Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 17
VIÐSKIPTI
Hof sf. og Fóður-
blandan hf.
Tilboð kom-
iðíSam-
skipabréfin
HOF hf., ■ eignarhaldsfélag Hag-
kaups, og Fóðurblandan hf. fengu
nýlega tilboð í hlutabréf sín í Sam-
skipum miðað við gengið 1,3. Fóður-
blandan á alls 100 milljónir að nafn-
virði og Hof 40 milljónir í félaginu,
en bréfín voru keypt á nafnvirði á
sínum tíma. Þetta samsvarar um
15,5% af hlutafé félagsins.
Hof sf. ákvað síðastliðið haust að
selja 40 milljóna hlut sinn í Samskip-
um og var þá einnig vitað að eigend-
ur Fóðurblöndunnar hefðu hug á að
selja sín bréf. í lok febrúar sögðu
Gunnar Jóhannsson, stjórnarformað-
ur Samskipa og fulltrúi Fóðurblönd-
unnar og Jón Pálmason hjá Hofi, sig
síðan úr stjórn félagsins.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins barst tilboð nýlega frá lög-
fræðiskrifstofu Sigurmars K. Al-
bertssonar. Tilboðinu hefur ekki ver-
ið svarað og virðist bera mikið á
milli aðila um verð bréfanna. Eftir
því sem næst verður komist gera
Hof og Fóðurblandan ráð fyrir mun
hærra sölugengi en 1,3 eða nálægt
2,0. Ávöxtun þessarar fjárfestingar
yrði engu að síður góð miðað við
gengið 1,3 þar sem bréfin voru á
sínum tíma keypt á genginu 1,0 auk
þess sem Landsbankinn veitti lán
fyrir 65% af kaupverðinu.
-----♦ ♦ ♦----
Sameinaðir
verktakar
Greiða 230
milljóna arð
tilhluthafa
Á AÐALFUNDI Sameinaðra verktaka
hf. 29. febrúar sl. var samþykkt að
greiða hluthöfum 10% arð af markaðs-
virði hlutabréfa. Samkvæmt yfirliti frá
Landsbréfum var markaðsvirði bréf-
anna rösklega 2,3 milljarðar um síð-
ustu áramót og nema arðgreiðslur því
um 230 milljónum.
Bókfærður hagnaður Sameinaðra
verktaka á sl. ári nam alls um 146
milljónum. Þar er annars vegar um
að ræða hlutdeild í afkomu íslenskra
aðalverktaka þar sem félagið á 32%
hlutafjár. Hins vegar fær félagið
vaxtatelgur af bankainnistæðum.
Eigið fé var alls um 2.624 milljónir
um áramótin og eiginfjárhlutfall 97%.
Á aðalfundinum var samþykkt að
láta kanna hvaða heimildir væru fyrir
hendi hjá félaginu til útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa og gefa út bréf sem því
næmi.
-----» ♦ ♦-----
GMískaða-
bótamál
við VW
Riisselsheim. Reuter.
GENERAL MOTORS í Bandaríkjun-
um og deildin Adam Opel í Þýzka-
landi segjast ætla í skaðabótamál
gegn stjórn Volkswagens í Banda-
ríkjunum og þar með hafa deilur
fyrirtækjanna vegna meintra iðnað-
amjósna VW færzt á nýtt stig.
Þar sem lítið hefur miðað áfram
í 34 mánaða málarekstri gegn VW
í Þýzkalandi kveðst GM munu leita
réttar síns í Bandaríkjunum og
ákæra að auki Ferdinand Piech for-
stjóra. GM höfðaði mál sitt fyrir
dómstóli í Michigan 7. marz, nokkr-
um dögum áður en málið hefði fyrnzt
samkvæmt bandarískum lögum.
Því er haldið fram að framleiðslu-
stjóri VW, José Ignacio Lopez de
Arriortua, og sjö aðrir fyrrverandi
stjómendur hjá GM hafi stolið „miklu
magni“ leyniskjala þegar þeir hófu
störf hjá VW árið 1993.
Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum aðferðum, hugmyndum og .
hfálpartækjum sem auðvelda þér að leysa sköpunargáfuna úr \
læðingi, skapa nýjar lausnir og landa spennandi tækifærum sem
fært geta þér lykilinn að framtíð fyrirtækis þíns eða stofnunar.
KVEIKTU A PERUNNI
m
Sköpun arðbærra hugmynda
(CREATIVITY FOR SUCCESS AND PR0FIT)
Námstefna með Marsh Fisher, frumkvöðli og
framkvæmdastjóra IdeaFisher Systems Inc. I Bandaríkjunum.
Haldin að Scandic Hótel Loftleiðum,
miðvikudaginn 20. mars 1996 frá kl. 9:00 til 16:00.
Sköpunargáfan hefur áhrif á árangur stjórnenda. Ef stjórn-
endur virkja sköpunargáfuna með réttum aðferðum er
ekki aðeins hægt að auka fjölda hugmynda heldur einnig
gæði þeirra til að skapa arðbærar lausnir.
Góðar hugmyndir og þau bylgjuáhrif, sem þær valda, hafa áhrif
á starf þitt, heilsu, velgengni og umhverfi. Það er í raun ekkert
sem getur tryggt þér betri framtíð en hæfileikinn að vera skap-
andi. Stjórnendur, sem virkja sköpunargáfu sína og þann mann-
auð sem fólginn er í hæfileikum samstarfsfólks og undirmanna,
eiga meiri velgengni að fagna en aðrir.
Árið 1970 þróaði Marsh Fisher hugmyndina að því sem átti eftir
að verða stærsta fasteignasölufyrirtæki í heiminum, Century 21.
Marsh Fisher seldi sinn hlut árið 1977 og hefur síðan þá fjárfest
fyrir meira en 4 milljónir dollara (hátt f 300 milljónir króna) og
haft yfir 200 manns við rannsóknir á því hvernig við hugsum og
að finna svör við spurningunni: Hvernig er hægt að virkja
sköpunargáfuna á réttan hátt og hvernig er hægt að nýta sér þá
orku sem liggur óbeisluð í huga okkar? Uppgötvun þeirra um
undirstöðuatriði hugsunar og eðli hugmyndasköpunar hefur
síðan verið staðfest af sjálfstæðum rannsóknum við John
Hopkinsháskóla.
Árið 1988 stofnaði Marsh Fisher fyrirtækið IdeaFisher Systems
Inc. sem er hugbúnaðarfyrirtæki í Irvine í Kaliforniu. Á grunni
áðurnefndra rannsókna hefur fyrirtækið þróað IdeaFisher hug-
búnaðinn sem fengið hefur frábæra dóma og verið seldur í
rúmlega 500 þúsund eintökum víða um heim.
Virkjun sköpunargáfunnar getur skapað þér forskot í sam-
keppni, hvort heldur sem finna þarf nafn á nýja vöru, þróa
áætlanir og framtíðarsýn fyrirtækis eða stofnunar, skipuleggja
almannatengslaherferðir, hjálpa til að leysa vandamál og breyta
og meta.lausnir. Á þessari námstefnu mun Marsh Fisher fjalla
um eðli sköpunargáfunnar og kynna hvernig stjórnendur geta
virkjað hana með nýjum og bættum aðferðum. Einnig mun
hann kynna IdeaFisher hugbúnaðinn, sem er innifalinn í
námstefnugjaldinu, og sýna notkun hans.
Á námstefnunni gefst því tækifæri til að kynna sér nýtt verklag til
að glíma við krefjandi úrlausnarefni nútímastjórnunarumhverfis,
auka fjölda og gæði nýrra hugmynda og hvernig stjórnendur
geta leyst sköpunargáfu sína úr læðingi og beitt til þess sér-
hæfðum hugbúnaði til að skapa arðbærar hugmyndir og lausnir
á knýjandi viðfangsefnum.
AFSLÁTTARTILBOÐ
til fyrirtækja og stofnana
Qi < Ef þrír eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun
O i I fær fjórði þátttakandinn fría skráningu.
■Jii Ef sjö eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun
" *fá þrír þátttakendur til viðbótar fría skráningu.
Idcalishcr PRO
,'i'he Ultirnate Writin^
c\- Uornmiinieíitioii Tooís for
liusincss Protessionais
Innifalið í námstefnugjaldi: Bókin IdeaFisher eftir Marsh Fisher og IdeaFisher
Pro tölvuforritið (þú getur valið á milli Mac eða PC). Með forritinu fylgir
notendahandbók sem jafnframt er kennsluhandbók. Að auki fylgir viðbótarefni
til notkunar með forritinu - sérhæfðir pakkar fyrir hugmyndavinnu á sviði
stefnumótunar og þróunar nýrrar vöru og/eða þjónustu. Einnig er innifalið
morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi.
Verð: Kr. 42.400.
Verð fyrir aðila Stjórnunarfélagsins: Kr. 25.415.
Skráning er hafin
Tryggðu þér þátttöku
Skráningarsími:
562-1066
Stjórnunarfélðg
íslands
mtfpmMf&i* - kjarni málsins!