Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mengunarmælingar í álverinu í Straumsvík Mæla mættí fleiri gas- tegundir en nú „ÉG GET ekki séð annað en mæl- ingamar hafi verið í nokkuð góðum farvegi. Nema ef vera skyldi að ástæða væri til að mæla fleiri gas- tegundir. Eftir að keijunum var lokað gæti vel verið að gassamsetn- ingin hefði eitthvað breyst. Hins vegar hefur rykið minnkað," segir Guðmundur Eiríksson, umdæmis- stjóri í Vinnueftirlitinu, um meng- unarmælingar í álverinu. Stjórn verkamannafélagsins Hlífar hefur óskað eftir því að Vinnueftirlitið láti fara fram rann- sókn á vinnuaðstöðu starfsmanna í eldri kerskála íslenska álfélags- ins hf. Guðmundur sagðist ekki hafa fengið bréf Hlífar og gæti því ekki tjáð sig um einstaka liði þess. Hins vegar sagði hann að ISAL hefði gert mengunarmælingar í álverinu á hveiju hausti. „Við höf- um farið suður eftir, skoðað bún- aðinn og aðferðarfræðina. Undir okkur hafa verið bornar allar nið- urstöður fyrir birtingu og við höf- um skrifað undir niðurstöðurnar. Stundum höfum við hins vegar gert athugasemdir við túlkun. Sá meiningarmunur hefur verið lag- aður út frá okkar forsendum. Við höfum haft okkar eigin viðmiðanir hérna. Þeir hafa gjarnan viljað taka inn viðmiðanir við önnur ál- ver,“ sagði Guðmundur. Úrbætur eftir athugasemdir Hann sagði að íjöldi mælinga, haustmælingar og mælingar í ein- stökum hlutum álversins, ætti að vera nægur. Hins vegar væri spurning hvort mælingarnar ættu ergert að ná til fleiri lofttegunda. Ahersla hefur verið lögð á ryk og flúormæl- ingar. Guðmundur sagði að álverið væri allt annar vinnustaður en áður en keijunum var lokað fyrir nokkrum árum. Starfsmenn ynnu t.a.m. ekki lengur meira og minna á gólfinu við opin kerin heldur fyrst og fremst úr loftræstum tækjum. „Hitt er 'annað mál að enn hefur ekki verið lokið við ioft- ræstingu í öðrum skálanum. I öðr- um er búið að opna upp úr þakinu en enn eru viftur í hinum skálan- um. Þessu á að breyta,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á að ef rrlengun mældist hærri við einstök verk væru gerðar athugasemdir og farið fram á úrbætur. Urbætur hefðu ávallt verið gerðar í fram- haldi af því. Fjárhagsáætlun Bessastaðahrepps til ársins 1999 Álftanesskóli stækkaður 50 manns á fundi Landssam- bands hug- vitsmanna LANDSSAMBAND hugvitsmanna var stofnað 3. febrúar sl. Tilgangur félagsins samkvæmt lögum þess er að leita eftir hugmyndasmiðum á íslandi og skapa þeim grundvöll til að vinna úr hugmyndum sínum. Markmiðið er að örva hugmynda- smiði til að vinna skynsamlega að hugmyndum sínum og byggja upp tengsl milli hugmyndasmiða og framleiðenda og auka með því verð- mæti hugmynda. Fundinn sóttu um 50 manns. Þar var samþykkt frumvarp til laga samtakanna og kosin stjórn. For- maður var kjörinn Gestur Gunnars- son tæknifræðingur, Reykjavík. Aðrir eru stjórn eru: Árni M. Sig- urðsson, Hafnarfírði, Bjarnar Krist- jánsson, Reykjavík, Elínóra Inga Sigurðardóttir, Reykjavík, Guðrún Sæmundsdóttir, Hafnarfírði, Rúnar Hartmannsson, Hveragerði, og Þrá- inn Hafsteinsson, Reykjavík. Landssambandið er þegar orðið aðili að IFIA - Alþjóðasambandi hugvitsmanna. HREPPSNEFND Bessastaða- hrepps hefur samþykkt fjárhags- áætlun fyrir árið 1996 og þriggja ára áætlun fyrir árin 1997 til 1999. Samkvæmt áætluninni verða helstu framkvæmdir næstu fjögur árin stækkun Álftanes- skóla, nýbygging við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ og fram- kvæmdir við fráveitu og holræsi í sjó fram. Gert er ráð fyrir 70 milljónum króna til stækkunar Álftanes- skóla, að stórum hluta vegna ein- setningar grunnskóla. Til nýbygg- ingar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ verður varið tæpum 20 milljónum króna. Eignarhlutdeild hreppsins í skólanum verður 4% á móti 36% eign Garðabæjar og 60% eign ríkisins. Til stofnæða fráveitu og holræsaúthlaupa í sjó fram verður varið um 28 milljónum króna. Skatttekjur 122 milljónir Ársreikningur hreppsins hefur verið lagður fram til fyrri umræðu í hreppsnend. Þar kemur fram að skatttekjur sveitarsjóðs voru um 122 milljónir eða um 100 þúsund krónur á hvern íbúa. Heildarvelta sveitarsjóðs var um 195 milljónir króna. Rekstur málaflokka nán vaxta nam um 63% skatttekna og greiðslubyrði lána var um 10% skatttekna. Skuldir Bessastaðahrepps í árs- lok 1995 voru tæpar 107 milljónir króna eða 87 þúsund krónur á hvern íbúa. Skuldir lækkuðu ’um 10 þúsund krónur á hvern íbúa frá árinu áður, á verðlagi í lok árs 1995. Peningaleg staða batnaði um tæpar 8 milljónir og veltufjár- hlutfall í árslok var 1,36 en var 1,05 árið 1994. Morgunblaðið/Ásdís STURLUHALLIR eru meðal stórfenglegustu einbýlishúsa í Reykjavík. • • Onnur Sturluhöllin auglýst til leigu Þótti meðal tilkomu- mestu einbýlishúsa STURLUHALLIR á Laufásvegi 49 hafa verið auglýstar til leigu, en breska sendiráðið á íslandi hefur verið þar til húsa síðustu 40 árin. Sendiráðið flytur í vor í nýtt hús á horni Laufásvegar og Hellusunds, sem það hefur reist í samvinnu við þýska sendi- ráðið á íslandi. Sturluhallir eru meðal glæsilegustu húsa í Reykjavík og eiga sér merka sögu. Það voru bræðurnir Sturla og Friðrik Jónssynir, sem reistu sér hús á Laufásvegi 49 og 53 á árunum 1922 og 1924, en þeir voru umsvifamiklir kaupmenn. Húsin teiknaði Einar Erlends- son, sem síðar varð húsameist- ari ríkisins. í bók Guðjóns Friðrikssonar „Indæla Reykjavík" segir að þessi tvö hús séu „stórfengleg- ustu einbýlishús" Reykjavíkur. Sturla var einhleypur og bjó einn í húsi sínu á Laufásvegi 51. „Það þótti tilkomumikið að koma í heimsókn til hans og ganga stofu úr stofu, nærri endalaust, sem allar voru búnar dýrindis erlendum húsgögnum og listaverkum," segir Guðjón í bók sinni. Eftir lát bræðranna tók Reykjavíkurborg Laufásveg 51 á leigu og hóf rekstur leikskóla í húsinu, sem er rekinn þar enn. Breska sendiráðið tók hins veg- ar Laufásveg 49 á leigu og hef- ur verið þar til húsa í 40 ár. Bæði húsin eru í eigu barna Friðriks, Sigþrúðar og Sturlu. Stórir garðar eru við Sturlu- hallir og í garði breska sendi- ráðsins er einhver krónmesti hlynur sem finnst hér á landi. Laufásvegur 49 er á tveimur hæðum auk þess sem kjallari er undir húsinu. Hver haéð er 135 fermetrar. Eigendur húss- ins telja að það henti vel undir ýmsa félagastarfsemi, skóla, opinberar stofnanir eða skrif- stofur. í ÞORSKASTRÍÐUM íslands og Bretlands kom nokkrum sinn- um til mótmæla við breska sendiráðið. Við útfærsluna í 200 mílur enduðu mótmælin með því að næstum allar rúður voru brotnar í húsinu. Hæstiréttur stað- festir sýknudóm í nauðgunarmáli Taldi atburðinn fyrst nauðgun eftir samtal við Stígamótakonu HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað mann af ákæru fyrir nauðgun. Niðurstaðan byggist m.a. á því að 19 ára stúlka sem í hlut átti hafi í fyrstu ekki litið svo á að henni hafi verið þröngvað til samræðis með ofbeldi heldur misboðið með öðrum hætti. Það hafí hins vegar orðið niðurstaða viðtals hennar við konu sem hún hafði kynnst hjá Stígamótum að um nauðgun væri að ræða. Maðurinn var einnig sýknaður í Héraðs- dómi. Atvik það sem kært var út af átti sér stað á heimili mannsins í Kópavogi 5. nóvem- ber 1994. Konan fór í neyðarmóttöku Borgar- spítala fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeld- is sólarhring síðar, en kæra til RLR var lögð fram 23. nóvember, 18 dögum eftir atvikið. Maðurinn kvaðst hafa átt samfarir við konuna. Hún hefði kveinkað sér eitthvað í upphafi samfaranna en aldrei beðið hann að hætta þeim. Áverkar vegna lítillar reynslu af samlífi Læknisskoðun leiddi í ljós verulega áverka á kynfærum konunnar og var það álit tveggja lækna sem báru í málinu að slíkir áverkar gætu tæplega komið við samfarir sem fram hefðu farið með vilja beggja þótt hvorugur hafi talið útilokað að það gæti gerst. í dóminum segir að ekki sé unnt að horfa fram hjá þeirri ályktun sem draga megi af framburði læknanna að ekki sé óhugsandi að slíkir áverkar geti komið við samfarir án nauðungar og að hjá mjög ungum konum, sem hafi litla reynslu af samlífi, get.i við eðli- legar samfarir komið stórir og miklir áverkar þó að ekki sé beitt valdi. í dóminum er rakið um aðdraganda þess að konan fór á slysadeild Borgarspítalans, að áður hafi hún haft samband við konu sem hún hafði kynnst hjá Stígamótum. Sú hafi komið heim til hennar. Kærandinn hafi þá sagt konunni að hún hefði sofið hjá mannin- um en konan hafi ekki trúað því og á endan- um hafi hún sagt frá því sem gerðist. - „Viðtal hennar við fyrrgreinda konu gæti gefið vísbendingu um, að hún hafi ekki litið svo á í fyrstu, að ákærði hafi þröngvað sér til samræðis með ofbeldi, heldur hafi hún talið sér hafa verið misboðið á annan hátt. Hins vegar hafi það orðið niðurstaða eftir samtal þeirra, að um nauðgun hafi verið að ræða,“ segir í dóminum. Minnihlutinn vildi sakfella Þá segfr í dóminum að svo virðist sem konan hafi í upphafi verið í uppnámi yfír þeirri niðurlægingu sem hún hafi talið sig hafa orðið fyrir í öðru húsi fyrr sömu nótt en fram kom að hún taldi þann sem ákærður var fyrir nauðgunina fyrr um kvöldið hafa bjargað sér undan grófri áreitni tveggja ann- arra manna en sú áreitni hafi orðið til þess að henni fannst hún upplifa á ný nauðgun sem hún hafði áður orðið fyrir. „Þá þykir nokkru varða hvernig þau skildu að skiptuni um morguninn og að hún kærði ekki atburð- inn hjá lögreglu fyrr en 18 dögum síðar,“ segir í dóminum. Maðurinn var því sýknaður af sakargiftum með dómi meirihluta Hæstaréttar, sem var skipaður Haraidi Henryssyni, Garðari Gísla- syni og Pétri Kr. Hafstein hæstaréttardómur- um. Minnihluti réttarins, Hrafn Bragason og Hjörtur Torfason, taldi hins vegar að sak- fella bæri manninn og dæma til 9 mánaða fangelsisvistar og til að greiða konunni 300 þúsundir kr. miskabætur. i 1 m L r ( t i i ( i II I II 'I «4 II 4 Í4 4 '4 I 14 4 tl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.