Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 45 ______BREF TIL BLAÐSHMS_ Þetta gerir maður ekki, Friðrik Frá Gísla Baldvinssyni: ÞESSI fleygu orð viðhafði for- sætisráðherra þegar fjármálaráð- herra hugðist skattleggja blað- sölubörn. Þar með var ekki minnst aftur á þá skattlagningu. Skerðing eða aukinn réttur? Nú er komið að starfsmönnum Friðriks og hefur hann, líkt og nafni hans hinn mikli, hug á að bæta stjórnsýslu. Ég held að eng- inn sé á móti því að endurbæta gömul lög ef um lagabót er að ræða. í lagadeildinni lærði fjár- málaráðherra að lagabót er sú lagasetning sem sátt er um. Af þessu má ljóst vera að Friðrik fær hvorki viðurnefnið mikli né laga- bætir. Hér er verið að skerða rétt manna, áunnin réttindi sem menn hljóta að draga í efa að hægt sé að gera í blóra við eignarréttindaá- kvæði stjórnarskrárinnar. Skal ég nú í afar stuttu máli reyna að bera saman þau réttindi sem opin- berir starfsmenn hafa nú og hvernig þau líta út eftir „lagabæt- ur“ fjármálaráðherra. Hin helgu réttindi Nokkur réttindi eru talin helg- ari en önnur. Þau hljóta að vera lífeyrisréttindi, ráðningarréttindi og samningsréttur. Ekki verður því trúað að fjármálaráðherra reyni einhliða að breyta þeim með lagasetningu í andstöðu við starfsmenn sína. Hann getur umfram Þórarin Viðar breytt leikreglum milli sín og starfs- manna sinna vegna þess að hann er bæði í hlutverki framkvæmda- og löggjafarvalds. Friðriki hefði ekki líkað það á Valsárunum að Framari hefði dæmt leik Vals og Fram. Þannig verður að fara eft- ir leikreglum alls staðar í þjóðfé- laginu. Krukk í ráðningarréttinn Það er nánast krukkað í öll at- riði ráðningarréttarins. Teljum þau upp: Ótímabundin skipun verður afnumin. Forstjórum verða veitt aukin völd til að segja upp starfsmönnum t.d. með tilvísun í árangur og veikindi. Áminningar- réttur afnuminn. Biðlaun afnumin (þó ekki hjá æðstu embættismönn- um). Málskotsréttur til æðra stjórnvalds afnuminn. Fyrirfram greidd laun afnumin. Réttur á launalausu leyfi afnuminn (nema hjá æðstu embættismönnum). Auglýsingaskylda embætta stór- lega minnkuð. Ekki þarf að upp- lýsa ráðningarkjör við ráðningu. Uppsagnir á yfirvinnu á hendi for- stjóra, án afskipta launþegans. Framlenging uppsagnarfrests auðvelduð yfirmanni. Krukk í lífeyrissjóðsréttindin Útreikningur á meðaltalstölu lífeyris verður skekktur launþeg- um í óhag. Afnám eða skerðing á 95 ára og 32 ára reglum. Sjóðsfé- lagar þurfa að borga meira og lengur í lífeyrissjóð. Viðmiðun líf- eyrisþega 'við eftirmann og launa- þróun afnumin. Aðeins mökum æðstu embættismana tryggður réttur til makalífeyris. Krukk í samningsréttinn Hér er fjármálaráðherra í dansi með félagsmálaráðherra og gera þeir tangarsókn að samnings- og verkfallsrétti allra launþega í land- inu. Þeir koma með reglur um innra starf stéttarfélaga og reglur um miðstýringu valds. Þeir í raun afnema samningsrétt stéttarfé- laga með því að leggja til að samn- ingar allra verða að vera lausir á sama tíma og atkvæði allra laun- þega verði talin sameiginlega upp úr sama pottinum. Engin furða Ef menn hafa sæmilega skyn- semi furðar þá ekki á reiði kenn- ara vegna framlagningar - kynn- ingar þessara frumvarpsdraga. Jafnræðisreglan er fótum troðin en þessar skerðingar gilda ekki um æðri embættismenn ríkisins. Þó svo að megi ræða um vissar breytingar á lögum um opinbera starfsmenn verður íjármálaráð- herra að vera ljóst að sérhver skerðing kostar. Opinberir starfs- menn hafa áratugum saman orðið að þola minni hækkanir en aðrir végna „fríðinda" þeirra í starfi, samanber nokkra leiðara Morgun- blaðsins um það efni. Fjármálaráð- herra er tíðrætt um samráð við launþega um þessar breytingar. Samráðið var í raun í klukkustund- um talið og geta menn sannreynt það. Tímasetningin er heldur ekki klaufaleg. Hún er gerð á sama tíma og samningar voru að takast milli kennara, ríkisins og sveitarfé- laga um flutning grunnskólans. Samþykkja átti frumvörpin á nýsjálenskum hraða. Tíminn einn sker úr um hvort það tekst eða hvort launþegar eru enn með lífs- marki. GÍSLI BALDVINSSON, kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Topp- tilboð Allir skór á 995,- eða 495,- Toppskórinn 1 Útsölumarkaður Austurstræti • Sími 552 2727. Marshal Falleg og sterk úr fyrir sprækar Verð aðeins kr. 7.950,- Stálúr með mattri áferð og 14 k gull skreytingu. Hert gler, 30 m vatnsvarið. Tvöfaldur öryggislás. fntUti*úra- og skartgrlpaverslun Álfabakka 16» Mjódd • s. 587 0706 */Cxxf SirnAsson úrsmlður ísafirði • Aöalstræti 22 • s. 456 3023 Við vonumst til að sjá þig í kvöld. Verðbréfamarkaður íslandsbanka og útibú Islandsbanka við Lœkjargötu, Háaleitisbraut og Suðurlandsbraut, í Kringlunni og á Kirkjusandi, bjóða þér til kvöldfundar og móttöku á Grand Hótel Reykjavík í kvöld. Tilefnið er opnun verðbréfaþjónustu í útibúum Islandsbanka. Með hjálp verðbréfa- fulltrúanna í útibúunum er einstaklingsþjónustan nú í ncesta nágrenni við flesta viðskiptavini okkar, en verðbréfafulltrúar geta veitt þér alla þjónustu við kaup og sölu á verðbréfum. Á fundinum í kvöldmunu verðbréfafulltrúar fimm útibúa í Reykjavík verða á staðnum til skrafs og ráðagerða og séifrœðingar frá VÍB flytja fyrirlestra um fjármálamarkaðinn. Dagskrá: Kl. 19.30 • Húsið opnað Kl. 20.00 • Horfur á hlutabréfamarkaði Vilhjálmur Vilhjálmsson deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu VÍB Kl. 20.45 • Eru erlend verðbréf fyrir einstaklinga? Margrét Sveinsdóttir forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB Kl. 21.30 • Kaffiveitingar Kl. 21.45 • Hverjar eru bestu leiðimar fyrir einstaklinga á verðbréfamarkaði? Friðrik Magnússon sjóðsstjóri Verðbréfasjóða VÍB VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi lslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Simi 560-8900. Myndsendir: 560-8910. VlB Sigurjón Giiðnunulsson V.-rðbrólalullimi siíriww" Bílamarkaöunnn \ Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Pontiac Trans Sport SE ’92, rauður, sjálfsk., ek. 73 þ. km. Fallegur bíll. V. 1.980 þús. Fiat Panda 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. að- eins 56 þ. km., 2 dekkjagangar, gott ástand. Sparneytinn bíll. V. 470 þús. V.W. Golf 1.4 cl station '94, blár, 5 g., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Toyota Corolla Hatsback XLI ’94, grá- sans., 5 g., ek. 47 þ. km. V. 990 þús. Toyota Hi Lux Extra Cap '91, ek. 80 þ. km., plasthús, flækjur, 38“ dekk, álfelgur, 5:71 drifhlutföll. No-Spin að aftan, geisl- asp. o.fl. V. 1.580 þús. MMC Lancer EXE '90, blár, sjálfsk., ek. aðeins 68 þ. km., spoiler, rafm. í rúðum o.fl. Sk. ód. V. 740 þús. Cherokee Country 4.0L ’93, grænsans., sjálfsk., ek. 80 þ. km., cruiscontrol, álfelg- ur o.fl. V. 2,2 millj. Toyota Corolla GL Special Series '90, 5 dyra, blár, 5 g., ek. 84 þ. km., rafm. í rúð- um, spoiler o.fl. V. 640 þús. Toyota Landcruiser GX diesel Turbo ’93, 5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km., 33“ dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3,9 millj. Sk. ód. Honda Accord Si ’95, grænsans., sjálfsk., ek. 29 þ. km., sóllúga, ABS, spoiler, þjófa- vörn, rafm. í öllu. V. 2.060 þús. Toyota Hi-Lux Extra Cab '87, ek. 114 þ. km., 31“ dekk. Fallegur bíll. V. 680 þús. Subaru Legacy 1.8 Station 4x4 '90, sjálfsk., ek. 98 þ. km., rafm. í rúðum, grjótagrind o.fl. V. 1.080 þús. Sk. ód. Mercedes Benz 190 '88, blár, 4 g., ek. 134 þ. km. V. 1.080 þús. Nissan Terrano V-6 '95, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 12 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. Sem nýr. V. 3,3 millj. Renault Clio TR 1.4 5 dyra '94, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. Mazda 323 GLX 3ja dyra ’86, hvítur, 5 g., ek. 100 þ. km. á vél, spoiler o.fl. V. 330 þús. Tilboðsv. 230 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfall- egur bíll. V. 3.950 þús. Útvegum hagstæð bílalán Bílar á tilboðsverði: Saab 900I 5 dyra '87, hvítur, ek. 140 þ. km., toppeintak. V. 560 þús. Tilboðsv. 440 þús. Honda Accord EX '87, sjálfsk., sóllúga og rafm. i öllu, hvítur, ek. 123 þ. km. V. 630 þús. Tilboðsv. 530 þús. Dodge Aries '87, 2ja dyra, sjálfsk., ek. 95 þ. km., brúnsans. V. 390 þús. Tilboðsv. 270 þús. M. Benz 250 ’82, blár. V. 390 þús. Tilboðsv. 250 þús. MMC Pajero stuttur ’83, 32“ dekk, upph. Fallegur og góður bíll. V. 440 þús. Tilboðsv. 360 þús. Mazda 121 1,3 16 ventla ’92, ek. 50 þ. km., 4ra dyra. V. 750 þús. Tilboðsv. 650 þús. Nissan Micra '88, 5 g., ek. 122 þ. km. (langkeyrsla). V. 280 þús. Til- boðsv. 190 þús. Lada Samara 1500 '90, 5 g., ek. 80 þ. km. V. 220 þús. Tilboðsv. 150 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.