Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Námskynning ’96 haldin í slæmu veðri á sunnudag Morgunblaðið/ívar Brynjólfsson LÖGREGLAN, forvarnadeild og jafningjafræðslan gerðu FLJÓTANDI köfnunarefni, grein fyrir fíkniefnavandanum á Námskynningu ’96. sem notað er til kælingar. Fólk á öllum aldri og erindin markvissari Tölvunefnd ritar Stígamótum bréf Ekki fjallað um biskup TÖLVUNEFND telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna bréfa- sendinga, sem innihéldu trúnaðar- upplýsingar, frá biskupsstofu til fjöl- miðla. Þorgeir Örlygsson, formaður Tölvunefndar, sagði að nefndinni bæri samkvæmt lögum einungis að fjalla um kerfísbundna skráningu upplýsinga og meðferð þeirra. Bréfa- sendingar biskupsstofu féllu ekki undir verksvið nefndarinnar. Um- fjöllun um þær yrði að eiga sér stað á öðrum vettvangi. Tölvunefnd fjallaði einnig í gær um yfirlýsingar Guðrúnar Jónsdótt- ur, talsmanns Stígamóta, um að þrjár konur væru til meðferðar hjá Stíga- mótum vegna kynferðislegrar áreitni biskups íslands. Þorgeir sagði að nefndin hefði lokið efnislegri umfjöll- un um málið. Hún ætti hins vegar eftir að rita Stígamótum bréf og klæða niðurstöðuna í lagalegan bún- ing. Niðurstaðan yrði ekki kynnt fjöl- miðlum fyrr en þetta hefði verið gert. ♦ ♦ ♦-------------- Blaðamenn á móti Iján- ingarfrelsi RAGNAR Aðalsteinsson, lögmaður biskups, segir að sér virðist sem blaðamenn hafí sett sig upp á móti tjáningarfrelsi í fjölmiðlum. Blaða- mannafélag íslands hefur farið fram á að Ragnar biðjist velvirðingar á ummælum sínum um fréttaflutning fjölmiðla af málum biskups. „Ég veit lítið út á hvað þessi álykt- un gengur. Mér skilst þó að skoðan- ir mínar hafí ekki fallið í góðan jarð- veg og þær eigi ekki upp á pallborð- ið hjá blaðamönnum. Ég vona að það valdi blaðamönnum ekki miklum erf- iðleikum að taka upp þá stefnu að vera á móti tjáningarfrelsinu. Þeir verða sjálfír óskaplega reiðir ef þeir fá ekki setja fram skoðanir sínar eins og þeir kjósa. Um leið og aðrir gera það snýst málið alveg við,“ seg- ir Ragnar. „ÞETTA gekk mjög vel, miðað við veður, sem setti töluvert strik í reikninginn," segir Asta Ragnars- dóttir, framkvæmdastjóri Náms- ráðgjafar Háskóla Islands, um kynningu námsleiða fyrir fólk á öllum aldri, semfram fór síðastlið- inn sunnudag. Námskynningin var haldin í fjórum byggingum Háskólans, Sjómannaskólanum og húsi lista- skólanna í Laugarnesi og var sú nýbreytni höfð á að kynna skyldar starfsgreinar á sama stað. „Það var ekki þessi stöðugi straumur sem við höfum átt að vepjast og fólk kom í markvissari erinda- gerðum enda leggur enginn á sig að fara út úr húsi að óþörfu í svona veðri,“ segir Ásta. Hún segir að þeir sem sóttu kynninguna hafi verið örlítið frá- brugðnir gestum fyrri ára. Hluti skýringarinnar kunni að vera sá að einungis þeir sem hafi átt brýnt erindi hafi leitað éftir upplýsing- um. „Það hefur kannski líka haft eitthvað að segja að við vorum búin að vinna svolítið með náms- ráðgjöfum í skólum frá því í nóv- ember, og sumir þeirra höfðu staðið mjög vel að undirbúningi sinna nemenda. Það var því ekki um að ræða hefðbundinn sunnu- dagsrúnt þeirra sem koma til að kíkja, sýna sig og sjá aðra.“ Fíkniefnafræðslan vakti eftirtekt Kynningin var ekki alveg tíð- indalaus að Ástu sögn og fuku fánaborgir í Laugarnesi og á Há- skólalóðinni, svo þurfti að kalla lögreglu til aðstoðar. Hún segir erfitt að henda reiður á fjölda gesta í heild en sumir hefðu dund- að sér við að telja heimsóknir á kynningarborðin, sem voru tvö hundruð talsins, og hafi 1.000 manns leitað upplýsinga á sumum þeirra. Aðsóknin hafi þó verið afar misjöfn. Flestir gestir voru í aðalbyggingu Háskólans og Sjómannaskólanum en jafnari straumur inn í Laugard- al. Var mikið spurt um nám erlend- is og námsefni málaskólanna sem voru með í fyrsta sinn. Einnig vakti skyndiþjálparkennsla Rauða kross- ins athygli segir Ásta en aukin áhersla var á nám með fullri vinnu. Fíkniefnafræðsla lögreglunnar, for- varnadeilda og jafningjafræðslunn- ar, sem fram fór í einni stofu aðal- byggingar, féll ennfremur í góðan jarðveg. Þar höfðu menn ekki und- an við að svara fyrirspumum og biðraðir voru við borðin að Ástu sögn. Séra Ragn- ar Fjalar víkur sæti SÉRA Ragnar Fjalar Lárusson hefur vikið sæti í siðanefnd Prestafélags íslands í mál tveggja kvenna sem borið hafa biskups íslands sökum. Vara- maður séra Ragnars, séra Ag- nes M. Sigurðardóttir, sóknar- prestur í Bolungarvík, mun því taka sæti hans í nefndinni meðan hún fjallar um málið. Konurnar sendu siðanefnd bréf þar sem þær segjast vera þeirrar skoðunar að séra Ragn- ar Fjalar sé vanhæfur til að ij'alla um erindi þeirra vegna þess að hann hafi staðið að ályktun Prófastafélagsins, þar sem lýst er yfir fullvissu um að biskup sé saklaus af þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar, og vegna þess að hann hafi í sjónvarpsþættinum Almannarómi á Stöð tvö lýst yfir stuðningi við sjónarmið biskups. Séra Ragnar Fjalar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann gæti tekið undir það sjón- armið kvennanna, að hann hefði með þessu tekið afstöðu í málinu. Hann sagðist því hafa ákveðið að víkja úr nefndinni meðan hún fjallar um mál kvennanna. Þrír sitja í siðanefnd Presta- félagsins, einn skipaður af Pre- stafélagi íslands, einn skipaður af biskupi Islands og einn skip- áður af Siðfræðistofnun Há- skóla íslands. Séra Ragnar Fjalar er skipaður af biskupi í nefndina. Siðanefnd kemur saman til fundar í dag til að fjalla um hvort biskuþ íslands hafi rofið trúnað með því að greina efnis- lega frá því í fjölmiðlum sem konurnar hafa sakað biskup um. Á fundinn mætir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem ásak- að hefur biskup um nauðgun- artilraun. Foreldrar mótmæla endurskipulagningu grunnskólans 1 Hornafirði Vilja ekki aka bömun- um í skóla í Nesjum Morgunblaðið/Sigrún STURLAUGUR Þorsteinsson bæjarstjóri Hornafjarðar tekur við mótmælum íbúanna úr hendi Þórgunnar Torfadóttur. NEMENDUM úr þremur grunnskól- um í Hornafjarðarbæ verður kennt saman frá næsta hausti. Börn í fjór- um neðstu bekkjunum þurfa að fara í Nesjaskóla en eldri árgangamir verða í tveimur skólum á Höfn. Mik- il óánægja er með þetta fyrirkomulag meðal íbúa bæjarins, einkum hjá for- eldrum yngstu bamanna sem þarf að aka í skólann í Nesjum, og hefur um það bil þriðjungur kosningabærra íbúa sveitarfélagsins óskað eftir því við bæjarstjórn að reynt verði að fínna leiðir til að bömin geti sótt skóla niðri á Höfn. Frá því þrjú sveitarfélög samein- uðust í Hornafjarðarbæ hafa verið reknir fjórir grunnskólar í sveitarfé- laginu, Hafnarskóli og Heppuskóli á Höfn, Nesjaskóli og Mýraskóli. í Hafnarskóla eru nú fýrstu sjö bekkir grunnskóla en 8.-10. bekkur í Heppuskóla. í Nesjaskóla er kennsla í öllum bekkjum grunnskólans fyrir böm úr gamla Nesjahreppi og börn af Mýrum sækja þangað í efstu bekk- ina. A Mýrum er 1.-7. bekkurgrunn- skóla og er ekki gert ráð fyrir breyt- ingum þar á. Síðasta vor skilaði nefnd á vegum bæjarstjómar tillögum um fyrir- komulag skólahalds og hafði meðal annars til hliðsjónar það skólahús- næði sem til er í sveitarfélaginu og nauðsynlegar breytingar á skólahaldi vegna nýrra grunnskólalaga, meðal annars um einsetinn skóla. Sam- þykkti bæjarstjórn tillögumar. Einsetning strax í haust Hallur Magnússon, félagsmála- stjóri Homafjarðarbæjar, segir að með því að sameina árgangana úr skólunum þremur fáist fullar tvær bekkjardeildir af hagkvæmri stærð í hveijum árgangi. Ákveðið var að skipta skólanum þannig niður að fyrstu fjórum bekkjunum verður kennt í Nesjaskóla, 5.-7. bekk í Hafnarskóla og 8.-10. bekk í Heppu- skóla. Segir Hallur að byggðar verði tvær lausar kennslustofur við núver- andi húsnæði í Nesjum og gengið frá lóðinni þannig að hún verði við hæfí 6-9 ára bama. Kostnaður er áætlað- ur um 30 milljónir og segir Hallur að nauðsynlegt hefði verið að ráðast í meirihluta þess kostnaðar þótt þessi skipulagsbreyting hefði ekki verið gerð. Með þessu fyrirkomulagi verður hægt að einsetja skólann strax í haust, að sögn félagsmálastjórans. Auk þess er gert ráð fyrir samþætt- ingu hins hefðbundna grunnskóla- náms við tónlistarskóla, aukna íþrót- takennslu og aðrar tómstundir. Strax og skóla lýkur segir Hallur að boðið verði upp á tónlistarnám þar sem börnin geta fengið ókeypis fomám að tónlistarskóla, og aukna íþrótta- kennslu þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði fjölmargra íþrótta- greina. Skólaakstur neyðarúrræði Skipting skólans með þessum hætti þýðir meiri skólaakstur. Aka þarf um 130 sex til níu ára börnum frá Höfn 7-8 kílómetra leið í Nesja- skóla. Gert er ráð fyrir því að þau verði sótt klukkan átta á morgnana og komi yfirleitt heim hálf þijú og hugsanlega fyrr á föstudögum. Sömuleiðis þarf að aka eldri nemend- um úr Nesjum og þeim elstu af Mýrum niður á Höfn og er það lengri akstur fyrir þau en áður. Nýverið voru bæjarstjóra afhent mótmæli vegna breytinganna. Listar með nöfnum 400—500 íbúa voru af- hentir en það er um þriðjungur kosn- ingabærra íbúa sveitarfélagsins. Einn af forgöngumönnum und- irskriftasöfnunarinnar, Þórgunnur Torfadóttir kennari, gagnrýnir að lagt skuli í fjárfrekar framkvæmdir við breytingar á Nesjaskóla til að hægt verði að flytja börnin út úr þéttbýlinu. Hún lýsir þeirri skoðun sinni að skólaakstur sé dýr og tíma- frekur, hann eigi að vera neyðarúr- ræði þegar ekki sé mögulegt að hafa skóla á staðnum. „Við getum ekki verið sátt við það að missa skólann. Það er kostur þéttbýlisins að hafa skólann skammt frá sér enda er það eitt af þeim atriðum sem fólk hefur í huga þegar það velur sér búsetu. Við erum hissa á því að einhveijum skuli detta í hug að breyta því,“ segir hún. „Okkur finnst vanta ákveðna skólastefnu til framtíðar og að hún þurfí að liggja fyrir áður en ákveðið er að sameina árgangana og þrí- skipta grunnskólanum," segir Þór- gunnur. Hún segir nauðsynlegt að byggja nýjan skóla á Höfn. Hafnar- skóli hafí lengi verið of lítill. Hún segir að bæjarstjórnarmenn viður- kenni að það þurfí að gera á næstu árum og segir að það hljóti að vera skynsamlegra að flýta þeirri fram- kvæmd heldur en að leggja í kostnað við breytingar á Nesjaskóla. Hallur Magnússon lýsir þeirri skoðun sinni að það sé tilfinninga- legt atriði fyrir marga að hafa skól- ann nærri heimili sínu. Hins vegar bendir hann á að ekki sé verið að tala um langar leiðir og nú þegar nýti margir sé þann skólaakstur sem boðið er upp á innan bæjar á Höfn. Hann segir að bygging nýs skóla kosti 170—280 milljónir og þeir pen- ingar séu ekki til. Því sé ekki um aðra leið að ræða en nýta það skóla- húsnæði sem fyrir hendi er. Bæjarstjórn og embættismenn bæjarins hefja í dag kynningu á nýja skólaskipulaginu og verða fund- ir með foreldrum næstu daga. Skóla- málin verða síðan til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi 21. mars næst- komandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.