Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Fræðsluskrifstofa Suðurlandsumdæmis með heilsdagsnámskeið Margir fræddust um hlutverk foreldraráða SJÖTÍU OG fimm foreldrar frá 30 skólum mættu sl. fimmtudag á heils- dagsnámskeið á vegum Fræðslu- skrifstofu Suðurlandsumdæmis til að afla upplýsinga um hlutverk sitt í foreldraráðum grunnskóla. „For- eldraráðin eru að komast á laggirnar og það skiptir miklu máli að þau fari vel af stað og að fólk hittist til að samræma vinnubrögð. Því þótti starfsfólki hér tilvalið að efla til námskeiðs í þessu skyni,“ sagði Jón Hjartarson fræðslustjóri í samtali við Morgunblaðið. Hann lýsir fræðsludeginum þann- ig að í upphafi hafi verið farið yfir grunnskólalögin, gerð grein fyrir stjórnskipulagi skólanna, farið yfir aðalnámsskrá og viðmiðunarstunda- skrá, svo dæmi séu tekin. Miklar umræður sköpuðust og fjöldamargar fyrirspumir komu fram. Að umræðum loknum voru mis- munandi skólanámskrár skoðaðar. „Við bentum á að þegar foreldraráð leggur mat á skólanámskrá á það að styðjast bæði við grunnskólalögin og aðalnámskrá. Við veltum fyrir okkur í sameiningu hvað prýðir góða námskrá og hvað foreldraráð vill sjá þar. í sumum þeirra er til dæmis gefið upp hvað hver hlutur kostar í skólabúðinni, þar eru efnisyfirlit og stundaskrár auk fjölda annarra hag- nýtra upplýsinga." Skólanámskrá undirstaðan Jón sagði að menn hefðu verið sammála um að gott væri að skipta skólanámskrá í þrjá hluta eftir ár- göngum, t.d. 1.-3., 4.-7. og 8.-10 bekk. Síðan fengju foreldrar þann hluta námskrárinnar sem baminu tilheyrði. „Víst er þetta mikið papp- írsflóð, en menn sjá ekki aðra skyn- samlega leið til að koma upplýsing- Morgunblaðið/Úr myndasafni FORELDRARÁÐ þurfa að leggja annars konar mat á skólastarf- ið en taka einungis mið af einkunnabókum. um um á framfæri, þannig að for- eldrum gefist tækifæri á að fjalla um það sem er að gerast í skólum. Skólanámskrá er það eina sem for- eldraráð hefur í höndum til að skoða skólann og fylgjast með að kennsla og skólahald sé í samræmi við lög og reglur,“ sagði hann. í lokin var rætt um nauðsyn þess • að foreldraráð settu sér starfsreglur. „Þetta var stormandi fínn dagur og ég held að fólk hafí verið ánægt.“ Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimila og skóla, sótti einnig nám- skeiðið og sagði hún að mikill hugur væri í foreldrum. „Þetta var virki- lega lofsvert framtak hjá Fræðslu- skrifstofu Suðurlands," sagði hún og bætti við að mikill áhugi hefði komið fram hjá þátttakendum um að hafa samráðsvettvang. „Til dæm- is var rætt um hver ætti að hafa frumkvæði um að hóa saman for- eldraráðum, því þarna er um fulltrúa foreldra að ræða en ekki foreldrafé- laga. Engin bein niðurstaða fékkst í því máli.“ ER HÆGT að vekja áhuga allra á tónlist eða eru tónlistarhæfi- leikar náðargáfa einstakra manna? Þeir fimmtíu tónlistar- kennarar, sem komu víða að af landinu til að sækja þriggja daga námskeið um síðustu helgi hjá Bandaríkjamanninum Doug Go- odkin og Spánveijanum Sofiu Lopez-Ibor, eru sannfærðir um að með aðferð, sem kennd er við Carl Orff, sé hægt að ná fram hæfileikum og vekja áhuga allra á tónlist. Námskeiðið var haldið á vegum Tónmenntakennarafé- lags Islands. Hugmyndafræði Carls Orff, sem var þýskt tónskáld og fræði- maður, felst í að tengja tónlist hreyfingu og notkun einfaldra ásláttarhljóðfæra. Er sú aðferð notuð við börn allt frá l-2ja ára og upp í aldraða sem dveljast á elliheimilum. Orff byggir að- ferðafræði sína á hinu einfalda, þ.e. því sem viðkomandi kann og er honum eðlilegt, en færir síðan kennsluna smám saman yfir í flóknara form, að sögn Elfu L. Gisladóttur tónmenntakennara. Hún segir að þátttakendur á námskeiðinu hafi prófað sig áfram með því að nota líkams- hljóðfæri, þ.e. klapp, stapp, búk- slátt auk þess að nota einföld hljóðfæri eins og trommur, hrist- Tónlist tengd hreyfileikjum Morgunblaðið/Þorkell TÓNLISTARKENNARAR þreifa sig áfram með hreyfileikjum í takt við tónlistina. ur og sílafóna. „Við höfum einnig dansað þjóðdansa, sungið, spilað og hlegið mikið,“ sagði hún og bætti við að jafnvel elstu tón- menntakennarar hefðu lýst yfir að þeir hefðu aldrei fengið eins fræðandi námskeið þó víða væri leitað, enda væru leiðbeinendurn- ir frábærir. Goodkin hefur starf- að í 20 ár við Montessori-grunn- skóla í San Fransisco, þar sem hann kennir 3-15 ára nemendum, auk þess sem hann hefur haldið námskeið víða um heim. Lopez- Ibor kennir spænskum bornum, en hún fer einnig víða sem fyrir- lesari og kennari. Árangurinn geysilegnr Þátttakendur á námskeiðinu kenna ýmist tónmennt í grunn- eða tónlistarskólum. „Hugmynd Orffs er okkur ekki endilega framandi heldur frekar aðferða- og kennslufræðin sem notuð er. Okkur finnst þó árangurinn sem hægt er að ná einna athyglisverð- astur. Við sáum til dæmis á mynd- bandi hóp af börnum í grunnskól- anum í Madrid, sem höfðu ekki fengið inngöngu í kór vegna þess að þau þóttu ekki hæf. Lopez-Ibor tók þessi 30 börn og æfði þau í Flamingo-dönsum, að spila á hljóðfæri og syngja. Það var engu líkara en við værum að horfa á atvinnuhóp með langa reynslu að baki. Greinilegt var að börnin voru ánægð og þeim leið mjög vel. Þetta voru börnin sem átti að útskúfa úr kórnum vegna þess að þau þóttu ekki hæf. Með því að fara aðra leið, þ.e. í gegnum leikinn, tókst að ná þessum mikla árangri," sagði Elva. skólar/námskeið myndmennt ■ Glerlistanámskeið Jónas Bragi, glerlistamaöur heldur nám- skeið í steindu gleri, glerbræðslu og slípun. Nánari upplýsingar i' símum 562 1924 og 554 6001. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 5517356. ■ Bréfaskólanámskeið í myndmennt Á nýársönn, janúar-maí, eru kennd eftir- farandi námskeið: Grunnteikning. Likamsteikning. Lita- meðferð. Listmálun með myndbandi. Skrautskrift. Innanhússarkitektúr. Híbýlafræði. Teikning og föndur fyrir böm. Fáðu sent kynningarrit skólans með því aó hringja eða senda okkur línu. Sími 562 7644, pósthólf 1464, 121 Reykjavík. http://www.mmedia.is/handment/ ýmislegt ■ Postulfns- og glermálun Get bætt við mig nokkrum nemendum frá miðjum mars og fram í maí. Jónina Magnúsdóttir (Ninný), mynd- og handmenntakennari, simi 565 9099. sklalastjórnun ■ Inngangur að skjalastjórnun Námskeið, haldið 1. og 2. apríl (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 11.000. Bókin „Skjalastjómun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjöl í síma 564 4688, fax 564 4689. Nokkur skortur á veðurfræðingum NOKKUR skortur er á veðurfræð- ingum á Veðurstofu íslands vegna mikillar útþenslu stofnunarinnar um þessar mundir. Er starfíð mjög fjöl- breytt og skemmtilegt, að sögn Unnar Olafsdóttur veðurfræðings. „Veðurfræði er nám sem byggir á stærðfræði og eðlisfræði,“ segir hún. „Ekki er hægt að læra hana hérlendis, en hinsvegar er hægt að taka stærðfræði og eðlisfræði hér á landi og fara síðan í nám í veður- fræði erlendis. Einnig er hægt að fara beint út og taka allt námið þar.“ Góðar horfur á sumarvinnu Unnur segir að það sé markmið Veðurstofunnar að taka alla sem stunda nám í veðurfræði í sumar- vinnu meðan á námi stendur. „Ef fólk ætlar í veðurspárvinnu þarf t.d. að þjálfa það sérstaklega." Unnur segir að um fjölbreytilegt starf sé að ræða, sem komi inn á nærri öll svið náttúruvísinda. Hægt sé að vinna við veðurspár, þróun spáforrita og ýmsar rannsóknir í sambandi við veðurfar, hafís snjó- flóð og margt fleira. Að sögn Unnar fer fram heilmik- il rannsóknavinna um þessar mund- ir í tengslum við snjóflóðamál og er útþensian meðal annars til komin vegna þessa. Einnig hefur staðið yfir endurskipulagning á allri stofn- uninni. Á veðurstofunni vinna um 80 manns, en þar af eru 20 veður- fræðingar. Aðrir sem vinna á veðurstofunni eru t.d. eftirlitsmenn fjarskipta, rannsóknarmenn, tæknifræðingar og tæknimenn, jarðfræðingar, jarð- eðlisfræðingar sem vinna við jarð- skjálftarannsóknir, landafræðingar og skrifstofufólk. Þar að auki vinnur fólk fyrir Veðurstofuna um allt land við að gera veðurathuganir. Nýjar námsbækur Á VEGUM Námsgagnastofn- unar hafa að undanförnu komið út nýjar námsbækur í stærð- fræði og náttúrufræði. • Verkefni fyrir vasareikni 5. hefti eftir Ingibjörgv Þor- kelsdóttur með myndum eftir Laura Valt- enino er fímmta og síðasta bókin í flokki hefta sem ætluð eru 7-11 ára börnum. Markmiðið með þessum heftum er m.a. að kynna nem- endum notkun vasareikna sem hjálpartækis í reikningi og auka skilning þeirra á tölum og með- ferð talna. Einnig fá nemendur tækifæri til að nýta vasareikni við ýmsa leiki og þrautir og nota stærri tölur en geta þeirra annars leyfír. Innan á kápusíð- um eru ábendingar til kennara. Bókin erl6bls. • Stærðfræði í dagsins önn, 2. hefti eftir Hönnu Kristínu Stefánsdótt- ur og Sylvíu Guðmunds- dóttur með myndum eftir Guðnýju Rósu Ingi- marsdóttur er önnur bók- in í flokki sex stærðfræðibóka ætlaðar ungl- ingum, sem af einhveijum ástæðum ráða ekki við almennt námsefni í stærðfræði. Markm- iðið er einkum að þjálfa nem- endur í útreikningum í daglegu lífí og öðiast leikni í að nota vasareikni. Kennarabók fylgir. Stærðfræðibókin er 32 bls. • Fjórir bæklingar í flokknum Lífríki sjávar eftir Gunnar Jónsson, Guðrúnu Þórarins- dóttur og Sólmund T. Einarsson með myndum eftir Jón Baldur Hlíð- bergeru unn- ir í samvinnu við Hafrann- sóknastofnun. I bæklingunum, sem einkum eru ætlaðir 12-15 ára unglingum, er fjallað um hafíð við fsland og lífríki þess, m.a. um helstu nytjafiska. Nýju bæklingarnir heita Skata, Tindaskata, Sandkoliog Kúf- skei, en áður hafa 20 bækling- ar komið út. NÝÚTKOMIÐ erávegum Námsgagnastofnunar kennslu- forrit og leikjabók. • Ég eftir Kirsten VejPet- ersen og StigDaii er kennslu- forrit ætlað 6-12 ára börnum. Börnin geta m.a. búið til sjálfsmynd, slegið inn mælitölur fyrir hæð og þyngd, teikn- að ættartré, skrifað stutt- an texta, auk þess að láta tölv- una vinna tölfræðilegar upp- lýsingar. Þýðandi handbókar er Hanna Kristín Stefáns- dóttir. Tæknilegar kröfur eru: Pc-tölva með VGA-litaskjá og mús. • Leikjabókin í samantekt Harðar G. Gunnarssonar og Páls Erlingssonar með mynd- um eftir Sigurð ValSigurðs- son er unnin og gefin út í sam- vinnu við íþrótta- og æskulýðs- deild menntamálaráðuneytis. í bókinni er safn af úti- og inni- leikjum, sem algengir eru nú um stundir en einnig eldri ieik- ir, jafnvel frá aldamótum. Heimildaskrá er í lok bókarinn- ar, sem er 80 bls. að stærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.