Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996______________________________ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sagan af Islandssól LEIKLIST Leikfclag Reykjavíkur HIÐ LJÓSA MAN leikgerð Bríetar Héðinsdóttur eftir íslandsklukku Halldórs Laxness Leikarar; Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Kristján Franklín Magnús, Þröstur Leó Gunn- arsson, Guðmundur Ólafsson, Pálína Jónsdóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Hanna María Karlsdóttir, Theodór Júlíusson, Sigurður Karls- son, Jón Hjartarson, Pétur Einarsson og fleiri. Leikmynd: Stígur Stein- þórsson. Búningar: Messíana Tómas- dóttir. Lýsing: David Walters. Tón- list: Jón Nordal. Leikstjóm: Bríet Héðinsdóttir Borgarieikhúsið, laug- ardagskvöld, 9. mars SVIÐSETNING Leikféla.gs Reykjavíkur á Hinu ljósi mani, leik- gerð Bríetar Héðinsdóttur á íslands- klukku Halldórs Laxness, er í marg- an stað glæsileg sýning aðstandend- um sínum til sóma. Mikill metnaður einkennir uppfærsluna og fjöldi leik- ara er til kallaður. Saga Snæfríðar Björnsdóttur Eydalín er fagmann- lega upp rakin og fléttuð á ný af Bríeti. Vinna við sviðsmynd, búninga og lýsingu er einkar vei heppnuð. Nokkrir leikaranna fara á kostum svo unun er á að horfa og margir aðrir skila sínum hlutverkum sóma- samlega. En það eru brotalamir í sýningunni sem óhjákvæmilega draga nokkuð úr upplifun áhorfand- ans. Hér er í fyrsta lagi um að ræða afar. vafasamar túlkanir einstakra leikara á persónum sínum. Og í öðru iagi er sýningin langdregin á köflum og hefði að ósekju mátt stytta sum atriðanna og fækka persónum. Að halda áhuga og athygli leikhús- gesta í þijá og háifan tíma (sýningin + tvö hlé) er varla létt verk, en þau Sigrún Edda Bjömsdóttir, í hlutverki Snæfríðar, og Þorsteinn Gunnarsson, í hlutverki Sigurðar dómkirkjuprests, hefðu auðveldlega getað haldið und- irritaðri (hug)fanginni í jafnvel enn lengri tíma. Persónusköpun þeirra var með slíkum ágætum og samleik- ur þeirra frábær. Þröstur Leó Gunn- arsson ieikur júngkærinn Magnús í Bræðratungu og sýnir sem fýrr hversu flinkur leikari hann er. Hann dettur hvergi ofan í ofleik, eins og mörgum hættir til þegar túlka á LIST OG HÖNNUN Borgarlcikhúsið LEIKTJÖLD OG BÚNINGAR HIÐ LJÓSA MAN MYNDLISTARRÝNIRINN átti síður von á því að vera beðinn um að fjalla um leikmynd og leikbún- inga, leikgerðar eins af öndvegis- verkum íslenzkrar skáldritunar á þessari öld. Eitthvað ófyrirsjáanlegt er þó alltaf að gerast í lífí hans og ber að taka því, leysa hnútana eins og þeir eru lagðir í lófa karls. Hins vegar verður hann strax að viðurkenna vanhæfni sína í allri raunhæfri samanburðarfræði á þessu sviði hvað íslenzkt nútíma- leikhús snertir, nema úr þeirri íjar- lægð sem markast af skoðun smíð- isverka af leiksviðum á hinum að- skiljanlegustu sýningum, og svo auðvitað þess sem fyrir augu hefur borið í sjónvarpi. Einnegin af heim- sóknum á leikhússöfn í útlandinu svo og leikverk, óperur og balletta, sem hann hefur séð á sviði, en gerði nú mest af í Róm og Flórenz fyrir margt löngu. Trúlega var rýnirinn sendur á vettvang fyrir þá sök hve einstak- lega myndræn leikgerðin er í heild sinni. Og hér má koma fram, að leikmyndir og leikbúningar skara dauðadrukkinn mann, en nær á hár- fínan hátt að laða fram sorg „hins versta“ eiginmanns sem býr við ást- leysi sinnar göfugu frúar.. Mest mæðir á Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Hún þarf að túlka per- sónu sem allir Islendingar, sem komnir eru á legg og læsir eru, telja sig þekkja. Og ekki auðveldar það leikinn að hún er á sviðinu svo að segja allan tímann; er uppspretta og endir atburðarásarinnar. Sigrún Edda ieysir þessa þolraun glæsilega af hendi. Túlkun hennar á Snæfríði er í hæsta máta ásættanleg. Hún er fögur, stolt, ástríðufull, kaldhæðin, orðheppin og tragísk - sönn Islands- sól. Bríet veiur þá leið að skipta hlut- verki Snæfríðar í tvennt: aðalpersón- an er Snæfríður eldri (Sigrún Edda), en Snæfríði unga leikur reynslulítil leikkona, Pálína Jónsdóttir. Varla er hægt að bera þessi tvö hlutverk sam- an því vægi þeirra er svo ólíkt. Snæ- fríður hin unga kemur fyrir í nokkr- um atriðum sem n.k. endurminning Snæfríðar eldri og í áhrifaríkri loka- senu verksins er hún, böðuð ljósi, sem táknmynd um glataða æsku, sak- leysi og von, draumur sem brást, þar sem hún stendur og horfír á eftir hinni svartklæddu Snæfríði bisk- upsfrú. Þótt hugmyndin að láta tvær leikkonur leika Snæfríði sé ágæt, þá er hér fólgin ein brotalöm sýningar- sjónmenntir í ríkum mæli og þann- ig telst myndlistamám grunn- menntun bæði Stígs Steinþórsson- ar, höfundar leikmyndanna, og Messíönu Tómasdóttur búninga- hönnuðar. Messíana er að auki vel þekkt myndlistarkona með athygl- isverðan feril að baki, sem byggist á frjóu ímyndunarafli og dijúgu hugsæi. Loks má geta þess, að hin- ir miklu meistarar módernismans voru flestir viðriðnir leikmynda- og búningagerð að einhveiju leyti á ferli sínum. Þannig getur um fræg og tímamarkandi leiktjöld og bún- ingar eftir Picasso, sér í lagi frá árunum 1917-20, er hann vann í slagtogi við Jean Cocteau með rússnezka ballettinum, Serge Diag- hileff, og seinna Igor Stravinsky. Þá eru sviðsetningar ríkur þáttur í list aldarinnar, allt frá uppákomum Marchel Duchamps, dadaistanna og súrrealistanna og til innsetninga nútímans. Það er mikið og vandasamt hlut- verk sem lagt var í hendur Stígs, Messíönu, og ljósameistarans Davids Walters. Að bregða upp trú- verðugri mynd fortíðar sem skarar mikil og harmræn örlög í íslenzkri sögu, þannig að hún falli að sýn nútímans. Verði ekki of hrá og frá- innar. Túlkun Pálínu Jónsdóttur á Snæfríði ungri er engan veginn sam- ræmanleg túlkun Sigrúnar Eddu. Þær eru varla að leika sömu mann- eskjuna. Það er ótrúlegt að Amas Amæus hafi fallið fyrir hinni sextán ára Snæfríði sem í túlkun Pálínu er eins og tólf ára kenjóttur stelpu- krakki, hún er gjörsamlega sneydd stoltinu, ástríðunni og kaldhæðninni sem íslandsklukka Halldórs Laxness sýnir svo glöggt að bjó með Snæfríði þegar á unglingsaldri. Þetta misvægi í persónusköpun Snæfríðar hlýtur að skrifast á reikning leikstjórans; leik- konan unga hefði þurft hér ákveðn- ari ieiðsögn því hún er á slíkum villi- götum rtúlkun sinni. Þorsteinn Gunnarsson vinnur leik- sigur með túlkun sinni á svartstakk- inum séra Sigurði dómkirkjupresti og er leikur hans með þeim skemmti- legri sem ég hef séð á sviði. Aðdáun- arvert er hvemig hver einasta hreyf- ing og hvert svipbrigði dýpkar flókna mannlýsingu hins ástfangna, hú- morslausa bókstafstrúarmanns. Hann er „hinn raunverulegi mótleik- ari Snæfríðar í verkinu", eins og Dagný Kristjánsdóttir bendir rétti- lega á í greiningu sinni á verkinu í leikskrá: „þau tvö eru hinar fuil- komnu andstæður og standa and- spænis hvort öðru eins og frelsi gegn bælingu, ást gegn ótta, óreiða gegn reglu, heiðni gegn kristni, kona gegn hrindandi fyrir nútímamanninn sem í vaxandi mæli dregst að yfírborði, glysi og sýndarveruleika. Lausnin sem þau fundu felst í nokkurs konar hreyfanlegum myndlíkingum og myndhvörfum með mikilli áherslu á lýsingu. Mjúk- um og djúpum skuggum sem eins og þrengja fortíðinni á vit áhorf- enda og gera þá að þátttakendum í atburðarásinni, stig af stigi. Skuggar, sem líkt og hníga og líða um sviðið, djúpir staðbundnir eða flöktandi, em gegnumgangandi í leikgerðinni allri, ásamt öllum stig- um lýsingar til áherslu á leik svip- brigði og iimaburð. Þannig fær áhorfandinn forsmekk að fram- kvæmdinni í rissum Messíönu, sem til sýnis em í forsalnum; „Hinir sjö skuggar Snæfríðar lýsa sambandi Snæfríðar Bjömsdóttur Eydalín við Árna Árnason (Arnas Arnæus). Það er harmleikur lífs þessarar stór- brotnu konu að hún er litur, ívaf í iífsvef Árna Árnasonar, en ekki sjálf uppistaðan. í lífsvef Snæfríðar er þessu hins vegar öfugt farið og sem mann- eskja hlýtur hún að farast, því Árni tekur hugsjónir sínar óhjákvæmi- lega fram yfir Snæfríði og svíkur hana.“ karli.“ Texti Laxness verður sjaldn- ast beittari, kaldhæðnari, fyndnari og merkingarþmngnari en einmitt í orðaskiptum þeirra séra Sigurðar og Snæfríðar og tekst þeim Þorsteini og Sigrúnu Eddu vel að gæða þenn- an frábæra texta því lífi sem til þarf. En hver er staða Arnas Arnæus ef dómkirkjupresturinn er hinn raun- vemlegi mótleikari Snæfríðar? Leikstíll Kristjáns Franklíns Magn- úss er flatur, eintóna. Hann sýnir okkur mann sem er kaldur og frá- hrindandi, jafnvel undirförall flagari. Var ætlunin að leggja hlutverkið upp svona? Erfitt er að skilja að slíkur maður geti viðhaldið loganum í bijósti Snæfríðar. Arnas er frá hendi Laxness ekki síður tragísk hetja en Snæfríður. Hann er maðurinn sem svíkur ástina fyrir bækur og rétt- læti, sem hvort tveggja er að engu orðið áður en yfír lýkur, bækurnar bmnnar og réttlætið fótum troðið. Hann er tragísk hetja því val hans reyndist rangt (eins og val flestra þeirra karla sem svíkja konur í verk- um Laxness, t.a.m. Steins Elliða og Arnalds), fórn hans merkingarlaus þegar upp er staðið. Leikur Kristjáns Franklíns nær ekki að sýna þessa tragísku hlið persónunnar; Árnas Arnæus er óverðugur Snæfríðar í túlkun hans. Guðmundur Ólafsson fer með hlut- verk hins ódrepandi Jóns Hreggviðs- sonar. Guðmundur er að mörgu leyti tiivalinn í hlutverkið: lágvaxinn, grannur og snaggaralegur og hefur sýnt að hann getur brugðið sér í allra kvikinda iíki. En eitthvað gengur ekki upp hér, gervi hans minnir si- fellt á íslenskan jólasvein og síst sé Það er kringum þessa atburðarás sem allt hverfíst, hveija stund leik- myndarinnar frá upphafí til enda. Hér hefur afar vel tekist, þannig að sjónrænt séð er þetta magn- þmngin opinberun þar sem alltaf er eitthvað að gerast í beinu sjón- máli. Möguleikar hringsviðsins eru nýttir til hins ítrasta, á þann veg að í sjálfu sér mjög einföld og stórgerð leikmynd tekur á sig breytilegar líkingar, sem stigmagnast í sam- ræmi við atburðarásina á sviðinu. Snemma í leiknum, er atburðarásin færist frá Bræðratungu til Skál- holts, er komið fyrir Kristslíkneski, sem hangir með missterkum áhersi- um yfír miðju leiksviðsins og hefur dijúgu hlutverki að gegna við að bregða réttu andrúmi yfir leikinn, birtist, deyfíst og hverfur á víxl. í upphafi þótti mér hið mikla hvíta tjald í bakgmnninum stinga nokkuð í stúf við leikmyndina vegna þess hve óbifanlegur hinn stóri flöt- ur er. En þegar farið var að virkja hann á margan veg, samlagaðist hann leikmyndinni og á köflum á meistaralegan hátt sem jók mjög á áhrifamátt leiksins. Þá var einnig athyglisvert hvernig áherslum lýs- ingarinnar var dreift um sviðið, beint að afmörkuðum svæði en jafn- ég Jón Hreggviðsson íslandsklukk- unnar þannig fyrir mér. Hanna Mar- ía Karlsdóttir leikur Jórunni bisk- upsfrú og hér er svipað uppi á ten- ingnum: hún er ekki hin „mikla“ maddama sem bókin lýsir. Sigurður Karlsson fer vel með hlutverk Eydal- íns lögmanns, bæði þegar hann ræð- ir við dóttur sína á Þingvöllum og þegar hann er gamall maður dæmd- ur frá æm og eignum. Pétur Einars- son sýnir góða skoptakta í hlutverki tildurrófunnar Gullinlós lénsherra. Ekki er færi á að nefna alla leikara í aukahlutverkum, en sumir þeirra mættu vanda sig betur í sínum litlu hlutverkum. Eins og ég sagði hér í upphafi er umgjörð sýningarinnar einstaklega vel unnin. Búningar Messíönu Tómas- dóttur em virkilegt augnayndi, litir fallegir og efni valin af kostgæfni (hrós tii saumakvennanna). Stílfærð leikmynd Stígs Steinþórssonar er hugvitsamleg (minnir á leikmynd Steinþórs Sigurðssonar við Dökku flðrildin, í fyrra) og nýtir hann sér möguleika hins stóra hringsviðs vel. Lýsing Davids Walters er skemmti- lega samofin leikmyndinni og lýsingin milli atriða var bæði falleg og fmm- ieg um leið og hún „faldi" sviðsskipt- in vel. Tónlist Jóns Nordal hljómaði kunnuglega og féll vel að verkinu, var kannski helst til hlutlaus. í greinarkorni sem Bríet ritar í leikskrá kemur fram djúp og einlæg virðing hennar fyrir verki Laxness. Af lokaorðum hennar má skilja að hún búist jafnvel við ákúrum fyrir það athæfí sitt „að vaða á skítugum skóm inn í meistaraverk, búta það niður og taka það út úr fullu sam- hengi sínu“. Ekki finnst mér nein ástæða til að finna að þessu athæfí Bríetar, enda fæ ég engan veginn séð að göslað sé um verkið „á skít- ugum skóm“,'síður en svo. Áð hinu vildi ég heldur finna að Bríet hafi ekki gengið lengra í að búta verkið niður - samhengið hefði ekki þurft að gjalda þess. Ég tel að djarfari niðurskurður á atriðum og gersónum hefði gert sýningunni gott. 4 viðleitni sinni til að vera skáidsögu Laxness sem trúust, að fá sem mest af at- burðarás sögunnar með, hefur Bríet gert leikgerð sem er ívið of löng, sýningin verður langdregin á köflum og þá sérstaklega fyrsti hluti henn- ar. Með því að fækka persónum (og stytta sýninguna þannig) hefðu helstu ágallar uppsetningarinnar lík- lega horfíð. Enginn -er svikinn af frábærum texta Halldórs Laxness, þó ekki væri nema vegna hans og frábærs leiks Sigrúnar Eddu og Þorsteins Gunnarssonar er full ástæða til að hvetja menn til að sjá þessa sýningu. Soffía Auður Birgisdóttir framt mögnuð upp með ýmsum áhrifameðulum í bakgrunninum t.d dularfullu ljósflæði í gegnum litla hurð. Á stundum var sviðið líkast stilli- mynd og þó fremur málverki úr löngu liðinni fortíð, þar sem allt í senn leikmynd, búningar og lýsing unnu saman svo vart verður betur gert. Þar nutu markvissir og hóf- samir litirnir í búningunum sín mjög vel og mynduðu þokkafullt sam- ræmi. Sjálf Snæfríður íslandssól var oftar en ekki líkust málverki, einkum í upphafi leiks sem var ein- staklega hrifamikið. í lokaatriðinu, er leikurinn berst til Kaupmannahafnar, þótti mér fullmikill framandleika, glys- og úrkynjunarbragur á búningi léns- herra Gullinló, þótt það lífgaði upp sviðsmyndina og bar keim af mála- 'miðlun. Fannst hann í fljótu bragði síður falla inn í hina sérstöku leik- gerð, vera meira í ætt við ævintýr- ið en hráa og óvæga atburðarásina. Um leið höfðu turnarnir og gróður- virktin í bakgrunninum einhvern veginn fullausturlenzkt yfirbragð. í heild verður þó að gefa leikmynd- inni mjög háa og stundum hæstu einkunn, hún er rós í hnappagat Stígs Steinþórssonar og Messíönu Tómasdóttur, einnig ljósameistar- ans Davids Walters, leiksviðsstjór- ans Jörundar Finnboga Guðjóns- sonar og öllum þeim er hér lögðu hönd að. Bragi Ásgeirsson SNÆFRÍÐUR íslandssól; mjúk, litræn dýpt og höfugt samræmi. Mynd hins ljósa mans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.