Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 19 Bandaríski gamanleikarinn George Burns látinn Los Angeles. Reuter, The Daily Telegraph. BANDARÍSKI gamanleikar- inn George Burns lést á heim- ili sínu á Beverly Hills í Los Angeles á laugardag, tæpum tveimur mánuðum eftir að hann varð 100 ára gamall. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, minntist George Burns sem „eins af mestu skemmtikröftum allra tíma“. „Tilfinning hans fyrir tíma- setningu og hrífandi brosið snertu hjarta og hláturtaugar þriggja kynslóða," sagði for- setinn. „Hann gerði okkur kleift að sjá fyndnu hliðarnar á erfiðustu timunum og hlæja saman sem þjóð.“ Bandaríski gamanleikarinn Jackie Mason lýsti Burns sem „mesta gamanleikara allra tíma“. Aðdáendur Burns lögðu blóm við sljörnu hans á gangstétt í Hollywood sem er helguð frægustu leikurum Bandaríkjanna. Burns hafði átt við veikindi að stríða frá árinu 1994, þegar hann hrasaði í sturtu í íbúð sinni í Las Vegas. Hann varð að aflýsa skemmtun, sem fyrirhuguð var í tilefni af tí- ræðisafmælinu, og gat ekki „Einn af mestu skemmtikröftum allra tíma“ Reuter GEORGE Burns ásamt Ieikkonunni Ann Margret 25. febrúar sl. þegar honum voru veitt heiðursverðlaun samtaka banda- rískra kvikmyndaleikara. haldið upp á afmælið vegna flensu. Elsti Óskarsverðlaunahafinn Burns, sem varð 100 ára gamall 20. janúar. Hann kynntist eiginkonu sinni, Gracie Allen, árið 1923 og þau voru með vinsæla gaman- þætti í útvarpi og sjónvarpi í 19 ár og léku í u.þ.b. tveimur kvikmyndum á ári frá 1932-39. Árið 1976 varð hann elsti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaunin, þá áttræð- ur, fyrir leik í aukahlutverki í gamanmyndinni „The Sun- shine Boys“ (Sólskinsdren- girnir). Hann lék þar aldrað- an gamanleikara. Síðar lék hann m.a. guð í myndinni „Oh God!“ og tveimur framhalds- myndum. Burns skrifaði einnig ýmsar bækur, svo sem „Forskrift Burns að hamingju" og „Hundrað ár, hundrað sögur,“ sem var gefin út í tilefni af tíræðisafmælinu. Burns var þekktur fyrir að reykja stóra vindla meðan hann reytti af sér brandara og reykti enn yfir tíu vindla á dag síðustu árin. Dini lofar rannsókn LAMBERTO Dini, forsætisráð- herra Ítalíu, fullvissaði banda- ríska ráðamenn í gær um það að ítalar hygðust upplýsa það hvemig Magied al-Molqi, sem dæmdur var fyrir aðild að morð- inu á Bandaríkjamanninum Leon Klinghoffer þegar far- þegaskipinu Achille Lauro var rænt árið 1985, slapp úr fang- elsi. Molqi fékk tólf daga leyfi úr fangelsi og átti að snúa aftur 28. febrúar. Til hans hefur ekki spurst síðan. Njósnahnöttur nálgastjörðu KÍNVERSKUR gervihnöttur, sem ætlaður var til njósna, nálg- aðist jörðu stjórnlaust í gær og var gert ráð fyrir því að hann myndi hrapa um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn breska vamarmálaráðuneytisins var talið að hann myndi hrapa í haf einhvers staðar á suðurhveli jarðar og sagt ósennilegt að hann myndi valda tjóni. Fastafulltrúi íslands hjá NATO Gæsluliðinu er treyst í Bosníu ÞORSTEINN Ingólfsson sendiherra, fastafulltrúi íslands hjá NATO, fór ásamt öðmm fulltrúum NATO-ríkja í Brussel í vettvangsferð til Sarajevo síðastliðinn föstudag. Þorsteinn seg- ir að enginn vefengi að friðargæzlul- ið NATO, IFOR, hafi sinnt hlutverki sínu með prýði og sé nú eini aðilinn, sem heimamenn treysti. Á móti horfi fólk hins vegar til IFOR að fram- kvæma alls konar verkefni, sem séu ekki í verkahring herliðsins, en eng- inn annar hafi komið til að leysa þau. Fastafulltrúunum sextán var ekið um Sarajevo í brynvörðum bflum. Þorsteinn segir það hafa verið slá- andi að litast um í borginni. Til dæmis hafi ekki verið óskaddað hús að sjá í hverfum nálægt flugvellin- um. Fastafulltrúarnir áttu fundi í Sarajevo með herstjórn IFOR og með fulltrúa Evrópusambandsins, Carl Bildt, sem hefur yfirumsjón með uppbyggingarstarfinu í Bos- níu. „Það er almennt mat manna að IFOR hafi þrátt fyrir allt tekizt mjög vel að framkvæma sína að- gerð. Herliðið er eina aflið, sem fólk treystir á eins og sakir standa. Hernaðarlega hliðin á friðarsamn- ingunum hafa staðizt og ekki er lagt til atlögu við IFOR,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er geysilega brýn þörf á að koma í gang því endurreisnarstarfi, sem alþjóða- stofnanir eru að undirbúa. Þar vant- ar því miður heilmikið upp á.“ Þorsteinn segir ljóst að fé skorti til uppbyggingarstarfsins. Þannig hafi verið greinilegt af máli Carls Bildt að sú starfsemi, sem hann eigi að stjórna, þurfi miklu meiri stuðn- ing en nú sé kominn á. „Því betur, sem tekst til að koma starfsemi annarra alþjóðastofnana, sem marg- ar eru komnar á staðinn og eru að byggja sig upp til sinna verka, þeim mun meiri líkur eru á að jafnvægi komist á og íbúamir sjái einhverja vonarglætu," segir Þorsteinn. Atlantshafsbandalagið hefur ver- ið gagnrýnt fyrir að taka ekki að sér lögregluhlutverk í Sarajevo. Þorsteinn segir að lögreglusveitir heimamanna séu til staðar, en að- eins brot af hinu alþjóðlega lögregl- uliði sé komið til borgarinnar. „Afl- ið hjá alþjóðlega lögregluliðinu er langt frá því að vera nægilegt. Hitt er svo annað mál að það er talið mjög óæskilegt að setja hermenn í almenna löggæzlu á götum borgar- innar. Það er hreinlega ekki það hlutverk, sem þeir eru þjálfaðir til,“ segir Þorsteinn. Kvartað undan 777 New York. The Daily Telegraph. BANDARÍSKA flugfélagið United Airlines hefur sent mjög alvarlegar athugasemdir til Boeing-verksmiðj- anna um áreiðanleika nýju 777-þot- unnar. Skýrði dagblaðið Wall Street Journal frá þessu en aðfinnslurnar eru mikið áfall og álitshnekkir fyrir verksmiðjurnar. í bréfinu segir meðal annars, að United hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með reynsluna af 777- þotunni sl. fimm mánuði. Segist Joseph O’Gorman, yfirmaður flug- rekstrarsvið United, vera mjög áhyggjufullur vegna þessa og hvet- ur til, að Boeing og United sjái til þess saman, að vandamálin verði leyst. „Athugasemdir frá flugmönnum, ferðir, sem hafa fallið niður, og sá tími, sem dregist hefur frá notkun vélanna, er meiri en við verði un- að,“ sagði O’Gorman í bréfinu. Talsmaður Boeing staðfesti, að bréfið hefði borist en lagði áherslu á, að um væri að ræða einangruð vandamál, sem hefðu engin áhrif á öryggi vélanna. $ SUZUKI ---y///.----------- SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17-108 Reykjavík - sími: 568 5100 SUZUKI- afl og öryggi Þægindi, öryggi og kraftur Einstaklega vandaður og vel búinn fjölskyldubíll Aflmikil 16 ventla vél/86 hestöfl • vökvastýri • veltistýri • samlæsingar • rafdrifnar rúðuvindur • rafstýrðir útispeglar • rúmgóð farangursgeymsla • einstaklega rúmgott og hljóðlátt farþegarými • útvarp/segulband 4 hátalarar • upphituð framsæti Öryggisbúnaður í sérflokki 2 öryggisloftpúðar (airbags) • hliðarárekstrarvörn • hæðarstilling á öryggisbeltum • krumpsvæði framan og aftan • rafstýrð hæðarstilling á framljósum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.