnar- setningunni, Hvers vegna? Þ.S. Þakkir til Hjálpræðis- hersins ÉG VIL koma á fram- færi þakklæti til þeirra sem að undanfömu hafa skrifað vinsamlega um Hjálpræðisherinn, m.a. í tengslum við 100 ára afmælis hans hér á landi á síðasta ári. Alltaf þegar sjónvarpsdagskráin er léleg eða ég er búinn að lesa öll blöðin skelli ég mér á samkomu hjá Hjálpræðishernum. Þeir eru með samkomur flest kvöld vikunnar og aug- lýsa þær m.a. í Morg- unblaðinu og er þetta eitthvað það lífsglaðasta fólk sem til er. Halldór Tapað/fundið Hringur týndist GULLHRINGUR týndist laugardaginn 24. febr- úar. Hringurinn er merktur stöfunum KS. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 564-3993. Jakki tapaðist GRÁGRÆNN jakki úr teinóttu efni tapaðist á veitingahúsinu Astro stuttu fyrir jól. Eigand- inn saknar hans sárt þar sem hann er hluti af dragt og er skilvís finnandi vinsamlega beð- inn að hringja í síma 533-1500. Taska tapaðist LITIL, svört hliðartaska týndist 15. febrúar sl. annaðhvort í Tæknigarði eða í rútu á leið að Skíða- skálanum í Hveragerði. í töskunni var ökuskír- teini merkt Ingunni Jóns- dóttur, einhveijar snyrti- vörur og svört iítil budda með peningum og tveim- ur lyklum. Finnandi vin- samlega hringi í Hrefnu í síma 561-2271. Armband týndist SILFURARMBAND, mjög sérstakt, með mörgum silfurkúlum tap- aðist í miðbænum í Hafn- arfirði. Eigandinn saknar armbandsins sárt. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 555-0751. Gæludýr Læða í óskilum LITIL grábröndótt læða með hvíta bringu og fæt- ur hefur verið í óskilum á heimili í Kópavogi frá því í síðustu viku. Hún er með bleika hálsól. Eig- andinn er beðinn að vitja hennar í síma 554-3949. ER hann alltaf svona geð- vondur þegar hann kemur heim úr vinunni? Víkveiji skrifar... AÐ ERU athyglisverðar hug- myndir, sem bankastjórn Landsbankans er að setja fram um þessar mundir með því að lýsa yfir áformum um að bjóða eldri starfs- mönnum starfslokasamninga, þeg- ar þeir eru orðnir 67 ára gamlir og jafnvel fyrr eða við 65 ára aldur. Nú hefur að vísu ekki verið upplýst efnislega um hvers konar samninga gæti verið að ræða, að öðru leyti en því, að það geti verið mismun- andi eftir aðstæðum. Hins vegar verður að ganga út frá því, sem vísu, að viðkomandi starfsmanni sé boðinn hluti þeirra launa, sem hann ella mundi hafa hjá bankanum, ef hann héldi áfram í fullri vinnu til sjötugs. Það er algengt í öðrum löndum, að fyrirtæki, sem ráðast t.d. í víð- tæka endurskipulagningu á rekstri bjóði starfsmönnum slíka samn- inga. Kostur slíkra samninga fyrir fyrirtækið er sá, að það fær tæki- færi til að endurnýja starfslið í mikilvægum stjórnunarstöðum, en eins og dæmin sanna sitja menn í slíkum stöðum eins lengi og kostur er. Það sparar sér hluta þeirra launa, sem það mundi greiða við- komandi starfsmanni, væri hann í vinnu til sjötugs. Kosturinn fyrir starfsmanninn er sá, að hann getur setzt í helgan stein fyrr en ella eða jafnvel tekizt á við ný verkefni á öðrum vettvangi. Jafnvel þótt hann njóti ekki fullra kjara til sjötugs getur þetta fyrirkomulag engu að síður þjónað hagsmunum hans. Það hefur ekki verið mikið um að fyrirtæki bjóði starfsmönnum slíka samninga. Nú þegar Lands- bankinn ríður á vaðið má búast við að önnur fyrirtæki fylgi í kjölfarið. xxx EINHVERJIR kunna að segja sem svo, að það sé grimmdar- legt af hálfu fyrirtækja að gefa þannig fyllilega í skyn, að þau vilji losna við starfsmenn, sem hafa kannski starfað hjá þeim nánast allan starfsferil sinn. Það má færa rök fyrir því, að svo sé. Á hinn bóginn getur það líka verið erfitt fyrir starfsmanninn sjálfan að gegna ábyrgðarstöðu fram að sjötugsaldri, ekki sízt ef heilsufarið er ekki eins og bezt yrði á kosið. Fyrir þá, sem þannig er ástatt um getur tilboð um starfs- lokasamning verið ákveðin lausn. Sjálfsagt er að ræða þessi mál alveg opið. Ekkert liggur fyrir um það, hvernig starfsmenn Lands- bankans taka þessum hugmyndum. En ekki er óiíklegt miðað við reynslu annarra þjóða, að þetta fyrirkomulag eigi eftir að ryðja sér til rúms hér og þykja sjálfsagt og eðlilegt. xxx EKKI er þar með sagt, að fólk hljóti að hætta í virku starfi 67 ára gamalt eða jafnvel 65 ára gamalt. Þeir eru áreiðanlega marg- ir, sem mundu hafa hug á að reyna krafta sína við önnur viðfangsefni síðustu árin fyrir sjötugt og starfs- lokasamningar af því tagi, sem Landsbankinn hyggst bjóða upp á geta beinlínis skapað fólki tækifæri til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.