Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 35 AÐSENDAR GREIIMAR Mjólkurmál í brennidepli AÐ undanfömu hef- ur Morgunblaðið fjall- að ítarlega um úreld- ingu Mjólkursamlags- ins í Borgarnesi. í kjöl- far þess hafa ýmsir aðilar séð ástæðu til að tjá sig um málið bæði á Alþingi og á síðum Morgunblaðsins. Þar sem málefni Sólar hf. hafa verið dregin inn í þá umijöllun sér undirritaður sér ekki annað fært en að koma að málinu. í þessari grein er fjallað um sjálfa úreldinguna og aðdraganda hennar en í þeirri seinni verður vikið að því sem fram hefur komið hjá einstök- um aðilum sem látið hafa málið til sín taka. Meginástæðan fyrir því að eig- endur Sólar hf. höfðu hug á að komast inn í rekstur Mjólkursam- lagsins í Borgamesi og koma þann- ig í veg fyrir úreldingu þess eru eftirfarandi: Slíkt hefði aukið samkeppnis- hæfni Sólar gagnvart mjólkuriðnað- inum því þá hefði fyrirtækið getað boðið ákveðnar afurðir sem mjólk- uriðnaðurinn einn býður í dag en við getum ekki framleitt vegna skorts á aðgangi að hráefnum á samkeppnishæfu verði. í þessu sambandi má nefna vömr á borð við kókómjólk, hefðbundna drykkj- armjólk, smjör og smjörva. Þessi mismunun á samkeppnisstöðu veld- ur okkur oft erfiðleikum t.d. varð- andi heildarframboð á drykkjaraf- urðum til skóla, íþróttahúsa, bakar- ía og fleiri aðila á markaðinum. Með því að sameina Mjólkursam- lagið í Borgarnesi og safafram- leiðslu Sólar hefði gefist svigrúm til hagræðingar í rekstri þar sem til hefði orðið fyrirtæki með heildar- framleiðslu upp á 16-18 milljónir lítra af drykkjarvörum. Slíkt fyrir- tæki hefði getað nýtt sér ýmsa kosti sem fylgja hagkvæmni stærð- arinnar og þannig náð beinum framleiðslukostnaði niður. Mjólkurbúið í Borgarnesi var eina Páll Kr. Pálsson leiðin fyrir okkur til að komast inn í mjólkur- vinnslu á hagkvæman hátt, því ekkert annað mjólkurbú eða mjólk- urafurðastöð er í dag starfrækt nægilega nærri höfuðborgar- svæðinu til að geta uppfyllt skilyrði hag- kvæmni og hagræð- ingar, nema Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi sem væntanlega hvorki er né verður opið fyrir nýjum eignaraðilum á næst- unni. Vonlaust er að treysta á fiutning á drykkjarvörum á borð við mjólk og safa frá afurðástöðum norðan Holtavörðuheiðar eða austan Víkur til framleiðslu á samkeppnishæfu verði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það lá því fyrir að tækist okkur ekki að komast inn í rekstur Mjólk- urbúsins í Borgarnesi og forða því frá úreldingu væri eini valkostur okkar, til að komast inn í mjólkur- vinnslu, að byggja nýja mjólkuraf- urðastöð. Slíkt fyrirtæki kostar hins vegar um eða yfir 500 milljónir króna. Aðilar í mjólkuriðnaði, einkum Mjólkursamsalan í Reykjavík og Osta- og smjörsalan, höfðu af sömu. ástæðu engan hug á að styðja við þá viðleitni okkar að koma í veg fyrir úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga, þar sem slíkt hefði skapað aukna samkeppni við þá í vöruflokkum sem þeir einir sitja að í dag og aukin hagkvæmni í okkar rekstri hefði veikt samkeppnisstöðu þeirra. Þá liggur einnig fyrir að fjár- hagsstaða Kaupfélagins í Borgar- nesi var með þeim hætti að for- svarsmenn þess töldu úreldingu bestu leiðina. Landbúnaðarráðherra notaði það m.a. sem rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að samþykkja úreldingu í Borgarnesi, að hún væri fyrsta skrefið í viðamikilli úreldingu mjólkurafurðastöðva. Það vekur hins vegar athygli að í dag heyrist lítið talað um frekari úreldingu Til stuðnings biskupi MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Guðna Þ. Guðmundssyni organista og fé- lögum úr kór Bústaðakirkju í tíð hr. Ólafs Skúlasonar: Við undirrituð, sem höfum starfað með herra Ólafí Skúlasyni biskupi meðan hann var sóknarprestur í Bústaðakirkju, viljum leggja fáein orð í þá umræðu, sem fram hefur farið í fjölmiðlum að undanfömu. Yið höfum flest unnið með herra Ólafí í 10-15 ár. Samvinna okkar var það náin, að við hlutum að kynn- ast manninum vel. Um þau kynni þarf ekki að hafa mörg orð. Starfs- andinn í Bústaðakirkju var einstak- lega góður, og milli okkar og herra Ólafs mynduðust sterk vináttubönd. Hann var okkur nærgætinn, hlýr og einstaklega þægilegur í viðmóti. Væri hann í kirkjunni, þegar við komum til æfínga eða annars starfs, mættum við ævinlega hans góða viðmóti og fundum, að við áttum í honum félaga, vin og stuðnings- mann ef eitthvað var að. í okkar hug er það því alger fjarstæða, sem Scetirsófar d óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - slmi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. mjólkurafurðastöðva. Það sem helst heyrist frá hagsmunaaðilum í mjólkuriðnaði er að menn hafí hug á að skoða stofnun Mjólkursamsölu Norðurlands sem ná myndi frá Hvammstanga að Djúpavogi og gegna svipuðu hlutverki á því svæði og Mjólkursamsalan í Reykjavík gegnir frá Höfn að Búðardal. Eins og alþjóð veit tókst okkur hjá Sól hf. ekki að láta þann draum rætast að halda áfram rekstri Mjólk- urbúsins í Borgarnesi í samvinnu við bændur og aðra heimamenn og byggja þar upp blómlegt drykkjar- vörufyrirtæki með 80-100 manns í vinnu. Úreldingin fór fram og Kaup- félagið í Borgamesi fékk um 260 milljónir króna við úreldinguna. Enn hefur þeirri spurningu hins vegar ekki verið svarað hvers vegna ekki mátti skoða tillögur okkar og spara skattgreiðendum nokkur hundmð milljónir króna, ef þær hefðu reynst hagkvæmari en úreld- ing. Með því að gefa okkur tæki- færi til að taka við og útvíkka rekst- urinn hefðum við tekið áhættuna og skattgreiðendur sloppið við þau út- gjöld sem þeir verða nú fyrir, ásamt því að einstakt tækifæri hefði verið nýtt; tækifæri sem mörgum var greinilega í mun að koma í veg fyrir. Eftir úreldinguna átti að bjóða eignimar til sölu af nefnd sem til þess var skipuð. Útboðið var aug- lýst 21. maí og frestur gefinn til 29. maí til að skila inn tilboðum. Þeim sem vildu bjóða vom því gefn- ir 8 dagar til að leggja mat á flók- inn tækjakost og húsnæði. Með svo <**/*’'* FLÍSAR Ef þessar aðgerðir eru löglegar, segir Páll Kr. Pálsson, í þessari fyrri grein, hafa menn komið sér upp miklum ólögum. skömmum fresti var ljóst að aðeins örfáir komu til greina sem bjóðend- ur þar sem t.a.m. erlendir aðilar, sem hugsanlega hefðu vilja kaupa tækjakost Mjólkurbúsins, höfðu einfaldlega ekki þann tíma sem til þurfti til að nýta sér útboðið. Sól hf. gerði ekki tilboð í vélar, tæki eða húseignir þar sem fyrir- tækið taldi útboðið brjóta í bága við lög, eins og fram kom í bréfi sem fyrirtækið sendi Ríkiskaupum 26. maí sl., 3 dögum áður en opna átti tilboðin. Staða málsins í dag er því sú að Kaupfélag Borgnesinga fékk úreld- ingarstyrkinn og fær síðan eignimar aftur til afnota bæði vélar, tæki og húsnæði og greiðir fyrir það um 30 milljónir króna, þ.e. fær 260 milljón- ir afhentar vegna úreldingar og greiðir til baka 30 milljónir og held- ur því um 230 milljónum nettó ásamt því að halda eignunum áfram. í greinargerð sinni í Morgunblað- inu föstudaginn 1. mars sl. kýs landbúnaðarráðherra að líkja úreld- ingunni í Borgarnesi við úreldingu í sjávarútvegi eða nauðungarsölu eigna. Það er hins vegar fráleitt þar sem afskipti ríkisins af starf- semi í mjólkuriðnaði em svo mikil að nánast hefur mátt tala um ríkis- rekstur fram til þessa. Mjólkuraf- urðastöðvar hafa af stórum hluta verið byggðar fyrir framlög úr ríkis- sjóði og úrelding þeirra er með þeim hætti að við úreldingu er greitt sérstakt framlag. Alls kyns nefndir og ráð meira og minna ríkistilskip- aðar hafa afskipti af rekstrarfyrir- komulagi og því með hvaða hætti rekstri er háttað og skuli hætt í mjólkuriðnaði. Það er því fáránlegt af ráðherra að bera endurnýtingu úreltra eigna í mjólkuriðnaði saman við almennt gjaldþrot og nauðung- arsölu. Séu þessar aðgerðir löglegar þá er ljóst að hér hafa menn komið sér upp slíkum ólögum að engu lagi er líkt. Að menn geti komið í veg fyrir eðlilega samkeppni með því að úrelda mjólkurbú og fá fyrir það fleiri hundruð milljónir króna, fá síðan eignimar afhentar aftur og geta hafíð ríkisstyrkta samkeppni við einkafyrirtæki í starfsemi sem á engan hátt tengist mjólkurfram- leiðslu, kann að vera löglegt en f öllu falli gjörsamlega siðlaust. Höfundur er framkvæmdasfjóri Sólar hf. kÚvíh JÉ: ll! Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú, sími 567 4844 * X ^ ÚTSÖLUSTAÐIR Maria Galland Reykjavik: Ingólfsapótek Kringlunni, Ásýnd. Kópavogur: Snyrtistofon Rós. Hafnarfjörður: Disella, Miðbæ. Bolungorvik: Loufið. Hvommstangi: Mirra. Akureyrí: Vöruhús KEA. Neskuupstaður: Snyrtistofon Rakel. Hornafjörður: Hórsnyrtistofo Ingibjargor. Hveragerði: Snyrtistofo Löllu. MlRÓ EHF. • SlMI 565 5633 PARKETSLIPUN Sigurðar Óiafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný SSmi: 564 3500 - 852 5070 BRUCE ER VÆNTANLEGUR! á hann er borið. Með undirskrift okkar viljum við í senn votta honum traust, vináttu og þakkir. Síðast en ekki síst biðjum við Guð að gefa honum og fjjölskyldu hans blessun og styrk. Guðni Þ. Guðm. Ingibjörg Marteinsdóttir Jón Karl Snorrason Stefanía Valgeirsdóttir Lára Herbjömsdóttir Eiríkur Hreinn Helgason Helena Guðmundsd. Halldóra Guðmundsd. Kristbjörg Hmnd Sigtryggsd. Elly Þórðardóttir Hrafnhildur Helgadóttir Guðrún Gunnarsdóttir Þórólfur Ágústsson Ingveldur Hjaltested Þórður Jóns. Laufey Júlíusdóttir Nanna A. Þórðardóttir Einar Örn Einarsson María Aldís Marteinsd. Vilhelmína K. Magnúsdóttir Guðm. Guðmundsson Gyða Jónsdóttir Hefurðu augast&ð a Esjunm? . . WW Við getum því miður ekki selt þér hana en við getum selt þér glæsilega 2ja eða 3ja herbergja íbúð í Sóltúni 28 í Kirkjutúnshverfinu, sem er grænt hverfi milli Nóatúns og Kringlumýrar- brautar. Húsið er átta hæða með fjórum íbúðum á hæð og er lyftu og stiga- gangi komið fyrir í miðju þess. Stór þakgluggi veitir skemmtilegri birtu yfir stigaganginn. fbúðirnar eru seldar fullbúnar með vönduðum íslenskum innréttingum, án gólfefna, en baðherbergi er flísalagt. Húsið verður álklætt að utan, sameign tilbúin og lóð fullgerð. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. SKirkjutún ÍSTAK ÁLFTÁRÓS Sími 562 2700 Sími 564 1340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.