Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um lilutlægrii og hlutdrægni í ORÐABÓK Menningarsjóðs segir að „hlutlægni“ merki „það að vera hlutlægur". Orðið „hlutlægur" er hins vegar þýtt á þessa leið: „1) raunverulegur, hlutverulegur (um ytri veruleika). 2) (um dóma og hugmyndir) raunsannur, ótruflaður af tilfínningum eða persónulegum löngunum (objektiv).“ Orðið „hlutdrægni" merkir sam- kvæmt orðabókinni „það að vera hlutdrægur". „Hlutdrægur" er sá hins vegar nefndur í sömu bók, „sem dregur fram hlut einhvers á kostnað annars" eða er „vilhallur". í almennri umræðu gætir þeirra tveggja eiginda, sem orðin hlut- lægni og hlutdrægni fela í sér, í sífellu á víxl og í mismunandi mæli svo að blæbrigðin teygja sig frá alhvítu til hins hrafnsvarta. Oftast er allur þorri umræðunnar á gráu svæði. í daglegu tali skeytum við litt um hlutlægni en látum þess í stað vaða á súðum hæpinna dóma, hirðuleysis, margræðni og lítt vand- aðrar fyndni. Svo er að sjá sem flestum þyki mest gaman að vera á gráa svæðinu. Kolsvört krumla hlutdrægninnar á það reyndar til að teygja sig inn á orðræðusviðið og breyta gráu i svart, og getur hún þá þótt sýnu skemmtilegust. En um afstöðu manna til hlutlægn- innar virðist mega viðhafa þau orð, sem drenghnokki eitt sinn mælti um stjúpmóður sína: „Hún er góð, en leiðinleg“. Daglegt tal læt ég hér liggja milli hluta, þótt vissulega geti verið ástæða til að hvetja menn til hlut- lægni á þeim vettvangi einnig. Hlut- lægni flytur frið og stillir geð. Almennt er ástæða til að mæla með hlutlægni í öllum sam- skiptum. Fjölmiðlar teygja lopa hlutdrægni og hlutlægni með svo margvíslegum hætti, að löngum verður úr hin sundurleitasta benda, þar sem fáir þræðir eru svartir eða hvítir, en heildarlitur- inn minnir helst á kalið tún snemma vors. Litur skiptir þó minnstu. Hitt varðar meiru, að þjónusta fjölmiðilsins'við sannleikann sjálfan er óneitanlega undir því komin, hversu vel tekst til um að virða hlutlægnina í hveiju máli, en varast andstæðu hennar, hlutdrægnina. Af og til gýs upp óværa, sem farið er að nefna fjölmiðlafár. Að vísu er „fjölmiðlafár" ekki réttnefni. Pjölmiðlum er nefnilega engan veg- inn einum um að kenna og e.t.v. alls ekki um að kenna yfirleitt. Nær væri að tala um „þjóðsótt“. Sýkill- inn, sem henni veldur, er ekki rækt- aður í fjölmiðlum. Hann verður til á öðru og göróttara dýpi. Einkenni þessa faraldurs er öðru fremur svo óvönduð umgengni við sannleikann, að hlutlægni er nánast fýrir borð borin með öllu, en hlutdrægni ríður húsum, svo að brakar í hveiju tré. Auðvelt væri að taka upp spánný dæmi um þetta ferli, jafnvel dæmi um atgang, er enn stendur sem hæst hér í landinu. Hins vegar er ná- kvæmlega jafngott að hafa t.d. ársgamalt fár til skoðunar eða tveggja ára gamalt. Fárin eru nefnilega öll eins, nákvæmlega eins: Orð eru notuð án tillit§ til merkingar þeirraí Staðreyndum er snúið við. Dylgjur eru leiddar til öndvegis. Illkvittni blæs sig út. Rógur leik- ur lausum hala. Hreinn tilbúningur er borinn á borð, eins og hann væri sannleikans hald- góða heimavoð. Hlut- drægnin sest í hásæti umræðunnar allrar. Hlutlægni er. rekin á dyr, enda er hún af sjálfri sér húsvillt í gerningaveðrinu og á ekkert erindi inn á þann vettvang. Það er skylda fjölmiðils, sem hirðir um virðingu sína, að vinna með einföldum en afdráttarlausum hætti gegn þjóðsóttinni hvenær sem hún brýst út. Hlutlæg umfjöllun er fyrsti og síðasti leikurinn í því tafli. Að segja sannleikann allan og ekk- ert nema sannleikann, ekki auka- tekið orð umfram sannleikann, hversu skemmtileg sem mönnum kann að þykja lygin. Fréttastofur Ríkisútvarpsins njóta þeirrar sæmdar, að allur þorri lands- manna eignar þeim meiri hlutlægni en öðrum fjölmiðlum. Slíkt er þakk- arefni og vekur hógværa en einlæga gleði í hugum okkar, sem Ríkisút- varpinu vinnum. Heimir Steinsson Fréttastofur Ríkisút- varps njóta þeirrar sæmdar, segir Heimir Steinsson, að allur þorri landsmanna eignar þeim meiri hlutlægni en öðrum fjölmiðlum. Því er löngum haldið fram, að hlutlægni sé ekki skemmtileg, sann- leikurinn daufgerðari en tvíræðni og hrópyrði. Þó er það deginum ljós- ara, að ótækt er að varpa sannleik- anum fyrir borð í því skyni einu að þjóna lund þeirra, sem hafa yndi af ósannindum. Hinu trúi ég vart, að menn ekki njóti sannleikans, hlutlægninnar, þegar kurlin koma til grafar. Allir þekkja, hve gaman það er að ljúka reikningsdæmi og fá út rétta niður- stöðu. Margir hafa yndi af skák. Vera má, að hinir séu fleiri,sem dunda sér við krossgátur. Önnur dæmi finnur lesandinn sjálfur. í öllum þessum tilvikum kynnast menn ánægjunni, sem beinlínis má hafa af því einu að kunna skil á einhveiju, sem satt er og rétt. Sum- ir telja gleðina af slíku vera heil- næmari en allt annað. Hið sama má segja um hlutlægni í málflutn- ingi. Einfalt dæmi um hana gæti það verið að segja frá viðburði, sem eitt sinn gerðist, og fara rétt með. Reyndar er „furðufíkn“ manna mik- il og þeir þreytast seint á ýkjum, eins og kvikmyndagerð síðari ára vitnar glöggt um. En það yndi er hafa má af meðvitundinni um það að vita glögg skil á söguefni, sem haldinorður maður hefur gert form- lega grein fyrir, er nokkurs verð. Yfír þeirri meðvitund er heiðríkja, sem er fullkomin andstæða allra kviksagna og kynja. Eitt hið átakanlegasta við þjóð- sótt hlutdrægninnar, er það til- gangsleysi, sem einkennir hana. Hverju sinni sem ofviðrið er gengið yfir er ekkert eftir, nákvæmlega ekkert eftir, - nema auðn, þögn og tóm. Engu hefur verið áleiðis snúið, ekkert áunnist. Einhveijir liggja ævinlega eftir í valnum. Það er allt og sumt. Var það e.t.v. eini tilgang- urinn, - að tortíma einhveijum, sama hveijum, aðeins að einhver væri flattur út? Slík spurning er vitaskuld út í hött. Þjóðsóttin er í eðli sínu hug- stola ástand. Það er ekki til neins að spyija um „tilgang" hennar, eins og skynsemi gædd vera hefði sett berserksganginn af stað og stefndi honum að ákveðnu marki. Þjóðin er vit-laus meðan leikurinn stendur sem hæst. Hlutlægni er engum innan seil- ingar. Hún er og verður öðru frem- ur hugsjón, sem stefna ber að án afláts. Hlutlægni er markmið, sem ólíklegt er að við náum nokkru sinni til fulls í almennri umræðu. En hún er stefnumark, sem allir skyldu jafnan festa sjónir á og kappkosta að nálgast. Hlutlægnin á sér einn förunaut, sem er e.t.v. ljúfasti lagsbróðir hennar. Það er efinn. Kyrrlátur efi er hugþekkasti ferðafélagi heil- brigðrar skynsemi. Maðurinn veitir sér þann munað að draga í efa eina hlið hinnar hlutlægu niðurstöðu eða fleiri. Efinn er uppsprettulind um- burðarlyndis. Þeir, sem fara með bænir, ættu að biðja Guð að gefa sér heilsusamlegan og stillilegan efa. Efinn er frelsari. Hann leysir menn úr viðjum ofstækisfullrar hlutdrægni. Margt er enn ósagt um hlutlægni og hlutdrægni. Þetta læt ég þó nægja að sinni, en tek þráðinn upp síðar, ef frekara tilefni gefst til. Höfundur er útvarpssfjóri ríkisút- varpsins. Eldri borgarar og þjóðfélagið FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er 10 ára um þessar mundir, það var stofnað 15. mars 1986. Félags- menn í dag eru um 6 þúsund. Árið 1989 var Lands- samband aldraðra stofnað. I því eru 43 félög aldraðra víðsveg- ar af landinu og eru á 13. þúsund félagsmenn í Landssambandinu. Þegar ég var komin í stjórn Félags eldri borgara, varð mér fyrst ljóst, hvað það er gey- simikið starf, sem unnið er innan félagsins. Það kom mér skemmtilega á óvart, þegar ég fór að starfa með félaginu, hvað fólk, sem jafnvel er komið á níræðisaldur, er létt í lund og til í að skemmta sér. Hér áður fyrr þótti sjálfsagt, að svo gamalt fólk væri vistað á elliheimili. Nú býr fólk sem lengst heima hjá sér, en þegar það þarf á hjúkrun að halda, eiga að vera til pláss fyrir það. Það vantar mikið á að svo sé hér í Reykjavík, meðan rúm standa auð úti á landi. Hvað með greiðsl- urnar, sem við höfum greitt í Framkvæmda- sjóð aldraðra á hveiju ári? Eru þær notaðar í rekstur í stað uppbygg- ingar nýrra hjúkrunar- heimila? Félag eldri borgara er ekki bara skemmti- félag, þótt það sé nauð- synlegt fyrir sál og lík- • ama að lyfta sér upp. Það er einnig hagsmunafélag, sem gætir þess, að ekki sé gengið um of á hlut eldri borgara. Ekki veitir af að spyrna við fæti, þegar stjórnvöld eiga hlut að máli. Það virðist vera þannig, ef spara þarf í ríkisrekstri, þá þykir sjálfsagt að skerða hlut aldraðra. Síðustu 4 árin hafa þó verið verst. Þetta byijaði með tekjutengingu elli- Yið eigum heimtingu á því, segir Margrét H. Sigurðardóttir, að lifa sómasamlegu lífi án skattpíningar. lífeyris 1. febrúar 1992, og síðan er stöðugt verið að skerða hlut okk- ar í lífeyris- og sjúkratryggingum. í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1996 átti að spara 1.115 milljónir króna í almannatryggingakerfínu og þar af átti að lækka bætur elli- og örorkulífeyrisþega um 985 milljónir króna. Við vorum nokkur, sem tókum okkur til og skrifuðum greinar í Morgunblaðið, þar sem við lýstum vanþóknun okkar á þessum aðgerð- um. Það stóð víst ekki öllum á sama um þessi skrif okkar. Eldri borgarar voru orðnir þrýsti- hópur. Forsætisráðherra tilkynnti svo í desember, að bætur lífeyris- þega mundu verða 450 milljónum króna hærri 1996, en gert hafði verið ráð fyrir í ijárlagafrumvarpinu. Það þýddi, að lífeyristryggingar áttu að hækka um 3,5% frá 1. janúar 1996 eins og lofað hafði verið í samningunum 1995. Forsætisráð- herra lét það samt fylgja, að afteng- ing launa og tryggingabóta yrði staðreynd í framtíðinni. Nú 1. mars var byijað að skerða heimildarbætur og síðar kemur svo 10% fjármagns- tekjuskattur, hvenær sem það verð- ur. Yfirvöld voru fljót að draga til baka um áramótin 15% skattaíviln- unina, sem lífeyrissjóðsþegar 70 ára og eldri fengu í fyrra. Einstaklingur, sem fær 81.000 kr. úr lífeyrissjóði á mánuði, fær aðeins 13.373 kr. í ellilífeyri frá almanna- tryggingum, en greiðir 15.036 kr. í staðgreiðsluskatt. Þá á hann eftir að greiða eignaskatt og fasteignagjöld. Til hvers vorum við að greiða í lífeyr- issjóð? Til að spara ríkinu að greiða okkur tryggingabætur? Nei. Eg var farin að hlakka til elliáranna, en nú Margrét H. Sigurðardóttir er ég farin að kvíða fyrir, ef maður á varla fyrir salti í grautinn vegna skattpíningar og skertra bóta. Við, sem búin erum að vinna í tugi ára og gjalda þjóðfélaginu það sem því bar, eigum heimtingu á því að fá að lifa sómasamlegu lífí án skattpíning- ar. Við eigum að hafa meira á milli handanna en rétt fyrir brýnustu nauðsynjum. Ekkert fer verr með gamalt fólk en öryggisleysi í peninga- málum. Við eigum að geta skemmt okkur svolítið, farið í leikhús, á tón- leika og í eina ódýra sólarlandaferð á ári, það bætir heilsuna. Annars koðnum við niður og þurfum að leggj- ast inn á sjúkrahús eða hjúkrunar- heimili miklu fyrr en ella. Það verður mun dýrara fyrir þjóðfélagið. Þetta ' ættu ráðherrarnir, sem eiga rétt á greiðslum úr 2-3 lífeyrissjóðum, að íhuga, þegar þeir ásamt Alþingi eru að setja vanhugsuð, ótímabær lög og reglugerðir í þeim eina tilgangi að skerða hlut ellilífeyrisþega. Þjóðfélaginu ber skylda til þess að gera okkur það mögulegt að lifa lífínu lifandi, meðan við erum fær um það. Höfundur er viðskiptafræðingur og varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. — g —- I | ■ g » ■ - | I ■ ■ - ■ - ■ - B ■" ■ ■ ■ " ■ J-CeimiLisiðnaðarsfíóLinn LAUFASVEGI 2, REYKJAVÍK, SÍMI 551-7800, FAX: 551-5532. Allar upplýsingar og skráning á námskeið eru á skrifstofu skólans, Laufásvegi 2, í síma 551-7800 mánudaga til fimmtudaga kl. 10.00-15.00 og fóstudaga kl. 13.00-17.00. FAT ASAUMUR 1 3.-27. mars mánud. og miðvikud. kl. 19.30-22.30. NYTJAHLUTIR ÚR 1 .-22. apríl mánud. og miðvikud. kl. 18.00-22.00. LOÐSKINNI Kcnnari: Hcrdís Kristjánsdóttir. Kcnnari: Lára Sigu;björnsdóttir. KNIPL 20. mars- 1 5. maí miðvikudaga kl. 19.30-22.30. Kcnnari: Anna Siguröardóttir. BÚTASAUMUR 25. mars-29. apríl mánudaga kl. 19.30-22.30. Kcnnari: Guðrún Einarsdóttir. SPJALDVEFNAÐUR 19. mars-2. apríl þriðjud. og fimmtud. kl. 19.30-22.30. Kcnnari: Ólöf Einarsdóttir. ALM.VEFNAÐUR 25. mars-22. apríl mánud. og miðvikud. kl. 19.30-22.30 Kcnnari: Hcrborg Sigtryggsdóttir. kl PAPPÍRSCERÐ 1. apríl-6. maí mánudaga kl. 19.30-22.30. Kennari: Þorgerður Hlöðversdóttir. ÚTSKURÐUR 23. apríl-2 1. maí þriðjudaga kl. 19.30-22.30. Kcnnari: Bjarni t>ór. ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR 1 1*. apríl-13. júní fimmtudaga |kl. 19.30-22.30. Kcnnari: Vilborg og Oddný. Ný námskeið LITIR OG RENDUR I Litasamsetningar 18., 19. og 20. mars I kl. 19.30-22.30. Kennari: Guðrún Hannele. UPPHLUTSSKYRTA OG SVUNTA 25., 27. mars og 1. apríl kl. 19.30-22.30. Kennari: Oddný Kristjánsdóttir. ÚTSAUMUR 9., 10., 1 1. OG 12. apríl kl. 19.30-22.30. í Kcnnari: Guðrún Einarsdóttir. Kcnnari: Hcrborg Sigtryggsdóttir. Kennari: Vilborg og Oddný. kl. 19.30-22.30. eru sérstaklega hvattir til að koma. -y Ótímasett námskeið SKRÁNING STENDUR VFIR PRJÓNATÆKNl, miðvikudagar DÚKAPRJÓN, miðvikudagar TÓVINNA, mánudagar PERLUSAUMUR, fimmtudagar FYRIRLESTUR í NORRÆNA HÚSINU MARKAÐS- OG SÖLUMÁL HANDVERKFÓLKS Laugardaginn 30. mars kl. 14.00 í Norræna húsinu. Fyrirlesari er Guörún Hannelc. Allir velkomnir. Kaffistofan cr opin. Þcir sem eru að vinna í handverki scm atvinnu cru scrstaklcga hvattir til að koma. í ]: V í í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.