Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Skýrsla um flutning feijuflugs til Keflavíkurflugvallar
Kröfum um öryggi ekki
fullnægt í Reykjavík
REYKJ A VÍ KURFLU G V ÖLLUR
uppfyllir ekki þær öryggiskröfur sem
aíþjóðaflugmálastofnunin gerir til
slíkra flugvalla og ferju- og milli-
landaflug mun flytjast til Keflavík-
ur, hvort sem slíkt verður fyrir til-
stuðlan stjórnvalda eða af völdum
markaðsaflanna einna. Þetta er nið-
urstaða úttektar á flugmálum Kefla-
víkurflugvallar með tilliti til feiju-,
millilanda- og innanlandsflugs
smærri flugvéla sem unnin var fyrir
Markaðs- og atvinnumálanefnd
Reykjanesbæjar.
Á fundi sem haldinn var til að
kynna helstu niðurstöður skýrslunn-
ar sagði höfundur hennar, Ingimar
Öm Pétursson rekstrarhagfræðing-
ur, að öryggissvæði umhverfís flug-
brautir á Reykjavíkurflugvelli væru
of lítil og raunar uppfyllti engin
braut á vellinum þau skilyrði sem
alþjóðaflugmálastofnunin setti, sam-
kvæmt úttekt sem Almenna verk-
fræðistofan hefði unnið.
Þá gerðu aðstæður umhverfis völl-
inn það að verkum að ekki væri
unnt að bæta úr þessu. Ingimar
sagði að í samtölum sínum við full-
trúa alþjóðaflugmálastofnunarinnar
hefði komið í Ijós að íslensk flug-
málayfirvöld hefðu ekki skilað stofn-
uninni skýrslu um ástand flugbrauta
vallarinns frá 1990 og því væri er-
lendum flugmönnum sem þar lentu
oft á tíðum ástand þeirra ekki.
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokks í Reykjaneskjör-
dæmi, sagði að aðstæður á Reykja-
víkurflugvelli væru með þeim hætti
að það byði aðeins hættunni heim
að nota hann áfram undir feijuflug.
Það væri m.a. umhugsunarefni
hversu mjög tollgæslu væri ábóta-
vant þar. Það yki á hættuna á eitur-
lyfjasmygli um völlinn, ekki þá að-
eins fyrir innanlandsmarkað, heldur
gæti Island hugsanlega orðið stökk-
pallur fyrir eiturlyflasmygl til Evr-
ópu eða Bandaríkjanna.
Ingimar benti á að frá 1989 hefði
lendingum feijuflugvéla og smærri
véla í millilandaflugi á Reykjavíkur-
flugvelli fækkað úr 3.800 í um
1.700. Á sama tíma hefði lendingum
þessara véla á Keflavíkurflugvelli
farið fjölgandi og hefðu þær verið
um 1.600 á síðasta ári. Sagði hann
það því ljóst að þessi tilflutningur
væri þegar hafinn og með uppbygg-
ingu þjónustumiðstöðvar Suðurflugs
á Keflavíkurflugvelli mætti búast við
enn hraðari þróun.
Úr reikningum 1995
Upphæðir í milljónum króna
Rekstrarreikningur 1995 1994 Breyt.
Rekstrartekjur 6.096 5.751 -6,0%
Rekstrargjöld 5.862 5.599 ; +4.7%
Rekstrarhagnaður 234 152 +53,9%
Fjármagnsgjöld 28 19 +47,4%
Hagnaðurt. skatta 206 133 +54,9%
Hagnaður ársins 153 102 +50.0%
—
Efnahagsreikningur (31. des.) 1995 1994 Breyt.
Veltufjármunir 2.260 2.169 +4,2%
Fastafjármunir 2.258 2.162 +4,4%
Eiqnir samtals 4.518 4.331 +4.3%
Skammtímaskuldir 1.355 1.581 -14,3%
Langtfmaskuldir 1.133 868 +30.5%
Skuldir samtals 2.488 2449 +1,6%
Eiaiðfé 2.030 1.882 +7.9%
Skuldir og eigið fé 4.518 4.331 +4,3%
Kennitölur 1995 1994
Eiginfjárhiutfall 44,9% 43,4%
Veltufjárhlutfall 1,67 1,37
Arðsemi eigin fjár 8,1% 5,6%
Markaðshlutdeild (1 sölu eldsneytis) I 30,2% 28,2%
Hagnaður Sæ-
plasts þrefaldast
REKSTRARHAGNAÐUR Sæplasts
hf. á Dalvík nam 35,9 milljónum
króna á síðasta ári, að teknu tilliti
til óreglulegra tekna og skatta. Þetta
er ríflega þrefalt meiri hagnaður en
árið 1994 er rekstur fyrirtækisins
skilaði rúmlega 10 milljón króna
hagnaði. Að sögn Kristjáns Aðal-
steinssonar, framkvæmdastjóra Sæ-
plasts, skýrist betri afkoma fyrir-
tækisins á síðastliðnu ári fyrst og
fremst af rúmlega 16 milljón króna
söluhagnaði hlutabréfa..
Kristján segir hins vegar að fyrir-
tækið hafi þurft að glíma við aukinn
hráefniskostnað sem ekki hafi tek-
ist að velta út í verðlagið. Þannig
hafi hráefniskostnaður verið um
40% af rekstrargjöldum fyrirtækis-
ins, samanborið við um 35% árið
1994. Hins vegar hafi tekist að
lækka ýmis önnur rekstrargjöld á
móti.
Rekstartekjur Sæplasts jukust
um tæpar 20 milljónir á milli ára
og námu rúmum 380 milljónum
króna árið 1995. Rekstrargjöld
námu hins vegar 352 milljónum.
Eiginfjárhlutfall hækkaði nokkuð á
árinu og nam 73% í árslok 1995.
Útflutningstekjur ríflega
helmingur rekstrartekna
Að sögn Kristjáns jókst verðmæti
útflutnings um 12% á milli ára og
skapaði útflutningur fyrirtækisins
um 52% af heildartekjum þess á síð-
asta ári. Mestu munaði þar um út-
flutt fiskiker sem voru tæplega
helmingur sölu síðasta árs. Kristján
segir að nýjasta framleiðsluvara fyr-
irtækisins, endurnýtanleg fiskiker,
gefí einnig tilefni til bjartsýni og
hafi þegar verið gengið frá sölu
þeirra til Hollands og Danmerkur.
Kristján segist reikna með því að
tekjur Sæplasts muni aukast um
u.þ.b. 10% á þessu ári og horfur séu
einnig á auknum hagnaði.
Aðalfundur Sæplasts verður hald-
inn á Dalvík þann 16. mars nk. og
liggur m.a. fyrir fundinum tillaga
stjórnar um greiðslu 10% arðs á
hlutabréf vegna ársins 1995.
Arnes með 47
milljóna tap
TAP Árness hf. nam alls 47 milljón-
um króna árið 1995 samanborið við
35 milljóna tap árið 1994. Rekstrar-
tekjur námu alls 1.285 milljónum
og drógust saman um 214 milljónir
á árinu eða um 14%. Þessi samdrátt-
ur skýrist fyrst og fremst af sjó-
mannaverkfallinu síðastliðið vor og
áhrifum þess á veiðar og vinnslu
humars og aðrar fisktegundir. Minna
var einnig fryst af loðnu en árið
áður, að því er segir í frétt.
Árnes gerir út fjóra báta og rekur
frystihús í Þorlákshöfn og humar-
vinnslu á Stokkseyri. I lok sl. árs
keypti félagið frystihús á Dalvík.
Hjá félaginu störfuðu á síðasta ári
að meðaltali um 220 starfsmenn og
voru Iaunagreiðslur tæpar 400 millj-
ónir króna. Afli bátanna á árinu nam
alls um 3.645 tonnum.
Ingibjörg Ketilsdóttir, fjármáia-
stjóri Ámess, sagði í samtali við
Morgunblaðið að gert væri ráð fyrir
hagnaði á yfirstandandi ári. Umsvif-
in hefðu orðið fyrstu tvo mánuðina
orðið mun betri en á sama tíma í
fyrra. Þannig hefðu tekjur af loðnu-
frystingu verið um 100 milljónir á
tímabilinu eða um 50 milljónum
meiri en á sama tíma í fyrra og flat-
fiskafli hefði aukist talsvert milli
ára. Vonir væru síðan bundnar við
að humarvertíðin myndi skila mun
betri afkomu í ár, en félagið hefði
keypt nokkuð af varanlegum hum-
arkvóta.
Hlutafé verði aukið um 50%
Hlutafé Árness var aukið um 126
milljónir í mars á sl. ári. Kaupendur
að þeim bréfum voru Grandi hf.,
ísfélag Vestmannaeyja hf. Þormóður
rammi hf., Burðarás hf., Sjóvá-
Almennar tryggingar og Trygginga-
miðstöðin hf. Er Grandi stærsti hiut-
hafi félagsins með 25% hlutafjár.
Aðalfundur Árness verður haldinn
laugardaginn 23. mars á Stokks-
eyri. Þar verður m.a. lögð fyrir til-
laga frá stjórn um að auka hiutafé
um 50% eða úr 260 milljónum í 390
milljónir með útgáfu nýrra hluta-
bréfa.
Olís með 153 milljóna hagnað á sl. ári
Líklega besta afkoma
félagsins frá upphafi
HAGNAÐUR Olíuverslunar ís-
lands hf., Olís, nam alls um 153
milljónum á síðasta ári samanbor-
ið við 102 milljónir árið áður. Er
þetta líklega besta afkoma félags-
ins í sögu þess.
Á árinu 1995 seldi félagið 197
þúsund tonn af eldsneyti sem er
mesta sala í sögu félagsins og svar-
aði til 11,4% aukningar frá árinu
á undan. Markaðshlutdeild jókst
úr um 28,2% í 30,2% og hefur
ekki verið hærri um áratuga skeið.
Bensínstöðvum breytt í
þj ónustustöðvar
Rekstrartekjur Olís voru á árinu
6.096 milljónir á móti 5.751 millj-
ón árið áður sem er tæplega 6%
aukning. Rekstrarhagnaður fyrir
fjármagnskostnað og skatta var
alls 234 milljónir samanborið við
152 milljónir árið áður.
Einar Benediktsson, forstjóri
Olís, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hinn bætta árangur á
síðasta ári mætti fyrst og fremst
rekja til hagræðingar í rekstri og
aukinnar sölu, einkum á eldsneyti.
Aðspurður um áform félagsins á
þessu ári sagði Einar að gert væri
ráð fyrir að endurbyggja flestar
bensínstöðvar félagsins á Reykja-
víkursvæðinu. „Þeim verður breytt
úr hefðbundnum bensínstöðvum í
þjónustustöðvar með fjölþætta
þjónustu og breitt vöruúrval. Það
verður m.a. skipt um dælur og
sett upp tölvustýrð sjálfsala- og
dælukerfi, auk þess sem byggð
ÁRNES HF.
Úr reikningum 1995
Rekstrarreikningur Míiijónir króna 1995 1994 Breyt.
Rekstrartekjur 1.285 1.499 -14,3%
Hagnaður án afskrifta og fjármagnsk. 155 229 -32,3%
Afskriftir 112 129 -13,2%
Fjármagnsgjöld 83 134 -38,1%
Tap af reglulegri starfsemi (40) (34) +17,6%
Aðrar tekjur og gjöld 7 1 +600.0%
Tap ársins (471 (35) +34.3%
Éfnahagsreikningur 1995 1994 Breyt.
| Eignir: \ Milljónir króna
Veltuf jármunir 301 228 +32,0%
Fastafjármunir 843 820 +2,8%
Eignir samtals 1.144 1.048 +9,2%
I Skuldir og eioiO fó: \ Milljónir krnna
Skammtímaskuldir 533 531 +0,4%
Langtfmaskuldir 557 544 +2,4%
Eigið fé 54 (27)
Skuldir og eigíð fé samtals 1144 1.048 +9,2%
Kennitölur 1995 1994 —
Eiginfjárhlutfall 4,7% -2,6%
Veltuf járhlutfall 0,56 0,43
Néttóskuldir 789 847
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 45 101
verða skyggni yfir allar stöðvar á
Reykjavíkursvæðinu. Þá er þegar
hafin bygging nýrrar þjónustu-
stöðvar við Sæbraut í Reykjavík,"
sagði Einar. Hann bætti við því
við að félagið væri að taka í notk-
un nýtt upplýsingakerfi sem vonir
væru bundnar við að sköpuðu því
samkeppnisforskot. Það yrði tengt
við allar bensínstöðvar á höf-
uðborgarsvæðinu og útibú félags-
ins á landsbyggðinni.
Eigið fé félagsins var í árslok
2.030 milljónir og hafði aukist um
148 milljónir. Starfsmenn voru að
meðaltali 298. Hluthafar voru 800
í árslok.
Aðalfundur Olís verður haldinn
í Sunnusal Hótels Sögu þann 21.
mars nk.
Léttir vegna
hækkunar í
Wall Street
London. Reuter.
FJÁRFESTUM í Evrópu létti í
gær þar sem hluta- og skuida-
bréf hækkuðu í verði í Banda-
ríkjunum þrátt fyrir ugg um
aðra lækkun eftir rúmlega 170
punkta hrun í Wall Street á
föstudag.
Kl. 1710 hafði Dow Jones vísi-
talan hækkað um 38,29 punkta
eða 0,70% í 5508,74 vegna eft-
irspurnar eftir tæknibréfum.
Verðbréfasalar í Bandaríkj-
unum höfðu verið viðbúnir 50
punkta lækkun með- hliðsjón
af stöðunni í Evrópu um morg-
uninn.
í London hafði l'TSE vísital-
an lækkað um 1,75% rétt fyrir
opnun í Wall Street, en hún
hækkaði síðan og var aðeins
1% lægri eða 3674,5 við lokun.
Haft var eftir einum verðbré-
fasala í London að öll kurl
væru ekki komin til grafar, en
ef Dow-vísitalan og bandarísk
skuldabréf yrðu stöðugri mætti
búast við hækkun FTSE.